Morgunblaðið - 16.12.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.12.1995, Blaðsíða 3
Idfð + MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 C 3 KNATTSPYRNA Valderrama í svidsljósinu Fjórir útlendingar með hverju liði CARLOS Valderrama, fyrirliði landsliðs Kólumbíu, ákvað í gær að ganga til liðs við nýju bandarfsku atvinnumanna- deildina í knattspyrnu og eru forráðamenn deildarinnar mjög ánægðir með að fá þenn- an litríka leikmann. Enn er ekki Ijóst með hvaða liði hann mun koma til með að leika — Metr- oStars sem hefur bækistöðvar í New York/New Jersey, Dallas Burn og Tampa Bay vilja fá hanntilliðs viðsig. Nýja deildarkeppnin í knatt- spyrnu í Bandaríkjunum, Major League Soccer, hefst 6. apríl 1996. í deildinni keppa tíu ný lið, þannig að Bandaríkjamenn sjá tíu ný liðsmerki, tíu nýja búninga og eins og sagt er tíu knattspyrnu- menn, sem eru í heimsgæðaflokki. Takmarkið er að minnsta kosti einn heimsfrægur knattspyrnukappi leiki með hveiju liði, en alls hafa liðin leyfi til að tefla fram fjórum erlendum leikmönnum, sem er mik- il breyting frá því sem áður var. Þegar Bandaríkjamenn gerðu fyrstu tilraunina með atvinnu- mannadeild um 1970, þá varð hvert lið að leika með tvo Bandaríkja- menn. Það er stjórn MLS sem ákveður hvaða leikmenn eru keyptir og með hvaða liði þeir leika. Þetta er gert í byijun á meðan deildarkeppnin er að þróast. Nú er þegar ljóst að VESTURDEILD Bandarísk atvinnuknattspyrnudeild: AUSTURDEILD Cotorado Rapids Dallas Burn Kansas City Wiz Los Angeles Galaxy San Jose Clash Columbus Grew New England Revolution New York MetroStars Tampa Bay Washington DC United Major League Soccer Nýja MLS-deildin í knattspyrnu hefst +C * * * +c í Bandaríkjunum 6. aprfl 1996. Tíu lið verða í MLS-deildinni til að byrja með * * * 5 í AUSTURDEILD og 5 ÍVESTURDEILD -k San Jose Clash • San Jose Los Angeles Galaxy • Los Angeles ■ii Colorado Rapids Denver • •KansasCity i ' Kansas City Wiz Columbus Grew Columbus® ^TDallasBurn > N i- NewYoi iew Jersey • Washington DC Washíngton DC United Æ ngland Revolution iton Jersey MetroStars York MLS sér um reksturinn á liðunum í Dallas, Tampa ★ Dallas • Tampa Bay. t 1 Fyrst voru borgirnar og San Jose, en önnur lið * * «4r I X i valdar, en síðan nöfn eru í eigu einkaaðila. -Ar '-X ; J á liðin tíu. sem var formaður framkvæmda- stjórnar HM í Bandaríkjunum 1994. Knáttspyrnusambandið hefur ákveð- ið hvar liðin tíu hafa höfuðstöðvar, nöfn liðanna, hvernig litir búning- anna eru sem þau leika í, hvaða leik- menn leika með liðunum og ýmislegt annað. Hefur þetta fyrirkomulag naælst vel fyrir? Jú, það er rétt. Knattspyrnusam- bandið hefur algjörlega séð um upp- byggingu á deildinni, ákvað hvar lið- in tíu hafa herbúðir og hvaða erlend- ir leikmenn koma til með að leika með hveiju liði. Sambandið rekur deildina, Major League Soccer — MLS, algjörlega til að byija með. Það voru margir sem voru á móti þessu, að nokkrir menn hafi fmgurna í öllu, raði niður leikmönnum og ráði þjálfara fyrir hvert lið. Sambandið kemur deildinni á stað, en í framtíð- inni taka liðin sjálf við stjórninni. Þegar ákveðið var hvar liðin væru urðu borgimar að koma með ákveðið framlag og skuldbindirnar. Sumar borgir gátu það ekki, þannig að lið í nýju deildinni koma aðeins frá borg- um sem voru tilbúnar að leggja fram framlag.“ Einar sagði að lið frá borgum leiki ekki í MLS-deildinni, þau verða með í öðrum deildum og þjálfar hann lið í Spokane yfir sumartímann — Spok- ane Shadow, sem er skipað strákum sem hafa leikið í Gonzaga-háskólalið- inu. „Það deildarfyrirkomulag var tekið upp síðastliðið sumar og gekk vel. Við fengum að meðaltali fimm- tán hundruð til tvö þúsund áhorfend- ur á leik, sem lofar góðu um fram- haldið. Það eitt sýnir að knattspyrn- an er að lifna við í Bandaríkjunum. Einar þjálfar einnig lið skipað sautján ára strákum í Washington- ríki — ríkisliðið. „Strákarnir leika gegn öðrum fylkjum á vesturströnd- inni. Í strákaflokkum er keppt í fjór- um aldursflokkum, fjórtán til sautján ára. Fyrst keppa lið innan fylkjanna og síðan er valið eitt úrvalslið frá hveiju ríki til að leika í keppni með öðrum þrettán fylkjum. Síðan er val- ið eitt úrvalslið úr ríkisliðunum þret- tán og þegar upp er staðið eru kom- in fjögur lið saman frá öllum Banda- ríkjunum, til að leika til úrslita. Ur þessum fjórum liðum er síðan valið Ólympíulið Bandaríkjanna. Þetta hefur verið eina leiðin til að fá að sjá þá bestu leika hvor gegn öðrum og þannig fundu Bandaríkjamenn þá leikmenn sem léku fyrir þá í heims- meistarakeppninni 1994, en flestir leikmennirnir sem léku með liðinu í HM komu í gegnum þannig síu — hafa leikið með ríkisliðum, síðan háskólaliðum, Ólympíuliði og lands- liði. Það eru nú leikmenn sem leika víða um heim við góðan orðstír.“ Telurþú að þessir leikmanna komi aftur heim til að taka þátt í nýju deildinni? „Flestir, en þó ekki allir. Sumir eru orðnir leikmenn með góðum lið- um í Evrópu og hafa mjög góð laun, þannig að þeir eru ekki tilbúnir að snúa strax aftur.“ Stjömur Nokkrir kunnir kappar leika í nýju deildinni í Bandaríkjunum — enn hefur ekki verið ákveðið með hvaða liðum flestir þeirra koma til með að leika: Markverðir: Khalil Azmi, Marokkó Jorge Campos, Mexíkó Varnarmenn: Alexi Lalas, Bandaríkjunum Victor-Akem N’Dip, Kamerún Samuel Ekeme, Kamerún. Miðvallarspilarar: Carlos Valderrama, Kólumbía Marco Etcheverry, Bóiivía John Harkes, Bandaríkjunum Tab Ramos, Bandaríkjunum Mike Sorber, Bandaríkjunum Sóknarleikmenn: Frank Klopas, Bandaríkjunum Hugo Sanchez, Mexíkó.Ðallas Chicho Suarez, Bólivíu Ray Wegerle, Bandaríkjunum CARLOS Valderrama nokkrir leikmenn bandaríska lands- liðsins í HM 1994, sem hafa leikið með erlendum liðum, koma heim til að leika í nýju deildinni. Þá leika einnig nokkrir gamalkunnir kappar í deildinni, eins og t.d. markvörður- inn skrautlegi frá Mexíkó, Jorge Campos. Það hefur verið ákveðið að hann leiki með Los Angelez Galaxy, þar sem mikið er af Mexík- önum á svæðinu. Annar leikmaður frá Mexíkó — Hugo Sanehez, fyrr- um markvarðahrellir hjá Real Madrid, leikur með Dallas Burn, en þar eru einnig mikið af Mexíkönum. Tveir leikmenn, sem léku með landsliði Kamerún í HM hafa geng- ið til liðs við deildina, Victor-Akem N’Dip og Samuel Ekeme. Danski landsliðamaðurinn Michael Laudrup hefur sagt að hann hafi áhuga að gerast leikmaður í bandaríkjunum eða Japan, ef hann fær ekki nýjan samning við Real Madrid. Bandaríkjamaðurinn Tab Ramos mun leika með New York/New Jersey MetroStars, eða með liðinu á svæðinu sem hann ólst upp. Alexi Lalas, sem hefur leikið á Ítalíu, leik- ur í Boston, með New England. John Harkes, sem hefur leikið með liðum í Englandi, verður leikmaður með Washington DC United og tal- ið er líklegt að Bólivíumaðurinn Marco Etcheverry komi einnig til með að leika með liðinu. Aðeins er búið að ráða einn þjálf- ara til starfa. Það er Englendingur- inn Ron Newmann, sem verður með Kansas City Wiz. Hann starfaði einnig sem þjálfari í gömlu deildar- keppninni, en hefur verið þjálfari hjá innanhússknattspyrnuliðum sl. tíu ár. Carlos Alberto, fyrrum landsliðsfyrirliði Brasilíu og leik- maður með New York Cosmos á árum áður, hefur verið orðaður sem þjálfari MetroStars. Rothenberg bjartsýnn ALAN Rothenberg, forseti Knattspyrnu- sambands Bandaríkjanna, er maðurinn á bak við stofnun nýju atvinnumannadeild- arinnar í Bandaríkjunum, Major League Soccer — MLS. Hann er bjartsýnn og seg- ir að þó að deildin verði ekki eins öflug og t.d. á Ítalíu, Englandi og Þýskalandi eigi hún eftir að verða spennandi. „Deild okkar er lítil eins og í Svíþjóð og Sviss, Þeir leikmenn sem leika í deildinni taka við þýðingarmeira starfi en leikmenn í stærri deildum og þess vegna er ábyrgð þeirra meiri,“ sagði Rothenberg. •MLS hefur sett ákveðið launaþak á hvert lið í deildinni, en með hverju liði eru átján leikmenn á launaskrá. Liðin géta ekki borgað leikmönnunum átján nema samtais 84,5 millj. ísl. kr. í laun á keppnistímabili. •Bjórfyrirtækið Budweiser verður aðal- styrktaraðili deildarinnar. Þórólfur Beck reið á vaðið FJÓRIR íslenskir knattspyrnumenn hafa leikið með liðum i Bandaríkjunum. Fyrstur reið á vaðið Þórólfur Beck, sem gerðist leikmaður með St. Louis Stars 1967, eftir að hafa leikið með St. Mirren og Glasgow Rangers í Skotlandi og Rouen í Frakk- , landi. Þar næstur kom Guðgeir Leifsson, sem gerðist leikmaður með Edmonton Drillers 1979, þá Jóhannes Eðvaldsson, sem gerðist leikmaður með Tulsa Roug- hnecks 1980 og sama ár gerðist Albert Guðmundsson úr Val leikmaður með Edm- onton Drillers. Gamla „inn- rásin“ hefur skilað sér EINAR sagði að „innrás“ gamalkunnra knattspyrnukappa um og upp úr 1970, þegar fyrst var reynt að stofna atvinnu- knattspyrnudeild í Bandaríkjunum, hafi skilað sér að mörgu leiti. Þá komu marg- ir gamalkunnir knattspyrnukappar, sem urðu síðan eftir og hafa tekið að sér þjálf- un hjá yngri knattspyrnumönnum og há- skólaliðum. Þeir komu með kunnáttuna við að leika og fara í gegnum stranga þjálfun. Það má segja að þessir menn hefðu komið til að sá fræinu, sem er nú byijað að spíra. Þróunin er allt- af að aukast EINAR sagði að þróunin í sambandi við hvernig á að bregðast við leikskipulagi og hreyfingum andstæðinganna væri allt- af að aukast. Eg var að lesa um það á dögunum hvernig Brasilíumenn notuðu tölvur til að sjá hvernig andstæðingurinn hreyfir sig á vellinum — skrá hvernig sendingar menn fá og hvað oft. Tölvan segir síðan um hvernig menn spyrna knett- inum, t.d. hvað Dunga, fyrirliði Brasilíu- manna, gefur knöttinn oft á Romario og hvernig. Hvað oft sendingar hans til Rom- ario heppnuðust, fékk hann knöttinn vinstra megin við sig, hægra megin eða höfnuðu sendingarnar fyrir framan hann. Þessi tækni, ef þjálfarar nýta sér hana, gerir stai’f þeirra viðameira. Þá bætist við að þjálfarar þurfa að liggja yfir mynd- bandsspólum af leikjum andstæðinganna. Margir hafa áhyggjur ÞAÐ eru margir áhugamenn um knatt- spyrnu sem hafa miklar áhyggjur á að MLS-deiIdin byiji ekki eins vel og vonir stóðu til — þeir hafa áhyggjur vegna þess að það eru aðeins fjórir mánuðir þar til deildin byijar og aðeins eitt lið deildarinn- ar er komið með þjálfara og þá hefur ekki verið gengið frá leikmannaskipan lið- anna. Mönnum finnst tíminn vera naumur sem er til stefnu og lokaundirbúningur verður lítill sem enginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.