Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR9.DESEMBER1995 B 3 0 Arvakur hf. gefur út tvær bækur Matthíasar Johannessens Spunnið um Stalín og Fjötrar okkar og takmörk ÚT ERU komnar bækurnar Spunnið um Stalín og Fjötrar okkar og tak- mörk eftir Matthías Johannessen, en efni bókanna er sótt í Helgispjall hans, fasta þætti sem hann hefur skrifað í Morgunblaðið undanfarin sjö ár. Utgefandi er Árvakur hf. og verða bækurnar gefnar út í tvö hundruð tölusettum eintökum, árituðum af höfundi. Á sínum tíma gaf Iðunn út tvö bindi með efni úr Helgispjalli Matthíasar. Fyrrnefndar bækur eru fyrstu bækurnar sem Árvakur hf. útgáfufélag Morgunblaðsins gefur út. Haraldur Sveinsson stjórnarfor- maður Árvakurs segir að kveikjan að útgáfu bókanna hafi verið sú að efni þeirra hafi verið til í tölyutæku formi á Morgunblaðinu. „Árvakur hafði mikinn áhuga á að varðveita þetta efni með þessum hætti, ekki síst þar sem hægt var að vinna bæk- urnar á hagkvæman hátt." Bækurnar voru unnar til prent- unar af starfsmönnum Morgunblaðs- ins en prentunin fór fram hjá prent- smiðjunni Odda. Hvor bók um sig er tæplega 200 síður. tóftte iFJO' ¦-'¦ OHH as« «TRKM ¦» Æi " " m -*# SPUilfl ¦^STflLi BÓKAKÁPAN á Fjötrar okkar og takmörk var hönnuð af Helgu Guðmundsdóttur, starfsmanni auglýsingadeildar Morgunblaðs- ins. Margrét Þóra Þorláksdóttir hannaði bókakápuna á Spunnið um Stalín. r WOODY Allen er um þessar mund- ir talinn vera hinn versti maður. Hann er sagður hafa eitrað líf barna sinna og barnsmóður, jafn- vel leitað á börnin, og bætt svo gráu ofan á svart með því að taka saman við rúmlega tvítuga ætt- leidda dóttur barnsmóður sinnar. Áfrýjunardómstóll í New York hef- ur í tvígang staðfest þann úrskurð undirréttar að Allen fái ekki um- gengnisrétt við börn sín. Yngstu dóttur sína hefur hann ekki séð í þrjú ár, elsti sonurinn talar ekki við hann en sonurinn í miðið hittir hann vikulega og eyðir með honum nokkrum klukkustundum að við- stöddum félagsráðgjafa. Þessi harmasaga er öllum New York- búum auðvitað löngu kunn, en engu að síður rakin í smáatriðum í viðtali sem Woody Allen veitti New York Times á dögunum þegar sýningar á nýju myndinni hans „Mighty Aphrodite" voru að hefj- ast í New York. Nú segist hann tilbúinn að snúa vörn í sókn. Nógu lengi sé búið að ljúga á hann sökum og sverta mannorð hans. Þetta hafí jafnvel gengið svo langt að hann hafi ver- ið að því kominn að ákveða að hætta að skemmta fólki. En svo hafi honum snúist hugur, sumir trúi nú enn á hann og þrátt fyrir allt hafi hann atvinnu sína af þessu. Og maður getur ekki annað en glaðst yfir því að Woody Allen skuli enn vera að gera bíómyndir, hvað sem biturleika hans kann að líða, og hafi ekki ákveðið að ger- ast íþróttafréttaritari, sem hann segir að standi hjarta sínu næst, eða eitthvað viðlíka gáfulegt. „Mighty Aphrodite" er ein þessara ljúfu Woody Allen mynda, um hverdagsraunir hverdagslegs fólks, sem í meðförum Allens verða allt annað en hversdagslegar. Því þegar fólk hugsar af alvöru um venjulegustu hluti, neyðist það jafnan til að velta grundvelli tilver- unnar fyrir sér. í „Mighty Aphrod- ite" er þetta undirstrikað með því að grískur harmleikjakór blandar sér í hugarstríð aðalpersónunnar, íþróttafréttaritarans Lenny Win- erib, sem á í basli við sjálfan sig, konu sína og fleira. Það er ekki vert að lýsa söguþræðinum, hann lýsir sér best sjálfur. Hinsvegar hljóta Woody Allen aðdáendur að taka eftir því að hetjan er breytt. Lenny Winerib er alvarlegri per- sóna en venjan er um þau hlutverk sem Allen leikur sjálfur. Hann er líka fjarska góður þótt hann geri ýmislegt heimskulégt. Það er engu líkara en að Allen vilji segja meira um sjálfan sig með þessum karakt- er en hann hefur gert áður. Þetta er kannski það sem hann kallar að snúa vörn í sókn. Vindlar og viski En það eru fleiri en Woody Al- len sem hafa tapað mannorðinu nýlega. Sama gildir um Berthold Brecht, þótt hann hafi legið í gröf sinni í bráðum fjörutíu ár. Maður Woody Allen í Mahagonny Woody Allen segist nú tilbúinn að snúa vörn í sókn. Nógu lengi sé búið að ljúga á hann sökum og sverta mannorð hans, skrifar Jón Olafsson sem segist ekki geta annað en glaðst yfír því að Woody Allen skuli enn vera að gera bíómyndir, hvað sem biturleika hans kunni að líða. Hann . segir Berthold Brecht einnig hafa tapað mannorðinu, þótt hann hafí legið í gröf sinni í bráðum fjörutíu ár. E W Y O R K getur samt ekki að því gert að sama hugsun læðist að-manni við að sjá „Der Aufstieg und Fall der Stadt Mahagonny," sem Metro- politan óperan hefur haft á sýn- ingaskrá sinni í vetur, og við að sjá mynd Woody Allens: Ætli manni komi þessi einkamál nokkuð við. Ekki verður þessi fyrsta afurð hins frjóa samstarfs þeirra Kurts Weill og Brechts neitt verri, þótt fáeinir ævisagnaritarar séu nú farnir'að draga upp hina verstu mynd af þeim síðarnefnda, sem klámhundi, nauðgara og mannhat- ara: Það er að segja sem hinum versta manni rétt eins og aum- ingja Woody Allen. Það er merkilegt hvað Mahag- onny stenst vel tímans tönn. Tón- list Weills er náttúrlega orðin klassísk fyrir löngu, en texti Brechts hittir alveg jafn vel í mark nú og hann gerði þegar óperan var flutt fyrst undir lok þriðja áratug- arins. En kannski hittir Mahag- onny betur í mark nú en hún hef- ur gert um langt skeið. Tímarnir eru ekki alveg ólíkir, nú og þegar óperan var frumflutt. Hér vestan hafs hefur bilið á milli ríkra og fátækra aukist jafnt og þétt á síðustu árum. í Woody ifWm : Allen stærstu borg- um Bandaríkj- anna hefur blásnauðu fólki og heimilisleysingjum farið fjölgandi og sú þróun á vart eftir að snúast við í bráð á meðan bæði alrík- isþingið í Washington og þing ein- stakra fylkja eru að keppast við að skera niður alla félagslega að- stoð. Maður fer ekki svo milli húsa að betlari biðji ekki um pening og það á meðan ríkasti hundraðshluti Bandaríkjamanna eykur innkomu sína um vænan þriðjung á milli ára; úr 367 í 521 milljón dollara. Opera Brechts og Weills fjallar um Mahagonny-borg sem lánleys- ingjar og glæpamenn reisa í eyði- mörkinni í landi sem gæti verið hvaða land sem er J>ótt örnefnin minni á Ameríku. I Mahagonny er lifað fyrir ástir, svall, slagsmál . og át. Þar má allt nema vera blank- ur. Þar snýst lífið um peninga, því fyrir þá má fá allt sem hugsast getur. Þar eru reyktir vindlar og viskí teygað, því meiri unað er ekki hægt að hugsa sér. í óperunni er sögð saga eins af fyrstu íbúum borgarinnar Jimmy Mahoney (Paul Ackermann í þýsku útgáfunni) og hvernig hann á end- anum fremur glæp er handtekinn, dæmdur og líflátinn í rafmagns- stól. Glæpurinn var auðvitað sá að verða uppiskroppa með reiðufé á bar. Aftur getur maður ekki varist því að hugsa um Woody Allen, þótt varla þurfi hann að óttast rafmagnsstólinn fyrir syndir sínar. Það er vissulega athyglisvert að sjá óperu Weills og Brechts flutta á jafn stórbrotnum stað og í Metro- politan í New York. Þótt Mahag- onny hafi upphaflega verið skrifað sem ópera þá finnst manni þessi tónlist og þessi andi aldrei alveg falla að stíl klassískrar óperu. Hrátt yfirbragð Brecht-Ieikritanna víkur fyrir fínlegum stíl óperunn- ar. En tónlist Weills stendur hins- vegar alveg undir því og það er kannski þetta sem gerir hana merkilega, að hún er alltaf jafn góð, hvort sem er í flutningi rokkgrúppu, óperu- eða kabarett- söngvara, á bar í höll eða hreysi. Alfræðiorðabók um New York Það eru varla margar borgir nógu merkilegar til þess að mönn- um finnist taka því að skrifá um þær alfræðiorðabækur, síst af öllu þær sem eiga sér jafn stutta sögu og New York. En nýlega kom út 1350 síðna doðrantur sem nefnist „Encyclopedia of New York City" og inniheldur um það bil allt sem maður vill vita um borgina og sögu hennar. Það er kærkomin tilbreyting frá þeim aragrúa bæklinga og ferða- mannahandbóka sem til er um borgina að geta flett því upp sem maður þarf að vita í alfræðiorða- bók sem þessari. Upplýsingarnar eru miklu nákvæmari og betri og það er ekki talað til manns einsog hálfvita, sem því miður er regla fremur en undantekning þegar um ferðamannabækur er að ræða. Þótt New York alfræðiorðabókin sé kannski ekki beinlínis til að hafa í farteskinu er hún tvímæla- laust sú lesning sem hollust er þeim sem vilja kynna sér borgina af alvöru. En áhugi borgarbúa sjálfra á sögu borgarinnar er kannski ekki gott merki. New York er borg sem má muna sinn fífil fegri. Hér lengir menn eftir liðinni tíð þegar glæpir tilheyrðu undirheimunum og morð voru framin af atvinnumönnum með vélbyssur í fiðlutöskum, en ekki af heimilislausum dópistum. Saga borgarinnar hefur orðið efni ískyggilegra margra bóka á þessu ári. Frægust þeirra líklega „Terrible Honesty" eftir enskupró- fessor á Columbiaháskóla sem varpar miklum dýrðarljóma á and- ans líf í borginni á þriðja og fjórða áratugnum. Allir lofsyngja stórborgina, og þar er Woody Allen náttúrlega fremstur í flokki. En þeir Brecht og Weill hafa löngum verið álitnir duldir aðdáendur Metropólsins og um það bar uppfærsla Mahagonny í óperunni líka vitni, þar sem há- hýsalína borgarinnar spilltu er háhýsalína New York borgar. Trúarvissa og blóðug bylting BOKMENNTTR Viðtöl BETRI HELMINGURINN Skráserjarar: Jón Daníelsson og Bragi Bergmann. Viðmælendur: Asta Kristrún ltagnarsdóttir, Elsa Björnsdóttir, Halldóra Hjaltadóttir, Ingibjörg Hjartardóttir og Kristin Sigríður Gunnlaugsdóttir. Skjald- borg 1995 - 250 síður. 3.480 kr. BETRI helming- urinn, hið stutta ævisöguform, er býsna lífseigt. Þetta er sjöunda bókin og fimm konur segja hér frá lífsferli sínu, sum- ar tæplega komnar á „ævisögualdur" en hafa þó frá lit- ríku lífi að segja. Aftur á móti virðist meiri ró hjá þeim er líta yfir langan veg. Andstæður í lífsskoðun eru miklar þegar á heildina er litið. Ein eyddi drjúgum tíma æskuáranna í að sitja á rökstólum með þeim af '68 kyn- slóðinni sem í fúlustu alvöru vildu sjá blóð auðvaldsins renna niður Laugaveginn eftir byltingarsigur. En nú á þroskaaldri vekur aðdáun vegna ritstarfa og leiklistar. Ónnur er fullviss um margbrotið lífsferli .mannsins á hinum ýmsu tlverustigum undir guðlegri forsjá. Einörð trúarskoðun og kærleiksríkt hugarfar einkennir viðtalið. Brokkgengur bernsku- og æsku- ferill á sér farsæla lendingu og það lýsir af tiltölulega ungu lífi þroskaðr- ar konu, sem gegnir ábyrgðarmiklu starfi í þjóðfélaginu. Heiðríkja er yfír frásögn konu sem hrammur sjúkdóms hefur slegið á besta aldri hennar. Athafnasamt líf hennar í gleði og einfaldleika er umhugsunarvert og snertir lesanda. Enn er það nú svo að kona úr fámenninu begður birtu á mannlífið þar um leið og hún er nokkuð kunn- ug siglingu þjóðarskútunnar. Hóg- værð er einkenni viðtals. Þótt eiginmenn kvennanna séu meðal þúsunda annarra sem eru nokkuð kunnir samtímanum, gera þær allar veg hvers og eins áhuga- verðan og mikinn - en þó af sann- girni og einlægni. Frásagnirnar virðast dálítið „hrá- ar", óþarflega orðmargar og stund- um gætir endurtekninga. Kannski er óvarlegt að segja að öguð, bein- skeytt viðtöl hefðu stytt blaðsíðutöl til muna. Skrásetjarar eru þó ágætir á sínu sviði. (Jón vel þekktur.) Ytri frágangur með ágætum og ljósmyndir segja margt. Að lokum: Gestur sótari (samanber bls. 84) er líka einn af merkustu mönnum sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Jenna Jensdóttir Nýjar bækur • ÚT er komin bókin Vínin íRikinu - árbók 1996 eftir Einar Thorodd- sen. Þetta er þriðja árbókin sem hann sendir frá sér um vínin í Ríkinu. Hér er um nýja og end- urskoðaða útgáfu að ræða því að gefnar eru um- sagnir um rúmlega 150 víntegundirog nýja árganga sem bæst hafa í hillurn- ar í ríkinu frá því síðasta árbók kom út. Alls eru því nokkuð á þriðja hundrað umsagnir um yíntegundir í þessari bók. Útgefandi er Mál og menning. Vínin íRíkinu - árbók 1996er 147 bls., unniníG. Ben. Eddu Prentstofu hf. Guðjón Ingi Hauksson hannaði útlit bókarinnar. Verð: 2.480 kr. Einar Thoroddsen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.