Morgunblaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.12.1995, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Fá upp í 2 tonn af góðum þorski í trollið á mínútu Björn Valur á Sólbergi ÓF hefur aldrei séð annað eins GÍFURLEG þorskgengd er nú fyrir Vest- fjörðum og eru togararnir að fá upp í tvö tonn á mínútu í trollið og toga þeir bara í 10 til 15 mínútur til að taka ekki of mikið í einu. Margir eru í vandræðum með þorskkvóta og verða því að sætta sig við að láta þess miklu möguleika eiga sig. „Eg hef aldrei séð annað eins,“ segir Björn Valur Gíslason, skipstjóri á Sólbergi. „Það er þorskur um allan sjó, en þó ekkert í líkingu við kökk- inn sem er þama norðarlaga á Halanum og Barðinu. Það væri hægt að veiða alveg óhemju magn þarna.“ Hitt og þetta Verðlaun veitt fyrir ferskleikamæli • NÝLEGA fengu Guðrún Ólafsdóttir, Emilíana Mar- teinsdóttir og Einar H. Jóns- son verðlaun frá WEFTA eða Samtökum rannsókna- stofnana fiskiðnaðar í Evr- ópu hönnun sína á nemum sem skynja ferskleika í fiski með sjálfvirkum hætti. Tækið sem um ræðir vinn- ur þannig að það breytir lofttegundum í rafboð og má þá sjá ástand fisksins á tölvu. Þetta gerir fyrirtækj- um kleift að halda uppi gæðamælingu allan sólar- hringinn. Auk þess hönnuðu þremenningarnir gasskilju, sem gerir starfsmönnum kleift að þefa úr skiljunni þá lykt sem er af loðnunni og greina þannig ástand hennar á fliótlegan hátt. Guðrún Olafsdóttir segir að tækið hafi verið unnið í samstarfi við SR-Mjöl, en verði prófað í fiskimjöls- verksmiðju i Vestmannaeyj- um eftir áramót: „Tækið er á tilraunastigi, en allt bend- ir til að það gefi mjög góða samsvörun við hefðbundnar aðferðir sem notaðar eru til að skynja ferskleika.“ Deilt um ríkisstyrki • NORGES Fiskarlag, heildarsamtök í norskum sjávarútvegi, hafa hafnað tillögu stjórnvalda um ríkis- styrki að upphæð um 700 miiyónir króna. Sú tiilaga felur í sér 40% niðurskurð á þeim styrkjum sem útveg- urinn fékk á þessu ári. Sam- tökin telja þennan niður- skurð allt of mikinn og sjáv- arútvegurinn ráð ekki við afleiðingamar. Reglugerð um merkingu skipa verði breytt • í TILLÖGU til þingsálykt- unar til Alþingis er lagt til að breytt verði reglugerð um merkingu skipa, þar sem segir að þilfarsfiskiskip skuli vera merkt með skipa- skrámúmeri á heppilegum stað á báðum hliðum. í fyrsta lagi verði sú breyting gerð á að jafnhliða skipa- skrárnúmeri komi kall- merki skips. í öðm lagi verði settar þær reglur um hæð kall- merkisstafa á þilfarsskipum að ef skipslengd er á bilinu 24 til 45 metrar skuli hæð stafa vera 75 sm, en ef skips- lengd er 45 metrar eða lengri skuli hæð stafa vera 100 sm. Stafina eigi að setja á sérstök merkingarspjöld, svarta á lit á Ijósum bak- grunni, sem gefi endurskin. í greinargerð meðtillög- unni segir að ætla megi að einhvera aðiögunartima þurfi fyrir útgerðir og Sigl- ingamálastofnun, sem og Tilkynningarskyldu ís- lenskra skipa, ef og þegar þessi breyting nái fram að ganga, en þó eigi að vera óþarft að hafa hann lengri en tvö ár. Flutningsmenn tillög- umnar eru þeir Guðmundur Halivarðsson og Guðjón Guðmundsson. Togarinn Sólberg frá Ólafsfirði var í vikubyijun á Barðinu og tog- urðu þeir í 10 mínútur, en það skilaði um 20 tonnum í haii. Þeir tóku svo nokkur enn styttri og fengu meðal annars 4 tonn eftir örfáar mínútur. Átta mílna þorskflekkur Þorskflekkurinn á þessum slóð- Allir framleiðendur sem SÍF sel- ur fyrir, pakka fiski sínum í sér- staka kassa merkta vörumerki SÍF, Islandia, en auk þess er í homi hvers kassa svokallað hornmerki, sem er skammstöfun, sem gefur til kynna nafn framleiðandans. Þó SIF setji mjög strangar kröfur um gæði og flokkun á saltfiskinum, um er talinn um, 8 mílna langur, 2 mílna breiður og allt að 50 faðma þykkur. Togaramir eru því aðeins að stinga sér rétt inn í jaðarinn á flekkunum til að fá ekki of mikið. Einnig hefur verið góður þorskafli út af Víkurál í áttina út á Torg og var Júlíus Geirmundsson að taka þar 12 til 20 tonn í holi eftir stuttan togtíma. em gæðin mismikil og njóta þeir, sem beztan fiskinn framleiða, þess í því að fiskurinn frá þeim selst fyrr en hjá hinum og á góðu verði. Þórsberg hefur haft þetta merki, OTM, frá stofnun fyrirtækisins 1975. Samstarfsaðili Armengol á íslandi er B. Benediktsson hf. Grunur leikur á að fiski hafi Þorskur um allan sjó Björn valur á Sólberginu segir að það sé þorskur um allan sjó og vandamálið sé að forðast hann. „Við byijuðum á grálúðu norður í kanti, en þar var lítið af hafa. Við ákváðum þá að reyna ýsu og fá blandaðan afla fyrir vinnsluna heima. Við urðum lítið varir við ýsuna, en þorskinn vantaði ekki. Vandamálið er að það eru engin skip gerð út á þorsk um þessar mundir. Það eiga engir kvóta til þess, en þorskurinn er um allt. Hann er fyrir austan, fyrir vestan og kemur í miklum mæli sem meðafli á hefðbundinni ýsu- og grálúðuslóð." Sá guli flæólr inn á slóðina Björn Valur segir að þorskurinn hreinlega flæði inn á slóðina og verið pakkað í umbúðir Armengol hér á íslandi og kassarnir verið merktir með hornmerki Þórsbergs. Ennfremur hefur komið í ljós að Armengol selur saltfisk undir þessu merki á Spáni, þó hann sé ekki framleiddur af Þórsbergi. Vegið harkalega að afkomu fyrirtækisisns Guðjón Indriðason segir, að með þessu sé verið að vega harkalega að afkomu fyrirtækisins. Armengol geti sett hvaða fisk sem er í kassa með þessu hornmerki og selt á mörkuðunum. Þessi fiskur sé ekki af sömu gæðum og fiskurinn frá Þórsbergi og því geti hann eyðilagt þá gæðaímynd, sem fiskurinn frá Þórsbergi hafi áunnið sér. Það geti svo bæði leitt til sölutregðu og verðlækkunar fari allt á versta veg. Samkeppnin komin út í öfgar „Með þessu eru þeir að nýta sér hann hafi aldrei séð aðrar eins fiskilóðningar. „Þessi kökkur er búinn að vera þarna mánuðum saman og hvort, sem rétt er talið að veiða meira úr þessu en gert hefur verið, væri örugglega fróð- legt að fá fiskifræðingana á miðin til að finna út hvað er að gerast þarna. Þessi fiskur átti ekki að vera til Við þurfum að vita hvaðan þessi fiskur kemur og afhveiju hann þéttir sig á svona litlu svæði. Kannski er þetta fiskur frá Græn- landi, að minnsta kosti átti allur þessi fiskur ekki að vera til hérna,“ segir Björn Valur Gíslason. Þeir á Sólberginu lönduðu á ísafirði í gær. Grálúðuna seldu þeir þar, en annar afli er fluttur til vinnslu á Ólafsfirði í gámum. þá gæðaímynd, sem fyrirtæki mitt hefur skapað sér á þessum mark- aði. Mér finnst að samkeppnin sé farin út í miklar öfgar ef viðskipta- hættir eins og þetta er það, sem koma skal. Þetta verður kært og reynt að fá skráningu þessa vöru- merkis hnekkt. Þá verður öllum kaupendum á Spánarmarkaði kynnt hvað hér er að gerast.-Þetta er allt annars konar samkeppni en maður reiknaði með, þegar útflutn- ingur á saltfiski var gefinn fijáls. Virðast hafa farið á taugum Þeir hjá Armengol virðast hafa farið á taugum við stofnun Cop- esco SÍF og rokið til og látið skrá þetta vörumerki á sitt nafn til að reyna að bæta eigin ímynd,“ segir Guðjón. „Framleiðendur sjálfir geta haft mikil áhrif ef þeir skoða vandlega hveijum þeir fela sölu á framleiðslu sinni.“ Þórsberg framleiðir árlega 850 til 1.000 tonn af saltfiski. Þeir beita fyrir Guðnýju ÞESSIR vösku kappar á ísafirði beita fynr Iínu- bátinn Guðnýju IS og þá munar ekkert um að bera balana á milli skúrs og báts með gamla lag- inu. Þetta eru þeir Sæv- ar Gestsson, Þorgeir Guðmundsson, Óðinn Grímsson, Guðbjartur Jónsson, Sigurður Hann- esson og Baldur Ingi- marsson. Nú er línutvö- földun í gangi og því keppast menn um að ná sem mestu, aðeins helm- ingur þorskafla á línu telst til kvóta. Það hefur líka verið ágætis kropp á línu fyrir vestan. Mik- ill þorskur er á Halanum og stór þorskur fæst i Nesdýpinu. ... - - - Morgunblaðið/Birgir Þórbjarnarson Deilt er um vörumerki a spænska saltfískmarkaðnum Armengol skráir hornmerki Þórsbergs sem eigið vörumerki SÍF vinnur nú að því með lögfræðingum sínum að hnekkja skráningu ákveðins vörumerkis, sem spænski innflytjand- inn Armengol, hefur fengið einkaleyfi á. Ar- mengol er keppinautur Copesco SlF í sölu og dreifingu á saltfiski í Katalóníu. Vörumerki sem Armengol hefur skráð er svokallað horn- merki OTM, sem er framleiðslumerki Þórsbergs hf. á Tálknafirði. Kaupendur að saltfiski fara að mestu eftir þessum hornmerkjum, sem notuð hafa verið allt frá 1930 og þannig verið virt á saltfískmörkuðun- um við innkaup á saltfiski. Þórsberg hefur getið sér mjög gott orð fyrir framleiðslu sína og segir Guðjón Indriðason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, að hann líti á þetta framferði Armengol sem algjöran þjófnað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.