Morgunblaðið - 30.11.1995, Page 12

Morgunblaðið - 30.11.1995, Page 12
12 C FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ CRAIG McLachlan sem ofurhuginn Ed. ÞÆTTIRNIR Grátt gaman eru með talsvert óvenjulegu sniði. Stöð 3 sýnir vinsælan breskan spennumyndaflokk Örtölvutækni gegn glæpum Ed fengið það verkefni að koma mjög sérhæfðu tæki til sérstakrar hlerunarstöðvar í eigu stjórnvalda. Hann ákveður að fljúga með tækið og afhenda það á leynilegum stað. Upplýsingamar hafa greinilega lek- ið út því skömmu eftir að hann hefur sig á loft í þyrlunni er nonum veitt eftirför af annarri þyrlu. Æsi- spennandi eltingarleikur hefst en Ed tekst að hrista hinn þyrluflug- manninn af sér. Þegar tækið er komið í hlerun- arstöðvamar kemur í ljós að um er að ræða mjög fullkominn búnað sem gerir stjómvöldum kleift að stjórna og hlera upplýsingaflæði frá gervihnöttum. Á hlemnarstöðinni hefur Ballantyne samband við Beckett því hann er sannfærður um að árásin á sig og Ed í þyrlunni hafí verið mjög vandlega skipulögð. Þegar Beckett leikur upptöku af samtali sínu við Ballantyne fyrir yfírmann sinn vill hann ekkert gera í málinu. Beckett er ekki sáttur við það og á laun tekur hann upptök- una úr geymslunni, hefur samband við Ros og biður hana um hjálp. Fastur í gildru í millitíðinni er lögð gildra fyrir Beckett og þegar öryggisgæslan í hlerunarstöðinni finnur upptökuna í vasa Becketts beinist grunur að honum. Leitað er á heimili hans þar sem fleiri „sönnunargögn" um trún- aðarbrest finnast og þá ákveður hann að flýja. Honum til happs er Ros að renna upp að húsinu hjá honum þegar hann hendist út og hann stekkur inn í bílinn til hennar. Um leið upphefst æsispennandi eltingarleikur en Ros er reyndur ökumaður og stingur hina af. Þau fara heim til Ros til að vinna í málinu og þar kynnist Beckett Ed sem er nágranni Ros. I sameiningu skipuleggja þau ótrúlega djarfa ráðagerð til að ná aftur upptökun- um frá hlerunarstöð stjórnvalda og í kjölfarið komast þau að hinu sanna í málinu. Ævintýralegir og spennandi Hugmyndasmiður og handrits- höfundur þáttanna er Brian Clem- ens en hann er vel þekktur á Bret- landi fyrir þættina The Avengers, Adam Adamant Lives! og The Pro- fessionals. Flestir breskir sjón- varpsgagnrýnendur voru sammála Jaye Griffiths í hlutverki ökufantsins Ros. Jesse Birdsall leikur Beckett, sem getur komið úr hvaða klípu sem er. um að í Bugs-þáttunum sameinað- ist allt það besta sem Brian Clem- ens hefði gert fyrir ævintýralega, spennandi og afburðavel gerða sjónvarpsþætti. Að mati Brians voru þessir þættir löngu tímabærir fyrir ævintýraþyrsta áhorfendur og bendir á að framleiðendur í Banda- ríkjunum hafði ekki látið það fram hjá sér fara með myndaflokkum á borð við The X-Files og Quantum Leap. „Fyrst Brian Eastman var til í að sjá um framleiðsluhliðina er ég viss um að við höfum veðjað á rétt- an hest með Bugs-þáttunum,“ segir Clemens, „það skiptir miklu máli fyrir breska sjónvarpsframleiðslu að vera í fremstu víglínu enda gæði þess efnis sem verið er að gera hér í landi fyllilega sambæri- leg, ef ekki meiri en gengur og gerist annars staðar," segir Clem- ens. Það er óhætt að segja að þessir bresku spennuþættir séu ekki alveg eins og íslenskir sjónvarpsáhorfend- ur hafa átt að venjast hingað til, og ekki ósennilegt að þeir eigi eftir að koma mörgum unnendum bresks sjónvarpsefnis skemmtilega á óvart. Byijaði í Nágrönnum Ástralski leikarinn Craig McLachlan leikur ofurhugann Ed en sjónvarpsferil sinn hóf hann f sápuóperunni Nágrönnum. Þegar hann hætti þar tók við vinna í myndaflokknum Home and Away, Heroes II - The Return, kvik- myndinni Absent Without Leave og loks tók hann þátt í sviðsuppsetningu á Rocky Horr- or. Þegar hann er ekki að sinna leiklistinni, sem er í senn vinnan hans og áhugamál, leikur hann með hljómsveitinni Check 1-2 en þeir hafa annað slagið átt lag á Topp_20 listanum á Bret- landi og í Ástralíu. Hann leikur sjálfur í öllum áhættuatriðum og í eitt skiptið kviknaði í hár- inu á honum. Honum fannst það ekkert tiltökumál þar sem hann var ekki að safna hári. Beckett er leikinn af Jesse Birdsall en hann hefur leikið í fjölda breskra sjónvarpsþátta. Meðal þeirra má nefna Septem- ber, Eldorado, Boon og Elvis. Þá lék hann í kvikmyndunum Getting It Right, Wish You Were Here og Quadrophenia. Jaye Griffiths er þrjátlu og ' eins árs, svarthærð, brúneyg og leikur ökufantinn og tölvu- sniliinginn Ros. Hún var í East- enders, Maigret, The Bill og Peak Practice, eða Læknalífi. Craig og Jaye voru orðuð hvort við annað skömmu eftir að hann skildi við eiginkonu sína Rachel Friend. Jaye hefur vísað þessum að- dróttunum á bug og segist alsæl með sambýlismann sinn, leikstjórann Robert De La Mere. Breski spennumynda- flokkurinn Grátt gaman hefur göngu sína í kvöld. Þættirnir voru mjög vinsælir í Bret- landi og er talið að ell- efu milljónir manna hafí horft á hvern þátt. Íkvöld hefur breski spennu- myndaflokkurinn Grátt gam- an, eða Bugs frá BBC, göngu sína á Stöð 3. Þetta er fyrsta þáttaröðin af þremur og telur hún alls tíu þætti. Verið er að framleiða þáttaraðir tvö og þrjú, og áætlar BBC sjónvarpsstöðin að frumsýna þær snemma á næsta ári. Þessir tíu þættir sem Stöð 3 tekur nú til sýn- inga kostuðu um fimm milljónir sterlingspunda í framleiðslu og urðu mjög vinsælir á Bretlandi. Um ell- efu milljónir manna horfðu að jafn- aði á hvern þátt. Tölvur í stað skotvopna Bugs-hópurinn er hátæknivædd- ur og fæst við glæpi af verstu teg- und. í stað skotvopna nota þau Ed, Ros og Beckett nýjustu örtölvu- tækni, hugrekki og snilligáfu. Þau geta hlerað hvaða samtal sem er, komist inn í nánast öll tölvu- samskipti með mismikilli fyrir- höfn og brotið upp hvaða ör- yggiskerfi sem er. Fátt sem ekkert er þremenningunum framandi þegar tækni og áhætta er annars vegar. Þau vinna fyrir hvern þann sem er réttu megin við lög og rétt. Viðskiptavinir þeirra eru stjórnvöld, alþjóðafyrirtæki og einstaklingar. Andstæðingar þeirra eru spilltir stjómmála- menn, alþjóðlegir glæpahringir, landlausir vísindamenn, einræð- isherrar og hvers kyns bijálæð- ingar. En þau láta sér ekki nægja að nota gráu sellumar snilldar- lega þegar um glæpi er að ræða. Hvert um sig er gætt einstökum hæfileikum. Ed flýgur þyrlu, klífur fjöll og yfirleitt flest allt annað sem verður á vegi hans, og er að auki snjall í bardaga- íþróttum. Ros er með betri öku- föntum, og þegar hraði skiptir máli, hvort heldur undir stýri eða við tölvuskjáinn, er hún rétta manneskjan. Beckett hef- ur einstakt lag á að koma sér í og úr lífsháska, og þá skiptir ekki máli hvort hann er staddur í sökkvandi kafbát eða að föndra við að gera tímasprengj- ur óvirkar. í fyrsta þættinum, sem er á dagskrá kl. 22.10 í kvöld, hefur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.