Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 F 7 Bylgjan í jólafötin ÞEGAR jólin nálgast með ys og þys tekur dagskrá útvarpsstöðvanna gjarnan nokkrum breytingum. Fólk vill hlusta á létta og skemmtilega þætti á meðan það hugar að undirbúningnum. Þessa dagana er Bylgjan að klæðast jólafötunum og hefur verið gerð þónokk- ur breytingá helgardagskránni. Fyrir jólin í fyrra voru Valdís Gunnarsdóttir og Jón Axel Ólafsson með þætti sem tekið var eftir síð- degis á laugardögum. Þau hafa nú flutt sig um set og verða með jólalegan þátt á Bylgjunni næstu föstu- dagsmorgna. „Það má bóka að það verður mikið um að vera hjá okkur, enda er það alltaf þannig svona rétt fyrir jólin," sagði Valdís Gunnarsdóttir þegar starfsmenn kynningardeildar íslenska útvarpsfélags- ins hittu hana í útsendingu fyrir hádegi á mánudag. Valdís óg Jón Axel fylgjast með jólaundirbúningi „Við ætlum að fylgjast vel með jólaundirbúningi landsmanna, slá á léttu strengina og hver veit nema við gerum at í svo sem eins og tveimur eða þremur . kunnum einstaklingum." Jón Axel og Valdís hafa bæði verið áberandi á öldum ljósvakans eftir að útvarpsrekstur var gefinn frjáls en Jón hefur meira sinnt öðrum málum undanfarið. Það leynir sér ekki að hann hlakkar töluvert til þess að komast aftur í útvarpið: „Það er alltaf gaman að gera einn og einn þátt og rifja upp stemmninguna sem ríkir í beinni útsendingu. Og stemningin er svo rifandi skemmti- leg og ósvikin svona rétt fyrir jólin." VALDÍS Gunnarsdóttir og Jón Axel Ólafsson eru með jólalegan þátt á sunnudagsmorgnum. Eiríkur og Siggi Eiríkur Jónsson hefur skapað sér algjöra sérstöðu sem útvarpsmaður og á einkar auðvelt með að tala við fólk og fá það til að sýna á sér nýjar hliðar, eins og sjónvarpsþættirnir hans hafa sannað. Eirík- ur fékk líka annan kunnan sjónvarpsmann til að sýna á sér nýja hlið í útvarpi og það bar að með nokkuð sérstökum hætti. „Við vorum á ferð með Bylgjunni og Stöð 2 úti í Vestmannaeyjum og ég í beinni útsendingu með morgunþáttinn minn þegar hann vaggaði inn í salinn og byrjaði að tala í hh'óðnemann. Ég lét þetta bara gott heita og hef ekki ennþá haft fyrir því að reka hann út," segir Eiríkur um félaga Sigurð L. Hall án þess að depla auga. Þeir félagar halda sínu striki fram að jólum en ef að líkum lætur eiga þeir þó eftir að setja sinn svip á jólaundirbúninginn og krydda tilveruna með orðaflaumi og viðtölum án hliðstæðu. Fléttuþættir á laugardögum Erla Friðgeirsdóttir og Halldór Backman st jórna blönduðum útvarpsþætti eftir hádegi á laugardög- um og kenna hann við fléttu. Á laugardögum er gjarnan mikið um að vera í menningarlífi landans og fólk stendur fyrir alls kyns uppákomum úti um borg og bý. Erla og Dóri fylgjast náið með öllu því • helsta sem fram fer, eru á þönum um borgina og flytja jólastemninguna inn á heimili landsmanna. Páll Þorsteinsson kominn aftur Útvarpsmaðurinn Páll Þorsteinsson gengur nú aftur til liðs við Bylgjuna eftir nokkurra ára hlé. Hann verður með þátt eftir hádegi á sunnudögum ásamt Valdísi Gunnarsdóttur en þau störfuðu reynd- ar saman hér á árum áður. Ætlunin er að bjóða góðum gestum í hljóðstof u, fá girnilegar matarupp- skriftir fyrir jólin og gera útvarpsþátt sem er gott undirspil við kökubaksturinn og jólahreingerning- una. „Það kitlaði mig mjög þegar mér var boðið að vera með þennan þátt ásamt Valdísi," segir Páll þegar hann er spurður um endurkomu sína á Bylgj- una. „Við höfum unnið áður saman og með góðum árangri. Ég býst líka fastlega við að þetta verði skemmtilegt og vona innilega að hlustendur hafi gaman af." íshokkí og fótboSti 18.30 ?íþróttir Fjöl- breytt íþróttaefni ræður ríkjum á sjónvarpsstöðinni Sýn í dag. Klukkan 18.30 verður dagskrá frá NHL- deildinni í íshokkí en hún býður upp á það besta í þess- ari hröðu og hörðu íþrótt. Kl. 19.30 tekur síðan við bein útsending frá ítölsku knatt- spyrnunni og verður sýndur stórleikur Juventus og Inter Milan. Klukkan 21.30 verða sýndar svipmyndir frá leikj- um í Evrópukeppninni í knattspyrnu en íþróttadag- skráin endar á leik vikunnar í ameríska fótboltanum og hefst sú útsending klukkan 22.30. GIANLUCA Vialli, leik- maður Juventus. EINS og margir vita reiddu framleiðendur Forrest Gump sig mikið á tölvubrellur við gerð myndarinnar. Stríðshétjan Gary Sinise missti fæturnar með stafrænum aðferðum og skýjum á himni var snúið við svo dæmi séu tekin. Einnig mátti skera niður statistakostnað með fyrrgreindum aðferðum, eins og myndin sýnir. 1 2 3 4 5 6 7 ¦ 15 8 ¦ 1 ¦ ' 10 11 12 13 14 ¦ ¦ 16 £§ P 17 ¦ " 20 1 21 ¦ ¦ Ekki er allt sem sýnist ... íbíó Tónlistarkrossgátan á Rás 2 kl. 15. í ÞEIRRI útgáfu Demolition Man sem ætluð var Bandaríkjamark- aði brá nafni Taco Bell matsölukeðjunnar fyrir á tjaldinu (við höfuð Söndru Bullock). En þar sem fáir þekkja staðina utan heima- landsins var brugðið á það ráð að setja skilti Pizza Hut í staðinn þegar myndinni var dreift erlendis. DISNEY fyrirtækið hafði huga á því að markaðs- setja My Father the Hero ásamt öðrum barna- myndum fyrirtækisins sem á markað komu um svipað leyti. Svo illa vildi til hins vegar til að sund- bolur Katherine Heigl var helst til efnislítill fyr- ir umræddan markhóp og því var brugðið á það ráð að mála yfir bakhluta stúlkunnar í auglýsinga- skyni, án þess þó að spilla ánægju kvikmyndahúss- gesta varanlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.