Morgunblaðið - 03.11.1995, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 03.11.1995, Qupperneq 2
2 C FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1995 C 3 URSLIT Breiðablik-IA 75:72 Smárinn, úrvalsdeildin í körfuknattleik, 10. umferð, fimmtudaginn 2. nóvember 1995. Gangur leiksins: 0:3, 9:3, 12:11, 21:16, 23:25, 29:27, 34:36, 34:45, 42:45, 44:50, 51:50, 60:60, 66:69, 68:72, 75:72. Stig Breiðabliks: Halldór Kristmannsson 23, Birgir Mikaelsson 17, Michael Thoele 15, Erlingur S. Erlingsson 6, Agnar Olsen 6, Einar Hannesson 4, Daði Sigurþórsson 4. Fráköst: 8 í sókn — 22 í sókn. Stig ÍA: Milton Bell 23, Jón Þ. Þórðarson 20, Bjami Magnússon 12, Haraldur Leifs- son 12, Sigurður Elvar Þórólfsson 5. Fráköst: 13 í sókn — 33 I vöm. Dómarar: Björgvin Rúnarsson og Bergur Steingrímsson. Ekki uppá sitt besta. yillur: Breiðablik 17 — ÍA 21. Ahorfendur: 95 greiddu aðgangseyri. Haukar-Þór 86:74 íþróttahúsið við Strandgötu: Gangur ieiksins: 6:0, 6:5, 11:5, 23:8, 30:10, 35:10, 46:22, 51:28, 51:34, 58:35, 66:44, 75:53, 75:68, 77:70, 84:70, 86:74. Stig Hauka: Jason Williford 25, Jón Amar Ingvarsson 22, Bergur Eðvarðsson 12, Sig- fús Gizurson 11, ívar Ásgrímsson 5, Pétur Ingvarsson 4, Björgvin Jónsson 4, Pálmar Sigurðsson 3. Fráköst: 9 í sókn - 17 í vöm Stig Þórs: Fred Williams 30, Kristján Guð- laugsson 11, Hafsteinn Lúðvíksson 9, Kon- ráð Óskarsson 8, Kristinn Friðriksson 7, Birgir Örn Birgisson 5, Böðvar Kristjánsson 4. Fráköst: 11 í sókn - 14 i vöm Dómarar: Helgi Bragason og Eggert Aðal- steinsson. Dæmdu illa. yillur: Haukar 29 - Þór 18. Áhorfendur: Um 100 manns í húsinu. Tkidastóll - KR 62:60 Sauðárkrókur: Gangur leiksins: 2:0, 4:5, 10:11, 14:23, 25:29, 27:35, 32:48, 39:53, 45:55, 50:56, 62:60. Stig Tindastóls: Törrey John 31, Lárus Dagur Pálsson 10, Hinrik Gunnarsson 9, Ómar Sigmarsson 7, Pétur Guðmundsson 4, Amar Kárason 1. Fráköst: 14 í sókn - 18 í vörn. Stig KR: Jonathan Bow 17, Hermann Hauksson 14, Ingvar Ormarson 12, Óskar Kristjánsson 8, Osvaldur Knudsen 7, Atli Einarsson 2, Lárus Ámason 1. Fráköst: 5 í sókn - 33 í vöm. Dómarar: Georg Þorsteinsson og Einar Einarsson, sjálfsagt oft átt betri dag. Villur: Tindastóll 17 - KR 18. Áhorfendur: 550 og áttu stóran þátt í sigr- inum. ÍR - Skallagrímur 92:67 Seljaskóli: Gangur leiksins: 2:7, 11:7, 24:22, 26:32, 31:36, 40:42, 63:47, 69:56, 87:60, 92:67. Stig ÍR: Herbert Amarson 36, Eiríkur Önundarson 21, Jón Örn Guðmundsson 11, Eggert Garðarson 10, John Rhodes 9, Guðni Einarson 2, Márus Amarson 2, Broddi Sig- urðsson 1. Fráköst: 22 sókn - 26 í vöm. Stig Skallagríms: Bragi Magnússon 18, Alexander Ermolinski 12, Sveinbjöm Sig- urðsson 8, Tómas Holton 7, Sigmar Egils- son 6, Ari Gunnarsson 5, Gunnar Þorsteins- son 4, Grétar Guðlaugsson 4, Andri Theód- órsson 3. Fráköst: 11 sókn - 29 í vöm. Dómarar: Jón Bender og Þorgeir Jón Júl- íusson voru góðir í heildina þrátt fyrir nokkra vafadóma. yillur: ÍR 20 - Skallagrímur 23. Áhorfendur: Um 230. Kef la vík - Valur 98:61 íþróttahúsið I Keflavík: Gangur leiksins: 3:0, 3:2, 19:14, 38:14, 48:18, 53:20, 61:23, 69:41, 76:43, 89:47, 98:61. Stig Keflvíkinga: Guðjón Skúlason 21, Gunnar Einarsson 20, Lenear Bums 14, Guðjón Helgi Gylfason 11, Falur Harðarson 8, Albert Óskarsson 7, Sigurður Ingimund- arson 6, Elentínus Guðjón Margeirsson 5, Halldór Rúnar Karlsson 4, Jón Kr. Gtslason 2. Fráköst: 23 í sókn - 16 í vörn. Stig Vals: Bergur Emilsson 15, Guðni Hafsteinsson 14, Bjarki Guðmundsson 13, Bjarki Gústafsson 7, Sveinn Zoéga 6, Magn- ús Guðmundsson 2, ívar Webster 2, Pétur Már Sigursson 2. Fráköst: 17 í sókn - 22 í'vörn. Dómarar: Kristján MöJler og Sigmundur Herbertsson - dæmdu mjög vel. Villur: Keflavík 14 - Valur 17. Áhorfendur: Um 200. UMFN-UMFG 67:72 íþróttahúsið í Njarðvík: Gangur leiksins: 4:0, 4:2, 14:14, 20:20, 25:31, 30:41, 34:52, 40:52, 50:59, 54:61, 64:66, 67:72. Stig UMFN: Teitur Örlygsson 25, Jóhannes Kristbjörnsson 16, Rondey Robinsón 11, Páll Kristinsson 6, Sverrir Þór Sverrisson 4, Kristinn Einarsson 3, Rúnar Arnason 2. Fráköst: 9 í sókn - 21 í vörn. Stig UMFG: Herman Myers 16, Guðmund- ur Bragason 16, Hjörtur Harðarson 13, Helgi Jónas Guðfinnsson 13, Marel Guð- laugsson 6, Undór Sigurðsson 4, Páll Axel Viibergsson 2, Ingi Karl Ingólfsson 2. Fráköst,: 14 í sókn - 21 í vörn. Dómarar: Leifur Garðarsson og Kristinn Albertsson sem dæmdu vel. yillur: UMFN 16 - UMFG, 14. Áhorfendur: Um 200. Evrópukeppni meistaratiða A-RIÐILL: CSKA Moskva - Olympiakos......96:91 Unicaja Malaga - Leverkusen 80:74 B-RIÐILL: Pau-Orthez (Frakkl.) - Benfica ...76:61 Real Madrid - Maccabi Tel Aviv ..91:74 Barcelona - Panathinaikos...63:57 A-RIÐILL Fj. leikja U J T Mörk Stig HAUKAR 10 8 0 2 853: 714 16 KEFLAVÍK 10 8 0 2 947: 812 16 TINDASTÓLL 10 8 0 2 788: 727 16 UMFN 10 7 0 3 870: 773 14 ÍR 10 6 0 4 841: 795 12 BREIÐABLIK 10 2 0 8 791: 946 4 B-RIÐILL Fj. leikja u J T Mörk Stig UMFG 10 6 0 4 930: 805 12 KR 10 6 0 4 862: 845 12 SKALLAGR. 10 4 0 6 750: 807 8 ÞÓR 10 3 0 7 839: 837 6 ÍA 10 2 0 8 782: 872 4 VALUR 10 0 0 10 650: 970 0 Knattspyrna Evrópukeppni bikarhafa Önnur umferð, seinn leikir: Hradec Kralove, Tékklandi: Hradec - Dynamo Moskva...........0:1 Eftir framlengdan ieik. - Daniel Kaplan (14.). 11.530. •Jafnt 1:1. Dynamo vann í vítaspymu- keppni 3:1. Rotterdam, Hollandi: Feyenoord - Everton...............1:0 Regi Blinker (39.). 40.000. •Feyenoord vinnur 1:0 samanlagt. Briigge, Belgíu: FC Briigge - Real Zaragoza.......0:1 - Daniel Garcia (90.). 18.000. •Real Zaragoza vinnur 3:1 samanlagt. Aþena, Grikklandi: AEK Aþena - Gladbach..............0:1 - Stefan Effenberg (70.). 25.000. •Gladbach vinnur samanlagt 5:1. Parma, ítallu: Parma - Halmstadt.................4:0 Filippo Inzaghi (1.), Dino Baggio (38.), Hristo Stoichkov (53.), Tony Andersson (69. - sjálfsm). 26.000. •Parma vinnur samanlagt 4:3. Vín, Austurríki: Rapid Vín - Sporting Lissbon......4:0 Eftir framlengdan leik — 2:0 eftir venju- legan leiktíma. Dietmar Kuehbauer (24.), Trifon Ivanov (90.), Christian Stumpf (105.), Carsten Jancker (109.). 24.000. •Rapid Vín vinpur 4:2 samanlagt. Glasgow, Skotlandi: Celtic - Paris St Germain.........0:3 - Patrice Loko 2 (37., 43.), Pascal Nouma (67.). 34.822. •París St Germain vinnur 4:0 samanlagt. La Coruna, Spani: La Coruna - Trabzonspor...........3:0 Donato (21.), Bebeto 2 (38., 80.). 29.600. •La Coruna vinnur 4:0 samanlagt. UEFA-bikarkeppnin Uílanó, ftalíu: AC Milan - Strasbourg.............2:1 Roberto Baggio 2 (28., 45.) — Franck Sauzee (45.). 25.000. •AC Milan vinnur 3:1 samanlagt. í kvöld Körfuknattleikur 1. deild kvenna: Akranes: í A - Njarðvík 20 Keflavík: Keflavík - KR 20 1. deild karla: Sandgerði: Reynir - KFÍ 20 Handknattleikur 1. deitd kvenna: Austurberg: KR - FH 20 2. deild karla: Fram-hús: Fram - Breiðablik.. ..19.45 Fylkishús: Fylkir - BÍ 20 Strandgata: ÍH - Þór 20 Blak 1. deild karla: KA-hús: KA -ÞrótturNes „20.30 FÉLAGSLÍF Hátíð hjá Fylki Fylkismenn verða með lokafagnað sinn laugardag 4. nóvember. Kl. 14 verður upp- skeruhátíð yngri flokka í hátíðarsal Árbæj- arskóla, kl. 19 um kvöldið verður lokafagn- aður fyrir 18 ára og eldri í Fáksheimiiinu. AðaHundur knatt- spyrnudeildar ÍR Aðalfundur knattspymudeildar ÍR verður haldinn á morgun, íaugardag, í félagsheim- ili ÍR, Skógarseli 12 kl. 15. Leiðrétting Nöfn á sundfólki á barna- og unglingasíðu í gær víxluðust. Nöfnin eru í réttri röð f.v. Berglind Rut Valgeirsdóttir, Einar Örn Gylfason og Halla Guðmundsdóttir. IÞROTTIR IÞROTTIR KORFUKNATTLEIKUR ATAK ÞAÐ ERU ekki margir dagar síðan ég sagði að það væri komið í óefni hjá íþróttagrein, sem lét þann subbuskap við- gangast sem átti sér stað í Grikkiandi, þar sem Stjömustúlkur urðu heldur betur fyrir barð- inu á ítölskum dómur- um, sem gerðu allt til að klekkja á þeim. Þar hafði aðtúr penna mín- um þegar ég og aðrir urðu vitni að þeirri spillingu, sem hefur viðgengist. Mér og öðrum hreinlega blöskraði í Kaplakrika á landsleik íslands og Rússlands - plágan var kom- in heim; dómarar frá Lúxem- borg. Menn stóðu agndofa þegar einn Rússi var sendur af leik- velli eftir aðeins 2,18 mín., svona aðeins til að dómararnir létu vita að þeir væru með í leiknum. Síðan dæmdu þeir tvö óskiljanleg vítaköst á Rússa með stuttu millibili og annar dómarr inn dæmdi vítakast af Rússum. Þetta er aðeins smásýnishom af framkomu „heimadómar- anna“ í upphafi leiksins, en framkoma þeirra við Rússa átti siðan eftir að vera vægast sagt skrautleg. Islendingar, sem oft hafa kvartað yfir dómgæslu í gegnum árin, eru ekki samkvæmir sjálf- um sér ef þeir eru sáttir við það sem gerðist í Kaplakrika - að þeir brosi aðeins í kampinn eftir að hafa séð lágkúruna í öllum sínum ömurleika er óeðlilegt. Ég geri það ekki, enda væri ég ekki trúverðugur ef ég hefði lokað augunum fyrir því sem ég hef bent á og sá í Kaplakrika. Það þarf að uppræta þessa spiilingu, sem hefur verið að naga alþjóðlegan handknattleik innan frá. Þess vegna kom mér á óvart, þegar ég heyrði lands- liðsþjálfarann segja í útvarps- viðtali, að frásögn min'væri öf- und. Ég öfunda ekki íþrótta- grein sem þannig er komið fyr- ir, heldur er henni vorkunn - hún er á villigötum. Það var sláandi að lesa hvað landsliðsþjálfarinn sagði m.a. eftir leikinn: „Þetta er nú einu sinni svona í þessari grein og við verðum bara að lifa við það.“ Nei, við eigum ekki að lifa við ódrenglyndi. Við getum lifað við náttúrulegar aðstæður, þar sem við ráðum ekki við náttúru- öflin. Við eigum ekki að lifa við það að okkur sé boðið upp á skemmdarverk af manna hönd- um! Einn af vinsælustu hand- knattleiksmönnum íslands skrifaði um landsleikinn og sagði m.a.: „En það má segja að þeir dökkklæddu Jiafí stolið senunni í gærkvöldi. Áhorfendur fengu góða innsýn í það hvemig dómarar dæma oft á heimavelii annars liðsins. Svona dómgæslu upplifa félagslið og landslið á hverju ári. Þessa dómarar á þeg- ar í stað að friða. Ég er ekki að segja að þeir hafi bara dæmt með íslenska liðinu heldur gerðu þeir þvílíka vitleysu að annað eins hefur ekki sést. Sóknarleik- ur var ekki í miklu uppáhaldi hjá þeim svörtu. Þeir dæmdu ein þúsund sóknarbrot. Við hérna á klakanum höfum ekki vanist því á undanförnum árum og mætti halda að handboltamenn í Lúx- emborg hefðu þrjá fætur. Það má segja að fyrir okkur hafi þetta verið V.S.O.P. heimadóm- aranna og ég mæli með þeim.“ Ég segi aftur: Nei, ég mæli ekki með þannig heimadómur- um og hef aldrei gert. Það á að beijast gegn þeim með kjafti og klóm. Það er hlutverk hand- knattleiksforustunnar og eftir- Menn eiga ekki að lifa viðóréttlæti um ókomna framtíð litsmanna að koma þannig dóm- urum frá - það á að gera átak til að svo megi verða. Það fer mikið þrek í að betj- ast við andstæðingana á vellin- um, svo að dómarar bætist ekki við. Það er orðið alvarlegt þegar þjálfarar eru byijaðir að hafa meiri áhyggjur af dómurum en mótheijunum, eins og t.d. Aifreð Gíslason, þjálfari KA-liðsins, en hann hefur oft leikið með liðum - t.d. Essen og Bidasoa - sem hafa orðið fyrir barðinu á heima- dómurum. Alfreð, sem stjórnar liði sínu gegn slóvakíska liðinu Kosice í næstu viku á Akureyri og viku síðar úti, sagði í viðtali: „Við verðum að vinna þá með tíu marka mun hérna neima svo við getum farið sæmilega hress- ir í síðari leikinn. Við vitum að í útileiknum á fjórða besta dóm- arapar Póllands að dæma, þá verður eftirlitsdómarinn frá Rúmeníu, þannig að það má eiga von á öllu.“ Þannig ástand er óþolandi. Það er ekki hægt að ætlast til að íþróttagrein verði tekin alvar- lega, ef ekki tekst að uppræta þau vinnubrögð og spillingu, sem margir dómarar virðast hafa stundað óáreittir. Menn verða að standa vörð um fram- gang handknattleiksins, ekki sætta sig við skemmdarverk. Menn eiga ekki að þurfa að lifa við óréttlæti um ókomna fram- tíð. Ástæðan fyrir því að ég sett- ist niður í gær og stakk enn einu sinni niður penna til að skrifa þennan pistil um dómara- mál í alþjóðlegum handknatt- leik, eru viðbrögð forráðamanna Handknattleikssambands ís- lands og landsliðsþjálfarans, þar sem þeir sökuðu mig um að ég hefði ekki getað glaðst yfír sigr- inum gegn Rússum — þess vegna hefði ég skrifað um og sagt frá hinni sorglegu fram- göngu dómara leiksins. Ég vísa þeim ummælum til föðurshús- anna, um leið og ég bendi þeim á að það er mitt hlutverk sem blaðamaður Morgunblaðsins að segja lesendum blaðsins hlut- laust frá hvað fyrir augu ber. Það getur enginn, sem var í Kaplakrika eða sá landsleikinn beint í sjónvarpi, neitað því að hann var ekki vel leikinn og það voru dómararnir sem voru í mjög stóru hlutverki, því miður. Svo einfalt vat- það og frá því sagði ég. Það er ekki niðurrif að segja satt og rétt frá. Ég sagði frá hetjulegri baráttu ís- lensku leikmannanna, sem stóðu sig sem hetjur þegar mest á reyndi — sagði réttilega frá sætum sigri þeirra, sem því mið- ur var súr að þessu sinni. Ég skrifa ekki fyrir hóp fárra manna, sem vilja hafa hlutina öðruvísi en þeir eru — ég skrifa fyrir iesendur Morgunblaðsins af bestu sannfæringu. Sigmundur Ó. Steinarsson Blikamir hölðu bet- ur í botnslagnum BREIÐABLIK vann í gærkvöldi sinn fyrsta sigur í úrvalsdeiid í hinu nýja og glæsilega íþróttahúsi, Smáranum, er Skagamenn komu í heimsókn. Sigur Blika hékk á bláþræði en með heppni og ef til vill smá aðstoð dómaranna á lokasekúndunum, tókst heimamönnum að sigra 75:72. Mikilvægur sigur í botnslagnum. Eg er ánægður með að ná að sigra og þetta var mjög áríð- andi sigur á heimvelli og okkar ■■■^^H fyrsti hér. Þetta var Skúli Unnar baráttusigur en Sveinsson körfuknattleikurinn skrifar var aps ekki áfer5_ arfallegur," sagði Birgir Guðbjörnsson, þjálfari Breiðabliks, að leik loknum. Hann fékk tæknivillu í leikhléi fyrir að mótmæla full harkalega að dómar- arnir slepptu greinilegum ruðningi á Skagamenn á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks. Skaginn hafði 66:69 yfír þegar 1,41 mín. var eftir og 68:72 þegar 1,20 voru eftir. Halldór Krist- mannsson setti niður þriggja stiga skot og munurinn því eitt stig, 71:72 þegar 40 sekúndur voru eft- ir. Sókn IA misfórst og þegar 8,51 sekúnda var eftir misnotaði Daði Sigurþórsson tvö vítaskot en setti niður tvö skömmu síðar og staðan því 73:72 og 7,25 sekúndur eftir. Milton Bell tók boltann upp og ætlaði að keyra inn í vörn Blika en Björgvin dómari dæmdi sóknarbrot á hann og var það vægast sagt strangur dómur. Að minnsta kosti menn séð það svartara án þess að nokkuð hafi verið dæmt. Þar með voru vonir ÍA orðnar að engu. Bæði lið gerðu sig sek um mikið af mistökum en leikurinn var allan tímann jafn og spennandi. Blikar léku svæðisvöm allan tímann en gestirnir skiptust á að vera í svæðis- vörn og maður á mann vörn auk þess sem þeir beittu 2-2-1 pressu- vörn nokkrum sinnum með ágætum árangri. Milton Bell var mjög grimmur í fráköstunum undir eigin körfu og gerði síðan mikið af því að rekja knöttinn sjálfur upp miðj- una í hraðaupphlaupum og leggja hann síðan út á bakverðina sem komu með honum. Varnarleikur ÍA beindist að því að halda Michael Thoele sem mest út úr leiknum og gekk það ágæt- lega, því hann gerði „aðeins" 15 stig. Halldór var hins vegar vel með á nótunum í síðari hálfleiknum en fremur daufur í þeim fyrri. Birgir Mikaelsson var traustur og Daði náði að halda boltanum vel þó svo stif vörn væri leikin gegn honum. En hann þarf að æfa skot meira þannig að hann gæti ógnað enn meira en hann gerir. Bell var sterkur í gær, vinnur allan leikinn á fullu en tekur óþarf- lega oft að sér hlutverk bakvarðar í hraðaupphlaupunum. Jón Þór var öflugur og hann gerði nokkrar skemmtilegar körfur með því að fara inn í vörn mótheijanna, en hann er höfðinu styttri en flestir aðrir leikmenn deildarinnar. Bjarni átti ágæta kafla en hvarf þess á milli og Haraldur á að geta betur. ÍR þreytti Skallagrím til uppgjafar m IR-ingar náðu að snúa við taflinu eftir siakan fyrri hálfleik gegn Skallagrími í Breiðholtinu í gær- kvöldi þegar þeir keyrðu upp hraðann og þreyttu Borgnes- rnga til uppgjafar. IR vann örugglega 92:67 og er það þriðji sigur þeirra í röð. Fyrstu 10 sóknir liðanna fóru í súginn og eftir tæpar 5 mínútur var staðan 2:7, Skallagrími í- vil. Stefán Stefánsson skrifar Varnir gáfu lítinn frið fyrir skot enda stigaskorið eftir því. ÍR-ingar náðu þó fleiri skotum en hittu illa og á þessum tíma tóku gestirnir flest fráköst og höfðu 5 stiga for- skot í leikhléi, 31:36. Sem fyrr sagði keyrðu ÍR-ingar upp hraðann eftir hlé og Borgnes- ingar áttu fá svör. Ekki bætti úr skák þegar þeir fengu á sig nokkra vafasama dóma og létu mótlætið slá sig enn frekar útaf laginu á meðan allt gekk upp hjá ÍR. Her- bert Arnarson hitti vel og þegar reynt var að stoppa hann af, læddu ÍR-ingar boltanum undir körfuna á lausa menn og úrslitin voru ráðin. Hjá ÍR átti Herbert góðan leik og var stigahæstur með 36 stig þó að hittnin væri ekkert sérstök; 6 af 8 skotum inní teig og 2 af 7 utan, 4 af 12 þriggja stiga en öll átta vítaskotin. John Rhodes var dijúgur með 16 fráköst og Eiríkur Önundarson, Jön Örn Guðmundsson og varnaijaxlinn Guðni Einarsson stóðu fyrir sínu. Borgnesingar voru góðir fyrir hlé og höfðu ágæt tök á leiknum en þegar þreytan fór að segja til sín misstu þeir tökin og liðið tapaði boltanum í 25 skipti. Alexander Ermolinski átti góðan leik og Bragi Magnússon einnig en þeir skiptu á milli sín 16 fráköstum. Tindastólsmenn stálu sigriafKR Tindastólsmenn mörðu sigur á KR—ingum á Sauðárkróki í gærkvöldi, 62:60, í slökum leik þar sem dómararnir spiluðu stórt hlut- verk á lokamínút- unni. Þurftu heima- menn ekki að kvarta yfir þeim að þessu sinni þótt dóm- gæslan hafi bitnað á báðum liðum. Þegar á upphafsmínútunum kom í ljós að bæði lið voru mjög tauga- strekkt. Hittni var engin og mistök- in yfirþyrmandi. Tvær og hálf mín- úta leið af leiknum án þess að skor- að væri. Pétur Guðmundsson opn- aði loks stigareikning Tindastóls og Torry John bætti við og var þar með staðan 4:0. Ingvar Ormarsson svaraði að bragði með fallegri þriggja stiga körfu og Jonathan Bow kom KR yfir, 5:4, með fal- legri körfu. Þar með náðu KR—ing- ar frumkvæðinu og heldu því þar til'undir lokin. Þegar átta mínútur voru til leiks- loka stöðvuðu dómararnir leikinn vegna einhvers hlutar sem kastað var inn á leikvöllinn og voru áhorf- endur reknir úr gaflstæðum og af svölum vegna þessa. Þetta virtist gera það að verkum að Tindastóls- vörnin hrökk saman og sóknir KR— inga, sem höfðu verið býsna beitt- ar, brotnuðu nú á vörninni og smátt og smátt saxaðist á forskotið. Mun- aði þar mest um Torrey John. Þá hafði það sín áhrif á KR-liðið að Jonathan Bow fékk sína 5. villu þegar 4 mínútur voru eftir og stað- an,56:45 KR—ingum í vil. Þegar tæp mínúta var til leiks- loka og sex stiga munur fiskaði Lárus Dagur tvisvar sinnum víti úr þriggja stiga skotum og náði að skora úr öllum skotunum og jafna 60:60 þegar fjórtan sekúndur voru til leiksloka. KR—ingar náðu ekki að nýta sér þetta, misstu boltann og þegar ein sekúnda var eftir var Bjöm Björnsson skrifar frá Sauðárkróki Hörður Magnússon skrifar enn brótið á Lárusi og hann fékk tvö víti sem hann skoraði úr. Þar með stal hann sigrinum frá KR sem hafði verið betri aðilinn nánast allan leikinn. Ingvar Ormarsson sagði; „Tinda- stólsmenn börðust allan tímann og við klúðruðum leiknum á lokasek- úndunum. Við stilltum ekki upp í almennilega sókn í tíu mínútur og þannig vinnum við ekki leik og sannarlega hjálpuðu dómararnir okkur ekki.“ „Við vorum sýnilega ekki búnir að ná okkur eftir stórgóðan leik gegn Þór á þriðjudaginn,“ sagði Páll Kolbeinsson, þjálfari Tinda- stóls. „Ég gerði allar þær breyting- ar í fyrri hálfleiks sem ég gat, en ekkert gekk. Loks undir lokin náð- um við að spila okkar vörn og þá gekk betur.“ Haukar á siglingu Haukar unnu tiltölulega auð- veldan sigur á Þór í gær- kvöldi, 86:74. Haukar, sem hafa verið á mikilli sigl- ingu undanfarið, gerðu nánast út um leikinn strax í byij- un, komust í 35:10 eftir sjö mínútna leik. Jason Willi- ford fór þá á kostum í liði Hauka, setti tvær þriggja stiga körfur og var allt í öllu ásamt Jóni Arnari Ingvarssyni. Eftir þessa orrahríð Hauka jafnaðist leikurinn og Fred Williams Þórsari tók við og áttu Haukarnir í mesta basli með hann það sem eftir lifði leiks. Þórsurum tókst að minnka muninn niður í 77:70 en lengra komust þeir ekki og Haukarnir sigu aftur fram úr og unnu örugglega. Jason Williford var góður í fyrri hálfleik en lenti í villuvandræðum í síðari hálfleik og gat lítið beitt sér eftir það. Jón Arnar var einnig dijúgur, spilaði vel allan leikinn og hélt höfði í lok- in þegar Þórsarar komust óþægi- lega nálægt. Þá léku Sigfús Gizur- arson og Bergur Eðvarðsson vel, furðulegt að Grindvíkingar gátu ekki notað þann dreng, mikið efni þar á ferð. Fred Williams var Þórsliðið, gíf- urlega sterkur undir körfunni og réðu Haukarnir ekkert við hann. Þórsliðið barðist vel í síðari hálfleik, gafst ekki upp en forskot Haukanna var einfaldlega of mikið. Ótrúlega fáir áhorfendur fylgd- ust með leiknum miðað við stöðu Hauka í deildinni og er það mikið umhugsunarefni fyrir íþróttina í Hafnarfirði. Reyndar virðist þetta vera orðið landlægt í Hafnarfirði, döpur aðsókn að kappleikjum þar er ekkert nýmæli. skrifar frá Njarðvík Morgunblaðið/Ámi sæberg MILTON Bell skorar hér gegn Halldórí Kristmannssyní og Michael Tho- ele, en þaö voru þó Bllkar sem höfðu betur. Njarðvíkingar lagðir í Ljónagryfjunni Frábær varnarleikur og góð liðs- heild færði okkur þennan sig- ur. Við komum til þessa leiks með ^^■■■1 því hugarfari að Björn sigra og þegar allir Blöndal leggjast á eitt er ýmislegt hægt,“ sagði Friðrik Rún- arsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir að lið hans liafði sigrað nágranna sína Njarðvíkinga, 72:67, í Ljóna: gryfjunni í Njarðvík í gærkvöldi. í hálfleik var staðan 41:30 fyrir Grindvíkinga sem þarna unnu ákaf- lega þýðingarmikinn sigur. Leikurinn var í jafnvægi framan af, en um miðjan síðari hálfleik, þegar staðan var 20:20, datt allur botn úr leik heimamanna sem settu aðeins 10 stig á 10 mínútum gegn 21 stigi gestanna. Þessi leikkafli reyndist Njarðvíkingum þrautin þyngri og hann gerði útslagið. Þeim tókst að vísu að minnka muninn í 2 stig á síðustu mínútunum, en þá var lítið af orku eftir og Grindvík- ingum varð ekki skotaskuld úr að innbyrða sigurinn sem bæði var sanngjam og verðskuldaður miðað við gang leiksins. „Ég hef ekki einfalda skýringu á hvernig fór, en það er ljóst að við lékum illa í 20 mínútur og það gekk lítið upp af því sem við reynd- um,“ sagði Hrannar Hólm, þjálfari Njarðvíkinga. Besti maður Njarðvíkinga var Teitur Örlygsson sem oft fór á kost- um þótt hans væri afar vel gætt og án hans væri Njarðvíkurliðið illa statt. Lið Grindvíkinga var ákaflega jafnt og þó má nefna þá Guðmund Bragason, Herman Myers og Hjört Harðarson. Valsmenn tapa enn Valsmenn áttu aldrei möguleika gegn léttleikandi liði Keflvík- inga í Keflavík í gærkvöldi. Heima- ■■■■■■ menn gáfu Hlíðar- Gisli endaliðinu engin grið og í lokin skildu 37 stig á milli. Loka; tölur urðu 98:61. í hálfleik var staðan 53:20. Valsmenn sitja því enn á botninum í sínum riðli án þess að hafa lilotið stig. Jafnræði var þó með liðunum á fyrstu mínútunum en fljótlega skildi leiðir og munaði þar einna mest um frábæra hittni Guðjóns Skúlasonar sem setti fjórar 3ja stiga körfur niður í röð en alls setti hann fimm 3ja stiga körfur í fyrri hálfleik. Keflvíkingar pressuðu allan leikinn og við þessu áttu Valsmenn ekkert Blöndal skrifar frá Keflavík svar. Keflvíkingar létu varaliðið taka við í síð- ari hálfleik og ungu strákarnir reyndust vandan- um vaxnir því þeir héldu fengnum hlut og gott betur. Valsmenn sem tefla fram að mestu ung- um og óreyndum leikmönnum eiga greinilega nokkuð í land. Guðjón Skúlason var mest áberandi maðurinn á vellinum í fyrri hálfleik en í heild var Keflavík- urliðið jafnt. Besti maður Vals var Bergur Emilsson. HANDKNATTLEIKUR Leikið til styrkt- ar Flateyring- um á Akureyri KA-menn mæta á morgun úrvalsliði leik- manna úr öðrum liðum og mun ágóðinn af leiknum renna til þeirra sem eiga um sárt að binda á Flateyri. Leikurinn fer fram á Akur- eyri og hefst kl. 17. Markverðir úrvalsliðsins verða Sigmar Þröstur Óskarsson, ÍBV, og Magnús Árnason, FH, og aðrir leikmenn Guð- mundur Guðmundsson, Fram, Jurí Sadovski, Gróttu, Guðjón Árnason, FH, Oleg Titov, Fram, Aron Kristjánsson, Haukum, Petr Baumruk, Haukum, Alexej Trúfan, UMFA, Sigurður Sveinsson, HK, Sigfús Sigurðsson, Val, Jakob Jónsson, BI, Sigurður Bjarnaosn, Stjörnunni og Sigurður Sveinsson, FH. Flugleiðir styrkja leik þennan með þeim hætti að félagið sér um að koma leikmönnum til Akureyrar og aftur til baka. Hver miði á leikinn gildir sem happdrættismiði, en miðaverð er kr. 700 fyrir fullorðna og 300 fyrir börn. Fyrir leikinn mun lúðrasveit Akureyrar hita upp og í leikhléi verður lögreglan á Akureyri með hraðamæli og mælir skothörku leikmanna. All- ir sem að þessum leik koma gefa vinnu sína. Frá Bob Hennessy í Englandi ÍÞRÚmR FOLK LOKS er orðið ljóst að brasilíski landsliðsmaðurinn Juninho getur leikið með Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni gegn Leeds á morg- un. í gær barst stað- festingu frá brasil- íska knattspymu- sambandinu vegna félagaskipta hans. JUNINHO lék síðast fyrir mán- uði síðan, með Sao Paulo, en Bryan •Robson, framkvæmdastjóri Midd- lesbrough sagði — eftir æfingaleik í gær — að Brasilíumaðurinn væri tilbúinn í slaginn. Löngu er uppselt á hinn nýja og glæsilega Riverside- leikvang Boro; 30.000 manns verða þar saman komnir. ■ FRAMHERJARNIR mark- sæknu, Ian Rush frá Liverpool og Mark Hughes frá Chelsea, verða ekki í byijunarliði landsliðs Wales gegn Albaníu í Tirana 15. nóvem- ber í Evrópukeppninni. Bobby Go- uld, þjálfari liðsins, ákvað að breyta ekki liðinu sem tapaði 1:2 heima gegn Þjóðverjum í síðasta mánuði. ■ RUSH er reyndar í leikmanna- - hópnum en Hughes afþakkaði það, eftir að ljóst var að hann yrði ekki í byijunarliðinu. Þeir félagarnir — sem hafa í mörg ár leikið saman í framlínu landsliðsins — voru báðir veikir er leikurinn við Þjóðveija fór fram. ■ PAUL McGrath, miðvörður As- ton Villa, mun að öllum iíkindum setja nýtt landsleikjamet fyrir fra þegar þeir leika gegn Portúgölum í Lissabon 15. nóvember í Evrópu- keppni landsliða. Hann og mark- ■ vörðurinn Pat Bonner hafa leikið flesta leiki fyrir íra, eða 78. ■ ROY Keane, leikmaður Man. Utd., sem var rekinn af leikvelli í leik gegn Blackburn, hefur verið dæmdur í fjögurra leikja bann — hann tekur út bannið eftir ieikinn gegn Arsenal á Highbury á morg- un. ■ TOTTENHAM hefur ákveðið að gefa norska landsliðsmarkverð- inum Erik Thorstvedt frjálsa sölu eftir þetta keppnistímabil — launa honum vel unnin störf í sjö ár hjá liðinu. Thorstvedt, sem er 33 ára og metinn á eina milljón punda, hefur misst stöðu sína til Ian Wal- kers. ■ SVISSNESKI landsliðsmaður- inn Marc Hottinger, sem leikur stöðu bakvarðar, hefur óskað eftir því að vera seldur frá Newcastle. ■ HOTTINGER missti stöðu sína hjá Newcastle þegar Warren Bar- ton var keyptur á fjórar millj. punda, en Hottinger, sem vill vinna stöðu sína á ný í landsliði Sviss fyrir EM í Englandi, var keyptur frá Sion á 600 þús. pund í fyrra. ■ KEVIN Keegan, framkvæmda- stjóri Newcastle, segir að þetta opni ákveðnar dyr fyrir honun — þegar Hottinger fer geti hann keypt annan útlending. ■ ALAN Ball, framkvæmdastjóri - Manchester City, hefur mikinn áhuga að skipta á leikmönnum — láta Terry Phelan fara til Everton og fá Gary Ablett í hans stað. ■ MARK McGhee, framkvæmda- stjóri Leicester, hefur enn á ný snarað peningabuddunni á borðið — keypt sænska landsliðsmanninn Pontus Kámark, 26 ára varnarleik- mann, frá IFK Gautaborg á 840 þús. pund. Kámark leikur með lið- inu gegn WBA á sunnudaginn. ■ GEORGE Graham, fyrrum framkvæmdastjóri Arsenal, hefur verið Iátinn hætta hjá BBC Radio Five Sport eftir að hann hefur viður- kennt að hafa þegið 140.500 pund „að gjöf“ frá norska umboðsmann- inum Rune Haugen. ■ LUCA Marchegiani, markvörð- ur Lazíó, sem meiddist á hné í leikn- um, 0:4, við Juventus um sl. helgi, verður frá keppni í þijá mánuði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.