Morgunblaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995 G 3 __________________________RAIMNSÓKIMIR_________________________ Ef fram kemur stór þorskárgangur verður að minnka loðnuveiðar Loðnan er mikilvæg fæða fyrir þorskinn Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur, er allra manna fróðastur um loðn- una, sem svo miklu máli skiptir fyrir þjóðarbúið, bæði sem útflutningsafurð og fæða fyrir hinn mikilvæga þorskstofn okkar. Pétur Blöndal brá sér á fyrirlestur hjá Hjálmari til að fræðast nánar um þennan smáa laxfisk. Loðnuafli í Barentshafi 1965-1994 Milljónirtonna 1965 1970 1975 1980 1985 1990 '94 Loðnuafli við Nýfundnaland 1972-94 . _ Milljónirtonna >«^63» 0,5 mmm '72 1975 1980 1985 1990 '94 í Loðnuafli við Island 1965-1994 Milljónir tonna 1.51 | | r'n~i~[~rT i— i i i i i m m m ~i i W*mw i 0P 1965 1970 1975 1980 1985 1990 '94 Stærð loðnustofnsins í Barentshafi og meðal þyngd 4 og 6 ára þo Millj. tonn 1975 1980 1985 1990 '94 Stærð loðnustofnsins við ísland og meðal þyngd 6 ára þorsks Millj. tonn -Loðnustofn 16 ára þorskur 1975 1980 1985 1990 '94 „ÞAÐ sem virðist sameiginlegt um þátt loðnunnar í fæðukeðjunni á mismunandi svæðum, fyrir utan Kyrrahafið sem lítið er vitað um, er að þorskur sé mjög háður henni,“ segir Hjálmar Vilhjálms- son, fískifræðingur á Hafrann- sóknastofnun. Til marks um það nefnir hann að þegar loðnuleysi hafi orðið í Barentshafi á seinni hluta síðasta áratugar hafi þorskur lést og ekki náð nema þriðjungi af sinni eðlilegu þynjgd. Þegar stofninn hafí hrunið á Islandsmið- um upp úr 1980 hafí áhrifin ekki verið jafn áberandi, en þó hafí þau verið greinileg og hann hafí lést um 25 til 30 prósent. „Það er greinilegt,“ segir Hjálm- ar, „að þorskurinn virðist ekki geta fundið sér annað æti til að bæta sér upp missi loðnunnar," segir hann. „Einhverra hluta vegna hafa menn ekki greint þessi áhrif við Nýfundnaland, enda þótt menn séu sammála um það að þorskurinn éti mjög mikið þar af loðnu og hún sé um 30 til 50 prósent af fæðu hans á ársgrundvelli." Hjálmar Vilhjálmsson flutti ný- lega fyrirlestur í Odda um lifnaðar- hætti loðnunnar. í upphafí varði hann tíma í að gefa undirstöðu upplýsingar um þennan nytjafísk íslendinga: „Loðna er lítill fískur náskyldur laxi. Sérkenni hennar eru þau að hún verður aðeins þriggja til fjögurra ára gömul, hrygnir þá og drepst. Af þeim sökum endurnýj- ast hinn fullorðni hluti loðnustofns- ins nánast á hveiju ári.“ Hann segir að loðnan sé afar algeng á norðlægum slóðum. Hana megi fínna í norðanverðu Kyrra- hafi, þ.e. Okhotsk-hafí og Berings- hafi, og síðan í Atlantshafi úti af Labrador og Nýfundnalandi, Vest- ur-Grænlandi, við ísland og í Bar- entshafi. „Loðna er uppsjávarfisk- ur sem fer um í torfum og lifir á dýrasvifi," segir hann. Hann bætir við að hún sé mjög mikilvægur hlekkur í fæðukeðjunni, t.d. sem fæða nytjafíska, sjávarspendýra og fugla. Veiðar bannaðar f Barentshafi um ófyrirsjáanlega framtíð „Loðnuveiðar hófust norður í Barentshafi rétt fyrir 1960 og þró- uðust þannig fyrstu 10 árin að aflinn jókst smám saman í yfír milljón tonn árið 1970,“ segir Hjálmar. „Síðan kom 15 ára tíma- bil fram til 1984, þar sem Norð- menn og Rússar veiddu þarna að jafnaði 1,8 milljónir tonna á ári. Þá hrundi loðnustofninn svo gjör- samlega að hann náði sér ekki á strik aftur í 4 til 5 ár. Árið 1989 varð svo til sterkur árgangur og sæmileg nýliðun varð 1990 og 1991. Þetta lyfti stofninum upp á nýjan leik, en hann hrundi svo aft- ur árið 1993 og loðnuveiðar voru bannaðar í Barentshafí sumarið 1993. Þær eru það enn og verða um ófyrirsjáanlega framtíð." Hann segir að það sem hafi far- ið úrskeiðis í Barentshafi hafi ver- ið sitt af hveiju. Þarna alist upp norsk-íslenska vorgotssíldin, sem hrygni við Noreg í mars og leiti ætis á Islandsmiðum á sumrin. Þessi síldarstofn hafi hrunið á seinni hluta sjöunda áratugarins, þannig að nýliðun í hann hafi ver- ið mjög lítil í mörg ár. Afrán smá- sílda á loðnuseiðum hvarf því að mestu um langa hríð. Á sama tíma hafi þorskstofninn í Barentshafi verið í lægð. „Síðan gerist það árið 1983 að mjög góðir árgangar af þorski og síld verða til á sama tíma,“ segir Hjálmar. „Síldar- og þorskaseiðin rak norður í Barentshaf eins og venjulega, smásíldin gerði sér gott af loðnuseiðunum og þorskurinn af eldri loðnunni og loðnustofninn hrundi. Það kom sjálfsagt líka inn í þetta að loðnuveiðar fóru úr bönd- um á sama tíma. Sérstaklega árið 1986 þegar lítið var af loðnu sem komist hafði alla leið í hrygningu. Þegar hún fannst við Noreg sprakk veiðibannið sem sett hafði verið á hana með þeim afleiðingum að loðnan náði sér ekki á strik aftur í 5 ár. í Noregi var um það rætt á sín- um tíma að „grisja" þyrfti þorsk- stofninn til þess að vistkerfið jafn- aði sig. Fyrir tilstilli Hafrann- sóknastofnunarinnar í Bergen var það sem betur fer ekki gert. Þvert á móti var dregið mjög úr þorsk- veiðum og þess vegna hefur verið mikið af þorski í Barentshafi á seinni árum, því hann var fljótur að jafna sig þegar hann fékk loðnu aftur.“ VerAur ný hungursneyA? I Barentshafi komu svo yngri loðnuárgangar frá 1989 til 1991 eins og áður sagði og aftur varð töluvert af loðnu, en í stuttan tíma. Þorsk- og síldarárgangar sem urðu til um og upp úr 1990 hafa síðan tekið á móti loðnuseiðum og full- orðinni loðnu þama norður frá, þannig að mjög lítið er enn á ný af loðnu í Barentshafi. Sú ungsíld sem þarna hefur ver- ið á ferðinni undanfarin ár er á leiðinni út úr Barentshafi núna, og menn bíða nánast skelfingu lostnir eftir því hvort hörmunga- sagan frá síðustu árum níunda áratugarins muni endurtaka sig, þ.e. hungursneyð fyrir þorsk og reyndar ótal önnur kvikindi sem þarna lifa, sjávarspendýr og fugla til dæmis. En loðnan gæti hæglega bjargað þessu því hún er fljót að vaxa í þá stærð sem þorskur helst vill ef hún fær frið til þess.“ Af þessari upptalningu segir Hjálmar ljóst að vistkerfinu í Bar- entshafi virðist vera mjög hætt við að hrökkva úr gír. Það stafi kannski fyrst og fremst af því að þarna sé þorskstofninn stundum mjög stór og nýliðun mörgum sinn- um breytilegri en nokkurn tíma hjá okkur. Sömuleiðis séu stórir síldarárgangar yfirleitt sjaldséðir, sem auki líkur á sveiflum, þótt aðeins yngri árgangarnir dvelji þarna og éti loðnuseiði.“ GóAar horfur vlA ísland „Ef við flytjum okkur til íslands er veiðisagan ekki ósvipuð því sem var í Barentshafí," segir Hjálmar. „Við hófum loðnuveiðar aðeins seinna og það tók svo tíu ár að komast á skrið. Við vorum komnir á fullt árið 1978, en svo hrundi loðnustofninn upp úr 1980. Sá dalur stóð mun styttra en við Nor- eg eða aðeins í tvær vertíðir og eftir það var hægt að bytja veiðar af fullum krafti á ný. Síðan varð aftur samdráttur árið 1990. í báð- um tilfellum virðist um að ræða náttúrulegar sveiflur í stærð stofnsins, en eins og áður sagði er loðnan svo skammlíf að í hvert skipti sem klak misferst af ein- hveijum ástæðum, kemur það beint fram í veiðistofninum tveim- ur árum seinna." Hjálmar segir að ástandið sé núna þannig að mikið virðist af stórri loðnu og útlit sé fyrir að menn geti veitt nánast eins og þeir geti, þar til yfirstandandi ver- tíð ljúki. Áuk þess sé nóg af smá- loðnu, þannig að horfur séu góðar á næstunni. „Hér við land er loðnan mjög þýðingarmikil fæða fyrir þorsk,“ segir Hjálmar. „Fleiri tegundir lifa á loðnu, t.d. grálúða, ufsi, hnúfu- bakur og hrefna. Helstu ástæður fyrir því að við getum haldið uppi eins miklum loðnuveiðum og raun ber vitni eru að síld heldur sig ekki á sömu slóðum og loðnan og þorskstofninn er í lægð. Við vitum ekki af stórum þorskárgöngum á leiðinni, þótt við vonum að úr því rætist fljótlega. Sumir eru vantrú- aðir á að lítið sé af þorski, en það má þó m.a. merkja af því hversu mikið er af úthafsrækju, en undir eðlilegum kringumstæðum myndi þorskurinn höggva stór skörð í hana líka.“ Meira af þorski, minna af loAnu Hann segir að ástandið á ís- landsmiðum gæti verið betra: „Við viljum auðvitað hafa meira af þorski og þá minna af loðnu, ein- þess að þorskur er margfalt dýrari afurð en loðna. Eins og ástandið er reynum við hins vegar að nota okkur það sem til er. Það er lítill vafí á því að ef þorskstofninn hér við land myndi t.d. tvöfaldast að stærð yrði að taka tillit til þess í loðnuveiðum. Það yrði best gert með því að takmarka eða hætta sumarveiðum á loðnu, sem stundaðar eru norður í hafi og utan útbreiðslusvæðis þorsksins, því þá erum við að taka frá honum matinn áður en hann kemst í hann. Loðnuveiðar sem stundaðar eru að haust- eða vetrar- lagi hér við land eru svolítið ann- ars eðlis, því þá erum við að fiska í samkeppni við þorskinn. Menn og þorskar eru þá á jötunni hlið við hlið.“ Sorglegir atburAir viA Nýfundnaland Við Nýfundnaland hafa gerst sorglegir atburðir á undanförnum árum, að sögn Hjálmars, en ekki er rúm til að rekja þá sögu. „Loðna er áreiðanlega mjög þýðingarmikil fýrir þorsk þarna, enda þótt ekki hafi sést beint samband milli þyngdar hinna ýmsu aldurshópa þorsks og framboðs á loðnu,“ seg- ir hann. „Þetta getur stafað af ýmsu, t.d. því að stofnmælingar gefi ekki rétta mynd af stærð loðnustofnsins. Eins hefur vitan- lega verið miklu minna af þorski við Nýfundnaland á seinni árum en eðlilegt getur talist. Menn voru að giska á það fyrir nokkuð mörgum árum, meðan þorskstofninn þama var og hét, að hann fjarlægði um fjórar millj- ónir tonna af loðnu. Nú er hins vegar sáralítill þorskur, þannig að það ætti að vera mikið af loðnu aukreitis." SelveiAar setja strik í reikninginn Hjálmar segir þó að taka verði með í reikninginn að í marga ára- tugi hafi verið stundaðar gríðarleg- ar selveiðar á ísnum úti af Labrad- or og Nýfundnalandi yfir veturinn, en þeim hafi verið hætt fyrir nokk- uð mörgum árum fyrir tilstilli frið- unarsinna. Þegar hann hafi verið þarna veturinn 1990 hafi verið taldar 4 milljónir sela úr flugvélum sem flogið hafí yfír ísinn og varla hafi selnum fækkað síðan. Þetta sé þreföldun eða fjórföldun á við stærð selastofnsins árið 1980, þannig að það af loðnu sem ekki fari í þorskinn, sé líklega étið af sel og öðrum sjávarspendýrum. „Annars er það þannig við Ný- fundnaland að Norðmenn, Rússar, Færeyingar og íslendingar fóru og veiddu þarna loðnu upp úr 1970 í nokkur ár,“ segir Hjálmar. „Aflinn fór hæst í rúm 300 þúsund tonn. Stofninn virtist ekki þola þetta þá og veiðunum var hætt og nú er ekki veidd þarna loðna utan hrygn- ingartímans. Ástæðan er tvíþætt. Loðnan er ein allra mikilvægasta ætistegund- in á þessu svæði og þar er engum bræðsluverksmiðjum til að dreifa. Sú stefna hefur verið mótuð að loðnan eigi að vera æti fyrir þorsk- inn, aðra físka, sjófugla og spen- dýr, fyrir utan veiðar á 50 til 100 þúsund tonnum í júní og júlí, þeg- ar hún er að hrygna við ströndina. Úr þeim afla eru unnin loðnuhrogn á Japansmarkað eins og gert er hérlendis.“ Að lokum segir Hjálmar: „Á seinni árum hefur mönnum orðið sífellt ljósari nauðsyn þess að líta á lífríki hvers svæðis sem breidd þegar um er að ræða nýtingu sjávarauðlinda. Þegar hafa verið stigin skref í þessa átt bæði hér- lendis og annars staðar með um- talsverðum árangri. Enn er þó langt í að þekking okkar á lífríki hafsins geti talist fullnægjandi."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.