Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1995 MARKAÐIR MORGUNBLAÐIÐ Fiskverð heima l Alls fóru 125,2 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 12,0 tonn á 99,40 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 17,0 tonn á 91,99 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 96,2 tonn á 94,30 kr./kg. Af karfa voru seld alls 42,7 tonn. í Hafnarfirði á 87,60 kr. (3,11), engin sala á Faxagarði, en á Suðurnesjum seldist karfi á 86,14 kr. (39,61). Af ufsa voru seld alls 156,6 tonn. í Hafnarfirði á 68,64 kr. (58,31), á Faxagarði á 58,04 kr. (0,41) og á 77,09 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (97,91). Af ýsu voru seld 155,9 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 80,74 kr./kg. Kr./kg -80 Karfi Okt. N6v. 40.V | 41 -vl 42.V 143.V 144.V 145.V 40 50 Okt N6v. 40.V | 41 .v| 42.V 143.v 144.v 145^7]w Ufsi KrTkg -80 Fiskverð ytra Kr./kg 180 160 140 120 100 80 60 40 Okt. 40. vika 45vvika Þorskur Karfi Ufsi Eingöngu var seldur fiskur úr gámum í Bretlandi í síðustu viku, samtals 262,5 tonn á 135,33 kr./kg. Þar af voru 49,3 tonn af þorski á 131,88 kr./kg. Af ýsu voru seld 118,4 tonná 112,86 kr./kg, 38,6 tonn af kolaá 174,10 kr./kg og 12,0tonn af karfa á 127,13 kr. hvert kíló. Eitt skip seldi afla sinn í Þýskalandi í síðustu viku. Hegranes SK 2 seldi 114,5 tonn á 162,85 kr./kg. Samtals voru 109,604 tonn af karfa á 164,69 kr./kg og 0,3 tonn af ufsa á 77,60 kr. hvert kiló. 2% liagnaður áætlaður í íslenzkum sjávarútvegi í ár AÆTLAÐ er að sjávarútvegurinn sé rekinn með 2% hreinum hagnað, en misjafnlega er þó ástatt fyrir einstökum þáttum atvinnu- greinarinnar. Meðal annars er útlit fyrir vax- andi halla á veiðum og vinnslu botnfisks. Á síðasta ári voru veiðar og vinnsla botnfisks samanlagt með 1% í hrein- an hagnað, en nú stefnir í 3% tap. en 4% halli á vinnslunni Þetta kom fram í erindi Sveins Hjartar Hjartarsonar á aðalfundi LIÚ. Hann segir að botnfiskveiðar séu reknar með 1% halla, en vinnsl- an með 4% halla. Það sé athyglis- vert að bátar hafi verið reknir með 2% halla í fyrra, en afkoma þeirra hafi batnað núna þrátt fyrir lélega humarvertíð. Áætlað tap af rekstri ísfísktogara sé 2% eða svipað og í fyrra. Hann segir að samkvæmt Fiski- félaginu sé fískverð upp úr sjó tæp- lega 8% hærra fyrstu átta mánuði ársins, en á sama tímabili í fyrra. Frystiskipin séu með 1% hagnað, sem sé mikil breyting frá því sem áður var þegar hagnaðurinn hafí verið áætlaður allt að 10%. Ástæð- urnar séu þær að framlegð af tekj- um skipanna fyrir fjármagnskostn- að hafí minnkað og svo hefur fjár- magnskostnaður vaxið vegna nýrra vinnsluskipa í flotanum. Mikill hagnaöur af rækju og loðnu en tap á botnfiskl Það kemur fram hjá Sveini að botnfískvinnslan hefur sveiflast úr 3% hagnaði í fyrra í áætlað 4% tap á þessu ári, aðallega vegna hækk- andi hráefnisverðs. Þar af hefur 4,5% hagnaður í frystingu í fyrra snúist í 5,5% áætlað tap á þessu ári. Afkoma söltunar sem hefur verið í kringum núllið er áætluð í 1,5% halla. Hann segir þó bjartsýni ríkja í saltfískverkun, þar sem af- urðaverð fari hækkandi. „Það eru veiðar og vinnsla rækju og loðnu, sem borið hafa uppi af- komu sjávarútvegsins undanfarin misseri," segir Sveinn. „Hreinn hagnaður veiða og vinnslu rækju við núverandi skilyrði er talinn vera um 19%. Loðnuveiðar- og vinnsla eru á þessu ári taldar vera í 11% hagnaði. Loðnuskipin sér eru talin í 5% hagnaði." Stöðuglelkl í verði Hann segir að af þeim átta út- gerðar- og fískvinnslufyrirtækjum sem séu á hlutabréfamarkaðnum, hafi samanlagður hagnaður verið 4% í fyrra. Milliuppgjör fyrstu sex mánuði þessa árs sýni að saman- lagður hagnaður af starfsemi þeirra hafí verið svipað hlutfall af tekjum og allt árið í fyrra. Verðþróun helstu afurða í verð- einingunni SDR hefur verið tiltölu- lega stöðug sl. 12 mánuði, að sögn Sveins. Hann segir að verð á rækju sé þó 34% hærra en það hafí verið að meðaltali í fyrra. Verðlag á sjó- Samgönguráðherra og landfrystum botnfískafurðum hafí haldist. Saltfískafurðir hafi hækkað í verði. Lýsisafurðir hafí hækkað um 38% frá meðalverði í fyrra, en verð á mjölafurðum um 6%. Þá hafí saltsfldarverð farið hækkandi. Samanlagðar skuldlr mlnnkað í hlutfalll af tekjum „Áætlaðar útflutningstekjur á þessu ári eru um 88,4 milljarðar króna,“ segir Sveinn. „Heildar- skuldir sjávarútvegsins eru taldar vera um 106 milljarðar króna. Sam- anlagðar skuldir greinarinnar hafa heldur farið minnkandi undanfarin ár í hlutfalli af tekjum og stefnir í að árstekjur greinarinnar séu um 83% af heildarskuldum.“ Fjárfesting í sjávarútvegi er talin hafa verið um 5,8 milljarðar króna í fyrra, að sögn Sveins. Hann segir að þar af hafi fjárfesting í fískveið- um verið um 3,4 milljarðar króna og fiskvinnslu 2,4 milljarðar króna. Nýfjárfesting nemi tæpum 7% af útflutningstekjum greinarinnar. Þá segir hann að ekki séu fyrirliggj- andi neinar áreiðanlegar tölur um það hversu miklum fjármunum í heild sé varið til kaupa á veiðiheim- ildum. í máli Sveins kemur fram að fjár- magnskostnaður hefði farið ört vax- andi undanfarin ár og raunvextir hér á landi væru með því hæsta sem almennt þekktist í viðskiptalöndum okkar. 75% lána sjávarútvegsins- væru í erlendum gengistryggðum lánum. Hann segist vona að barátta LÍÚ fyrir sambærilegri verðlagningu á gasolíu til skipa hér og í nágranna- löndunum eigi eftir að skila meiri árangri. Þá segir hann að batnandi tjónareynsla undanfarin ár og samningar LÍÚ við tryggingafélög- in hafi skilað útgerðinni hagstæðum iðgjöldum fískiskipatrygginga und- anfarin ár. Borln upp hugmynd um sveiflujöfnunarsjóði „Meginforsenda fyrir virku kostnaðareftirlit og aðhaldi er eftir sem áður stöðugleiki og lítil verð- bólga í þjóðfélaginu," segir Sveinn. Hann segir að markvissar skipu- lags- og kerfisbreytingar undanfar- in 10 ár hafí leitt til þess að um langa hríð hafí aðstæður til atvinnu- reksturs ekki verið hagstæðari. Fiskveiðistjómunin sé vafalítið sá þáttur sem hafí markað grunninn að þessu breytta efnahagsum- hverfi. Þjóðarsáttarsamningar hafí líka markað ákveðin þáttaskil í kjarabaráttu hérlendis: „Fyrirtæki í sjávarútveginum verða að hafa þann fjárhagslega styrkleika að þau geti brugðist við síbreytilegum aðstæðum af eigin rammleik. Launagreiðslur, önnur útgjöld og skattheimta, mega ekki vera hærri en svo að þessi forsenda haldi. Liður í því væri t.d. að gefa fyrirtækjum almennt möguleika á eigin sveiflujöfnunarsjóðum til þess að nota síðar og fresta þann- ig skattlagningu hagnaðar í góð- æri.“ Vill hlutafélög um rekstur hafna HÖFNUM á íslandi er nú heimilt, samkvæmt nýlegum lögum, að gerast hlutahaf í fyrirtækjum er tengjast starfsemi þeirra og stofna hafnasamlög. Samgönguráðherra, Halldór Blöndal, vill ganga enn lengra og heimila að hlutafélög verði stofnuð um rekstur hafnanna. Halldór Blöndal ræddi hafnamál meðal annars á nýafstöðnum aðalfundi LÍÚ. Þar sagði hann svo: „Þetta er í samræmi við það markmið að hafnimar eða hafnasamlögin geti í framtíðinni orðið sjálfstæðar rekstrarlegar einingar, sem hlýtur þegar til lengdar lætur að leiða til verulegrar hagræðingar og samvinnu milli byggðar- Iaga. Ég tel raunar nauðsynlegt að skrefið verði stigið til fulls og að hafnalögin geri ráð fyrir því að hlutafélög séu stofnuð um rekst- ur hafnanna eða uppbyggingu þeirra. Það mál er nú til athugunar í ráðuneytinu. 700tonn Þorskafli í helstu verstöðvum í október 1995 400 300 5 5 » í œ —<0--C3i— Erlendis Flskmarkaðir í Bretkandi og Þýskalandi Salan kvótaárin 1990-91 og 1994-95 ►0^90-91 '94-95 $ tonn % tonn % Þorskur 21.180 25 2.911 8 -86 Ýsa 13.964 16 5.660 16 -59 Ufsi 8.225 10 824 - 2 -90 Karfi 25.016 29 18.221 51 -27 Annað 16.564 19 7.854 22 -53 Samtals 84.949 ' 35.470 -58 Miklar breytingar á mörkuðunum MJOG miklar breytingar hafa orðið á útflutningi á ísuðum fiski á erlenda markaði undanfarin ár. Kvótaárið 1990 til 1991 fóru alls 85.000 tonn utan á markað- ina í Bretlandi og þýzkalandi, en aðeins 35.500 tonn 1994 til 1995. Langmestur samdráttur þetta tímabil hefur verið í út- flutningi á þorski í magni talið, en sé litið á hlutfallið hefur ufsa- útflutningur nánast að engu orðið. Minnstur samdráttur hef- ur orðið í karfanum, sem þó hefur fallið úr 25.000 tonnum í 18.200, en vegna mikils sam- dráttar í öðrum tegundum, hef- ur hlutfall karfans þrátt fyrir þetta farið úr 30% í 52%. Innanlands Innlendir fiskmarkaðir Salan kvótaárin 1990-91 og 1994-95 '90-91 '94-95 f tonn % tonn % £ Þorskur 33.372 44 33.054 37 -1 Ýsa 10.724 14 13.553 15 26 Ufsi 10.845 14 10.148 11 -6 Karfi 7.750 10 3.599 4 -54 Annað 12.946 17 28.188 32 118 Samtals 75.637 88.542 17 SVEIFLURNAR á innlendu mörkuðunum hafa verið með allt öðrum hætti. 1990 til 1991 fóru 75.600 tonn um innlendu markaðina en 1994 til 1995 88.500 tonn. Magn af þorski er nánast það sama í tonnum talið bæði kvótaárin, eða um 33.000 tonn, en hlutfall þorsksins af heildinni hefur fallið úr 45% í 38%, sem er þó mum minna en svarar til kvótaskerðingar á þessu timabili. Þá vekur athygli að hlutur annarra tegunda en þorsks, ýsu, ufsa og karfa hefur um það bil tvöfaldazt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.