Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1995 C 3 VIÐTAL Nord Morue, dótturfyrirtæki SÍF í Frakklandi, eykur umsvifin jafnt og þétt „VELGENGNI Nord Morue liggur að mjög miklu leyt.i í því að tengjast SÍF sem birgi. Þannig höfum við tryggt okkur stöðugan aðgang að fiski til vinnslu, fiski sem er undir mjög ströngu gæðaeftirliti og stærð- arflokkun. Enginn annar útflytjandi á íslandi býður upp á slíkt öryggi í þessum viðskiptum. SÍF hefur ein- beitt sér að sölu á blautverkuðum fiski, sérstaklega í dýru flokkunum eins og inn á Spán og Ítalíu, sem vilja fá fiskinn blautverkaðan. Á sama tíma hefur Nord Morue unnið sem framleiðandi og dreifimiðstöð fyrir þurrverkaðan fisk og verið að tengjast söluneti SÍF í hinum ýmsu löndum. Fyrir vikið hefur útflutning- ur Nord Morue margfaldazt. Árið 1990 var útflutningur um 15% velt- unnar en í fyrra var hlutfallið orðið nær 60%. Þegar þessar tvær eining- ar, Nord Morue og SÍF, tengdust, varð úr því hið fullkomna „hjóna- band“, sem hefur skilað þessum góða árangri," segir Birgir Jóhanns- son, framkvæmdastjóri Nord Morue. Framleiðsla Nord Morue hefur þrefaldazt á fímm árum og veltan hefur aukizt nærri jafnmikið. Af- koman hefur verið góð og gífurlegar endurbætur hafa verið gerðar á hús- næði og vinnslubúnaði fyrirtækisins. Birgir segir nokkrar megin ástæður liggja að baki velgengninni. Auk þess að vera í beinum tengslum við SÍF, segir hann að fyrirtækið sé vel í sveit sett, landamæri séu í raun engin innan Evrópusambandsins og eigin kaup SÍF og Nord Morue á saltfíski að heiman utan mesta neyzlutímans séu allt þættir sem ráði úrslitum. Þarf melra fé tll markaðssóknar „Ég tel að til þess að ná sterkri markaðsstöðu fyrir íslenzkan fisk í Evrópu þurfi meiri peninga, í raun miklu meiri peninga en við höfum til ráðstöfunar. Að vera að skammta sölusamtökum einhver 2% úr hnefa gengur auðvitað ekki. Það þarf meiri mannskap og fjármagn til að stunda markaðskannanir og fara út í kynn- ingar og auglýsingar til að tryggja stöðu okkar á markaðnum. Við erum að tala um landamæralausa Evrópu með 320 milljónir íbúa. Flestir þeirra eru með kaupgetu umfram meðaltal í heiminum. Þar eru þvílík tækifæri, að það er í raun synd að sjá ekki meira fé varið í markaðsfærslu og uppbyggingu til að ná betur inn á markaðinn. Ég er ekki tilbúinn með neina sérstaka formúlu fyrir þessu, en mér þykir það merkilegt að menn séu tilbúnir að borga 4-5% fyrir að fara með fiskinn sinn gegn um fískmark- að heima á íslandi. Þegar það er sett í samhengi við þau 2%, sem framleiðendur telja æskilegt að greiða útflytjendum fyrir að mark- aðssetja afurðir sínar, virðist það tæpast geta kallazt rökrétt. Kaupverðið á Nord Morue á sínum tíma var 180 milljónir króna. Ætli það sé ekki helmingurinn af verði þokkalegs línubáts með kvóta. Menn verða auðvitað að ráða því sjálfir hvernig þeir ráðstafa peningunum sínum, en ég tel að við séum að tapa af miklum tækifærum í breyttri Evrópu með því að eyða ekki meiri peningum í markaðsfærslu á íslenzk- um fiski. Þá er víða verið að ráðstafa tölu- verðum peningum heima inn á við, það er til að fá fisk til sölu. Ég set nokkuð stórt spurningarmerki við slíkar aðferðir. Það er skýr stefna SÍF að blanda sér ekki í innanríkis- fiskimál. Markmið okkar er að fara út á markaðinn og gera þar eins vel og okkur er unnt, til að auka sam- keppnishæfni okkar og í lok dags að skila framleiðenda, sem kýs að starfa með okkur, bæði betra verði og betri þjónustu. Kröfuharöir kaupendur Með breytingunum, sem eru að ganga yfir Evrópu, svo sem með stórmörkuðum og nýjum dreifileið- um um þá, erum við að fást við - miklu kröfuharðari viðskiptavini en áður, þegar allur útflutningurinn fór hefðbundnar leiðir og kaupendur Markmiðið að skila hærra verði heim Lífið er saltfiskur hjá Birffl Jóhannssyni, framkvæmdastjóra Nord Morue, dótturfyrirtækis SÍF í Jonzac í Frakklandi. Hjá fyrirtækinu eru unnin um 10.000 tonn af ýmsum saltfisk- og síldarafurðum á þessu ári. Hjörtur Gíslason ræddi við Birgi um rekstur fyrirtækisins og kost þess að reka það í nálægðinni við markaðinn. ytra voru örfáir innflytjendur, sem sáu síðan um dreifíngu með ýmsum hætti. Kröfuharkan beinist ekki bara að gæðum, heldur fleiri þáttum eins og afhendingartíma og greiðslufresti. Það þarf mikla burði í þéssari sam- kepnni, þar sem svo mikið byggist á því að við getum alltaf fengið fisk- inn og framboðið frá okkur sé jafnt. Þennan markað varðar ekkert um það hvort vont veður hefur verið á Islandi í tvær vikur eða þijár. Kaup- endur hafa samið um fiskkaupin og vilja fá fískinn á umsömdum tíma. Sé ekki hægt að standa við það, er ævintýrið úti. Engin viðskipti lengur. Til dæmis getur komið pöntun frá risamarkaði í Alsace. Það eru um 800 kílómetrar þangað og vöruna verðum við að afhenda, kannski 60 kíló, milli 5 og 7 síðdegis daginn eftir. Til þess að geta það, verðum við auðvitað að vera með vel upp- byggt fyrirtæki nánast inni í mark- aðnum og eiga alltaf nægar birgðir til þess að geta svarað fyrirspurnum. Áættuþáttum fækkað Nord Morue er mjög vel staðsett með tilliti til flutningakerfisins innan Evrópu. Það er um 10 mínútur frá hraðbrautinni sem liggur allt frá Hamborg og niður til Madrid. Fyrir- tækið er mjög vel í sveitt sett með það. Það er mikill styrkur og við erum óneitanlega að hagnast á því hve nálægt markaðnum við erum. Sé fiskur pantaður til Spánar að morgni, getum við komið honum þangað eftir hádegi. Með því að vera með fyrirtækið inni á markaðn- um erum við að taka út eins marga áhættuþætti fyrir viðskiptavini okk- ar og hægt er. Þar má nefna að biðtími eftir pöntun er styttur úr tveimur til þremur vikum niður í einn eða tvo daga. Engin hætta er á verðbreytingum á biðtímanum og hægt er að sníða sending- ar nákvæmlega að þörfum viðskfpta- vina, en slíkt er mjög erfitt í mikilli fjar- lægð. Þá getum við einnig unnið með vörur með mun minna geymsluþol, en hægt væri, ætti að stunda sömu þjónustu að heiman. Þá kemur styttri af- hendingartími fram í betri nýtingu. Góð ímynd stóru sölusam- takanna Stóru sölusamtök- in heima hafa mjög góða ímynd á öllum sviðum. Árangur Nord Morue hefði aldrei orðið eins góð- ur og raun ber vitni, nema vegna þess hve sterkan bakhjarl það hefur. Mesti styrkur okkar er SÍF, sem tryggir fjármagn, stöðugleika og sam- kvæmni, en þessi atriði verða að vera í lagi, eigi árangur í sölu- og markaðs- Birgir Jóhannsson er 33 ára viðskiptafræðingur frá HÍ. Hann tók síðan mastersgráðu í viðskiptafræðum frá Skotlandi. Birgir hóf strax störf hjá SÍF eftir heimkomuna og varð fjár- málastjóri stuttu síðar. Þeirri stöðu gegndi hann frá miðju ári 1988 til miðs árs 1992, er hann hóf störf sem framkvæmdastjóri Nord Morue. Hann tók þá við starfi af Sighvati Bjarnasyni, núverandi stjórnarformanni SIF. Eiginkona Birgis er Linda Hann- esdóttir og eiga þau þrjú börn, Tinnu Hrund, Jóhann Leó og Nikulás Búa. málum að nást. Við höfum séð ís- lenzk fyrirtæki hasla sér völl í Rúss- landi, Chile, Namibíu og Þýzkalandi með góðum árangri og miðað við þær breytingar sem eru að ganga yfir Evrópu tel ég að stóru sölusam- tökin heima ættu að leita fjárfesting- Morgunblaðið/HG SALA á saltfiski í neytendaumbúðum er nauðsynlegur þáttur í markaðssetningu nútimans. Án þess næst varla til yngri kyn- slóðanna, sem ekki borða eins mikið af saltfiski og eldra fólkið. ar í Evrópu í líkingu við Nord Morue, helzt í samvinnu. Við erum agn- arsmáir á þessum stóra markaði og verðum því að standa saman um íslenzka hagsmuni. Við höfum tekið yfir mikið af starfsemi margra milliliða, sem áður komu við sögu við útflutning og dreifingu á saltfíski hér í Evrópu. Það hefur komið bæði okkur og framleiðendum heima til góða. Hlut- verk framleiðenda hefur aukizt veru- lega með þessum breytingum, hafi þeim tekizt að byggja vinnslu sína upp með þeim hætti, að þeir geti uppfyllt kröfur þess aðila, sem selur til endanlegs neytanda. Sé það vel gertT, öðlast framleiðandinn alveg nýtt hlutverk. Miklar árstíðabundnar sveiflur Við erum að kaupa físk nær allt sumarið, meðan flest fyrirtæki í fisk- vinnslu nánast leggjast í dvala frá páskum og fram á haust. Vandamál- ið í saltfiskinum eru miklar árstíða- bundnar sveiflur. Neyzlan bytjar í september og fer vaxandi fram að jólum og nóvember er yfirleitt stærstur. Síðan dregur úr sölunni um jólin, en nýtt neyzlutímabil hefst svo um miðjan janúar og stendur fram að páskum. Síðan dettur neyzl- an niður í nánast ekkert á sumrin. Neyzlan er mikið tengd kaþólskri trú og þá jólunum og föstunni. Því höfum við gert mikið átak í því að halda starfsemi okkar gang- andi allt árið með fiskkaupum og jafnri vinnslu, þegar eftirspurnin er í lágmarki. Það er einn af hornstein- um þess árangurs, sem náðst hefur. Við lítum á þetta sem iðnað. Við byggjum upp birgðir og búum okkur undir haustið og tökum með því nokkra ánættu. Við höfum líka tekið þann pólinn í hæðina, að ætlum við okkur að vera teknir alvarlega, verð- um við alltaf að vera með nokkrar birgðir og geta allt- af boðið vöruna taf- arlaust. Birgðasöfnun er auðvitað kostnaðar- söm, en hagurinn af því getur einnig verið mikill. Verð- sveiflur í saltfíski eru geysilegar mikl- ar, allt upp í 12 til 15% innan ársins og það kemur auðvitað á móti birgðasöfn- un, að við kaupum mikið af fiski, þegar eftirspurnin er lítil og verð því lægra. Stefnt að 15.000 tonna framleiðslu Gerðu SÍF og Nord Morue ekki jafnmikið af því og raun ber vitni, að kaupa fiskinn að heiman utan aðal- neyzlutímans, þá myndi verðið fara ennþá neðar á þeim tíma. Með þessari starfsemi hefur því heldur dregið úr verðsveiflum á salt- fiski og meðalverð hefur heldur hækkað. Það hefur aft- ur leitt til aukinnar söltunar og gert saltfiskvinnsluna samkeppnisfærari við aðrar vinnslugreinar heima. Til að geta greitt svona hátt verð heim, þarf markaðsverðið auðvitað að vera hátt, en jafnframt þarf að halda vinnslukostnaði hjá okkur í lág- marki. Enda er stöðugt unnið að því að bæta tækni og þróa vinnsluna í þá átt að minnka launakostnað og bæta nýtingu. Við erum að gera okkur vonir um að framleiðslan nái 10.000 tonnum í ár og veltan nái 270 milljónum franka. Við erum þá að komast mjög nálægt 4 milljörðum króna. Þetta hefur náðst án þess að föstu starfs- fólki hafi fjölgað. Við reynum að halda fjölda fastra starfsmanna í ákveðnu lágmarki, vegna þess hve sumarið er daufur tími, en notumst svo meira við lausráðið fólk yfír háannatímann,“ segir Birgir. Rétt að kanna aðiid að ESB Telur þú að íslendingar eigi erindi inn í Evrópusambandið? „Ég er svolítið sár yfír því að ekki skuli vera hafnar könnunarvið- ræður við Evrópusambandið, til að sjá hvað okkur standi til boða. Ég trúi ekki öðru en tekið verði tillit til þess að veiðar, vinnsla og útflutning- ur á fiski er okkar brauð og smjör, undirstaða alls. Ég trúi því ekki að Evrópusambandið færi að taka af okkur þau réttindi að stjórna eigin auðlind. Færum við inn, myndum við líka fara að hafa áhrif á sameig- inlega fiskveiðistefnu. Við getum þá í mun ríkari mæli tekið þátt í við- skiptum með aflaheimildir þjóða og þjóðasambanda í rnilli- Þá fælist ákveðin efnahagstrygg- ing í aðild að ESB. Ef við lendum í aflabresti eða nauðsynlegum nið- urskurði á aflaheimildum, er fyrir- sjáanlegt að einhvetjir peningar kæmu inn okkur til aðstoðar eða timabundnar aflaheimildir annars staðar, þar sem við værum þá hluti hins evrcpska efnahagskerfis. Mörg mistök eru gerð í Brussel, en megin- línan er góð og hefur gert Evrópu samkeppnisfæra við stóru álfurnar, Ameríku og Asíu. Að mínu viti eig- um við hiklaust að ganga inn, verði okkur ekki settir einhveijir afarkost- ir. Brottnám landamæra innan Evr- ópusambandsins gerir löndin öll að einu markaðssvæði. Staðan er sú, að fyrirtæki, sem bjóða góðar vörur, eru fjárhagslega sterk og samkeppn- isfær, geta náð inn á hvaða lönd sem er innan Evrópusambandsins án landfræðilegra hindrana." Sóknarfæri Nú hefur þú lýst umhverfinu og möguleikunum, sem felast í útflutn- ingi á íslenzkum físki. En er saltfisk- ur ekki gamaldags afurð, sem á litla framtíð fyrir sér? „Yngri kynslóðirnar hér í Frakk- landi, á Ítalíu og Spáni virðast ekki taka upp þær neyzluvenjur sem for- eldrar þeirra, afar og ömmur höfðu og því er saltfiskneyzla takmörkuð. Slík neyzla er aftur á móti nánast trúarbrögð í Portúgal og þar virðist ekkert kynslóðabil vera til. Á hinn bóginn eru stór markaðssvæði í Suð- ur-Ameríku eins og Brasilía, með 150 milljónir íbúa. Þar má búast við verulegri aukningu á saltfiskneyzlu, þegar efnahagur batnar. í Karíba- hafi eru einnig stórir markaðir fyrir saltfisk. í mörgum þessum löndum er saltfiskur talinn munaður og breytist efnahagsástandið þannig að almenningur geti farið að kaupa saltfísk, eru möguleikarnir miklir. Maður sér kannski fyrir sér mögu- legan samdrátt í neyzlu í Evrópu, en aukningu á öðrum stöðum. Ann- ars er leiðin til að saltfiskurinn haldi velli í Evrópu að pakka honum í neytendapakkningar og koma hon- um inn í nútímadreifínguna, stór- markaðina. Að því höfum við verið að vinna með ágætum árangri. Mik- il vinna er eftir til að gera saltfisk- inn enn aðgengilegri fyrir neytend- ur, en mikla peninga þarf í slíkar rannsóknir, þróun og „landvinninga“ í kjölfarið," segir Birgir Jóhannsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.