Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.12.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1995 D 7 BÖRN OG UNGLINGAR ELÍN Gunnlaugsdóttir er hér í æfingum á jafnvægisslá og jafnvægi hennar er i greinllega í lagi eftir þrotlausar æfingar. Æfðu tvisvar á dag og voru á faraldsfæti Morgunblaðið/ívar JÓHANNA Sigmundsdóttir sýnir hér æfingar á gólfl og synt væri að segja að segja að hana vantaði llðlelka. ^Pvær stúlkur úr fimleikadeild Ármanns, Elín Gunnlaugs- dóttir og Jóhanna Sigmundsdóttir, eru báðar í landsliðinu og sl. sumar helguðu þær sig fimleikunum, æfðu tvisvar á dag og kepptu á nokkrum mótum á erlendri grund og í sam- tali við Mogunblaðið kváðust þær vera ánægðar með árangurinn og reynsluna sem þær hefðu náð með þátttöku á þessum mótum. Fyrst fóru þær á mót í Austur- ríki þar sem heimamenn mættu lið- um frá íslandi og írlandi. Þar hafn- aði íslenska sveitin í öðru sæti og Jóhanna varð önnur í einstaklings- keppninni. Á Norðurlandamóti unglinga komust þær báðar í úrslit á tveimur áhöldum og var þetta í fyrsta skipti sem íslenskar fimleika- konur komast í úrslit á öllum fjórum áhöldunum sem keppt er á. Elínu tókst að ná í fjórða sæti í stökki en gekk síður í úrslitum í gólfæfing- um. Jóhanna komst í úrslit á slá og tvíslá. Því næst tóku þær þátt í Ólymp- íudögum æskunnar sem fram fóru í Bath á Englandi. „Þar kepptum við gegn mjög sterkum stúlkum sem eru á toppnum í heiminum og æfa mikið. Sem dæmi ná nefna að jap- önsku stúlkurnar æfa þrisvar á dag,“ sagði Jóhanna. Ásamt Jóhönnu og Elínu tók Helena Kristjánsdóttir, Gerplu, þátt í fímleikakeppninni. „Við vorum ánægðar með árangur okkar, við vorum um miðjan hóp,“ sagði Elín. „Að taka þátt í svona stórmóti er mikil og dýrmæt reynsla og sjá það besta sem er að gerast í fimleikum í heiminum." Að Ólumpíudögunum loknum lá leið þeirra Jóhönnu og Elínar til Glasgow til þátttöku í Norður-Evr- ópumótinu. Þar tókst Jóhönnu að komast í úrslit á tveimur áhöldum og náði 9. sæti í samanlagðri keppni einstaklinga og Elín varð í 14. sæti. Þær voru ekki meðal þátttakenda í liðakeppninni því til þess að mynda lið þarf fjóra keppendur. „Eftir að landsliðið fór af stað höfum við feng- ið fleiri verkefni og nú er Norð- urlandamótið hér heima á næsta ári og spenna í kringum það,“ sögðu þær stöllur. Elín verður þar á meðal keppenda en Jóhanna er ári of ung, Breytist afstaða ykkar til fimleik- anna og agans sem því fylgir að æfa mikið eftir því sem þið æfið lengur og náið betri árangri? „Já, afstaðan breytist þannig finnst mér, að með aldrinum kemur upp sú tilfinning að maður sé að bregðast sjálfum sér, leggi maðpr ekki rækt við æfíngarnar. Eins var maður oft svekktur út í þjálfarann á yngri árum ef eitthvað tókst ekki sem skyldi, nú verður maður svekkt- ur út í sjálfan sig,“ sagði Jóhanna. Morgunblaðið/Ivar Fimir Ármenningar PILTASVEIT Ármanns í flmleikum hvíllr lúln bein að lokinni æfingu, f.v.s BJörn Björnsson, Þórir Guðnason, Daði Hannesson, Gísli Kristjánsson, Daðl Ólafsson, Gunnar Thorarensen, Birglr Björnsson og Þröstur Þór Guðmundsson. Þeir bíða spenntir eftlr keppnistímabillnu. Mikil og góð hreyfing og allir fá útrás Frábær fé- lagsskapur MEISTARAHÓPUR fímleika- stúlkna hjá Ármanni var að Jjúka æfíngu er Morgunblaðið bar að garði í Ármannsheimil- inu á dögunum. Þennan hóp skipa þær Lilja Eria Jónsdótt- ir, Hafdís Einarsdóttir, Elín Gunnlaugsdóttir, Jóhanna Sig- mundsdóttir, Unnur Día Karls- dóttir, Ragnheiður Guðmunds- dóttir og Linda Guðrún Karls- dóttir. „Þetta er frábær félags- skapur,“ sögðu þær einum rómi en þær eru á aldrinum tíu til fímmtán ára. „Stundum kemur i mann leiði að æfa mikið, það er sama hvaða íþrótt maður æfír, en leiðinn hverfur sem betur fer oft jafn- skjótt og hann kemur,“ sagði Jóhanna Sigmundsdóttir 15 ára. Meistarahópur Ármenninga er skipaður stúlkum sem lengra eru komnar og hafa náð þeim árangri að vera í fremstu röð í sinum aldurs- flokki. Þær æfa sex sinnum í viku, þrjá til fjóra tíma í hvert sinn. Þjálfari þeirra er Berg- lind Pétursdóttir, en með henni eru þær Sigriður Jak- obsdóttir og Ásdis Pétursdótt- ir. „Það skemmtilegasta við fimleikana finnst okkur að æfa nýjar æfingar sem við höfum aldrei gert áður og eru erfíð- ari,“ var svar þeirra við spum- ingu um hvað væri það skemmtilegasta við fímleika. „Nú þarf að ná lágmarki til að fá að keppa á mótum svo það þarf að leggja meira á sig en áður til að komast inn á þau. Þetta gerir íþróttina meira krefjandi en áður, en um leið skemmtilegri.“ Aðspurðar um ástæður þess að þær hefði farið að æfa fim- leika sögðu þær vera ýmsar, þær hefðu komið með systkin- um, með vinkonum og fleira. að eru töluvert færri strákar í fimleikum hjá Ármanni en stelpur, en við vitum ekki hvers vegna,“ sögðu frískir fimleika- drengir er Morgunblaðið hitti þá þar sem þeir voru að hvíla lúin bein að lokinni erfiðri æfingu í síð- ustu viku. Þetta voru þeir Björn Björnsson, Þórir Guðnason, Daði Hannesson, Gísli Kristjánsson, Daði Ólafsson, Gunnar Thorarensen, Birgir Bjömsson og Þröstur Þór Guðmundsson. Þeir félagar eru á aldrinum 14 til 16 ára og kváðust hafa æft fím- leika í fjögur til sjö ár. Nú æfa þeir sex sinnum í viku, þrjá og hálfan tíma í senn. Þeir sögðu æf- ingar skiptast þannig að í upphafi hverrar æfingar væri upphitun og teygjur í tuttugu mínútur og þessu loknu tækju við þrekæfingar í fjöru- tíu og fímm mínútur. Þá væri farið í að æfa á áhöldum og venjulega væri farið í þrjú áhöld á hverri æfingu og loks. væru aftur teknar teygjuæfingar í lokin. „Þegar keppnistímabilið hefst eftir áramót æfum við á fleiri áhöldum á hverri æfingu og erum skemur á hvetju þeirra," sagði Daði Hannesson. Um ástæðuna fyrir því að þeir hefðu farið að æfa fimleika á sínum tíma frekar en eitthvað annað sögðu þeir misjafnar ástæður liggja að baki en allir töldu þeir gott fyrir börn að stunda fimleika því þar fengju allir að hreyfa sig og um leið mikla útrás. „Ég var alltaf að hoppa upp í rúmi hjá mömmu og pabba og til þess að losna við það sendu þau mig í fim- leika,“ sagði einn drengjanna sposkur á svip. Tveir úr Ármannsliðinu, Birgir Björnsson og Þorgeir A. Garðarson, skipuðu íslensku sveitina sem tók þátt í liðakeppni Evrópumóts ung- linga í Pétursborg fyrir skömmu. „Það var gaman að taka þátt og fá keppnisreynslu," sagði Birgir, en hann er nú í hvíld frá æfingum vegna meiðsla. „Ég fingurbrotnaði og fór úr liði á baugfingri í gólfæf- ingum á æfingu fyrir skömmu, svo ég er í smáhvíld þess vegna en mæti alltaf á æfingar eigi að síð- ur,“ bætti hann við. „Við ætlum allir að halda áfram að æfa, það er engin spurning," var einróma svar þeirra er þeir voru spurðir hvort þeir væru ekkert á því að hætta og snúa sér að öðru. Miklar framfarir ÞAÐ hafa orðið miklar fram- farir hjá okkur í fimleikum og það hafa líka orðið fram- farir erlendis og fimleikar hafa þróast mjög hratt," sagði Berglind Pétursdóttir, marg- faldur íslaudsmeistari í fim- leikum og aðalþjálfari meist- arahóps Armanns. Berglind sagði framfarimar hafa verið miklar síðan hún var að keppa og æfingar sem nú væru gerð- ar hefðu alls ekki verið á dag- skrá á þeim tima. „Ástæðan fyrir framförum hér á landi er sú að aðstaðan er betri en hún var og þjálfarar eru betri en áður. Mikið hefur verið gert í að mennta þjálfara. Þá hafa kröfur sem gerðar eru til þeirra sem komast í landsliðið aukist og við send- um enga keppendur á mót erlendis nema þeir hafi náð fyrirfram settum markmiðum. Það hefur leitt til þess að fim- leikamenn sem vilja vera í fremstu röð þurfa að æfa meira en áður var. Þeir bestu hér á landi þyrftu að æfa tvisv- ar á dag, en það er bara ekki aðstaða þjá þeim fyrir hendi til gera þær kröfur með skóla.“ Hún sagði það vera orðið undantekningu er æfingar tækjusl ekki hjá þeim bestu, ólíkt því sem hefði verið. „H(já okkur gildir að æfingamar heppnist í hvert sinn og því er sífellt verið að endurtaka þær til að ná öryggi. Á næst ári verður Norður- landamót 16 ára og eldri hald- ið hér á landi og ég tel að við eigum góða möguleika á þvi móti í einstaklingskeppninni. í liðakeppninni munum við eiga erfíðar uppdráttar þar sem breiddin er ekki næg.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.