Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ T Nlssan Maxlma QX - 2000 SE/V6 f hnotskurn Vél: 24 ventla, 6 strokkar, 2000 ccm, 140 hestöfl Framdrif Sjálfskiptur, 4ra þrepa, með þremur stillingum, sport, normal og snjóstillingu Bremsur: ABS-hemlalæsi- vörn, hjálparátak, diskar framan og aftan NATS-þjófavörn Fjöðrun að framan: MacP- herson gormafjöðrun Fjöðrun að aftan: Fjölarma- tengdur þverbiti með gorm- um, (nýjung frá Nissan) Dekkjastærð: 195/65 SR15 Lengd: 4,770 m Breidd: 1,770 m Hæð: 1,415 m Hjólhaf: 2,700 m Beygjuradfus: 5,3 m Þyngd: 1.385 kg Hámarkshraði: 181 km/klst. Hröðun 0-100 km/klst: 14,1 Stærð bensíntanks: 70 I Uppgefin bensíneyðsla á jöfnum 90 km/klst: 7,2 1/100 km Uppgefin innanbæja- reyðsla: 12,1 1/100 km Verð: 2.480 þúsund nokkuð vel á og vökvastýrið er þægitega létt. Skiptingin skiptir sér svo mjúklega að maður verð- ur þess tæplega var. Ríkulegur staðalbúnaður Staðalbúnaðar í bílnunum er ríkulegur, s.s. aflstýri, veltistýri, rafdrifnar rúður, samlæsingar, útihitamælir, bílbeltastrekkjari, ABS-hemlalæsivörn, NATS- þjófavörn, loftpúðar fyrir öku- mann og farþega í framsæti og útvarp með geislaspilara. í betur búna bílnum er auk þess leður- innrétting, rafstillanleg fram- sæti, upphitanleg framsæti, loft- kæling og álfelgur, en verðmunur á þessum tveimur týpum er rúm 300 þúsund. Bestur í sportstillingu Tveggja Iítra 140 hestafla V6-vélin skilaði sínu þokkalega, en má þó ekki vera minni fyrir svona stóran, sjálfskiptan bíl. Undirritaðri fannst bíllinn skemmtilegastur í sportstilling- unni því þar var hægt að þenja hann lengur í gírunum og var því sneggri upp. Sjálfskiptingin vann eins og hugur manns og lagaði sig að mismunandi aðstæðum. Fjöðrunin og hljóðeinangrunin eru til fyrirmyndar og fæstir ættu að þurfa að þreytast mikið í löngum akstri. Guðlaug Sigurðardóttir Traust vek jandi og virðu legur Nissan Maxima ÞAÐ ERU óprenthæfar hugsanir sem renna gegnum hugann þegar manni er fenginn í hendur dýr og góður bíll til að prófa og veðr- ið gerir það nánast ómögulegt að njóta þess, eða prófa gripinn yfirleitt. Það var komin fljúgandi hálka á götur höfuðborgarinnar þegar bílinn var afhentur til reynslu- aksturs, en undirrituð beit bara á jaxlinn og bölvaði í hljóði. Eini ávinningurinn var þó sá að gott færi gafst til að reyna ABS bremsurnar og snjóstillinguna á sjálfskiptingunni. Ný kynslóð Nissan hefur átt stóran og dyggan hóp kaupenda gegnum tíðina og segja má að með þess- ari íjórðu kynslóð Maxima hafi þeir ekki brugðist þessum hópi né öðrum áhugasömum. Bfllinn hefur verið endurhannaður að mestu, s.s. vél og útlit. Bílarnir eru með nýrri 1.995 rúmsenti- metra, sex strokka vél sem er að miklum hluta byggð úr áli, en með því að nota ál í vélina tókst að hafa hana 50% léttari en vél úr hefðbundnum smíðaefn- um. Maxima er einnig með nýrri gerð fjölliðafjöðrunar að aftan sem ásamt fyrirferðarminni vél skapar meira innanrými en í fyrri gerðum Maxima. Rúmgóður Stórvaxið fólk ætti ekki að þurfa að kvarta undan því að setjast inn í Maxima. Að innan er bíllinn mjög rúmgóður og að sitja í honum er eins og að flat- maga í stóru sófasetti heima í stofu. Mælar í mælaborði eru vel staðsettir og einnig rofar í örm- um á hurðum. Útsýni er gott, bæði fyrir ökumann og farlega. Bílskúrslausum Frónbúum þætti þó líklega betra en ekki að hafa vinnukonu á afturrúðunni og upphitaða framrúðu, því hér er allra veðra von eins og dæmin sanna. Mjúkar og straumlínulagaðar línúr gefa Nissan Maxima fallegt og stílhreint yfirbragð og lítur hann afskaplega virðulega út á götu. Sjálfskiptlng sem virkar Það er mun auðveldara að taka MJÚKAR og straumlínulagaðar línur gefa Nissan Maxima fallegt og stílhreint yfirbragð og lítur hann afskaplega virðulega út á götu. í SMEKKKLEGRI innréttingunni eru m.a. vönduð hljómtæki með geislaspilara og átta hátölur- um. Mælar eru í nokkuð hefðbundum stíl, og rofum fyrir rúður og hurðir er haganlega komið fyrir í örmum á hurðunum. af stað í hálkunni með snjóstill- inguna á, enda byijar skiptingin í einhveijum háum gír og upptak- ið er svona álíka og í gömlum Skoda sem gengur á þremur. En þetta er það sem þarf í hálku- akstri. Skiptingin færist svo í eðlilegt horf þegar bíllinn er kom- inn á u.þ.b. 40-50 km hraða, í það minnsta skiptir hann sér eðli- lega niður ef gjöfin er.stigin í botn. ABS-kerfið er á hinn bóginn ekkert sérstaklega skemmtilegt við þessar aðstæður. Það fylgir töluverður skjálfti og hávaði þeg- ar það vinnur á svona lítilli ferð eins og gerist á glæra svelli. Betra er að stíga bara létt á fe- tilinn með gömlu aðferðinni. Væntanlega hentar kerfíð betur á meiri hraða, t.d. til að varna uppfloti í mikilli bleytu. Kerfíð er að því leyti fullkomið að hraða- skynjarar eru við öll hjól og sjálf- stæð stilling á bremsuþrýstingi að hveiju þeirra. Einstök fjöðrun Ný gerð fjölliðafjöðrunar að aftan er ein af mörgum nýjung- um frá Nissan sem prýðir þennan bíl. Enda svarar hann vel, er ein- staklega mjúkur í akstri, vega- hljóð sáralítið og fjöðrunin mjúk án þess að vera lin. Hann leggur íslensk hönnun hjá Vélum og þjónustu hf. Vörugámur á flutningabfl með f jölþætt notagildi VÉLAR og þjónusta hf. afhentu nýlega sérútbúinn DAF flutninga- bfl, en það sem er óvenjulegt við þennan flutningabíl er að vörugám- urinn á honum er algerlega íslensk hönnun. Gámurinn er sérstakur að því leyti að hurðirnar eru knúnar sjálfvirkum vökvaopnunarbúnaði og hægt er að hlaða bílinn bæði að aftan og frá hlið. Hér er um að ræða bíl af gerð- inni DAF 75 og er heildarþyngd bílsins 19 tonn. Bíllinn er mjög fullkominn að allri gerð, búinn loft- fjöðrum að framan og aftan og í bílnun er tölvubúnaður sem fylgist með ástandi hans. Hér er um að ræða sérstaka eftirlitstölvu sem fylgist með ásigkomulagi hinna ýmsu hluta bílsins, svo sem með vél, gírkassa, drifi, hefur eftiriit með eldsneytisnotkun ásamt fjöl- mörgu öðru. Tölvan gefur merki um það ef eitthvað bilar eða fer úrskeiðis og geymir hún allar slíkar upplýsingar í minni. Þegar bíllinn kemur til ástandsskoðunar hjá Vél- um og þjónustu hf. tengist eftir- litstölvan í bílnum móðurtölvunni á verkstæðinu og sést þá hvað lag- færa þarf. Opnanleg hlið Vörugámurinn sem er á bílnum er íslensk hönnun. Gáminn hannaði Karl Sigurðsson, tæknifræðingur, markaðsstjóri Véla og þjónustu hf., en fyrir í landinu er annar bíll með samskonar búnaði, hönnuðum af Karli. Eigandi DAF bflsins sem hér um ræðir átti reyndar hinn bíl- inn, sem einnig er af gerðinni DAF og var reynsla hans af þeim bíl mjög góð. Þegar hann síðan ákvað að endurnýja, fékk hann sér DAF af stærri gerð. Vörugámurinn er óvenjulegur að því leyti að hægt er að opna aðra hliðina alveg upp að þaki með því einu að styðja á hnapp, en hurðirnar eru knúnar vökvalyftum. Þegar hurðin opnast ARNBJÖRN Ólafsson, eigandi flutningabílsins, Karl Sigurðsson hönnuður vörugámsins og Ingi Einar Sigurbjörnsson vélvirki við hina nýju DAF flutningabifreið. rennur efri hluti hennar upp á þak, en hinn neðri niður með hliðinni. Notagildi vörugáma af þessari gerð er mikið. Hægt er að hlaða bflinn frá hlið og auðvelt er að koma inn löngúm búntum af rörum ogtimbri. Einnig er vörugámurinn hentugur fyrir kvikmyndatökur og sem hljómsveitarpallur og hefur sá vörugámur sem fyrir er einmitt nýst sem slíkur. Á bílnum er Hollandia vörulyfta frá Vélum og þjónustu hf. Hann var sprautaður á Selfossi og þak úr trefjaplasti sett á hann þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.