Morgunblaðið - 16.12.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.12.1995, Blaðsíða 4
IÞRDMR ÞOLFIMI Magnús Scheving á HM í París MAGNÚS Scheving keppir á heimsmeistaramóti alþjóða fim- leikasambandsins í þolfimi í Par- ís, sem hefst í dag. Hann hefur æft af kappi fyrir mótið undanfar- ið, en tognaði á þumalfingri sl. mánudag — fór í hljóðbylgjumeð- ferð til að minnka bólgur. „Ég vona að meðferðin hafi sitt að segja og ég nái mér vel á strik og komist í úrslit, en keppnin skiptist í tvo daga. Sjö efstu menn komast í lokaúrslit, sem verða á sunnudaginn. Það verður harður slagur að komast þangað,“ sagði Magnús. „Ég er farinn að halda að ein- hver álög fylgi mér fyrir stór- mót. Ég tognaði á ökkla i sömu viku og ég keppti á heimsmeist- aramótinu í Japan. Þumalfingur gaf sig svo í miðri æfingu á Evr- ópumeistaramótinu, en ég slapp með það, sagði Magnús, sem hefur unnið Evrópumeistaratitilinn í þoifimi tvö síðustu ár. Hann kepp- ir nú á fyrsta heimsmeistaramóti alþjóða fimleikasambandsins á móti 36 keppendum í karlaflokki. UM HELGINA Handknattleikur LAUGARDAGUR 1. deild kvenna: Framhús: Fram- ÍBA............ 14 Víkin: Víkingur-FH..............15 2. deild karla: FYamhús: Fram - HK..............16 ísafjörður: BÍ - Fjölnir.....13.30 Bikarkeppnin karla: Víkin: Víkingur B - ÍBV.........17 ■Þetta er síðasti leikurinn í 16 liða úrslitum bikarkeppni karla Víkingar ætla að gera allt sem þeir geta til að stöðva fyrrum sam- herja, Þorberg Aðalsteinsson, þjálfara ÍBV, og mæta til leiks með reynda og þekkta menn sem léku lengi með fyrrum landsliðs- þjálfara. Þar má nefna Kristján Sigmunds- son, Viggó Sigurðsson, Pál Björgvinsson, Áma Indriðason, Steinar Birgisson, Stefán Halldórsson, Einar Jóhannesson og Hörð Harðarson. Körfuknattleikur SUNUDAGUR Úrvalsdeildin: Borgames: UMFS - ÍA.............20 Akureyri: Þór - Grindavík.......20 Njarðvik: Njarðvík - Haukar.....20 Sauárkrókur: UMFT - Keflavík....20 Smárinn: Breiðablik - ÍR........20 Valsheimili: Valur - KR.........20 Jól hjá Gerplu Hin árlega jóladagskrá Gerplu verður í Di- granesi í dag og hefst kl. 10 árdegis með liða- og einstaklingskeppni í áhaldafimleik- um. Jólamót í skrúfu hefst kl. 12.30 og mikil fimleikasýning verður kl. 16. Hlaupum yfir brúna Skipuleggjendur Reykjavíkurmaraþons ætla að gangast fyrír hlaupi á sunnudaginn i tilefni þess að nýja göngubrúin yflr Kringlumýrarbraut verður tekin í notkun. Hlauparar, skokkarar og trimmarar em hvattir til að mæta við Nauthólsvík kl. 15.50 og tíu míntútum síðar verður lagt af stað og hlaupið yfir brúna. Leiðrétting í blaðinu f gær var sagt að Dean Martin, sem lék með KA, hefði gert sigurmark Rochdale og ætti að mæta Liverpoo! í næstu umferð ensku bikarkeppninnar. Þetta er ekki rétt þv! Martin sem lék með KA leikur með Brentford í Englandi, en á alnafna í Rochdale. HANDKNATTLEIKUR / HM KVENNA KORFUKNATTLEIKUR / NBA Chicago á fullri ferð Ekkert lát virðist á góðu gengi Chicago Bulls þessa dagana. í fyrrinótt sigraði liðið Atlanta Hawks 127:108 og að þessu sinni var það Scottie Pippen sem var aðallega í sviðsljósinu hjá Bulls. Hann skoraði úr 12 af 19 skotum utan af velli, þar af hitti hann í 5 af 7 tilraunum sínum utan þriggja stiga línunnar og alls gerði kappinn 30 stig sem er það mesta sem hann hefur gert í einum leik í vetur. Michael Jordan gerði 22 stig í þessum áttunda sigri Bulls í röð. Liðið hefur nú sigrað í 18 leikjum af 20 sem það hefur leik- ið. „Það var mikilvægt fyrir okkur að leika vel því eftir sigurinn á Or- lando hefðum við hæglega getað slappað of mikið af og tapað,“ sagði Jordan eftir leikinn. „Þessa dagana höfum við allir mjög gaman af því sem við erum að gera. Michael [Jordan] og Pippen leika mjög vel og í þessum leik var Michael frábær í vöminni og Pippen hitti úr nokkr- um þriggja stiga skotum," sagði Phil Jackson þjálfari Bulls. Þetta var sjöunda tap Hawks í síðustu átta leikjum. Steve Smith og Stacey Augmon voru stigahæstir hjá Atlanta með 17 stig hvor. Mahmoud Abdul-Rauf gerði 25 stig fyrir Nuggets þegar liðið lagði Knicks 103:94 og virðist sém Den- ver sé að ná sér á strik. Liðið byrj- aði herfilega, tapaði fyrstu sex leikj- unum en er nú komið með tíu sigra og tíu töp. „Ég er ánægður hvað ég er með ungt lið. Strákarnir finna ekki fyrir því þó þeir séu að leika við sér reyndari og frægari menn,“ sagði Bemie Bickerstaff þjálfari Nuggets eftir leikinn. Patrick Ewing gerði 30 stig fyrir New York og tók 12 fráköst en það dugði skammt gegn ungu strákunum hans Bicker- staffs. Charles Oakley lék ekki með vegna meiðsla og það kom í ljós þegar fráköstin vom talin því Knicks tók 37 slík en leikmenn Nuggets 51. David Robinson gerði 33 stig fyr- ir Spurs, Sean Elliott 27 og Avery Johnson 21 þegar liðið heimsótti Dallas. Gestimir sigmðu 126:111 og nú er Spurs aðeins 3,5 leikjum á eftir meistumnum í Houston. Dick Motta, þjálfari Dallas, var ekki á leiknum, en faðir hans dó í fyrradag. Portland sigraði Charlotte 116:109 og þar var Clifford Robin- son með 28 stig fyrir heimamenn. Hann gerði níu stig í þriðja leik- hluta þegar Portland gerði 21 stig gegn þremur gestanna og breytti stöðunni úr 58:70 í 79:73. Rod Strickland gerði 21 stig fyrir Port- land og átti 14 stoðsendingar. Glen Rice gerði 33 stig fyrir Charlotte og Dell Curry jafnaði eigið met með því að gera 27 stig. Rik Smits var í stuði í Toronto þegar hann og leikmenn Indiana Pacers fóm þangað í heimsókn. Hann gerði 28 stig og síðustu tvö stigin með því að stökkva upp af vítalínunni með bakið að körfu heimamanna, snúa sér við og hitta. Hálf sekúnda var eftir og karfan tryggði 102:100 sigur Indiana. Reuter S-Kórea og Ung- verjaland leika til úrslita TONJA Larsson og stöllur hennar í norska landsllð- inu náðu ekki að tryggja sér rétt tll að lelka til úrslita í HM-kvenna. Þær töpuðu, 21:22, fyrir Ung- verjalandl í Búda- pest í gærkvöldi. Ungverjar mæta S-Kóreustúlkun- um I úrslltum á sunnudaginn, þar sem S-Kórea vann Danmörku 33:31 í skemmti- legum og spenn- andi leik í Vín f gærkvöldl. Dan- mörk og Noregur lelka um bronslð í dag. URSLIT .0:0 Knattspyrna Vináttulandsleikur: Jóhannesborg: S-Afríka - Þýskaland....... 25.000. Handknattleikur 1. deild kvenna: Fylkir-lBA...................34:20 Bikarkeppni, 16-Iiða úrslit kvenna: Valur-Fram........i..........15:32 Körfuknattleikur NBA-deildin: Toronto - Indiana..........100:102 Atlanta - Chicago..........108:127 New York - Denver...........94:103 Dallas -San Antonio........111:126 Portland - Charlotte.......116:109 LA Clippers - Miami..........89:84 Evrópukeppnin A-riðUl: Istanbul, Tyrklandi: Ulker - CSKA Moscow..........71:81 Shackleford 23, Orhun 14 - Nwosu 20. Staðan: Olympiakos Piraeus.......6 4 2 10 Benetton Treviso.........6 4 2 10 CSKA Moskva 6 Bayer Leverkusen 6 6 Unicaja Malaga 6 6 Iraklis Saionika 6 B-riðill: 6 Maccabi Tel Aviv 6 6 6 6 ...6 6 Benfica 6 Íshokkí NHL-deildin: Boston - Florida 6:4 Philadelphia - Tampa 4:0 Washington - NY Islanders.... 4:3 ■Eftir framlengingu. St Louis - Calgary 3:3 SanJose-Toronto 1:4 Ragna Lóa íVal RAGNA Lóa Stefánsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hefur ákveðið að leika með Val næsta sumar, en hún hefur leikið með Sljörn- unni undanfarin sumur og þar áður með Skaga- stúlkum. Hún mun sjá um að þjálfa 3. flokk kvenna hjá Val jafnframt því að leika með meistaraflokki. Ragna Lóa hefur leikið 19 landsleiki og gert tvö mörk í þeim. FH fær liðsstyrk FH-ingar hafa fengið góðan liðsstyrk í 2. deildar- keppninni í knattspyrnu. Tveir leikmenn úr Víði í Garði hafa gengið til Iiðs við þá — Daníel Einars- son, sem hefur áður leikið með FH-liðinu í 1. deild, einnig Keflavík og Óli fvar Jónsson. Daníel, sem var fyrirliði Viðis og ÓIi ívar, voru lykilmenn Víðisliðsins sl. keppnistímabil. Saga Bos- man-málsins 1982 - Jean-Marc Bosman skrifar undir samning hjá Standard Liege, þá 17 ára. 1988 - Seldur til FC Liege fyrir 6,5 milljónir króna. Júní, 1990 - Vill fara til Dun- kirk í 2. deildinni í Frakklandi eftir að FC Liege hafði lækkað laun hans um 60% með nýjum samningi sem stóðst fyrir belg- ískum lögum. Liege setti á hann 52 milljónir króna og franska liðið vildi ekki kaupa hann fyrir svo mikið fé. Liege neitar hon- um um frjálsa sölu og setur hann síðan í bann. Ágúst 1990 - Bosman fer með málið fyrir knattspyrnudóm- stóla, bæði félagið og belgíska knattspymusambandið. Nóvember 1990 - Dómstóllinn leyfír honum að leika með St Quentin í Frakklandi í 3. deild- inni. Bosman segir að hann hafi verið neyddur til að leika erlendis þar sem hann hafí ver- ið settur á svartan lista í Belgíu. Maí 1991 - Liege áfrýjar úr- skurðinum um að Bosman megi fara án endurgjalds til nýs fé- lags. Æðra stig dómsins leitar upplýsinga hjá hæstarétti um hvemig túlka eigi reglur Evr- ópusambandins um frjálst flæði vinnuafls. Maí 1991 - Bosman hættir að leika með St. Quentin en fær atvinnuleysisbætur í Frakk- landi. Janúar 1992 - Gengur til liðs við St Denis í Frakklandi. September 1992 - Fer aftur til Belgíu en nær ekki samning- um við félög þar í landi. Missir allan rétt til avinnuleysisbóta. Maí 1993 - Gengur til iiðs við Olympic Charleroi í 3. deild í Belgíu. Maí 1994 - Fer til Vise í 4. deildinni og þar er hann enn að leika, orðinn 31 árs. Mars 1995 - Hæstiréttur í Belg- íu neitar að taka nýja áfrýjun UEFA, belgíska knattspymu- sambandsins og FC Liege til greina. Júní 1995 - Vintaleiðslur hjá Evrópudómstóinum í Luxem- borg. Þingmaður Evrópuþings- ins segir Bosman hetju og Belg- inn fer fram á 65 miÚjónir í skaðabætur frá UEFA, belgíska knattspyrnusambandinu og FC Liege. 20. september 1995 - Carl Otto Lenz, lögfræðiiegur ráð- gjafí Evrópudómstólsins, ráð- leggur dómstólnum að úrskurða Bosman í hag, að fyrirkomulag vegna kaupa og sölu leikmanna sé ólögmætt og einnig kvóti á erlenda leikmenn. 3. nóvember 1995 - UEFA sendir út bréf, undirritað af formönnum allra 49 knatt- spymusambanda í Evrópu, þar sem segir að fari dómstóllinn að ráðum Lenz muni knatt- spyman í Evrópu skiptast upp í tvær fylkingar. 24. nóvember 1995 - FIFA styður UEFA og lýsir yfir áhyggjum um að evrópskar knattspyrnuþjóðir lendi á eftir öðmm verði þetta niðurstaðan. Desember 1995 - Karl Van Miert, sem fer með samkeppn- ismál í framkvæmdastjóm Evr- ópusambandsins, segir að knattspyma sé viðskipti og eigi að falla undir reglur um innri markaða Evrópusambandsins. Desember 1995 - Alþjóðasam- tök atvinnumanna í knatt- spymu segjast ætla að koma á ágóðaleik til styrktar Bosman snemma á næsta ári. 15. desember 1995 - Evrópu- dómstóliinn úrskurðar Bosman í vil og ekki er hægt að áfrýja þeim úrskurði. LENGJAN: NR. 30: X NR.31: 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.