Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 4
4 D FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1995 D 5 Eyjólfur sá rautt EYJÓLFUR Bragason þjálf- ari ÍR fékk að líta rauða spjaldið hjá Agli Má Markús- syni dómara í Seljaskóla í gærkvöldi, þegar hann mót- mælti dómi harkalega. At- vikið, sem Eyjólfur var ósáttur við, gerðist um miðj- an síðari hálfleik þegar stað- an var 13:20. Þá stökk Haukamaðurinn Hinrik Örn Bjarnason inn af línu en fékk mikið högg við nárann og Magnús Sigmundsson varði laust skot hans. ÍR-ingar ruku í hraðaupphlaup en Egill Már dómari var nokkra metra frá Hinriki Erni og stöðvaði leikinn. Breiðhylt- ingar mótmæltu kröftuglega en Eyjólfur sýnu mest og fékk rauða spjaldið fyrir en lét sig ekki strax og elti Egil Má um völlinn og mót- mælti áfram. Loks er hann lét verða af því að yfirgefa völlinn slengdi hann niður súlum, sem girða af völlinn og tók sér síðan stöðu við hliðarlínuna, þaðan sem hann gat kallað skipanir til sinna manna. Hinrik kom ekki meira inn á og ÍR gerði séx mörk á móti einu frá Haukum eftir brottvísunina. Aron og Bjami gerðu gæfu- muninn „VIÐ spiluðum fína vörn, markvarslan var góð og sóknarleikurinn var í lagi þegar hann gekk en í síðari hálfleik kom losarabragur á okk- ur. Leikurinn vannst á markvörslu og vörn,“ sagði Aron Kristjánsson besti maður Hauka eftir 20:24 sigur á ÍR í Seljaskóla en hann og Bjarni Frostason gerðu gæfumuninn í sigrinum. Hafnfirðingarnir höfðu góða forystu framan af en misstu hana niður í 2 mörk eftir hlé. Stefán Stefánsson skrífar Hraustlega var tekið á sóknar- mönnum strax í upphafi og svo var út leikinn. Sóknarleikur beggja liða varð því frekar einhæfur til að bytja með. ÍR-ingurinn Magnús Már Þórð- arsson sýndi þó góð tilþrif á línunni og fiskaði 4 vítaköst en Bjarni Frostason varði þtjú þeirra. Það dró vígtennurnar úr Breiðhylt- ingum og gestirnir komust í 5:12. Eftir hlé jukust átökin í vörninni á meðan lítið gerðist í sókninni. Hauk- ar komust í 11:19 en þá hrukku ÍR-ingar i gang og náðu með góðum kafla að minnka muninn í 19:21 þegar 6 mínútur voru til leiksloka. KR-ingar klaufar KR-ingar urðu að játa sig sigr- aða í „Vesturbæjarbarátt- unni“ í Laugardalshöllinni og má segja að þeir hafi Sigmundur Ó. verið klaufar á loka- Steinarsson sprettinum, sem skrífar Varð til þess að Gróttumenn fögn- uðuðu sigri, 20:22. Það var tnikill darraðardans undir lok leiksins — eftir að KR-ingar tóku Júrí Sadovski úr umferð, náðu þeir að vinna upp fjögurra marka forskot Gróttumanna og jafna 18:18, eftir að Sigtryggur Albertsson, mark- vörður Gróttu, hafði varið sitt þriðja vítakast. Þegar KR-ingar jöfnuðu síðan 19:19 varð einn þeirra vísað af leikvelli, eftir ranga innáskipt- ingu og í stöðunni 19:20 kom vara- markvörður Gróttu, Sigtryggur H. Dagsson, inná til að veija vítakast Einars B. Árnasonar. KR-ingar náðu að jafna 20:20, en síðan gerðu þeir mistök á rnistök ofan, þannig að Gróttumenn skor- uðu tvö síðustu mörk leiksins. Það var ekki gæðahandknattleik- ur sem boðið var uppá, eins og vill oft vera í baráttuleikjum — leik- menn liðanna gerðu mörg mistök, bæði í sókn og vörn. Munurinn á liðunum var markvarslan, Sig- tryggur Albertsson, besti leikmaður Gróttu, varði tólf skot á sama tíma og markverðir KR-ingar vörðu fimm skot. Við það hljóp spenna í leikinn, m.a. fékk sitthvort lið á sig ruðning og Bjarni í Haukamarkinu varði hraða- upphlaup en Haukarnir kunna sitt- hvað fyrir sér og kláruðu dæmið. „Við vorum lengi í gang, reyndar eins og síðustu leikjum, en neistinn kom í lokin og lifir vonandi fram í næsta leik. Annars segi ég að við séum ekki með slakari lið en Hauk- ar,“ sagði Magnús Már eftir leikinn og sem fyrr segir átti hann góðan leik. Magnús Sigmundsson í markinu og Einar Einarsson voru ágætir en liðinu gekk illa að koma sér í færi en vörnin var hins vegar sterk og tók á móti af miklum krafti. Haukamenn geta öðrum fremur þakkað Aron og Bjama markverði fyrir stigin úr þessum leik. Bjarni varði 20 skot, þar af 3 víti og 4 hrað. aupphlaup, og Aron tók af skarið þegar þurfti. Eins og hjá ÍR var vam- arleikurinn góður. Gústaf kom inná til að taka víti GÚSTAF Bjarnason, línumað- urinn snjalli hjá Haukum, er ekki að fullu búinn að ná sér eftir krossbandauppskurð fyr- ir fjórum mánuðum. Hann var hins vegar tilbúinn til að koma inn á taka víti liðsins og fórst það vel úr hendi; skoraði úr öllum fjórum. URSLIT HANDKNATTLEIKUR HANDKNATTLEIKUR Vamarleikurinn gleymdist STJÖRNUMEISIN fóru illa að ráði sínu á lokakaflanum gegn FH í Kaplakrika í gærkvöldi. Á síðustu fjórum mfnútum leiksins brenndu þeir af tveimur vítaköstum og kórónuðu síðan frammi- stöðu sína með þvf að fá dæmda á sig leiktöf þegar 43 sekúnd- ur voru eftir og staðan jöfn, 26:26. FH-ingar tóku þá leikhlé og skipulögðu leik sinn sem ekki tókst betur en svo að þeir gátu ekki nýtt tímann til að gera út um leikinn og þvívar hlutskipti liðanna að leikslokum að skipta þeim stigum sem íboði voru á milli sín, jafntefli 26:26. Leikurinn í Kaplakrika í gær- kvöldi var hraður og skemmti- legur þar sem sóknarleikurinn var gggggggi í aðaltllutverki á jvgr kostnað vamarleiks- Benediktsson ins sem vart var til skrifar staðar hjá báðum liðum. Segja má að eina skiptið sem Garðbæingar hafí leikið góða vörn hafi verið á síðustu 43 sekúndum leiksins, enda var þá allt undir. Alls var gert 31 mark í fyrri hálfleik, en eigi að síður fór nokkur fjöldi góðra markfæra í súginn beggja vegna. Stjörnumenn byijuðu betur og komust í 4:2, en eftir það var jafnt á flestum tölum fram að leikhléi en þá leiddu gestirnir með einu 16:15. Síðari hálfleikur var keimlík- ur þeim fyrri, hraði og spenna. Þá fór hins vegar að örla á markvörslu er á leið sem gerði það að verkum að mörkin urðu færri en í þeim fyrri, en færin vantaði ekki og varn- arleikur var jafn víðsfjarri leik- mönnum. Dmítri Filippov skaut í slá úr ví- takasti þegar 3,50 mínútur vora eftir og staðan jöfn 25:25. Félagi hans í Stjömumarkinu dró hann hins vegar að landi með því að veija skot frá Siguijóni Sigurðssyni hinum megin vallarins hálfri mínútu síðar. Konráð Olvason kom Stjömunni yfír með fallegu marki þegar 2,30 mín. voru eftir og besti maður FH í leikn- um, Guðjón Ámason, jafnaði þegar tvær min vora eftir. Stjörnumenn branuðu í sókn og fengu vítakast er 1,40 mín. var eftir en Jónas Stef- ánsson varði frá Filippov, en Haf- steinn Hafsteinson, Stjörnumaður, náði frákastinu svo þeir gátu haldið áfram leik en sóknin var ráðleysisleg og réttmæt töf var dæmd á Sigurð er 43 sekúndur vora eftir, en sá tími nægði FH-ingum ekki þó svo að Héðinn Gilsson kæmi inn á til að freista þess að skora úr aukakasti er leiktíminn var úti. Guðjón lék best FH-inga og stóð upp úr í síðari hálfleik ásamt góðum kafla hjá Jónasi í markinu. Siguijón var ógnandi og Gunnar Beinteins- son átti spretti í fyrri hálfleik. Héð- inn Gilsson lék talvert með í vörn- inni og brá sér í nokkrar sóknir en á greinilega nokkuð í land að ná sínu fyrra formi. Stjörnuliðinu gengur oft illa að leika saman sem heild og leikurinn gegn FH var þar engin undantekn- ing. Konráð var þeirra bestur, Filippov var þokkalegur en fór illa með nokkur góð færi. Þá átti Magn- ús Sigurðsson sína spretti. Sigurður náði sér aldrei á strik. Ingvar mark-_ vörður Ragnarsson varði vel undir lokin er FH reyndi að skríða fram úr, en hann og Axel Stefánsson virtust helst vera í markinu til málamynda fram til þess tíma. 1.DEILD KARLA Fj. leikja u j T Mörk Stig VALUR 10 8 1 1 248: 219 17 HAUKAR 10 7 1 2 259: 232 15 KA 8 7 0 1 233: 205 14 STJARNAN 9 6 1 2 237: 215 13 FH 10 4 2 4 261: 246 10 UMFA 9 4 1 4 223: 221 9 GRÓTTA 10 4 1 5 239: 242 9 SELFOSS 10 4 0 6 248: 260 8 ÍR 10 3 1 6 216: 236 7 VÍKINGUR 10 3 0 7 224: 233 6 ÍBV 8 2 1 5 185: 200 5 KR 10 0 1 9 223: 287 1 FH - Stjarnan 26:26 Kaplakríki: íslandsmótið í handknattleik, 1. deild karla - 10. umferð miðvikudaginn 6. desember 1995. Gangur leiksins: 0:1, 2:4, 5:5, 9:9, 11:10, 13:13, 15:16, 16:15, 20:18, 23:23, 25:24, 25:26, 26:26. Mörk FH: Guðjón Ámason 8, Siguijón Sig- urðsson 7/5, Gunnar Beinteinsson 4, Sig- urður Sveinsson 3, Hans Guðmundsson 2, Hálfdán Þorðarson 1, Sturla Egilsson 1. Varin skot: Jónas Stefánsson 14/1 (þaraf 9 til mótherja). Utan vallar: 2 mínútur. Mörk Stjörnunnar: Dmítrí Filippov 8/2, Konráð Olavson 7, Magnús Sigurðsson 7, Sigurður Bjamason 2, Jón Þórðarson 1, Magnús A. Magnússon 1. Varin skot: Ingvar Ragnarsson 7 (þaraf 2 til mótheija). Utan vallar: 0 minútur. Dómarar: Sigurgeir Sveinsson og Gunnar Viðarsson voru samkvæmir sjálfum sér. Áhorfendur: 200. ÍR - Haukar 20:24 Seljaskóli: Gangur leiksins: 1:3, 3:3, 3:7, 5:7, 5:12, 8:12, 8:14, 9:16,11:19, 19:21, 20:22, 20:24. Mörk ÍR: Daði Hafþórsson 6/1, Einar Ein- arsson 6/3, Magnús Már Þórðarson 3, Ólaf- ur Gylfason 1, Guðfinnur Kristmannsson 1, Frosti Guðlaugsson 1, Ólafur Siguijóns- son 1, Jóhann Öm Ásgeirsson 1/1. Varin skot: Magnús Sigmundsson 18 (þar- af 2 til mótheija). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Hauka: Aron Kristjánsson 8, Petr Baumruk 5, Gústaf Bjamason 4/4, Þorkell Magnússon 2, Hinrik Óm Bjamason 2, Ein- ar Gunnarsson 1, Jón Freyr Egilsson 1, Óskar Sigurðsson 1. Varin skot: Bjami Frostason 20/3 (þaraf 1/1 til mótheija). Utan vallar: 6 minútur. Dómarar: Egill Már og Örn Markússynir sýóðu sig vel í erfiðum leik. Áhorfendur: 160. Valur-Víkingur 24:18 Hlíðarendi: Gangur leiksins: 2:0, 2:4, 5:5, 8:6, 12:8, 12:10, 15:11, 17:12, 21:15, 23:17, 24:18. Mörk Vals: Davíð Ólafsson 9, Ólafur Stef- ánsson 9/4, Jón Kristjánsson 2, Eyþór Guð- jónsson 2, Valgarð Thoroddsen 1, Sigfús Sigurðsson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 15 (þar af 4 til mótheija). Örvar Rudólfsson 4 (þar af 1 til mótheija). Utan vallar: 2 mínútur. Mörk Víkings: Knútur Sigurðsson 4/2, Friðleifur Friðleifsson 3, Ámi Friðleifsson 3, Birgir Sigurðsson 2, Þröstur Helgason 2, Halldór Magnússon 2, Kristján Ágústsson 2. Varin skot: Reynir Þ.Reynisson 17 (þar af 4 til mótheija). Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Gunnar Kjartansson og Ólafur Haraldsson. Dæmdu prýðilega, vom þó stundum of fljótir að flauta. Áhorfendur: Um 150 manns í húsinu. KR-Grótta 20:22 Laugardalshöll: Gangur leiksins: 0:1, 1:1, 1:5, 3:5, 5:6, 5:10, 7:11, 9:12.11:12, 11:15,13:17,15:18, 18:18, 19:19, 20:20, 20:22. Mörk KR: Sigurpáll Ámi Aðalsteinsson 7, Hilmar Þórlinsddon 4/2, Einar B. Ámason ' 3/1, Gylfí Gylfason 3, Guðmundur Alberts- son 2, Björgvin Bardal 1. Varin skot: Hrafn Margeirsson 1 (skotið fór aftur til mótheija), Siguijón Þráinsson 4 (Þar af eitt sem fór til mótheija). Utan vallar: 6 mín. Mörk Gróttu: Júrí Sadovski 9/3, Róbert Róbertsson 4, Þórður Ágústsson 4, Jens Gunnarsson 3, Davíð Gfslason 2. Varin skot: Sigtryggur Albertsson 12/3 (Þar af tvö til mótheija), Sigtryggur H. Dagssson 1/1. Utan vallar: 8 mín. Dómarar: Guðjón L. Sigurðsson og Hákon B. Siguijónsson. Áhorfendur: 132. Selfoss-UMFA 21:19 íþróttahúsið á Selfossi: Gangur leiksins 0:1, 1:1, 2:2, 3:2,, 4:2, 6:3, 7:6, 9:7, 10:9, 12:9, 13:10, 13:11, 14:12, 14:14, 15:14, 15:15, 16:15, 16:16, 17:17, 18:17, 20:17, 20:18, 21:18, 21:19. Mörk, Selfoss: Valdimar Grímsson 6/3, Finnur Jóhannsson 5, Erlingur Klemenzson 3, Björgvin Rúnarsson 3, Einar Gunnar Sigurðsson 3, Einar Guðmundsson 1. Varin skot: Hallgrímur Jónasson 17 (þar af 3 til mótheija) Utan vallar: 8 mínútur Mörk Aftureldingar: Gunnar Andrésson 4, Jóhann Samúelsson 4, Bjarki Sigurðsson 4/2, Róbert Sighvatsson 3, Páll Þórólfsson 2, Þorkell Guðbrandsson 2. Varin skot: Bergsveínn Bergsveinsson 11/2 (þar af 2 til mótheija) Utan vallar: 6 mínútur Dómarar: Einar Sveinsson og Þorlákur Kjartansson héldu öllu í jafnvægi og dæmdu vel en þeir og aðrir dómarar mættu taka hart á þjálfBrum og leikmönnum sem skamma þá með nafni. Áhorfendur: 250 Frestað á Akureyri Leik KA og ÍBV var frestað til 17. janúar. 1. DEILD KVENNA breiðablik"-"'keflavík 70 Fj. leikja U T Stig Stig BREIÐABLIK 8 8 0 639: 421 16 KR 8 7 1 587: 425 14 KEFLAVÍK 8 6 2 621: 445 12 UMFG 8 6 2 536: 432 12 ÍR 8 4 4 540: 481 8 UMFN 8 4 4 479: 497 8 TINDASTÓLL 8 2 6 501: 547 4 VALUR 8 2 6 414: 512 4 ÍS 8 1 7 336: 621 2 ÍA 8 0 8 356: 628 0 Körfuknattleikur Breiðabl. - Keflav. 74:70 Smárinn, 1. deild kvenna í körfuknattleik, miðvikudaginn 6. desember 1995. Gangur leiksins: 0:3, 5:6, 6:9, 8:16, 14:16, 14:24, 22:26, 32:39, 37:41, 43:48, 48:48, 52:51, 56:58, 66:60, 68:65, 73:67, 74:70. Stig Breiðabliks: Betsy Harris 33, Inga Dóra Magnúsdóttir 14, Hanna Kjartans- dóttir 12, Elísa Vilbe'rgsdóttir 11, Hildur Ólafsdóttir 2, Svana Bjamadóttir 2. Fráköst: 5 í sókn — 25 í vörn. Stig Keflvíkinga: Anna María Sveinsdóttir 26, Björg Hafsteinsdóttir 14, Erla Reynis- dóttir 12, Erla Þorsteinsdóttir 8, Margrét Sturlaugsdóttir 4, Guðlaug Sveinsdóttir 4, Kristin Þórarinsdóttir 2. Fráköst: 7 f sókn — 22 í vöm. Dómarar: Leifur Garðarsson og Ámi Freyr Sigurlaugsson. Dæmdu á allt sem hreyfðist í fyrri hálfleik en dæmdu minna í þeim síð- ari enda var minna um óþarfa káf hjá stúlk- unum þá. Villur: Breiðablik 18 - Keflavík 26. Áhorfendur: Um 150. Bikarkeppni kvenna, 8-liða úrslit: Tindastóll - ÍS................48:59 Stúdínur komu á óvart með þvi að leggja Tindastól að velli á Sauðárkróki og komst þar með í undanúrslit bikarkeppninnar. Stúdínur vom einu stigi yfir í leikhléi, 48:59. Evrópukeppni meistaraliða Aþena, Grikklandi: Panathinaikos - Benfica........67:51 Stojan Vrankovic 17, Miroslav Pets- arski 14, Frangiskos Alvertis 10 — Carlos Lisboa 19, Jean-Jacques Con- seinsao 13, Sergio Ramos 10. Aþena, Grikklandi: Iraklis - Unicaja Malaga.......71:69 Yuri Zdovc 26, Xavier MacDaniel 20, Pit Papahronis 10 — Mike Ansley 21, Kenny Miller 18, Francisko Avalos 14. íkvöld Körfuknattleikur 8-liða úrslit hikarkeppninnar: Karlar: Strandgata: Haukar - UMFG...20 Seltjamames: KR - Valur.....20 Smárinn: Breiðablik - ÍA.....20 Akureyri: Þór- Selfoss....20.30 Konur: Borgarnes: Skallagrímur - ÍR.20 Leiðrétting HEIÐAR Bjarnason, knattspyrnumaður úr Þrótti Reykjavík, hefur gengið til liðs við Breiðablik. Heiðar var sagður Jónsson í blaðinu í gær og er beðist velvirðingar á því. FELAGSLIF Aðventukvöld KR HIÐ árlega aðventukvöld KR- kvenna verð- ur haldið föstudaginn 8. desember í KR- heimilinu við Frostaskjól klukkan 20:30. Hópa- og firmakeppni Hópa- og firmakeppni Leiknis verður um helgina í íþróttahúsinu Austurbergi. Spilað verður eftir gömlu reglunum, þ.e.a.s. fjórir á móti fjórum. Heimilt er að nota einn meistaraflokksmann í hvert lið. Nánari upplýsingar hjá Iæikni. Það var kom- inn tími til „ÞAÐ var kominn tími á að eiga góðan leik,“ sagði Finnur Jó- hannsson sem skoraði fjögur mörk af línu og átti ásamt Hallgrími Jónassyni stærstan þátt í verðskulduðum sigri Selfoss yfir Aftureldingu með 21 marki gegn 19. Staðan í hálfleik var 13:10. „Ég fann mig vel í leiknum og við erum á góðri siglingu núna,“ sagði Finnur. Afturelding hefur aldr- ei náð að fagna sigri á Selfossi. Þetta er loksins að koma með liðsheildinni. Það sem skiptir máli er að menn gefí allt í leikinn þá kemur árangur- inn og við fáum sig- ur sem er það sem skiptir máli. Mér fannst áhorfendur gefa okkur góðan stuðning og ég hvet alla Sunnlendinga til að koma og' búa til góða og grimma gryfju, sagði Valdimar Grímsson þjálfari og leikmaður Selfossliðsins. „Við förum sigurlausir héðan fyrst og fremst vegna þess að við fórum illa með færin en Hallgrímur Sigurður Jónsson skrifar frá Selfossi varði mjög vel og við duttum of mikið niður sóknarlega, það var sóknarleikurinn sem klikkaði. Sel- fyssingar gerðu mistök en við náð- um bara ekki að refsa þeim fyrir það,“ sagði Einar Þorvarðarson þjálfari Aftureldingar. Selfyssingar höfðu frumkvæðið allan fyrri hálfleikinn og léku vel. Einar Gunnar Sigurðsson fann ekki leið fram hjá Bergsveini Berg- sveinssyni sem átti svar aftur og aftur við skotum hans en Finnur Jóhannsson fékk gullfallegar send- ingar inn á linuna sem gáfu dýr- mæt mörk ásamt því að Finnur var atkvæðamikill í vörninni. Það var hins vegar einhver deyfð yfir leik- mönnum Aftureldingar og eins og frískleikann vantaði. Liðið átti góð- an kipp í byrjun síðari hálfleiks þegar leikmenn refsuðu Selfyssing- um fyrir endurtekin mistök og þeir náðu að jafna en svo datt sóknar- leikurinn niður aftur, hver sóknin af annarri endaði í fangi varnar- manna Selfoss. Gunnar Andrésson átti góðan leik og skoraði gullfalleg mörk með eldsnöggum skotum og gegnumbrotum. Af sem áður var Höröur Magnússon skrífar Valsmenn juku forskot sitt í 1. deild með öruggum sigri gegn slöku Víkingsliði, 24:18. Leikurinn var kannski tímanna tákn, það er af sem áður var þegar þessi erkifjendur mættust og léku fyrir fullu húsi, að- eins um 150 manns létu sjá sig. Leikir þessara liða voru oftast hnífjafnir hér á árum áður, en nú er öldin önnur. Valsliðið er enn fimasterkt en Víkingsliðið er að- eins skugginn af sjálfu sér. Nokkuð jafnræði var með liðun- um fyrstu 20 mínúturnar en síðan skildu leiðir og munurinn hélst fjögur til sex mörk allt til loka leiks. Það nægði Valsmönnum að nýta 24 sóknir af 49 og segir það kannski sína sögu. Það voru þijár ástæður fyrir þessum örugga sigri meistaranna. Guðmundur Hrafn- kelsson í markinu var traustur. Ólafur Stefánsson nýtti níu af 14 skotum sínum, gat nánast gert það sem hann vildi. Stjarna kvöldsins var þó hornamaður Valsmanna, Davíð Ólafsson, sem lék stórkost- lega. Hann gerði níu mörk úr ell- efu skottilraunum, þar af fimm hraðaupphlaup og fjögur önnur stórglæsileg með hraða sínum og snerpu. Það skyggði þó á frammi- stöðuna að Davíð sneri sig á ökkla þegar tíu mínútur voru eftir og lék ekki meira. Ekki er vitað hve al- varleg meiðsli hans eru. Víkingar nýttu aðeins 18 af 47 sóknum sínum í leiknum og það dugar skammt gegn liði eins Val. Þá glötuðu þeir tólf sinnum boltan- um í hendur Valsmanna. Til samanburðar misstu Valsmenn knöttinn aðeins fimm sinnum. Reynir Þ. Reynisson markvörður Víkinga var yfirburðamaður í sínu liði, hélt þeim á floti með stór- góðri markvörslu. Aðrir leikmenn liðsins komust aldrei í takt við leik- inn nema ef vera skyldi Friðleifur Friðleifsson í síðari hálfleik, sem gerði þijú góð mörk. IFK Gautaborg kaupir og kaupir ÞAÐ er nú að koma I Ijós í sænsku knattspyrnunni hvaða þýð- ingu það hefur að komast langt í Meistaradeiid Evrópukeppninn- ar. Lið IFK Gautaborgar, sem komst í 8-liða úrslit keppninnar í fyrra, dró ótaldar miiljónir í kassann. Á einni viku hefur félag- ið keypt þijá leikmenn sem mesta athygli vöktu í sænsku deildar- keppninni síðasta sumar. Fyrst keypti liðið varnarmann ársins, Teddy Lucic frá Frö- lunda, síðan leikmann ársins, miðvallarspilarann Niclas Alexand- ersson frá Halmstad og nú síðast var liðið að tryggja sér efnileg- asta leikmann ársins, miðheijann Andreas Andersson frá Deger- fors. Þeir Alexandersson og Lucic eru báðir landsliðsmenn. Það er því yóst að í krafti velgengninnar í Evrópukeppninni er hægt að kaupa upp það sem áhugavert er á innanlandsmarkaði, a.m.k. í löndum á borð við Svíþjóð. Leikmannahópur Örebro er enn að þynnast. Eins og kunnugt er mun Hlynur Stefánsson yfirgefa liðið og leika með IBV næsta sumar og nú er ljóst að hinn skæði miðherji liðsins, Mattias Jons- son, mun leika með Helsingborg á næstunni. Fer því að verða vandséð hveiju Örebro ætlar að tjalda á næsta ári, ætli liðið að blanda sér í topplsaginn. Gæti verið að Skagamaðurinn Sigurður Jónsson væri trompið sem Örebro ætlar sér að spila út? Morgunblaðið/Þorkell SIGURJÓN Sigurðsson var stöðug ógn fyrir Stjörnuvörnlna í gærkvöldl og þurftu andstæðlngarnir oft að brjóta á honum til að stöðva för hans að markinu eins og þessl mynd ber með, en þar eru Sigurður Bjarnason og Konráð Olavson að stöðva Sigurjón. KORFUKNATTLEIKUR / 1. DEILD KVENNA Keflvíkingum lókst ekki að stöðva Blika BREIÐABLIK er enn ósigrað í 1. deild kvenna og eina liðið sem ekki hefur tapað þar. Blikastúlkur sigr- uðu Keflvíkinga í gær, 74:70, í spennandi leik þar sem Keflvíking- ar höfðu undirtökin lengst af. En það er ekki nóg að hafa undirtök- in lengst af, það sem skiptir máli er að vera með forystu þegar flauta tímavarðar gellur. Keflavíkurstúlkur léku ágætlega í fyrri hálfleik, vörn þeirra var miklu ákveðnari en vörn Blika og gestirnir fóru a.m.k. í fráköst á meðan sumar Blikastúlkur fylgdust með af áhuga. Sóknarleikur Breiðabliks í fyrri hálf- leik var allt of styrðbusalegur og ein- kenndist af því að stúlkurnar ætluðust til allt of mikils af Betsy Harris. Hún er reyndar mjög góður leikmaður og í fyrri hálfleiknum gerði hún 25 stig af Skúli Unnar Sveinsson skrífar þeim þijátíu og sjö sem Blikar gerðu. Sem betur fer fýrir Breiðablik fóru aðrar stúlkur að reyna líka í síðari hálf- leik og Hanna Kjartansdóttir tók góðan sprett, en allt of seint, hún hefði mátt reyna í fyrri hálfleik líka. Mikið var um villur í fyrri hálfleiknum og þá voru bæði lið komin með bónus áður en hálf- leikurinn var hálfnaður. Þetta lagaðist í þeim síðari. Blikar náðu að jafna fljótlega í síðari hálfleik og eftir það var jafnræði með liðunum. Einhvern veginn fannst manni samt að Kefiavíkurstúlkur væru sigur- stranglegri en þær vantaði trúna á sig- ur. Blikar skiptu úr maður á mann vörn í svæðisvörn um miðjan síðari hálfleikinn og gekk það vel, enda gerðu gestirnir aðeins 29 stig í síðari hálfleik. Keflavík- urstúlkur reyndu einnig svæðisvörn, þó þannig að ein stúlka elti Harris og gekk það svona og svoná. Blikar héldu sig við 37 stigin eins og í fyrri hálfleik. Þegar 8 mínútur voru eftir komust Blik- ar yfir í fyrsta sinn frá því á upphafsmín- útunum og héldu forystunni til loka. Betsy Harris fór á kostum í fyrri hálfleik og lék ágætlega í þeim síðari einnig þó svo hún hitti ekki eins vel, en hún misnotaði aðeins eitt vítakast af einum 15 sem hún fékk. Hanna var góð í síðari hálfleiknum eins og Elísa Vilbergsdóttir. Inga Dóra Magnúsdóttir var traust sem leikstjórnandi en þó vant- aði talsvert upp á að stúlkurnar létu boltann ganga nægilega mikið, og oft fór lítið fyrir leikkerfunum. Anna María var mjög sterk í liði gest- anna og Erla Reynisdóttir átti ágætan dag. Björg Hafsteinsdóttir átti góða spretti en hvarf gjörsamlega þess á milli. Kristín Þórarinsdóttir er hávaxin stúlka sem er með mjög skemmtilegar hreyfingar í teignum og á eftir að verða enn sterkari. Veronica Cook, hinn nýi erlendi leikmaður Keflvíkinga, var ekki með þar sem leikheimild hafði ekki bor- ist til landsins í tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.