Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1995 C 7 FRÉTTIR ATLI Már Jósafatsson stendur við Poly-Ice toghlera á sýningarbás J. Hinrikssons hf. á sýningunni „Fish Africa ’95“. Islenzku fyrirtækin eiga góða möguleika í Namibíu Árangursrík þátttaka í „Fish Africa ’95“ EFTIR árangursríka sj ávarútvegssýningu „Fish Africa ’95“ sem lauk um helgina er ís- lenska sendinefndin nú stödd í Walvis bay í Namibíu þar sem hún á fundi með sjávarútvegs- fyrirtækjum og opinberum aðilum. Að sögn Stefáns L. Stefánssonar frá viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, sem fer fyrir sendinefnd- inni, eru verulegir möguleikar fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki í Namibíu. Hann segir að mikil uppbygging sé nú þegar hafin í sjávarútveginum og enn fleiri verkefni séu framund- an. ísland og íslenskar vörur séu vei þekktar í Walvis Bay og eigi farsælt starf Þróunarsamvinnu- stofnunar Íslands við uppbyggingu sjávarútvegs í Namibíu stóran þátt í því. í gærkvöldi var svo móttaka í boði utanríkisráðuneytisins í sjó- mannaskólanum í Walvis Bay, þar sem Þróunarsamvinnustofnun ís- lands sér um kennslu í vélfræði, siglingafræði og almennri sjóvinnu. För íslensku sendinefndarinnar til Suður-Afríku og Namibíu lýkur á fimmtudag í Pretoríu, þar sem verða fundir með utanríkisráðu- neyti Suður-Afríku auk yfirvalda tollamála í landinu." íslenskum fyrirtækjum varð vel ágengt A sjávarútvegssýningunni „Fish Afríka ’95“ í Höfðaborg höfðu Út- flutningsráð og 12 íslensk fyrirtæki fulltrúa. Á sýningunni, sem er hin fyrsta sinnar tegundar í þessum heimshluta, sýndu um 230 fyrirtæki frá 29 löndum framleiðslu sína. ís- lenskum fyrirtækjum varð vel ágengt á sýningunni bæði hvað varðar beinar sölur til afrískra fyrir- tækja og eflingu viðskiptatengsla, að sögn Stefáns. íslenska viðskiptasendinefndin átti fundi með stærstu útgerðarfyr- irtækjum í Suður-Afríku, Sea Har- vest og Irvin and Johnson sem um þessar mundir veiða samanlagt um 80% af 150 þúsund tonna heildar- lýsingskvóta landsins, en það er Iangmikilvægasta tegundin á þess- um slóðum. Fyrirtækin sýndu ís- lensku sendinefndinni veiðiskip og vinnsluaðstöðu þar sem þegar má finna íslensk tæki. Fundað með yflrstjórn sjávarútvegsmála Fulltrúar sendinefndarinnar áttu einnig fund með yfirstjóm sjávarút- vegsmála í Suður-Afríku, sem stað- sett er í Höfðaborg. Fulltrúar fýrir- tækja í nefndinni telja að með ferð- inni hafí náðst mikilvæg sambönd og upplýsingar um þróun sjávarút- vegs í þessum heimshluta, en þessi grein stendur nú á algerum tíma- mótum vegna hinna pólitísku breyt- inga sem nú eiga sér stað í land- inu. íslensku fyrirtækin eru Hamp- iðjan, Borgarplast, Plastprent, Icec- on, Landsmiðjan, Traust þekking, J. Hinriksson, Sæplast og Marel. Á vegum útflutningsráðs eru Kassa- gerðin, Vaki og Djúpmynd. BATAR — SKÍP KV4ÖITABANKINN Rækjukvóti við Eldey til sölu eða í skiptum fyrir þorsk Þorskur til leigu Sími 565 6412, fax 565 6372, Jón Karlsson. KENNSLA Frysting fiskafurða Fimmtudaginn 14. desember kl. 9.00-16.30 heldur Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins námskeið í frystingu fiskafurða. Þar verður m.a. fjallað um frystikerfi, frysti- búnað, frystihraða, geymsluþol, flutninga og tvífrystingu. Leiðbeinendur: Sigurjón Arason, Sveinn Vík- ingur Árnason og Guðmundur Stefánsson. Þátttökugjald 8.250 kr. Skráning og nánari upplýsingar í síma 562 0240. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Skúlagötu 4. tf e z 3 B 3 Ih 0 “Undri” líka fyrir trillur Nú býðst alvöru FURUNO radar fyrir minni báta með sömu tækni og þeir stóru. Ný tækni (truflanadeyfum sem slegið hefur I gegn í stærri rödurum 10” dagsbirtuskjár. 3kW sendir Tengjanlegur við áttavita og GPS Kennslumyndband fylgir með Tilboðsverð: 270.000.- stgr. án VSK Brimrún hf Hólmaslóð 4 101 Reykjavík s: 561 0160 Endursöluaðilar: Akureyri: Haftækni. Brúin. Fáskrúösfjöröur. Helgi Ingason. Grundarfjðröur Mareind. Höfn: Rafeindaþj. Jóhanns Ársælssonar. Rafeindaþj. B.B. Neskaupstaöur: Ennco. ísafjörður. Póllinn. Fiskverkendur - bændur - iðnrekendur Framleiðum ódýra veggja- og loftklæðningu úr lituðu stáli. * IS er að koma flotanum til veiða frá Kamtsjatka ALLT gengur að óskum hjá íslend- ingunum, sem fóru utan á vegum íslenskra sjávarafurða hf. til starfa á Kamtsjatka í liðinni viku og er nú unnið að því að koma skipunum -út á sjó þannig að þau séu vel búin bæði veiðarfærum og vistum. Gei-t er ráð fyrir að Sovetskaja Buriatia, fyrsta móðurskipið af fjórum fari út nk. laugardag, sagði Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri þró- unarsviðs IS, þegar Verið náði tali af honum á Kamtsjatka í gær. Fyrstu dagarnir lofa góðu íslenskar sjávarafurðir hf. sjá nú um rekstur UTRF, sem er stærsta útgerðarfyrirtækið á Kamtsjatka auk þess að sjá um vinnslu og sölu á afla togaranna. Sá samningur stendur í eitt ár frá 1. desember að telja. Þrettán íslenskir starfsmenn ÍS eru nú þegar komnir út, en alls er búið að ráða 33. Ellefu starfs- menn fara svo utan nk. mánudag. Aftur á móti fer eitt móðurskipið af ails fjórum ekki út fyrr en um nýárið þannig að þeir fjórir íslensku starfsmenn, sem koma til með að verða á því, fara ekki út fyrr en 30. desember. „Þessir fyrstu dagar lofa góðu og það er ekkert sérstakt sem komið hefur fólki á óvart. Starfsmennirnir eru enn sem komið er á hótelum, en verið er að leita að íbúðum. Það verða hinsvegar ekki nema tíu manns við vinnu í landi. Aðrir eru í yfirmanna- og gæðaeftirlitsstöðum á móðurskipunum og togurum." Guðbrandur sagðist ekki gera ráð fyrir að fjölgun verði á íslenskum starfskröftum á Kamtsjatka umfram þá, sem þegar hafa verið ráðnir. „Aðalmálið núna er að koma flot- anum út til þess að veiða Alaskaufsa á vetrarvertíðinni, en hún stendur fram eftir aprílmánuuði." Hann seg- ir alit eins hugsanlegt að viðskipti við íslensk fyrirtæki muni dafna í kjölfar þessa verkefnis. Það hafi a.m.k. gengið eftir varðandi önnur þvílík verkefni. Enn hafi þó ekki á það reynt að ráði. „Flotaforingi" Móðurskipunum fjórum fylgja sextán togarar af smærri gerð, einn- ig tveir norsk-byggðir togarar og fjórir rússneskir togarar af milli- stærð. Þar fýrir utan á fyrirtækið lítinn flota krabbaskipa og annarra smærri skipa, en ÍS sér ekki um reksturþeirra. Fjórir íslenskir starfs- menn eru í áhöfn hvers móðurskips og er einn þeirra formaður. Þar fyr- ir utan er einn svokallaður flotafor- ingi á einu móðurskipanna, sem ásamt rússneskum samheija, á að stjórna veiðum og vinnslu. Timbur og stál hf., Smiðjuvegi 11, Kópavogi, sími 564 2940 og 554 5544 ,fax 554 5607

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.