Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 B 7 Lesið fyrir börnin! ISLENSKA lestrarfélagið býður börnum á öllum aldri afdrep í önnum jólakauptíð- arinnar, laugardaginn 9. desember kl. 12.30-16. Höfundar og fleira fólk ætlar þá að íesa upp úr nýjum barnabókum í and- dyri Borgarleikhússins. íslenska lestrarfélagið hefur undanfarin ár unnið að því að vekja athygli á mikilvægi þess að lesið sé fyrir börnin og um leið bent á að bók er oft besta skjólið þegar hvessir í heimi hinna fullorðnu." KÓRAMÓT barna- og unglinga verður haldið í Perlunni í dag. Morgunblaðið/Kristinn Stuttmyndasýn- ing og málstofur KAROLA Schlegelmilch kvikmynda- gerðarmaður frá Berlín er stödd hér á landi og stendur fyrir stuttmynda- sýningum og málstofum sem opnar eru almenningi. Karola hefur áður heimsótt ísland, unnið hér að kvik- myndagerð, haldið sýningar og starf- að sem gestalistamaður. Hún er ges- takennari í fj'öltækni við Myndlista- og handíðaskóla íslands í desember. Dagana 13. og 14. desember klukkan 20 sýnir og kynnir Karola Schlegelmilch framúrstefnu- stutt- myndir í húsnæði MÍR, Vatnsstíg 10, Reykjavík, með tilstyrk þýska sendiráðsins og Kodak fyrirtækisins. í kynningu segir: „Stuttmyndirnar þann 13. desember eru fyndnar en fíngerðar myndir sem sýna fólk og umhverfi þess. Vísað er til þess að áhorfandinn nær aldrei til þess fólks og umhverfis sem kvikmyndin sýnir og að kvikmyndin kveikir óuppfyllta þrá til að upplifa þessa ímynduri sem raunveruleika. Myndirnar, sem margar hverjar eru alþjóðlega verð- launaðar eru þýskar, amerískar, og franskar, meðal annars eftir Romu- ald Karmakar, Uli Versum, Matthias Mueller, Stan Brakhage ofl. Landslag og viðhorf fólks til þess er viðfangsefni stuttmyndasýning- arinnar þann 14. desember. Aðal- myndirnar hafa verið valdar sem dæmi um hvernig má nota landslag til íhugunar um margræða merkingu myndarinnar. AUar myndirnar eru skemmtilegar og margbrotin lista- verk." Þann 12. desember kl. 15 og 15. desember kl. 13 leiðir Karola Schleg- elmilch málstofur í Myndlista- og Úr stuttmyndinni „Donauwellen". handíðaskóla íslands, Skipholti 1, 4. h. Barmahlíð í tengslum við stutt- myndasýningarnar. Þar verður gefin innsýn í praktíska hlið stuttmynda- gerðar og fjallað um einstaka lista- menn. Kóramót í Perlunni KÓRAMÓT barna- og unglinga verður haldið í Perlunni í dag, laugardag. Þetta er þriðja árið í röð sem Perlan stendur fyrir kóramóti á aðventunni. Um 700 börn og unglingar koma fram og er aðgangur ókeypis. ? ? ? Dönsk tónlist HARMONÍKULEIKARINN Carl Erik Lundgaard og trommuleikar- inn Flemming Quist Moller leika þjóðlega tónlist á Hótel íslandi í dag, laugardag. Þeir leika einnig í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag kl. 17. Aðgangur er ókeypis. Jólatón- leikar Do-Re-Mí JÓLATONLEIKAR Tónskólans Do-Re-Mí verða haldnir í dag kl. 14 í Neskirkju. Fram koma nær allir nemendur skólans og forskólanemendur 6-8 ára. Áhersla verður lögð á samleik nemenda og jólalögin skipa stóran sess í dagskránni, að því er segir í frétt frá skólanum. Þetta er annað starfsár Tón- skólans og stunda rúmlega 80 nemendur nám við hann. Aðgangur er öllum heimill á meðan húsrúm leyfir. Sónata á myndbandi ÞEIR sem standa að myndbandi af barnaóperunni Sónötu, sem ætluð er 6-9 ára grunnskólabörnum eru: Þor- varður Arnason kvikmyndagerðar- maður, Hjálmar H. Ragnarsson tón- skáld, Messíana Tómasdóttir leik- mynd, líbrettó og leikstjórn, Marta G. Halldórsdóttir sópran, Sverrir Guðjónsson kontratenór, Guðrún Óskarsdóttir semballeikari, Kolbeinn Bjarnason flautuleikari, Árni Bald- vinsson ljósahönnuður. „Leikbrúður eru notaðar í mynd- inni, en þær tala hver sitt bullmál. Við gerð bullmálsins hefur meðal annars verið tekið mið af hljóðfræði- rannsóknum Margrétar Pálsdóttur málfræðings. Bullmál brúðanna er ýmist þýtt, eða merking þess kemur fram af tilsvörum. Söngvararnir stjórna brúðunum," segir í kynningu. Hjálmar H. Ragnarsson samdi tónlistina, en hann hefur áður samið barnaóperu og auk þess unnið með bulltexta í tónsmíðum sínum. Söngv- arar/leikarar eru Sverrir Guðjónsson kontratenór og Marta G. Halldórs- dóttir sópran. Tveir hljóðfæraleikar- ar taka þátt í myndinni, Kolbeinn Bjarnason flautuleikari og Guðrún Óskarsdóttir semballeikari. Söngvarar eru sögumenn og syngja/tala fyrir brúðurnar. „Blær myndarinnar byggist á því, að söngvarar og hljóðfæraleikarar virka sem jarðtenging, ljúfir og skemmtilegir, en brúðurnar aftur á móti gefa okkur innsýn í annan og ljóðrænni veruleika. Við viljum þann- ig reyna með myndinni að opna glugga inn í hljóðlátari heima hugar- flugsins," segir í kynningu. Strengjaleikhúsið sýndi barna- óperuna Sónötu í húsi Islensku óp- erunnar í október og nóvember 1994 fyrir um það bil 6.000 grunnskóla- og leikskólabörn á aldrinum 4—8 ára. Tíu dansarar úr Listdansskóla íslands tóku þátt í sýningunni undir stjórn Nönnu Ólafsdóttur danshöf- undar. ? ? ? Hádegisleik- hús Leikfélags Reykjavíkur HÁDEGISLEIKHÚSI Leikfélags Reykjavíkur var hleypt af stokkunum síðastliðinn laugardag. Hádegisleikhúsið er starfrækt hvern laugardag frá kl. 11.30- 13,30. I dag verður boðið upp á bland- aða dagskrá, leikin verða atriði úr leikritinu Bar-par, flutt verða revíulög úr ýmsum revíum, sagðar verða gamansögur úr leikhúsi og leikin verður tónlist. Ókeypis aðgangur er að Há- degisleikhúsinu. Metaðsókn í Borgar- leikhúsinu METAÐSÓKN hefur verið í Borgar- leikhúsinu í vetur. Nú í byrjun des- ember hafa þrisvar sinnum fleiri áhorfendur komið í Borgarleikhúsið en á sama tíma í fyrra. Tæplega 50.000 áhorfendur hafa sótt sýn- ingar í húsinu og auk þess hafa um 800 grunnskólabörn komið í heim- sókn í leikhúsið. „Það má í raun segja að um 150% aukningu á áhorfendafjölda sé að ræða," segir í tilkynningu. Sjö leikverk hafa verið sýnd í vetur, fimm á stóra sviðinu, eitt á því litla, auk þess sem opnað var nýtt leikrými, Leynibarinn, í kjall- ara hússins. Auk þessa hefur fjöldi BORGARLEIKHUSIÐ nýjunga verið í starfsemi Leikfélags Reykjavíkur. Sýningum fyrir jól er nú að ljúka en sýningarhald hefst á ný milli jóla og/nýárs. Leikverkin Hvað dreymdi þig, Valentína?, Bar par, Við borgum ekki, við borgvm ekki og Lína Langsokkur verða sýnd áfram. Nú standa yfir æfingar á Islensku mafíunni eftir Einar Kára- son í leikstjórn Kjartans Ragnars- sonar. Verkið er örlagasaga Kill- ians- fjölskyldunnar og er unnið upp úr skáldsögum Einars Kárasonar Heimskra manna ráð og Kvika- silfrí. íslenska mafían verður frum- sýnd 28. desember nk. Auk þess eru hafnar æfingar á samstarfs- verkefni Leikfélags Reykjavíkur og Hlínar Agnarsdóttur á leikritinu Konur skelfa sem frumsýnt verður í janúar. MENNING/LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Kjarvalsstaðir Kjarval - mótunarár 1885-1930. Sýn. Einskonar hversdagsleg rómantík og sýn. Einars Sveinss. arkitekts tii 9. des. Onnur hæð Alan Charlton sýnir út des. Gallerí Sólon íslandus Myndaröð eftir Sölva Helgason. Galleri Sævars Karls Þ6r Elís Pálsson sýnir. Gerðuberg Sýn. VerGangur til 8. jan. Hafnarborg Finnsk og ísl. silfursmíði. Ingólfsstræti 8 Ásgerður Búadóttir sýnir til 22. des. Galleri StSðlakot Messíana Tómasdóttir sýnirtil 16. des. Nýlistasafnið „Viðhorf' góðar stelpur/slæmar konur sýna til 17. des. Gerðarsafn Ljósm.sýn. Ragnars Th. til 17. des. Norræna húsið Rut Rebekka sýnir. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Sýning á völdum andlitsmyndum eftir Sigurjón Ólafsson stendur i allan vetur. Galleri Fold Katrín H. Ágústsd. sýnir til 10. des. og Ásdís Sigurþórsd. í Kynningar- horni. Ásmundarsalur Tumi Magnússon sýnir til 10. des. Gallerí Birgir Hannes Lárusson sýnir til 15. des. Listhúsið, Laugardal Eva Benjamínsdóttir sýnir til áramóta, einnig sýnir Pía Rachelan Sverrisd. Listhús 39 Samsýn. „Englar og erótík" til 31. des. Mokka Sýningin „Stríð". Ófeigur Sjö myndlistarm. sýna til 14. jan. Myndás Ljósm.sýn. Kristjáns Logas. til 15. des. TONLIST Laugardagur 9. desember Söngsveitin Fílharmónía í Kristskirkju kl. 17. Tónlistarsk. Kóp. heldur að- ventutónl. í sal skólans kl. 14. Mótettu- kór Hallgrímskirkju; Jólaóratoría Bachs í Hallgrímskirkju kl. 17. Strengjasveit frá Tónsk. Sigursveins á Sóloni fslandus kl. 15. Hljómsveit Kristínar Eysteinsdóttur einnig á Sól- oni kl. 23. Kóramót barna- og ungl- inga í Perlunni. Jólatónl. Tónlistarsk. ísafj. í sal Grunnskólans kl. 15. og 17. Tónl. í Húsinu, Eyrarbakka, kl. 14. Sunnudagur 10. desember Söngsveitin Fílharmónfa í Kristskirkju kl. 17. Kvennakór Reykjav. í Víði- staðakirkju kl. 18. Jólatónl. Söngsmiðj- unnar i Perlunni kl. 15. Jóla- og kaffi- tónl. Árnesingakórsins í Rvk. í Lang- holtskirkju kl. 15. Mótettukór Hall- grímskirkju; Jólaóratoría Bachs í Hall- grímskirkju kl. 17. Jólatónl. Tónlist- arsk. fsafj. f sal Grunnskólans kl. 17. Ljóð og djass í Hafnarborg kl. 20.30. Þriðjudagur 12. desember Söngsveitin Fílharmónía í Kristskirkju kl. 21. Tónleikaröð LR á litla sviðinu kl. 20.30; Trio Nordica. Miðvikudagur 13. desember Kvennakór Reykjavíkur f Hallgríms- kirkju kl. 20.30. Fimmtudagur 14. desember Kvennakór Reykjavíkur í Hallgríms- kirkiu kl. 20.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Þrek og tár lau. 9. des. Taktu lagið, Lóa lau. 9. des,, sun. Kardemommubærinn lau. 9. des., sun. Borgarleikhúsið Lína Langsokkur sun. 10. des. BarPar lau. 9. des. Hádegisleikhús lau. 9. des á Leynibarnum. Hafnarfjarðarleikhusið Hermóður og Háðvör sýnir Himnaríki, lau. 9. des. Kaffileikhúsið Sápa þrjú og hálft lau. 9. des Kennslustundm s.un. 10. des. Hjartastaður Steinunnar þri. 12. des. Stand-up, mið. 13. des. kl. 21. Leikbrúðuland Jólasveinar einn og átta, sun. 10. des. kl. 15. að Fríkirkjuvegi 11. Hátún 12 Hala-leikhópurinn sýnir Túskildingsóper- una lau. 9. des. kl. 20. Sólon Islandus „Gimsteinn í augum Guðs", saga, leikur, (jóð og tónar sun. 10. des. kl. 14.30. Meiuiingarmiðstöðin Gerðuberg Turak Théatre sýnir Critures í Tjamarbíói lau. 9. des., sun. KVIKMYNDIR MIR „Einn möguleiki af þúsund" sun. kl. 16. Norræna húsið „Sjö bræður" sun. kl. 14. LISTAKLUBBUR Leikhúskjallarinn Útgáfutónl. Stórsveitar Reykjavíkur kl. 21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.