Morgunblaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA ¦^ » 9tot$náWUIfá 1995 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER BLAÐ B KNATTSPYRNA / DRATTUR I HM 1998 I FRAKKLANDI Irar og Rúmenar bjartsýnir JACK Charlton, þjálfari íra, var ánægður með að vera í áttunda riðli. „Rúm- enía er eina liðið í riðlinum sem við getum sagt að sé mjög gott, en ég held samt að margir af lykilmönnum liðsins séu komnir á seinni hluta blómaskeiðs síns." Angel Iordanescu, þjálf- ari Rúmena, var einnig mjög ánægður. „Það eru bara tvö lið í þessum riðli, við og Irar. Við hlökkum til því við töpuðum fyrir írum í vítasyrnukeppni í HM 1990 og vujum hefna þeirra ófara," sagði hann. Morgunblaðið/Sigmundur ÍSLENSKIR landsliðsmenn f knattspyrnu munu standa í ströngu næstu tvö árin því ísland lentl í sex llöa riðli í undankeppnl Evrópukeppnlnnar, en dreg- Ið var í rlðla í gœr. í rlðll íslands, 8-riðli, eru Rúmenía, írland, Lltháen, Make- dónía og Llechtensteln. Hér má sjá nokkra íslenska leikmenn fyrir lelkinn gegn Ungverjum í haust, en þeir eru frá vlnstrl Hlynur Stefánsson, Krlstján Jónsson, Daði Dervic, Eyjólfur Sverrisson, Arnór Guðjohnsen, Birklr Krlstins- son og Einar Þðr Danfelsson. Tveir nýliðar með til Grænlands ÞORBJÖRN Jensson, landsliðsþjálfari í handknatt- Ieik, valdi í gærk völdi 12 manna landsliðshóp til að leika tvo landsleiki við Grænlendinga um helg- ina. Tveir leikmenn í hópnum hafa ekki leikið A- landsleik, en það eru þeir Davíð Ólafsson úr Val og Njörður Árnason úr ÍR. Annars verður landslið- ið þannig skipað að markverðir verða Bergsveinn Bergsveinsson úr Aftureldingu og Bjarni Frostason úr Haukum og aðrir leikmenn þeir Ólaf ur Stefáns- son, Val, Róbert Sighvatsson, Aftureldingu, Dagur Sigurðsson, Val, Halldór Ingólfsson, Haukum, Leó Örn Þorleifsson, KA, Ingi Rafn Jónsson, Val, Gunn- ar Andrésson, Aftureldingu og Aron Krisl jánsson, Haukum, auk þeirra Daviðs og Njarðar. Hðpurinn heldur til Grænlands á föstudag og verður leikið í Nuuk á fðstudag og laugardag. Is- lenska landsliðið hefur einu sinni áður leikið í Nuuk, árið 1990 gegn Dönum, en þetta er í fyrsta sinn sem leikinn er landsleikur í handknalt leik við Grænlendinga. „Ég veit ekkert um grænlenska lið- ið en veit þó að þeir hafa undirbúið sig þó nokkuð fyrir þetta og ég hef heyrt að danski Iandsliðsþjálf- arinn komi til að stiórna liðinu, en ég veit ekki hvortþað er rétt," sagði Þorbjörn í samtali við Morgunblaðið i gærkvðldi. Ellert eftirlits- rpaður á Evrópuleik íra og Hollendinga ELLERT B. Schram, forsetí íþróttasambands ís- lands, verður eftírBtsmaður með Evrópuleik ír- lands og Hollands sem fer fram á Anfield Road, heimavelli Liverpool, í kvðld. Um er að ræða auka- leik um 16. og síðasta sætíð í úrslitakeppninni sem verður í Englandi á næsta ári. Talið er að hver leikmaður &a fái sem samsvarar fimm milljónum í aukagreiðslu fyrir sigur en leikmenn Hollands um 10 nuujónir og áætlað er að stuðningsmenn íra verði þrisvar sinnum fleiri en stuðningsmenn Hol- lendinga. Sérstðk öryggisgæsla verður á leiknum, 200 lögregluþjónar verða að stðrfum innan vallar eða helmingi fleiri en venjulega á deildarleikjum. Þetta er mikil vægastí leikur i Liverpool síðan 1977 þegar Skotland og Wales léku þar um sætí í HM 1978. írar gætu fjölmennt til Reykjavíkur ÍRSKl R stuðningsmenn eru taldir þeir skemmtíleg- ustu i heimi — geysilega áhugasamir og láta ekk- ert stððva sig, þegar mikið liggur við. Þegar Irar léku mjðg þýðingarmikinn leik á Mðltu í undan- keppni HM á ítaiíu 1990, fóru 6000 stuðningsmenn tíl Mðltu tíl að sty ðja við bakið á sínum mðnnum. Stuðningsmeimirnir notuðu tækifærið og gistu í viku á Mðltu — þeir komu færandi hendi fyrir eyjaskeggja, írár færðu þeim 300 millj. ísl. kr. í gjaldeyristekjur. A þessu sést, að ef leikur fslands og lrlands í Reykjavik verður þýðingarmikill fyrir íra, má búast við miklum fjðlda íra til Reykjavíkur og þarf þá stærri irska krá i Reykjavfk en Dubliner. Agætt, þar til Rúmenía bættist í hópinn Islendingar leika í 8. riðli í undan- keppni Heimsmeistarakeppn- innar í knattspyrnu, en dregið var í París í gærkvöldi. Island var í fjórða styrkleikaflokki og Liecht- enstein og Makedónía höfðu þegar verið dregin í 8. riðil þegar Island var dregið. Næst í okkar riðil var Litháen, þá írland og þegar liðin úr fyrsta sfyrkleikaflokki voru dregin varð bið á að einhver kæmi í 8. riðilinn. Það voru aðeins Svíar og Rúmenar eftir þegar ljóst var að Rúmenar yrðu í okkar riðli. Og var nú þokkalega ánægður með hvernig þetta dróst - eða þar til Rúmenía bættist í hópinn," sagði Logi Ólafsson landsliðsþjálfari í knattspyrnu í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi, en hann var viðstaddur þegar dregið var í riðla í gær ásamt Eggerti Magnússyni, formanni KSÍ, og Snorra Finn- laugssyni, framkvæmdastjóra KSÍ. „Til að líta á björtu hliðarnar þá hefðum við hæglega getað orð- ið óheppnari og lent á móti ein- hverjum nýju ríkjunum í fyrrum Sovétríkjunum, og það vildum við alls ekki. Þrátt fyrir að þetta virð- ist ef til vill ekki vera rosalega sterk lið svona við fyrstu sýn, þá eru þarna lið sem hafa verið að leika vel. Litháar voru með ítölum og Króötum í riðli í Evrógukeppn- inni og stóðu sig vel þar, Irar hafa komist í úrslitakeppni HM síðustu tvö skiptin og Rúmenar hafa verið lengi í fremstu röð. A góðum degi held ég samt að við ættum að geta náð góðum úr- slitum. Það er alltaf möguleiki og auðvitað ætlum við í þessa keppni til að reyna að ná eins langt og mögulegt er," sagði Logi og bætti því við að ef til vill væri gott fyrir okkur ef írar kæmust í úrslita- keppni EM, með því að vinna Hol- lendinga í dag. „Það væri fínt að fá þá heim í haust eftir úrslita- keppni Evrópukeppninnar, þá held ég að við gætum átt góða mögu- leika gegn þeim." ¦ Drátturinn / B2.B3 HANDKNATTLEIKUR: LEIKIR í 16-LIÐA URSLiTUM BIKARSINS í KVÖLD / B4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.