Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 1
SIDRIFINN FORD MONDEO MEÐ SPOLVORN- CONCEPT1 í NÝJUM BÚNINGI - ÍSLENSK SMÍÐIÁ VÖRUGÁMI- ÓDÝRARIFJÖLNOTABÍLAR í VÆNDUM M®t§tmhlmM^ .:,: jfja bíhniLQ Sölunienn bifreiðaumboðanna £//C^"""0^ annast útvegun lánsins á 15 mínútum 4Ln'r Gtttnirhf DÓTTURFYRIRTÆKI ÍSLANDSBANKA SUNNUDAGUR 5. NOVEMBER 1995 BLAÐ c Legacy lækk- ar í verði INGVAR Helgason hf., um- boðsaðili Subaru, hefur , lækkað verðið á Subaru Legacy. Stallbakurinn bein- skipti lækkar úr 2.158.000 kr. í 2.038.000 kr. og langbakurinn beinskipti lækkar úr 2.254.000 kr. í 2.134.000. Þessi lækkun er tilkomin vegna hagstæðra samninga við Subaru. Sala hefur gengið vel á Legacy á þessu ári. Fyrstu níu mánuði ársins voru nýskráðir 148 Subaru Legacy bílar. Legacy er fjórhjóladrifinn og bein- skipti bíllinn með háu og lágu drifí sem ekki er að fínna í öðrum fjórhjóladrifn- um langbökum. Hann er með rafdrifnar rúður, samlæsingu og 2,0 1 vél, 115 hestafla. ¦ TRABANT bílar þóttu ekki merkilegir í eina tið. Nú keppast efnameiri Þjóð- verjar um að eignast slíka gripi og hlaða þá alls kyns aukaútbúnaði eða lengja þá upp í limúsínustærð, eins og Þjóðverjinn Hans Erpel sem á bílinn hér að ofan. Trabantklúbbar skjóta upp kollinum TRABANT klúbbar hafa sprottið upp eins og gorkúlur í Þýskalandi eftir að Vestur- og Austur-Þýskaland sameinuð- ust 1989. í fyrstu voru klúbbarnir einskorðaðir við Vestur- Þýskaland þar sem efnameiri Þjóðverjar keyptu Tra- banta og skreyttu þá með alls kyns útbúnaði og græjuin. Núna eru klúbbarnir einnig í fyrrum austanfjaldslöndunum. Trabantinn hér að ofan er af Iímúsínugerð og er í eigu Hans Erpels frá Berlín sem varði öllum helgum heils árs til þess að smíða þessa bleiku 20 feta löngu limúsínu. Erpel skipti út 26 hestafla Trabant vélinni og setti í staðinn í bílinn VW vél. Límúsínan vegur 1.540 kg en venjulegur Trabbi var aðeins um 700 kg. 68 manns eru í Trabant klúbbnum í Berlín en líklega er límúsina Erpels sérstæð- asti bílliiin í klúbbnum. ¦ Honda Passport til íslands SAGT var frá nýjum jeppa Honda á þessum síðum fyrir nokkru sem frumkynntur var í Japan fyrir skemmstu. Fyrstijeppinn af Honda gerð, smíðaður af Isuzu í Banda- ríkjunum, er hins vegar kominn til landsins en hann er í eigu Honda á íslandi. Honda Passport heitir hann og er af árgerð 1994. Kraftmikill bíll Honda Passport er með háu og lágu drifi og 2,2 lítra, V6 vél sem skilar 174 hestöflum. Hann er rúm- góður að innan og með rafdrifnum rúðum, samlæsingum, skriðstilli, sóllúgu, loftkælingu, þjófavarnar- kerfi, vökvastýri og flestu öðru sem prýðir vel búna bfla. Bíllinn er afar kraftmikill og hefur þétta og góða vinnslu. Hann er þó ekki búinn til fjallaferða því hann er á lágum dekkjum og óupp- hækkaður og dálítið upp á banda- ríska mátann. Mælaborðið ér frem- ur hefðbundið og ekki mikið í það lagt en rýmið að innan_ er afar gott. Passport er spennandi val- kostur því auðvelt á að vera hækka bílinn upp og setja undir hann nýja barða, ef mönnum sýnist svo. Bfllinn er til sölu og kostar um þrjár milljónir króna. Geir Gunnars- son forstjóri segir að framhald geti orðið á innflutningi á notuðum bflum af Honda gerð. „Hvers vegna skyldum við ekki fleyta rjómann ofan af þessum markaði í stað þess að láta aðra um það? Við selj- um hvort eð er notaða bíla. Við getum þó boðið upp á þjónustu fyrir þessa bfla hérna," sagði Geir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.