Morgunblaðið - 16.12.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.12.1995, Blaðsíða 1
J BLAÐ ALLRA LANDSMANNA Pt^rjgmnwltlte&i^ 1995 KNATTSPYRNA LAUGARDAGUR 16. DESEMBER BLAÐ C Þrautargöngu Bosmans lokið. Evrópudómstóllinn úrskurðaði honum ívil Ég er mjög þreytt- ur, en ánægður BÚAST má við mikilii óvissu, hræringum og ókyrrö á knatt- spyrnumarkaði Evrópu á næst- unni því í gær úrskurðaði Evr- ópudómstóllinn Belganum Jean- Marc Bosman í hag ímáli sem hann flutti gegn því fyrirkomu- lagi sem viðgengist hefur í Evr- ópu í sambandi við kaup og sölu knattspyrnumanna. Niðurstaða dómsins mun hafa mjög mikil áhrif, það er Ijóst, en ekki er hægt að segja nákvæmlega hverjar afleiðingarnar verða. Það má eiginlega segja að Bos- man haf i komið forráðamönnum knattspyrnumála á hnén í gær og að Evrópudómstóllinn hafi sýnt því kerfi sem ríkt hef ur rauða spjaldið, svo notað sé íþróttamál. Eg er mjög þreyttur, en ánægð- ur," sagði Bosman þegar ljóst var að hann hafði haft betur í barátt- unni, baráttu sem staðið hefur í fímm ár og hann háði einn og yfirgefinn framan af. „Það hafa komið mjög erfið tímabil. Fyrir fimm árum stóð ég einn í þessu og ef éghefði ekki fengið stuðning frá öðrum knatt- spyrnumönnum væri ég ekki hérna í dag. Þetta hefur tekið mjög á and- legu hliðina og nú vona ég bara að það versta sé afstaðið og nú sé að- eins það góða framundan," sagði Bosman. Niðurstaða dómstólsins hefur það í för með sér að evrópskir knatt- spyrnumenn ráða hvað verður um þá, þeir verða ekki lengur í eigu fé- laganna eins og verið hefur. Þegar samningur leikmanns og félags er úti er leikmaðurinn frjáls ferða sinna og félagið getur ekki stöðvað hann. „Ég vona að í framtíðinni muni leikmenn muna hvað ég gerði fyrir þá," sagði Bosman og bætti við: „Vonandi kem ég undir mig fótunum á ný. Ef til vill er kominn tími til að ég hefjist handa sem atvinnumaður þar sem frá var horfið," sagði hinn 31 árs gamli BelgL Lögfræðingar Bosman sögðu að dómstóllinn hefði eingöngu haldið sig við félagaskipti á milli landa og þar réðu knattspyrnumenn sér sjálfir, en ekkert hefði verið tekið á félagaskipt- Lennart Johansson, UEFA Árásá knatt- spyrnuna LENNART Johansson, forseti UEFA, sagðist vera í rusli yfir úrskurðinum. „ Við höf um stað- ið í þessu í fimm ár og reynum að vera ekki tapsárir, en mér hefði þótt gott að fá svona fimm daga til að aðlagast þessu," sagði Johans- son. „Þessi úrskurður mun setja knattspy rnuna í Evrópu á annan endann. UEFA hefur reynt að koma fram fyrir hönd allra knattspyrnsu- sambanda, sama hvort þau eru stór eða smá. Það eru sárafáir sigurvegarar í þessu máli en nijiig margir sem tapa á þessum úrskurði," sagði hann á blaðamannafundi í gær. „Það er agalegt að hugsa til þess að víð þurfum ef til vðl að kollvarpa algjörlega því kerfi sem við höf um verið með í hundrað ár. Núna eru Ieik- menn færðir sem eign í bókhaldi félaganna, enda hafa þau notað milljónir til að byggja þá upp, en í framtíðinni verður þessi eign og þessi fjárf esting ekki til. Niðurstaðan er árás á knattspyrnuna en við eigum eftir að komast að þvi hvaða afleiðingar hún hefur," sagði Johansson. Reuter BELGISKI knattspyrnumaðurinn Jean-Marc Bosman (t.h.) og annar lögmaður hans Jean-Louls Dupont, voru mjög ánægðir eftlr að slgur Bosmans var í höfn. um innanlands. Luc Misson, einn lög- fræðinganna, sagði þó að haiyi vær- iu sannfærður um að túlkunin yrði sú sama, hvort heldur maður væri að skipta um félag innanlands eða á milli landa. Viðbrögðin hafa verið með ýmsu móti. Holleridingurinn Jimmy Janss- en van Raay, sem sæti á á Evrópu- þinginu, og hefur stutt Bosman opin- berlega var ánægður i gær: „Ég er mjög ánægður með að búið er að útrýma nútíma þrælahaldi. Ég dáist að Bosman að fara einn gegn hinu mikla og sterka afli knattspyrnu- hreyfmgarinnar og hann er sannar- lega Golíat." Forráðamenn knattspyrnusam- banda og forráðamenn í UEFA voru hins vegar ekki eins sælir. „Við meg- um ekki hlaupa upp til handa og fóta núna. Við verðum að setjast niður og ræða málin í rólegheitunum og sjá til hvaða áhrif þetta kemur til með að hafa. í versta falli hrynur kerfið sem við höfum verið með varð- andi kaup og sölu leikmanna — von- andi gerist það þó ekki," sagði Gra- ham Kelly hjá enska knattspyrnu- sambandinu. Margir telja að kerfið sem notað er í Frakklandi munu verða fyrir- mynd víða í Evrópu. Þar gera félög- in samninga til langs tíma við unga krakka og eru þau bundin félaginu til 24 ára aldurs nema greiðsla komi fyrir. Þegar samningurinn rennur út eru leikmennirnir frjálsir ferða sinna án þess að félagið eigi kröfu á þá. Þýska knattspyrnusambandið var óánægt með niðurstöðu dómsins og sagði að bilið milli ríkra og fátrækra félaga yrði enn stærra en það er nú þegar. Einnig benti talsmaður þess á að dómstóllinn hefði greinilega ekkert tillit tekið til sérþarfa íþróttar- innar. - Michael Laudrup, fyrirliði danska landsliðsins, var á öðru máli. „Auð- vitað eiga að gilda sömu reglur fyrir atvinnumann í knattspyrnu eins og gilda fyrir hverja aðra atvinnugrein. Eg óttast hins vegar að með tímanum geti félag, sem er eingöngu skipað erlendum leikmönnum, veikt landslið þjóða," sagði Laudrup. ¦ Saga Bosmans- málsins / C4 „Eflaust fagna stóru félögin" „VIÐ íslendingar erum skammt á veg komnir i þessu kerfi, sem tekist hefur verið á um, en ég get ekki neitað þvi að íslensk félagslið hafa ekki góða reynslu varðandi samskipti við erlend félög, sem hafa fengið leikmenn héðan," sagði Eggert Magn- ússon, formaður Knatt- spyrnusambands íslands, þeg- ar hann var spurður um Bos- man-málið. „Eg geri mér fyllilega grein fyrir að dómurinn sem var kveðinn upp í gær er skellur fyrir knattspyrnuna í Evrópu. Eflaust fagna stóru félögin, sem hafa yfir mestum fjármunum að ráða — þau geta keypt bestu leikmenn litlu liðanna, liðanna sem hafa yfirleitt alið upp leikmenn fyrir stóru félögin i gegnum árin. Nú geta félög ekki litið lengur á það sem fjárfestingu að vera með toppleikmenn í herbúðum sínum, nema að gera langa samninga við þá á unga aldri. Hver verður fram- tiðin? Koma stóru f élögin til með að sel ja fjármuni í litlu félögin, til að þau geti alið upp leikmenn fyrir þau? Það er möguleiki. Það hefur lengi verið vitað að knattspyman í Evrópu hefur búið við gallað kerfi í sambandi við félagsskipti og < hefur Knattspyrnusamband Evrópu verið með ýmsar hug- myndir til að gera þar bót á. Það fara fram hundruð fé- lagsskipti i Evrópu á ári og yfirleitt hafa þau gengið snurðulaust fyrir sig. Stífni Belgíumanna kom þessu máli af stað," sagði Eggert. ÍSLENSKUR ATVINNUKNÁTTSPYRNUÞJÁLFARI í BANDARÍKJUNUM í TÍU ÁR / C2,C3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.