Morgunblaðið - 05.12.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.12.1995, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Nýjar bækur • STORA draumaráðningabók- in eftir Símon Jón Jóhaimsson þjóðfræðing er komin út. í henni eru birtar ráðningar á um 3.000 draumum. í bók- inni er að finna skýringar á vís- bendingum sem dulvitundin birt- ir um fortíð, nút- íð og framtíð, vonir og ótta meðan maðurinn sefur. Stóra draumaráðn- * ingabókin er, að sögn útgefanda, ítarlegasta bók sem út hefur komið hér á landi um drauma og draumaráðningar. Hún er í nýju handbókasafni Vöku- Helgafells, en áður hefur forlagið gefið út í þeim flokki Sjö, níu, þrettán, um hjátrú íslendinga, einnig í samantekt Símons Jóns. í kynningu útgefanda segir: „Stóra draumaráðningabókin er aðgengilegt uppflettirit um efni sem allir hafa áhuga á og leiða hugann að. Hún er í senn fræðandi og skemmtileg og á að höfða jafnt til ungra sem aldinna íslendinga er áhuga hafa á draumspeki. Og öll dreymir okkur eitthvað!“ Stóra draumaráðningabókin er 303 bls. að lengd. Hönnun og um- brot bókarinnar fór fram hjá útgef- anda, Vöku-Helgafelli, en Magnús Arason hannaði kápu. Bókin er filmuunninn í Offsetþjónustunni. Stóra draumaráðningabókin kostar 2.980 kr. Jóhannsson • DAGBÓK barnsins. Þetta er bók sem varðveitir minningar um barnið frá fæðingu og næstu árin. „Bók sem veitir foreldrum og börnum ómetanlega skemmtun og geymir dýrmætar minningar: Hve- nær tók ég fyrstu tönnina? Fyrstu orðin. Skemmtileg atvik. Leikskól- inn. Fyrstujólin. Skemmtilegar bækur. Fyrstu vísurnar. Uppá- haldslögin. Leikföngin mín. Hár- lokkur og allar myndirnar sem líma má inn í bókina." Útgefandi erSetberg. Bókin kostar 1.368 kr. • ÍSLENSKU dýrin. Þetta er smábarnabók þar sem öll íslensku húsdýrin eru saman komin. Bókin er þykkspjaldabók, öll lit- prentuð. Myndirnar eru eftir Hall- dór Pétursson. Útgefandi er Setberg. Bókin kostar 490 kr. • UFSILON eftir Smára Frey og Tómas Gunnarer komin út. Ufsilon er sjálfstætt framhald metsölubókarinnar Biautir kossar, sem margir unglingar kannast við. Bókin Qallar um viðburðaríkt sum- ar í lífi ósköp venjulegra unglinga. „Ufsilon er eins og Blautir koss- ar skrifuð á unglingamáli fyrir unglinga", segir í kynningu. Útgefandi er Skjaldborg hf. Verð 1.980 kr. • ÚT er komin barna- og unglinga- bókin Julius Blum veitsínu viti eftir finnska rithöfundinn Bo Carpelan. Júlíus er 11 ára gamall og á fáa sína líka. Hann fer ótroðnar slóðir, áhugamálin eru sérstök, uppá- tækin skrýtin og heimurinn er honum óendan- legt furðuverk. Hvernig bregð- ast menn við slíkum fugli?“ í kynningu Forlagsins segir einnig: „Þetta er einstök bók eftir einn fremsta höfund Norðurlanda og vekur bæði börn og fullorðna til umhugsunar.“ Bókin erprentuð í Gutenberg. Kápugerð annaðist Gunnar Karlsson. Ötgefandi er Bjartur. Verð bókarinnar er 1.380 kr. Bo Carpelan Hvar er menningin? Að því getur komið að ástæða verði til að spyija hvar menningin sé þegar hugað er að útgáfumálum, ekki síst stórra stofnana og sambanda eins og Jóhann Hjálmarsson bendir á með hliðsjón af dæmum heima og heiman. SÍGILD evrópsk list: Nashyrningurinn eftir Albrecht Diirer. Tré- skurðarmynd gerð 1515. * BÓKASTEFNUNNI í Frankfurt í haust var blaðamönnum boðið til kynningarfundar á vegum Evrópu- sambandsins. Fundurinn snerist um útgáfumál sambandsins. Kynnt voru rit sem hafa verið gefin út að undanförnu, stór og þykk rit sem með fáeinum undantekningum snerust um hagtölur, fólksfjölda og ýmis tæknileg mál, m.a. fjarskipti og gagnanet. Mikið var lagt upp úr töflum, skrám og súlumyndum til skýringar, en minna fór fyrir texta. Varla þarf að taka fram að sum þessara rita voru líka tiltæk á geisladiskum. Tekið var vel á móti gestum og þeir sendir að borði þar sem þeir voru skráðir. Beðið var um nafn- spjald. Embættismenn í jakkafötum, flestir grásprengdir og allir með bindi, sátu við háborð og notuðust við glærur þegar þeir sýndu verk sín á tjaldi og skýrðu það sem stóð í ritunum enn frekar. Enginn hörg- ull var þó á eintökum, en fáir tóku þau með sér, enda þung byrði. Aður en kom að veisluborðinu sátu embættismenn fyrir svörum, en viðbrögð í salnum voru lítil. Fáir blaðamenn voru mættir. Maður hafði á tilfinningunni að flestir gestanna tengdust beint eða óbeint efninu og störfuðu á vegum sambandsins._ írsk blaðakona (æ, þessir klikkuðu írar!) spurði einnar spurningar sem kom á óvart og virtist á skjön: „Hvar er menningin? Hvernig með útgáfu menningarefnis á vegum Evrópu- sambandsins?" Embættismennirnir hrukku við en létu sem spurningin kæmi þeim ekki á óvart og lýstu yfir að menn- ingin væri „í skoðun"; henni yrði sinnt síðar. Þannig lauk þeim fundi. Norrænt og evrópskt Norðurlandaráð hafði sinn bás á bókastefnunni og voru rit á vegum þess furðu keimlík þeim sen Evrópu- sambandið hefur kostað útgáfu á. Það verður þó að segja að þrátt fyr- ir afar leiðinlega útgáfustefnu og ósmekkleg rit að ytra útliti skipti menningin meira máli en í ritum Evrópusambandsins. Nefna má í því sambandi En okánd sjal. Pá jakt efter det nordiska, sem kom út 1991. Norræna ráðherranefndin styrkir líka útgáfu ársritsins Nordisk litter- atur sem segir tíðindi af bókum og höfundum og fælir ekki lesendur frá útlitsins vegna. Evrópuráðið hefur veitt rithöfund- um og þýðendum verðlaun og styrki og beitir sér fyrir ýmsum menning- arviðburðum. Lítið hefur þó farið fyrir frásögnum af því starfi og ís- lendingar hafa að mestu orðið utan- gátta í því eins og öðru. Ólíklegt er að íslendingar muni móta menning- arstefnu hjá Evrópusambandinu á þessari öld þar eð meirihluti þjóðar- innar virðist snúa óæðri endanum í Evrópusambandsáhugamenn. En hvar er menningin? Þegar Bókatíðindi 1995 eru skoðuð er ljóst að enn eru gefnar út bækur þrátt fyrir samdrátt. Framkvæmdastjóri bókaútgefenda, Vilborg Harðardótt- ir, bendir á eina ieiðina enn: rafræna útgáfu á geisladiskum. Þessi kostur hreif líka talsmenn Evrópusam- bandsins, margmiðlunin sparar tíma og getur hjálpað til við að lifa án hefðbundinna bóka. Bjartsýnismenn tala um viðbót við bókaútgáfuna í þessu sambandi og hafa vonandi rétt fyrir sér. Á upplýsingahraðbraut nefnist ein þeirra bóka sem nýkomnar eru út. Sigrún Klara Hannesdóttir ritstýrir bókinni en í henni segja fimmtán íslendingar frá alnetinu. Þetta eru frá sér numdir alnetshugar. Við erum vissulega á slíkri hraðbraut. Upplýsingar eru orðnar helsta söluvara samtímans, stundum líkt og matreiddar í sama eldhúsinu. Til þess að sporna við einhæfni og lit- leysi þarf öfluga menningu sem byggir á traustum grunni, en má líka vera óþekk og í uppreisn. Tilfinningar án tilfinningasemi Einangrun og hömluleysi BOKMENNTIR Saga LÁT HJARTAÐ RÁÐA FÖR eftir Susönnu Tamaro. Thor Vil- hjálmsson íslenskaði. Oddi prentaði. Setberg 1995 — 160 síður. 1.980 kr. LÁT hjartað ráða för eftir Sus- önnu Tamaro er sérstæð saga og hefur náð meiri útbreiðslu en títt er um bækur af þesu tagi. Sagan er í formi bréfs sem ítölsk amma skrifar dótturdóttur sinni í Banda- ríkjunum. Amman segir frá dóttur sinni, móður stúlkunnar, á nær- göngulan hátt, en lýsir þó einkum eigin ævi. Sú lýsing er afhjúpun, leyndarmál koma upp á yfirborðið í ná- kvæmri frásögn sem er þó aldrei orðmörg um of. Amman, sem er ung í stríðinu, hefur lifað í afar lokuðu og tilbreytingasnauðu hjónabandi, en bætt úr því með vist á heilsuhæli þar sem hún kynntist ástleitn- um lækni. Hún skrifar um daglega lífið, hversdagsleikann eins og hann getur orðið mestur, en smám saman er ljóst að bréf hennar snúast um annað og meira. Skor- dýr, særður fugl, ferðir út í náttúr- una, allt verður til þess að spegla hug hennar og lesandinn getur ráðið í táknin. Meðal kosta stílsins er að Tamaro tekst að segja sög- una á áhrifaríkan hátt með þeirri aðferð að láta eins og hún sé bara að greina frá því sem litlu máli skiptir. Þessi stutta saga sem þarf þó ekki að vera lengri er mjög þægilegur Iestur, verk rit- höfundar sem leggur alúð við vinnu sína. ítalskir karlmenn börn Susanna Tamaro hefur sagt að hún vilji skrifa um tilfinningar án tilfinningasemi. Þetta telur hún skýringu á velgengni sögunnar. Hún hefur líka gefið yfirlýsingu um ítalska karlmenn sem eru að hennar mati barnalegir, börn sem búa í skjóli mæðra sinna fram á miðjan aldur. Þetta skýrir að ein- hveiju leyti umfjöllun hennar um karlmenn í Lát hjartað ráða för. Þeir eru veikgeðja og rótlausir. Amman gerir sér vonir um en efast engu að síður um að orð hennar komi dótturinni til góða. Beðið er um miskunn en ekki meðaumkun: „Munu þá orð mín hafa bjargað þér heilli í höfn? Ég ætla mér varla þá dul, kannski hafa þau bara ergt þig, ítrekað og stað- fest með þér þá hraklegu mynd sem þú hafðir þegar af mér áður en þú lagð- ir af stað. Kannski getur þú ekki skilið mig fyrr en þú ert orðin eldri, getur þá fyrst skilið mig þegar þú hefur sjálf farið þennan dularfulla veg á enda sem leiðir frá dómhörku til mis- kunnar.“ Þýðing Thors Vilhjálmssonar er læsileg og að mestu laus við sérvisku í orðfæri. Jóhann Hjálmarsson BÓKMENNTIR Smásögur í SÍÐASTA SINN eftir Ágúst Borgþór Sverrisson. Bókaútgáfan Skjaldborg. 1995. 123 blaðsíður. SMÁSÖGUR Ágústs • Borgþórs Sverrissonar eru að flestu leyti mjög raunsæjar og hefðbundnar frásagnir af ósköp venjulegu fólki við hinar ýmsu og ólíku kringumstæður. Sumar persónur þessara sagna eru haldnar þráhyggju, aðrar eru haldnar öfugum hneigðum sem bijóta dálítið í bága við þá hegðun sem manneskjunni er innrætt með guðsótta og góðum sið- um. í reynd eru þetta mjög móralsk- ar sögur sem lýsa siðferðisbresti með einum eða öðrum hætti. Margar þeirra draga upp mynd af hömlulausri fíkn, kynlífsfíkn, matar- fíkn, áfengisfíkn eða spilafíkn og lýsa með . áhrifaríkum hætti hvemig manneskjan býr sér til aflæsta og sjálf- hverfa veröld sem lýtur í einu og öllu sínum eig- in siðalögmálum. Aðferð höfundar er einföld og felst í því að varpa ljósi á tiltekna manngerð við ákveðnar kringumstæð- ur. Að baki hverri sögu liggur augljóst markmið sem felst í því að afhjúpa vissar hneigðir manneskjunnar við ólíkar aðstæður. Einangrun, hömlu- leysi, sinnuleysi, leyndarmál, vana- festa og skortur á fullnægju eru meginstef þessara sagna. Upphafssaga bókarinnar / síðasta sinn lýsir einmanalegri og tilbreyt- ingasnauðri kvnlífshegðun karl- manns. Einkaveröld hans er afhjúpuð og séð í nokkuð kaldhæðnu ljósi á kaffistofunni, hjá fornbókasalanum, í svefnherberginu og í geymsluher- berginu. Sagan Fljótið er nokkurs- konar játningasaga ekkjumanns sem er orðlagður fyrir vanafestu og lagar sig ekki að breyttum aðstæðum lífs síns. Hann lifir í hreyfingarlausum heimi þar sem ár og fljót vekja hon- um óhug með sínum stöðuga straumi. Saltkjöt og smirnoff lýsir hugarheimi matarfíkilsins Dóru og hvernig hún ánetjast einnig minning- unni um drykkfelldan föður sinn. Mánudagur segir frá einmana og utanveltu unglingsstrák og hvernig minnimáttarkennd hans fær útrás í ofdirfsku og mannalátum. Verðiþinn vilji lýsir einkaveröld spilafíkils sem jafnframt er móðir barnanna sinna. Heimur hennar er hruninn og hún réttlætir gjörðir sínar með hliðsjón af því. Brot úr forsögunni dregur upp mynd af sjálfhverfum kynlífsórum heimilisföður og hvern- ig órarnir fara í sívax- andi mæli að ráða lífi hans. I lokasögu bókar- innar Rökkrið má finna ýmsar Freudískar skír- skotanir. Þetta er fjöl- skyldusaga séð með augum barns sem ótt- ast myrkrið og föður sinn og pissar þess vegna undir. Flestar eru þessar sögur vel gerðar og skemmtilegar aflestrar, trúverðugar og hnitmið- aðar. Þær ná því markmiði sínu að af- hjúpa ákveðin sannindi með skýrum og látlaus- um hætti. Þrátt fyrir ýmsar siðferðis- legar vangaveltur glittir hvergi í mór- alska afstöðu höfundar. Hann nálgast viðfangsefni sitt af hlutleysi og nokk- uð skarpri sýn og að öllu samanlögðu er hér á ferð ágætis lesning fyrir les- endur sem gera þá kröfu til bók- mennta að þær spegli veruleikann með raunsæjum hætti. Jón Ozur Snorrason Susanna Tamaro Ágúst Borgþór Sverrisson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.