Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 2
2 E FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Forstjóri Landsbréfa vill að stjórnendur fj ármálastofnana taki frumkvæði FOLK Seinagangur við emkavæð- ingu skaðar fjármálakerfið GUNNAR Helgi Hálfdanarson, forstjóri Lands- bréfa, verðbréfafyrirtækis Landsbankans, telur afar mikilvægt að dregið verði úr eignaraðild ríkisins að fjármálakerfinu eins fljótt og auðið er. Slíkt sé nauðsynlegt svo að þær geti mætt vaxandi alþjóðlegri samkeppni Annars sé hætta á að besti hluti viðskiptanna lendi í höndum erlendra samkeppnisaðila, sem séu þegar farnir að teygja anga sína hingað. Lífeyrissjóðir 450 milljarðar um aldamót Gunnar Helgi segir að gífurleg stækkun lífeyr- issjóða hér heima og erlendis sé bein afleiðing umræddrar fólksfjölgunar. Sjá megi fyrir að heildareignir lífeyrissjóða muni vaxa úr 260 milljörðum króna nú, í 400-450 milljarða króna um aldamót. „Til samanburðar má geta þess að eignir innlánsstofnana eru nú um 240 millj- arðar en lífeyrissjóðimir fóru í fyrsta sinn fram úr innlánsstofnunum í heildareignum á síðasta ári. Lífeyrissjóðir munu vaxa mun hraðar en innlánsstofnanir á næstu árum og því mun enn draga í sundur með þessum aðilum. Ör vöxtur sjóðanna mun væntanlega halda áfram fram til um árið 2010. Þá mun væntanlega draga veru- lega úr vextinum við það að lífeyrissgreiðslur taka að vaxa ört.“ Skammur tími til stefnu Gunnar Helgi segir að samhliða þessari þró- un muni verðbréfamarkaðurinn fá stóraukið hlutverk, þar sem markaðsöflin, framboð og eftirspurn, muni ákvarða kjörin. Samtímis muni bein áhrif ríkisins á fjármagnsmarkaðina þverra að sama skapi. „Miðað við þessa þróun er sér- kennilegt að eignaraðild ríkisins að íslenska fjármálakerfínu 80% að lífeyrissjóðunum frá- töldum, og sú staðreynd vekur spurningar um hvernig það er í stakk búið til að takast á við stóraukna alþjóðlega samkeppni á flestum svið- um. Svo mikil eignaraðild er tímaskekkja og er til marks um stefnu- og kjarkleysi stjórn- valda til langframa í þessum málum. Óbreytt ástand, sem margir telja þó þolanlegt, býður heim hættunni á að besti hiuti viðskiptanna lendi í höndum erlendra samkeppnisaðila. Það myndi draga úr stærðarhagkvæmni íslensku fjármálastofnananna og hamla gegn arðbærum rekstri þeirra." Gunnar Helgi telur að fæstir geri sér grein fyrir hvað hin alþjóðlega samkeppni hefur stytt þann tíma sem kann að vera til ráðstöfunar. „Það tekur nefnilega að jafnaði 3-5 ár fyrir stór, starfandi fyrirtæki að breytast í takt við nýjar víðtækar umbótaáætlanir stjórnenda, nema e.t.v. í neyðarástandi, sem er langur tími í erfiðu samkeppnisumhverfi. í ljósi þess hve allar mótbárur virðast draga kjarkinn úr stjórn- völdum tel ég að stjórnendur þessara stofnana verði að taka afgerandi frumkvæði í þessum efnum gagnvart stjómvöldum. Ég hef enn ekki heyrt neinar mótbárur eða vandamál, sem ekki er hægt að leysa ef viljinn er fyrir hendi. Með hliðsjón af umfangi nauðsynlegrar endurskipu- lagningar, sameiningar og einkavæðingar fjár- málakerfisins og ört vaxandi stærð og íjárfest- ingarþörf lífeyrissjóðanna er mikilvægt og raun- hæft að telja að samkomulag náist um að þeir gerist hluthafar í umræddum fjármálastofnun- um á fyrsta stigi einkavæðingar þeirra. Á með- an óbreytt ástand varir og óvissa ríkir um fram- tíðareignaraðild að fjármálastofnunum í eigu ríkisins mun þær skorta trúverðugleika," segir Gunnar Helgi. Ný fram- leiðsla hjá GKS GKS hf. kynnti á dögunum nýja framleiðslu frá fyrirtækinu. Hér er á ferðinni nýr stóll, hannaður af Pétri B. Lútherssyni hús- gagnaarkitekt. Stóllinn er ætlað- ur til nota í fjölnota húsum og er hægt að fá hann kiæddan áklæði eða með plastsetu og -baki. I tilefni dagsins var þing- mönnum og sveitarstjórnar- mönnum úr nágrannasveitarfé- lögum boðið til að kynna sér framleiðslu fyrirtækisins. Að sögn Rafns Ben Rafnsson- ar, framkvæmdastjóra GKS, var þetta gert til að vekja athygli á íslenskri húsgagnaframleiðslu. Morprunblaðið/Þorkell Hátæknl iafðu samband! úla 26 • sími 588 5000 Hátækni 10 ára 20% afmælisafsláttur til 31. des. 1995 GSM 2110 - fýrir þína hönd og annarra Frá tæknilegu sjónarmiði er Nokia 2110 einn álitlegasti kosturinn í GSM-kerfínu og ekki spillir verðið: Áður frá 75.444 kr. Mú frá 60.356 kr. stgr. Úrval aukahluta i bodi NÖKIfi á«®i; Breytingar hjá Lands- bankanum Eftirfarandi breytingar hafa verið gerðar á störfum útibússtjóra og for- stöðumanna j Landsbanka íslands: •SVEINBJÖRN Guðbjarnason útibússtjóri í HafnarFirði hefur tekið við starfí útibússtjóra í Kópavogi. Sveinbjörn er fæddur 8. júní 1939 og hefur starfað í bankan- um frá 1957, aðal- lega í höfuð- stöðvunum en frá 1993 sem útibús- stjóri. Sveinbjörn er kvæntur Sigríði Magnúsdóttur og eiga þau fjóra syni. •BOGI Magnússon útibússtjóri í Kópavogi hefur tekið við starfi Svein- bjöms í Hafnar- firði. Bogi er fædd- ur 10. september 1950 og hefur ver- ið starfsmaður bankans frá 1968. Hann starfaði m.a. í víxla- og spari- sjóðsdeildum Mú- laútibús til ársins BOGI 1992 er hann varð útibússtjóri. Bogi er kvæntur Sigr- únu Pétursdóttur og eiga þau tvö börn. •HUGI St. Armannsson, forstöðu- maður afgr. í Tollvörugeymslunni, fer 1. jan. nk. Hugi er fæddur 13. júní 1940 og hefur verið starfs- maður bankans frá 1963, lengst af í aðalbanka en for- stöðumaður afgr. frá 1985. Hugi er kvæntur Katrínu Briem og eiga þau einn son. Kristinsdóttir stað- gengill forstöðumanns tölvudeildar tekur við starfí Huga í Tollvöru- geymslu. Pálína er fædd 10. júlí 1949 hefur verið starfsmaður tölvu- deildar bankans frá 1991 en starf- aði áður í Sam- vinnubanka ís- lands hf. Pálína á tvö börn. HUGI •PÁLÍNA Nýlögfræði- skrifstofa •STEFÁN Bj. Gunnlaugsson hér- aðsdómslögmaður opnaði þann 1. september sl. lögfræðistofu á Strandgötu 25 í Hafnarfirði _ í samvinnu við Árna Grétar Finnsson hæstaréttarlög- mann. Lögfræði- skrifstofan annast öll almenn lög- fræðistörf. Sérsvið Stefáns er málefni sem snerta Evr- ópurétt og innri málefni Evrópu- sambandsins. Stefán er fæddur í Reykjavík 1960. Hann er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík og lauk lögfræðiprófi frá Háskóla íslands 1986. Stefán lagði stund á framhaldsnám í Evrópurétti við Há- skólann í Lundi í Svíþjóð og lauk þaðan Mastersprófí LLM í júní 1995. Hann varð héraðsdómslögmaður 1989. Stefán var fulltrúi á lögfræði- skrifstofu Friðjóns Arnar Friðjóns- sonar hrl. og Þórólfs Kristjáns Beck hrl. 1986-1987 og fulltrúi hjá Árna Grétari Finnssyni hrl. frá mars 1987. Hann er kvæntur Ólöfu Jóns- dóttur lækni og eiga þau tvo syni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.