Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 6
6 B LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ 4- Vinnustof- ur opnaðar LISTAMENNIRNIR Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Lísbet Sveins- dóttir, Magdalena Margrét Kjartansdóttir og Valgarður Gunnarsson munu opna vinnu- stofur sínar fyrir almenning sunnudaginn 10. desember klukkan 14.00. Til sýnis verða ný og eidri verk unnin í olíu, túss og graf- ík. Listamennirnir hafa allir tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér heima og erlendis. Vinnustofurnar eru á ann- arri hæð að Suðurlandsbraut 26, en þar var áður til húsa skemmtistaðurinn Sigtún, nú Teppabúðin. Opið verður um helgar frá klukkan 14.00 til kl. 18.00, virka daga frá kl. 12.00 til kl. 18.00 til sunnudagsins 17. desember eða eftir nánara samkomulagi. Bókakynning á Húsavík ITC - Fluga og Bókasafn Suð- ur-Þingeyinga halda sameigin- lega kynningu á jólabókum á sunnudaginn í Bókasafninu, Stóragarði 17, kl. 15.30. Kynningin stendur til kl. 18 og verður lesið upp úr skáld- sögum, ævisögum og barna- bókum sem koma út fyrir þessi jól. Perlan Jólatónleikar Söngsmiðj- unnar BÖRN og unglingar frá fimm ára aldri, nemendur byrjenda- og framhaldshópar ásamt ein- söngvurum, nemendur söng- leikjadeildar og Gospel-kór Söngsmiðjunnar flytja jólalög, jólahelgileik, syrpur úr ýmsum söngleikjum, svarta rythma- tónlist, jólarokk og ýmislegt fleira í Perlunni sunnudaginn 10. desember kl. 15. Allir eru velkomnir. Að- gangseyrir er 500 kr. en frítt fyrir eldri borgara og börn 12 ára og yngri. Jóla- og kaffi- tónleikar Arnesinga- kórsins JÓLA- og kaffitónleikar Ár- nesingakórsins í Reykjavík verða haldnir í Langholts- kirkju sunnudaginn 10. des- ember kl. 15. Þar mun kórinn kynna lög af nýútkomnum geisladiski sínum. Með kórnum syngja einsöngvararnir Þorgeir J. Andrésson, Signý Sæmunds- dóttir, Ingveldur Ólafsdóttir, Sigurður Bragason og Ingvar Kristinsson. Undirleik annast Bjarni Jónatansson á píanó og Gunnar Benediktsson á óbó. Stjómandi kórsins er Sig- urður Bragason. íslenskir bautasteinar fyrr og nú SÝNINGU Iréne Jenssen í Galleríi Úmbru lýkur á sunnu- dag. A sýningunni eru 12 grafík- myndir unnar í koparætingu og með blandaðri tækni. Sýn- ingin er opin laugardag kl. 13-18 og sunnudag 14-18. BOKMENNTIR Endurminningar Pétur sjómaöur ef tir Asgeir Jakobsson. 256 bls. Setberg. Prentun Oddi hf. Reykjavík, 1995. Verðkr. 3.420. Skinog skuggar ÞETTA er tuttugasta og fyrsta bók Ásgeirs Jakobssonar. Flestar tengjast bækur hans sjónum. Pét- ur, sögumann sinn að þessu sinni, hefur hann kosið að kenna við sjó- inn. Og satt er það, Pétur var sjó- maður auk þess sem hann vann mikið og lengi að málefnum sjó- manna. En Pétur lenti líka í ann- ars konar barningi sem gat með köflum orðið ekki síður kaldsamur en brimaldan salta. Hann sat sem sé á Alþingi í tuttugu og átta ár. Sem sjálfstæðisþingmaður náði hann að kynnast og starfa þar með flokksforingjum þeim sem hæst bar um miðja öldina og margir telja í hópi merkustu stjórnmálamanna íslendinga fyrr og síðar, Ólafi Thors og Bjarna Benediktssyni. Raunar má segja að Pétur hafí fæðst inn í Sjálfstæðisflokkinn þar sem faðir hans var einn traustasti stuðningsmaður Ólafs Thors í kjör- dæmi hans. Einatt er forvitnilegt að heyra hvað fyrrverandi þingmaður segir um flokksmenn og andstæðinga. Þegar Pétur hóf þingmennsku ríkti eindregm samkennd innan flokk- anna. Ágreiningur var leystur á bak við tjöldin. Ut á við komu allir fram sem ein rödd. Harkan á milli Ásgeir Jakobsson Pétur Sigurðsson andstæðra stjórnmálaafla var á hinn bóginn illvíg og miskunnar- laus, ekki síst vegna utanríkismál- anna. Prófkjör voru ekki komin til sögunnar. Nýir menn urðu að njóta tiltrúar forystumanna til að komast á lista. Pétur var úti á sjó þegar honum bauðst að taka» sjöunda sæti á Hsta Sjálfstæðisflokksins við næstu alþingiskosningar«. Það var á því herrans ári 1959. . Um það leyti sem Pétur hvarf úr pólitíkinni, áratugum síðar, var harla margt breytt. Samkenndin var tekin að þverra, bilið á milli flokkanna fór minnk- andi jafnframt þvi sem ágreiningurinn innan þeirra fór vaxandi. Og ekki alltaf farið leynt með. Pétur tiltekur hóp innan síns flokks sem hafi viljað bola sér í burtu og tekist það. Pétur hafði jafnan unnið að því að styrkja tengslin við verkalýðs- hreyfinguna. Það hafi ekki öllum líkað. Pétur segist hefði getað orðið réðherra ef hugurinn hefði staðið til þess. Svo hafi ekki verið. »Það er ekki nóg að vilja verða ráðherra,« segir hann, »maður þarf að vinna að því hörðum höndum, búa í haginn fyr- ir sig innan þingfíokksins o.s.frv.« Eins og títt er um endurminning- ar af þessu tagi er efnið fengið úr ýmsum áttum, sumt frá sögu- manni, annað leggur höfundurinn til sjálfur eða sækir til annarra. Þar sem áhugamál höfundar og sögumanns fara hér saman verður ekki alltaf greint með vissu hvað hvor hefur lagt til sögunnar og sakar það ekki; sama hvaðan gott kemur. Og margt er þarna vel og viturlega mælt. A einum stað segir t.d. að menn skipi sér í stjórnmála- flokka »eftir eðlisfari, ætterni, upp- eldi, aðstæðum og hagsmunum«. Allt er það satt og rétt. Stundum getur einn þátturinn vegið þyngst, t.d. hagsmunir. Hvergi skyldi þó horfa frámhjá fyrst talda þættin- um. Sumir telja sig jafnvel geta ráðið það af útliti og framkomu hvar maður hafi skipað sér í flokk. Reynslu sinni samkvæmt telur Pétur að í þingliði stjórnmála- flokks, sem vilji kalla sig flokk allra stétta, verði að vera fulltrúar fyrir mismunandi starfsgreinar, ekki eintómir lögfræðingar. Það sannast á sögu þessari að í pólitíkinni skiptast á skin og skugg- ar. Þeir sem eiga allt sitt undir hvikulli lýðhylli vita sjaldnast hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Það fékk sögumaður að reyna. Við verkalok eru reikningar svo gerðir upg og jafnaðir. Ásgeir Jakobsson hefur kosið að skrifa sögu þessa í léttum tón og forðast tilfinningasemi. En sá mun vera háttur sjómanna að æðrast hvergi þótt á móti blási. Pétur sjó- maður er bók sem segir okkur hvað pólitíkin er. Ennfremur minnir hún á að á vettvangi stjórnmálanna sé ekki allt undir málflutningi og formsatriðum komið, mannlegi þátturinn megi sín líka nokkurs. Fjöldi mynda prýðir bókiria og nafnaskrá gerir hana auðveldari til uppflettingar. Erlendur Jónsson NEMENDUR Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Bókakynn- mg í Sjo- minjasafni Islands í SJÓMINJASAFNI íslands, Hafn- arfírði, verða kynntar bækur um sjómennsku og sjávarhætti sunnu- daginn 10. desember kl. 16. Lesið verður úr eftirtöldum bók- um: Gegnum lífsins öldur, viðtöl við sex valinkunna sjósóknara, eftir Jón Kr. Gunnarsson. Útgefandi Skjald- borg hf. Óttalaus, æviminningar Jósafats Hinrikssonar. Skerpla gef- ur út. Þá les Vilhjálmur Hjálmars- son, fyrrverandi menntamálaráð- herra úr bók sinni, Þeir breyttu íslandssögunni, tveir þættir af landi ogsjó. Æskan gefur út. í Sjóminjasafninu stendur nú yfír sjávarútvegssýning sem 9. bekkur Æfingaskóla Kennaraháskóla ís- lands hefur unnið að á þessari önn. Mikil vinna var lögð í sýninguna, en sérstök áhersla var lögð á að nemendúr kynntust mismunandi störfum og starfsumhverfi. Safnið er opið laugardaga og sunnudága frá kl. 13 til 17 og enn- fremur eftir samkomulagi. Að- gangseyrir er felldur niður meðan á bókakynningu stendur. Desemberdagar í Mosfellsbæ Á VEGUM menningarmálanefndar Mosfellsbæjar fer fram viðamikil dagskrá um helgina. I dag kl. 13 verður opnuð sýning á ljósmyndum í eigu Frank Ponzi listfræðings. Sýning þessi er í til- efni af útkomu bókarinnar ísland fyrir aldamót eftir hann en sú bók hefur að geyma ljósmyndir sem teknar voru af enskum laxveiði- mönnum hér á landi á árunum 1882-1888. Ljósmyndir þessar fann Ponzi nánast fyrir tilviljun í fornbókaverslun í London árið 1987. Sýningin er í svokölluðum Kjarna sem liggur miðsvæðis í Mosfellsbæ og hýsir einnig Héraðs- bókasafn Kjósasýslu. í dag og sunnudag verður menn- ingardagskrá í Galleríi Álafossi. Þar verður bæði sungið og spilað og rithöfundar lesa úr verkum sín- um. Meðal listamanna sem koma fram eru söngkonan Sigrún Hjálm- týsdóttir og rithöfundarnir Friðrik Erlingsson og Einar Már Guð- mundsson. Dagskráin hefst kl. 14 báða dag- ana og samtímis verður listmuna- og handverksmarkaður í gömlu sundlauginni að Álafossi. Þar munu listamenn úr Kvosinni og ýmsir aðrir sýna og selja eigin listmuni og fleira. í dag kl. 16 verður kveikt á bæjarjólatrénu við Þverholt. Þetta hefur verið árviss viðburður mörg undanfarin ár en nú verður sú ný- lunda að eftir athöfnina við Þver- holt verður gengið í skrúðfylkingu niður í Alafosskvos með trumbu- slagara og skáta í fararbroddi. Að Alafossi verður dagskrá fyrir börn- in kl. 17 og þar verður meðal ann- ars brúðuleikhús, andlitsmálun og hljóðfæraleikur. Jólasveinar verða að sjálfsögðu á kreiki. Að lokum skal nefnd dagskrá sem verður á vegum Leikfélags Mosfellssveitar í Bæjárleikhúsinu kl. 20.30 á sunnudaginn 10. des- ember. Leikfélagið flytur dagskrá sem byggð er á verkum Halldórs Laxness og er það í tilefni af því að 40 ár eru liðin frá því að hann hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels. Miðar á dagskrána verða seldir alla helgina í Alafosskvos og við inn- ganginn í leikhúsinu. Jólatónleikar Tónlistar- skóla Hafn- arfjarðar NÚI desember heldur Tónlist- arskólinn í Hafnarfirði fjöl- marga tónleika í tilefni af komu jólanna. Fyrstu tónleikarnir verða laugardaginn 9. desember kl. 17 í Víðistaðakirkju, þar sem Kammersveit skólans leikur. Á efnisskránni eru m.a. Sinfónía nr. 1 eftir L.V. Beethoven, L'Arliesienne svítan eftir G. Bizet og Valse Triste eftir J. Sibelius. Rúmlega fjörutíu nem- endur eru í hljómsveitinni, en stjórnandi er Óliver Ketitisb. Jólatónleikar Mánudaginn 11. desember verða jólatónleikar yngri deild- ar í Víðistaðakirkju og hefjast þeir kl. 20.00. Þar koma fram nemendur úr öllum deildum skólans og leika og syngja og ríkir jafnan mikil stemmning á þessum tónleikum þar sem sum- ir stíga sín fyrstu spor á tónlist- arbrautinni. Miðvikudaginn 13. desember verða síðan tónleikar eldri deildar skólans í Hafnarborg og hefjast þeir kl. 20 á tónleik- unum koma fram nemendur sem lengst eru komnir í námi í skólanum. Strengjasveit Auk þessara tónleika verða jólatónleikar strengjasveitanna í Strandbergi, Safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju sunnudag- inn 10. desember kl. 17 ogtón- leikar söngdeildarinnar í Hafn- arborg mánudaginn 18. desem- berkl.20. Foreldrar og velunnarar skólans eru hjartanlega vel- konuiir á alla þessa tónleika skólans og er aðgangur ókeyp- is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.