Morgunblaðið - 05.12.1995, Page 2

Morgunblaðið - 05.12.1995, Page 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER. 1995 MORGUNBLAÐIÐ Nýjar bækur • KONANsem mnn er eftir Lindu Lay Shuler. „Sagan gerist um tvö hundruð árum fyrir daga Kólumbusar í Ameríku. Kvani er indíánastúlka sem hrakin er burt frá ættbálki sínum sökum þess að hún hefur blá augu og því talin norn. Sagan lýsir leit hennar að nýjum heim- kynnum, nýrri ást, en óvinir og óblíð náttúra fylgja henni við hvert fótmál. í fjarlægu gljúfri gerir hún síðan uppgötvun sem breytir öllu Iífi hennar,“ segir í kynningu útgef- anda. Konan sem man er 429 bls. Álf- heiður Kjartansdóttir þýddi bókina en hún var filmuunnin íPrent- myndastofnunni. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin kostar 2.990 kr. • HÆGUR vals í Cedar Bend er eftir RobertJames Walleren hann er þekktastur fyrir að hafa ritað metsölubókina Brýmarí Madisonsýslu. í kynningu útgefanda segir: „Sagan segir frá Jellie Braden sem er innilokuð í ástríðulausu hjóna- bandi og einfaranum Michael Till- man. Þau laðast hvort að öðru og smám saman breytist líf þeirra beggja. Er hún hverfur á braut til þess að glíma við leyndarmál úr fortíðinni kastar hann öllu frá sér og heldur á eftir henni. Þá skiptir engu þótt um hálfan hnöttinn sé að fara.“ Bókin er 230 bls. aðlengd. Krist- ján Jóhann Jónsson þýddi bókina en Kristín Ragna Gunnarsdóttir hannaði kápu. Bókin erfilmuunnin í Offsetþjónustunni hf. Útgefandi er Vaka-Helgafeli. Bókin kostar 1.990 kr. • ENGIN miskunn er eftir Mir- iam AIi og Jana Wain. Að sögn útgefanda er Engin miskunn sönn saga breskrar móður sem berst fyrir því að leysa dætur sínar úr ánauð. Eiginmaður hennar seldi tvær dætur þeirra í hjónaband til heimalands síns, Jemen. Þar beið þeirra auðmýking, ofbeldi og nauðganir. Nadía og Zana voru fjórtán og fímmtán ára þegar þetta gerðist. í kynningu útgefanda segir: „Zana, dóttir Miriam, lýsti reynslu sinni í bókinni, Seld, fyrir nokkru. Enginn miskunn er ekki síður átak- anleg lesning og lætur engan ósnortinn. Bókin er271 bls. aðlengd. Helgi Már Barðason þýddi bókina, og filmuvinnu sá Prentmyndastofnun- in hf. um. Útgefandi er Vaka- Helgafell. Engin miskunn kostar 2.480 krónur. Guömundur Arni Stefánsson • HVER vegurað heiman... ís- lendingar í útlöndum eftir Guð- mund Árna Stefánsson er komin út._ _ í þessari bók ræðir Guðmundur Arni Stefánsson alþingismaður við sex íslendinga, sem allir eiga það sameiginlegt að hafa flust af landi brott og dvalið erlendis við störf og leik um langt árabil. „Landsmenn vilja frá fréttir af „sínu“ fólki á er- lendri grund. Hvað er það að fást við? Hvernig gengur? er gott að vera Islendingur í útlöndum? Hver er sýn þessara íslendinga til „gamla“ landsins eftir langa út- veru?“ segir í kynningu. Viðmælendur eru: Asþór Magn- ússon athafnamaður, Englandi, Gunnlaugur Stefán Baldursson arkitekt, Þýskalandi, Gunnar Frið- þjófsson, útvarpsstjóri, Noregi, Linda Finnbogadóttir hjúkrunar- fræðingur, Bandaríkjunum, Rann- veig Bragadóttir óperusöngvari, Austurríki, hjónin Þórður Sæ- mundsson flugvirki og Drífa Sigur- bjarnardóttir hótelstjóri, Lúxem- borg. Utgefandi er Skaldborg hf. Verð hókarinnar er 3.480 kr. BÓKMENNTIR Ljóö í AUGA ÓREIÐUNNAR Eftir Einar Má Guðmundsson, Mál og menning, 1995 - 95 bls. í FLJÓTU bragði gæti það virst undarlegt uppátæki hjá höfundi að búta áður birta ritgerð eftir sig nið- ur í Ijóð. Alltént er það góð nýting á efni. Margt í nýrri ljóðabók Ein- ars Más Guðmundssonar gæti virst hafa orðið til með þessum hætti. Hún nefnist í auga óreiðunnar og ber sama heiti og fjallar að nokkru leyti um svipað meginefni og grein- arkorn sem höfundurinn birti í Morgunblaðinu í janúar 1992. Greinin fjallaði m. a. um hrun heimskommúnismans sem höfundi þótti leiða til óreiðu, einkum í vit- undarlífi okkar, og alræðis mark- aðshyggjunnar. En Ijóðheimur Ein- ars hefur margar víddir ef grannt er skoðað og ætli reyndin sé ekki sú að greinin umrædda sé einungis einn flötur á teningi. Hinir fletirnir birtast nú í nýju ljóðabókinni. Bókin er nefnilega fjölbreytt að efni. Einar Már yrkir um ástina, þjóðernið, Evrópusambandið, verk- föll, stjórnmál og gamanmál, vind- inn og tímann, hið stóra í hinu smáa. En einnig um sjálfan sig og stöðugt endurmat heimsmyndar. Þó að Einar hafi verið meira í sviðs- ljósinu sem sagnaskáld en ljóðskáld hin seinni ár svífur ljóðrænn, hóm- erískur andi yfír öllum verkum hans enda hóf hann feril sinn sem ljóð- skáld. í þessari bók er samruni sagnar og ljóðs mest áberandi í fáeinum lausamálsljóðum sem allt eins má skoða sem örsögur. Einar Már er eitt fremsta skáld okkar og ljóðabókin ber þess glöggt vitni að hér fer kunnáttumaður með pennann. Kímnin hefur löngum ver- ið helsti eðliskostur Einars og sann- ast sagna er nokkuð síðan ég hef átt jafn glaðværar stundir með bók. Önnur af fyrstu bókum Einars, Er nokkur í Kórónafötum hér inni, ein- kenndist af stuttum ljóðum, skop- hendum, þar sem skopast er að ýmsurn mannlegum aðstæðum. Nokkuð er um slík smáljóð í nýju Aðfleyta tíman- um fram bókinni. Þau tengjast mörg meginefni henn- ar en innan um eru ótuktarlegar athuga- semdir um náungann og um breytni okkar og hegðun. Vísa sem nefnist Tourist inform- ation er Svona: Hvað eruð þið að tæta til Costa del Sol þegar hægt er að sitja á Heklutindi 1 og baða rasskinnamar í hraunstraumnum? Ljóð Einars hafa jafnan sterka mynd- byggingu og myndmál hans hefur yfir sér einhvern einfald- an og ferskan blæ sem er raunar langskýrasta svipmót skáldskapar- ins. Oft virðast myndirnar við fyrstu yfirsýn vera langsóttar en við nán- ari athugun reynast þær frumlegar og djarfar. Þannig er það óvenju- legt að líkja skýi við havanavindil og það kann jafnvel að virðast dálít- ið klunnalegt að líkja heiminum við kartöflu í lófa guðs. En við hliðina á línuritum og súluritum hagfræð- inga verður slík líking beinlínis hlý- leg og full af væntumþykju. Hvort sem sagan er línurit eða súlurit í auga hagfræðingsins er heimurinn kartafla í lófa guðs. Ef það er hlutverk rithöfundar að skil- greina sjálfan sig í tíma og rúmi og þar með tímann og rúmið hlýtur hver bók hans að vera uppgjör við h'ð- andi tíma og verðandi sjálf. Mörg verka Ein- ars Más eru öðrum þræðinum slíkt upp- gjör og í þessu verki tengir hann saman pólitískt uppgjör og persónulegt í afstöð- unni til byltingarinnar og kommúnismans. Þetta á við um allmörg kvæðin. Út frá þeim skilningi að fortíðin fylgi okkur og sé óafmáanlegur hluti okkar óháð öllum gildisdómum rís Einar til varnar þeim sem látnir eru svara til saka fyrir fortíð sem þeir höfðu litla stjórn á en hafa óhjákvæmilega í farteskinu. Kvæðið nefnist Upp- gjör við fortíðina I: Nú vil ég biðja þá sem í óskammfeilni sinni gengu niður Laugaveginn einhvern tíma í nóvember árið 1932 að vera svo vingjarnlega að snúa við og ganga hann upp. Mun persónulegra er kvæðið Stelpan sem þú elskaðir... Af kvæð- inu má ráða að Einar hafi aldrei Einar Már Guðmundsson Péturskirkjur í Róm og Skálholti BÓKMENNTIR F r æ ð i r i t KRISTNITAKAN OG KIRKJA PÉTURS í SKÁLHOLTI eftir Einar Pálsson, Mímir, 1995,317 bls. EINAR Pálsson segir frá því á einum stað í þessari voldugu bók að áhugi hans á máli goðsagna hafi vaknað fyrir um fimm tugum ára, enda hafi sér þá þegar þótt „túlkun á því máli vafasöm og kennsla í goðafræði barnaleg". Köllun hans hefur æ síðan verið sú að ráða í rúnir goðsagna og þá eink- um að afhjúpa „málfræði táknmáls" þeirra. Bókin sem nú er komin út er hin 11. í ritröð Einars um Rætur ís- Ienskrar menningar, en auk þess hefur hann gefið út tvö rit á ensku um rannsóknir sínar, að ógleymdum fjölda fyrirlestra og einstakra rit- gerða sem m.a. hafa birst í Lesbók Morgunblaðsins. Aðferð Einars er að rýna í mið- aldarit íslensk, ekki hvað síst Brennu-Njáls sögu, sem hann hefur rannsakað í þaula, frá því sjónar- horni túlkunarfræða sem kallast allegoría; leit að launsögnum er liggja verkunum til grundvallar. Svo virðist sem mörg erlend mið- aldarit hafi verið skrifuð á ólíkum „plönurn", eins og það er kallað, verið í senn sagnfræðileg lýsing raunverulegra atburða, siðferðileg útlegging þeirra og ekki hvað síst tjáning ginnhelgra launsagna sem aðeins var á færi fáeinna útv- alinna (eða innvígðra) að skilja. Rót hins síð- astnefnda var oft eins konar tölvísi, þar sem einstökum tölum og .talnahlutföllum voru léðir máttþrungnir, guðlegir eiginleikar. Slík tölvísi er oft kennd við nýplatonisma, en má í raun rekja allt aftur til launhelga Pý- þagórasar. Á miðöld- um var hún svo smám saman löguð að hinni kristnu heimsmynd. Leið- arhnoða Einars er að sams konar bókmenntaleg fjölkynngi hafi verið viðhöfð við ritun a.m.k. sumra ís- lenskra miðaldarita. Einar beitir nokkuð skipulega í verkum sínum svokallaðri popper- ískri aðferðafræði sem þekktari er úr raun- en hugvísindum nútímans. Hann setur fram tilgátur (ekki „hugmyndir", „skoðanir" eða „nið- urstöður"), kannar gögn og athugar hvort þau komi heim og saman við tilgátuna. Geri þau það telst hún styrkt eða staðfest (þó að hún verði aldrei endanlega sönnuð), geri þau það ekki fellur tilgátan. Segja má að Einar hafi verið óvenju heppinn að því leyti að flestar hinar upphaf- legu tilgátur hans (úr elstu bókun- um) virðast hafa stað- ist tímans tönn og raunar sífellt hlotið frekari staðfestingu erlendra fræðimanna sem sinnt hafa skyld- um fræðaiðkunum. Þessi aðferðafræði ljær þar að auki verkum Einars ákveðna sam- felldni og trúverðug- leik: Þau mynda sam- stæða þróunarsögu glappa, og þó aðallega happa, við tilgátupróf- anir hans; og hann skorarjafnan álesand- ann að stinga upp á einfaldari og sennilegri tilgátu er skýri sömu gögn og hann er að fást við, reiðubúinn að gefa sína upp á bátinn ef slík er í boði. Ekki er unnt, í stuttum ritdómi, að gera nokkra viðhlítandi grein fyrir öllum þeim tilgátum og gögn- um sem ber á góma í þessari nýju bók. Við getum þó sagt að megintil- gátan sé sú að staðsetning Skála- holts sem biskupsseturs hafi ekki verið nein handabófsákvörðun held- ur hafi kirkjan, sem snemma var helguð Pétri postula og nefnd Pét- urskirkja, verið „eins skorðuð við heimsmyndinni" og Péturskirkjan í Róm. Að baki hafi búið tryggð við hina helgu talnaröð 27-54-108-216- 432-864-1728. Rökfærslan, sem fylgir ýmsum eðlilegum krókaleið- um fræðanna, gengur síðan út á að sýna fram á tvennt í senn: í Einar Pálsson verið að fullu sáttur við afstöðu sína til byltingarinnar. Þar líkir hann henni við stelpu sem segir honum upp með öllum þeim sársauka sem því fylgir. Þeim brottrekstri úr Ed- ensgarði byltingarinnar mætir Ein- ar fyrst með afneitun en síðan úr- drætti, því að aðdráttarafl hennar minnkar, og í lok kvæðisins hefur hann öðlast dýpri skilning á sjálfum sér: því stúlkan sem þú elskaðir einu sinni er ekki stúlkan sem þú elskaðir, heldur þráin, leitin sem lagði af stað með þig, ekki til að finna, heldur leita að því sem þú týndir til að geta týnt þvi sem þú fannst. ' Hugur skáldsins er í nokkuð mörgum kvæðum upptekinn af fjör- brotum stalínismans hin síðustu ár. Heimur sá sem blasir við Einari á þessum tímum einkennist af villu- ráfi: „Veröldin ráfar alein um gang- ana / og villist á milli hæða.“ Svar hans við óreiðunni felst e. t. v. í megintákni bókarinnar, auganu, auga óreiðunnar. Augað er tákn sólarinnar sem færir okkur birtu en einnig þeirrar sem kemur reglu á skynjunina, viskunnar. Það er hið andlega ljós sem lýsir upp myrkrið í óreiðunni: Myrkrið fer ekki á meðferðarstofnun. Við berum það ekki burtu en lýsum það upp að innan, auðgum hugann, vinnum, sofum, elskum og munum tii að fleyta tímanum fram. Þannig og með fortíðina í far- angrinum, söguskilning og skilnig á því að hið smáa í lífinu hefur gildi vegna þess að í því finnum við hið stóra tekst Einar Már á við samtíðina. En jafnframt legg- ur hann áherslu á tilfinningaleg gildi: „Ég á von á tilfinningum. / Vill einhver hjálpa mér að landa?“ Hér er því á ferðinni indæl bók, full með kímni og birtu. Þetta er líka bók þar sem skáldið tekst á við samtímann af alvöru til að skilja og skilgreina sjálfan sig og okkur. Skafti Þ. Halldórsson fyrra lagi að torg Péturskirkjunnar í Róm hafi verið skipulagt út frá sama grunnstuðli, tölunni 432, og ýmsar aðrar miðaldakirkjur — grunnstuðli er átti að umlykja bæði ímynd alheims (makrókosmos) og manns (míkrókosmos) — og í síðara lagi að staðsetning „Péturskirkj- unnar í Skálaholti" hafi fylgt sama skikk. Einar gagnrýnir í leiðinni Hörð Ágústsson, sem í bók sinni um kirkjur Skálaholtsstaðar hafi látið hjá líða að fjalla um hlutföll kirkna og „formrými", og teikning- ar hans af þeim séu ekki byggðar á neinu rökrænu kerfi sem þó hafi verið talið ómissandi við kirkju- byggingar miðalda annars staðar í Evrópu. Gátu sigldir íslendingar þeirra tíma verið slíkir eftirbátar annarra? Rökfærsla Einars verkar sann- færandi, jafnvel á „óinnvígðan“ les- anda, bæði vegna órofa tengsla sinna við aðra þætti í þeirri tölvísi, m.a. um mörkun Alþingis, sem Ein- ar hefur afhjúpað í fyrri verkum og eins þess vitnisburðar sem hér hefur verið aflað úr erlendum heim- ildum. Raunar mæli ég með þessari nýju bók sem ágætum stökkpalli út á kenningaklaka Einars, fyrir þá sém vilja kynnast fræðum hans í fyrsta sinn, enda er hann hér óvenju hjálpfús við lesandann: dreg- ur saman og einfaldar ýmsar álykt- anir úr fyrri bókum. Að auki er verkið svo skrifað á þeirri tæru og skýru íslensku sem er aðalsmerki höfundar. Þögnin um fræði Einars Pálsson- ar hefur löngum verið allkaldrana- leg í heimi íslenskra fræða og vís- inda, þó að nokkuð hafi ræst úr því í seinni tíð. En það er hyggja mín að naumast verði langt liðið á næstu öld áður en lífsstarf hans verði metið að verðleikum sem eitt merk- asta framlag samtíðarmanna okkar hér á landi til skilnings á hugar- heimi miðalda. Kristján Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.