Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 2
2 B LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju verður í sviðsljósinu í dag og á morgun klukkan 17." og sótti söngtíma einungis í hjá- verkum. Kennari minn skoraði hins vegar á mig að sækja um söngnám við Sibeliusarakademíuna. Ég fékk inngöngu en var engu að síður um hríð með annan fótinn í háskólan- um. Það var ekki fyrr en tækifær- unum fór að fjölga verulega að ég afréð að snúa mér alfarið að söngnum." Frumraun sína í óperuhúsi þreytti Groop á Óperuhátíðinni í Savonlinna árið 1986 og ári síðar kom hún fyrst fram í Finnsku þjóð- aróperunni. Þá komst söngkonan í fimm manna úrslit alþjóðlegu söngvarakeppninnar í Cardiff árið 1989. Groop hefur ekki sóst eftir fast- ráðningu við nafntoguð óperuhús, enda líkar henni lífið í lausa- mennskunni. Þannig sé fjölbreytn- in í fyrirrúmi. „Ég vil ekki sér- hæfa mig um of. Fjölhæfni er mitt takmark. Það er nefnilega nauðsynlegt fyrir söngvara að tak- ast á við ólík verkefni — ólíkar áskoranir. Þess vegna vil ég ekki gefa neitt af því sem ég hef verið að fást við upp á bátinn. Einsöng- ur, söngur með hljómsveitum og kirkjusöngur: Þetta er allt jafn mikilvægt og að jafnaði fer ein- ungis um þriðjungur vinnu minnar í óperusýningar. Það er reyndar breytilegt milli ára. Ég hef til að mynda sungið í þremur óperusýn- ingum á þessu ári, sem er óvenju mikið." Eftirsóknarverð umbun Groop hefur lagt aukna áherslu á einsöngstónleika á liðnum miss- erum og segir það form veita sér mikla fyllingu. Segir hún ennfrem- ur að reynslan úr óperunni komi í góðar þarfir undir slíkum kring- umstæðum. „Það er mikil áskorun að eiga að ráða ferðinni. Umbunin er á .hinn bóginn einkar eftirsókn- arverð." Söngur Groop hefur oftsinnis verið hljóðritaður og meðal þeirra verka sem hún hefur sungið inn á plötu er Jólaóratoría Bachs. Groop hefur sungið einsöng víða um lönd, svo sem í Wigmore Hall í London og Carnegie Hall í New York, þar sem gagnrýnendur bánr mikið lof á hana. Þá hefur hún sungið með fjölda hljómsveita og í óperum í Napólí, Róm, Genúa, Madríd og víðar. Skyldi hún eiga sér einhvern uppáhaldsstað? „Ég held upp á suma staði veð- ursins vegna en aðra sakir tón- leikahúsanna. Ætli ég nefni ekki Covent Garden. Andrúmsloftið þar er magnað og áheyrendur vinaleg- ir. Þá líður mér alltaf vel í Aix en Provence í Frakklandi en þar kynntist ég meðal annars Herði Áskelssyni stjórnanda Mótettu- kórsins og þess vegna er ég hing- að komin." Groop kveðst ekki fylgjast grannt með íslenskri tónlist. „Ég veit þó að þið eigið fjölmörg nú- tímatónskáld en ekkert frambæri- legt tónleikahús, sem þið hafið mikinn áhuga á að kippa í liðinn." Vantar tré Groop segir að sig hafi Iengi dreymt um að koma til íslands. „Landið hefur alltaf heillað mig. Ég hélt hins vegar að það væri framandlegra. Af fyrstu kynnum að dæma er það ekki ósvipað Finn- landi — það vantar bara trén." Monica Groop er eftirsóttur söngvari og héðan flýgur hún til Los Angeles til að syngja í Kull- ervo eftir Sibelius, Annarri sin- fóníu Mahlers og Ödipusi konungi með fílharmóníuhljómsveit borg- arinnar undir stjórn Esa-Pekka Salonen. Á næstunni mun hún síð- an syngja í Níundu sinfóníu Beet- hovens með Sinfóníuhljómsveit Vínarborgar. Aðrir einsöngvarar með Mót- ettukórnum á jólatónleikunum verða Marta G. Halldórsdóttir, sópran, Tómas Tómasson, bassi, og þýski tenórsöngvarinn Karl- Heinz Brandt, sem áður hefur sungið með kórnum, meðal annars í óratoríunni Sál eftir Hiindel. Rut Ingólfsdóttir er konsertmeistari kammerhljómsveitar og stjórnandi er Hörður Áskelsson. Tónleikarnir hefjast kl. 17 í dag og verða endurteknir á sama tíma á morgun. Ljóti kanadíski andarungmn Kanadíski ríthöfundurínn Robertson Davies lést 2. desember síðastliðinn. Kristján Amgrímsson fjallar hér um langan og viðburðaríkan höfundar- feril hans. ÞEGAR kona nokkur spurði eitt sinn kanadíska rithöfundinn Robertson Davies hvaðan hann fengi hug- myndir að verkum sínum svaraði hann: „Kæra frú, þetta er eins og að spyrja kóngulóna hvaðan henni komi þráðurinn." Davies lést af völdum heilabóðfalls á sjúkrahúsi í bænum Orangewille í Ontario- fylki laugardaginn 2. desember. Hann var 82 ára. Eftir hann liggur fjöldi skáldsagna, leikrit og fræðirit. Síðasta skáldsagan hans, The Cunning Man (Slyngi maðurinn), kom út á síðasta ári og hann var bynaður á þeirri næstu, auk þess að vera að skrifa óperutexta og draugasögu, sem hann hugð- ist segja á jólasamkomu í Massey-garði við Háskólann í Toronto, þar sem Davies var skólameistari um árabil. Gottogillt Davies sagði um sjálfan sig að hann hefði verið ljóti, kanadíski andarunginn sem var lengi að breytast í fallegan svan. Hann bætti við: „Eg er ef til vill ekki þekktasti svanur í heimi, en ég er ekki önd." Það var skáldsagan Fifth Business (Fimmta fyrir- tækið), sem kom út árið 1970, þegar Davies var 57 ára, sem skipaði honum í fremstu röð meðal kanadískra höfunda. Viðfangsefni sögunnar eru ekki smá í sniðum, hið góða og hið illa, sekt, friðþæging og endurlausn, skylda og siðferðileg ábyrgð. Sögusviðið er öllu minna, smábær í suð-vestur Ontario, ekki ósvipaður bænum Thamesville, þar sem Davies átti heima fyrstu fimm ár ævi sinnar. Bókin hlaut góðar viðtökur í Kanada og einnig annars staðar. Gagnrýnendur banda- rískra blaða kepptust við að lofa hana, og breski rithöfundurinn Anthony Burgess skrifaði:- „Það má segja að með Robertson Davies hafi kanadískar skáldsögur orðið ákaflega eftirtektarverðar." Kanadíski hag- fræðingurinn John Kenneth Galbraith sagði að bækur Davies yrðu taldar til merkustu verka þessarar aldar. „Og þær munu ekki hverfa." Árið 1986 var Davies tilnefndur til Book- er-verðlaunanna bresku, og 1990 kom til greina að hann hlyti bókmenntaverðlaun Nóbels. Honum áskotnaðist hvorugt. Frá Oxford til Peterborough Móðir Davies var dóttir hollensks innflytj- anda og faðir hans var innflytjandi frá Wales, sem síðar varð öldungadeildarþing- maður og gaf út tvö dagblöð. Fjölskyldan var nægilega efnuð til þess að Davies gæti farið í virtan menntaskóla í Toronto; síðan var hann sendur í Queens háskóla í Kings- ton, en hornafræðin reyndist drengnum of- viða svo ekki varð af því að hann fengi gráðu. Þá settist hann á skólabekk í Bailol- garði í Oxford, þar sem honum var ekki skylt að ktjást við stærðfræði og þaðan lauk hann prófi í bókmenntum. Lokaritgerðin fjallaði um unga leikara í leikhúsi Shakespe- ares. Ritgerðin varð til þess að Davies bauðst starf við það fræga leikhús Old Wic í_Lond- on. Þar kynntist hann sviðsstjóra frá Ástral- íu, Brendu Mathews, sem hann kvæntist árið 1940. „Ég var aldrei góður leilkari," sagði hann síðar. „Mér fannst ekki koma til greina að gera þetta að ævistarfi." Svo braust heimsstyrjöldin síðari út og leikarar höfðu heldur lítið að gera. Davies hélt heim til Kanada þar sem hann fékk vinnu sem bókmenntaritstjóri á tímaritinu Saturday Night. Skömmu síðar fór faðir hans þess á leit að hann tæki við ritstjórn dagblaðsins Peterborough Examiner, og því starfi sinnti Davies í 20 ár. Hann þótti sérvitur, og ef til vill ekki alveg eins og ritstjórar eru flestir. Undir stjórn hans varð Peterborough Examiner vel þekkt. Þótt það væri gefið út í smábæ (skammt frá Toronto) og upplagið væri lítið var oft í það vitnað og ritstjórnin var stolt af því að hafa verið eina dagblaðið í Kanada sem fjallaði um fráfall sálfræðifrömuðarins Caris Jungs í leiðara. Hins vegar urðu stór- fréttir úr bæjarlífinu stundum útundan. Til dæmis var verkfalls í verksmiðju, sem stór- fyrirtækið General Electrics rak í bænum, varla getið í blaðinu. Upp úr 1950 byrjaði Davies að skrifa skáldsögur og ávann sér harla gott orð sém rithöfundur. Einnig samdi hann nokkur leik- rit sem núorðið eru sjaldan sett á svið. Hann sagði síðar að leirit sín hefðu „notið dálítilla vinsælda", en „örlögunum þótti sem mér myndi vegna betur sem skáldsagnahöf- undi". Meistarinn frá Massey Þegar Massey-garður var stofnaður við Háskólann í Toronto árið 1963 varð Davies skólameistari við garðinn og kenndi þar bókmenntafræði. Þeirri stöðu gegndi hann til 1981, og var oft kenndur við hana og kallaður Meistarinn frá Massey. Skólameist- arinn var sérvitur líkt og ritstjórinn, vildi halda hefðum sem hann hafði kynnst í Ox- ford, svo sem að kennarar og nemendur gengju í kyrtlum. Auk sérviskunnar tók fólk til útlits Davies. Hann hafði mikið, hvítt hár og skegg og minnti helst á spá- mann úr bíblíusögu; sumum þótti hann ekki ólíkur þeirri mynd sem þeir höfðu gert sér af Guði. (Og þjónustustúlka í Winnipeg mun einhverntíma hafa fullyrt að hann væri jóla- sveinninn.) Bókin Murther and the Walking Spirits kom út árið 1991 og er eiginlega drauga- saga vegna þess að sögumaðurinn er drep- inn á blaðsíðu eitt. Davies sagði að þetta yrði sín síðasta bók, en hann stóðst ekki mátið og í fyrra kom út ný saga, The Cunn- ing Man. Þá sagði Davies í viðtali við dag- blaðið The Globe and Mail að hann hefði fleiri járn í eldinum, þar á meðal óperutexta byggðan á fornsögunni Gullasninn eftir róm- verska heimspekinginn Lucius Apuleus, við tónlist eftir kanadíska tónskáldið Randolph Peters. Framkvæmdastjóri Kanadísku óper- unnar í Toronto sagði nú í vikunni að gert væri ráð fyrir að óperan yrði sviðsett fyrir áramót. Davies var í mun að störfum hans væri ekki lokið. Hann sagði í fyrrnefndu viðtali: „Lífið öðlast fyllingu þegar atburðarás er útkljáð. Að ljúka verki hefur dregið fólk til dauða." Hvað heldur hann að hann sé? Vinur Davies og fyrrum ráðunautur Douglas Gibson, segir í grein í The Globe and Mail að ekki leiki vafi á að lesendur bóka Davies um allan heim muni syrgja hann. Hins vegar sé ekki eins öruggt að Kanadamenn kunni að þakka fyrir samúðar- kveðjur hvaðanæva úr heiminum. Davies hafði þekkt af eigin raun tilhneigingu landa sinna til þess að snúa upp á sig gagnvart þeim sem skera sig úr hópnum. í miklu uppáhaldi hjá Davies var saga af því þegar hann var í samkvæmi þegar tilkynnt var að Lester Pearson, fyrrum for- sætisráðherra Kanada, hefði fengið friðar- verðlaun Nóbels. Það sló þögn á veislugesti sem störðu hverjir á aðra í forundran uns kona nokkur rauf þögnina: „Jæja, hvað held- ur hann eiginlega að hann sé?" En margir hafa kunnað að meta sögur Davies og gert sér grein fyrir mikilvægi þeirra. Rithöfundurinn Timothy Findlay sagði að Davies hefði afhjúpað það dulræna og spennandi sem væri að finna undir flatn- eskjulegu og einlitu yfirborði Kanada. Robert Fulford, gagnrýnandi The Globe and Aía//,skrifar: Davies var kanadískur föð- urlandsvinur sem átti erfitt með að þola sjálfsánægjuna sem hann stundum sá í fari landa sinna og hvatti okkur stöðugt til að skoða hug okkar. I kanadísku þjóðsögunum hans urðum við stærri og meiri en nokkurt okkar hafði dreymt um að verða. Frammi fyrir aukinni einangrunarhyggju í bók- menntum lagði hann áherslu á að við gerð- um okkur grein fyrir tengslum okkar við merkar hefðir. „Mestu sagnamenn Kanada voru Tsjekov og Ibsen," sagði hann einu sinni." í síðustu bókinni, The Cunning Man, reyndi Davies, að eigin sögn, að draga upp mynd af því hvernig Toronto-borg hefur vaxið og breyst þann tíma sem hún hefur verið heimabær Davies. Eins og stundum áður í sögum hans er sögumaðurinn ungur drengur sem flytur frá smábæ í Ontario og verður mikils metinn í stórborginni. Útför Davies var gerð frá kapellunni í Þrenningargarði við Háskólann í Toronto á fimmtudag. ,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.