Morgunblaðið - 16.12.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.12.1995, Blaðsíða 2
2 C LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Leikur nr. 41 í Lengjunni sjonvarps leikurinn I KNATTSPYRNA „Landsleikir'1 götunnar - eru ekki lengur einu knattspymuleikirnir í Bandaríkjunum „Ég lék í liði sem skipað var Þjóðverjum í New York og það var eins og við værum að leika lands- leik um hverja helgi og þá voru slagsmál — við lékum mikið gegn ítölum og Brasilíumönnum. Liðin voru skipuð eldri mönnum, sem mættu með syni sína. Knattspyrnan sem þá var leikin var ekki upp á marga fiska, baráttan í fyrirrúmi. Þessir „landsleikir“ götunnar fara ekki fram leng- ur, sem betur fer — nú er uppbygging hafin og fjölmörg mót háð fyrir unga stráka og stúlkur,“ segir Einar Thorarinsson, knattspyrnuþjálfari í Bandaríkjunum í viðtali við Sigmimd Ó. Steinars- son. Einar hefur mikinn áhuga að fá stráka frá --------------3------------------------------------ Islandi í háskólalið sitt. Bandaríkjamenn hafa á undan- förnum árum verið að byggja upp knattspyrnuna hjá sér og hefur einn íslendingur tekið þátt í þeirri uppbyggingu, Einar Thorarinsson, sem er aðalþjálfari háskólaliðs í Spokane í Washington-ríki. Einar hefur haft knattspymuþjálfun sem aðalstarf síðastliðin tíu ár og hefur haft í mörg hom að líta. Hann hefur mikinn áhuga að fá íslenska knatt- spyrnumenn til liðs við sig, jafnframt því að stunda nám. Einar veit ekki_ annað en að hann hafí verið fyrsti íslendingurinn sem hefur farið til Bandaríkjanna til að leika knattspyrnu jafnframt námi í háskóla — það var 1971 — þá var hann sautján ára. Áður en Einar fór út lék hann körfuknattleik með Val. „Síðan ég fór út hef ég verið búsett- ur í Bandaríkjunum. Ég gerðist þjálf- ari og síðan 1986 hef ég verið fast- ráðinn þjálfari hjá Gonzaga Univers- ity í Spokane," sagði Einar, sem er kominn með hæstu þjálfaragráðu sem knattspyrnuþjálfarar í Banda- ríkjunum geta öðlast. Einar segir að áhuginn fyrir knatt- spyrnu hafi aukist mikið á undan- fömum árum og ekki skemmdi það fyrir að heimsmeistarakeppnin var haldin í Bandaríkjunum 1994. „Áhuginn hefur aukist geysilega mikið hjá bömum og unglingum, það eru hundruð þúsund barna og ungl- inga sem æfa knattspymu víðs vegar um Bandaríkin. Heimsmeistara- keppnin hefur verið að skila sér og ég hef trú á því að atvinnumanna- deildin, sem hefst á næsta ári, eigi eftir að auka áhugann mun meira. Þegar ég kom til Bandaríkjanna byggðist áhuginn á knattspyrnu hjá ákveðnum þjóðemum, sem hafa ríka knattspyrnuhefð, eins og ítölum, Þjóðveijum, Englendingum, Spán- verjum, Irum og þjóðum frá Suður- Ameríku. Þá voru hin og þessi borg- arhverfislið að keppa sín á milli — lið sem voru skipuð leikmönnum sem áttu rætur að rekja til áðurnefndra þjóða. Ég lék í liði sem skipað var Þjóðveijum í New York og það var eins og við værum að leika landsleik um hveija helgi og þá voru slagsmál — við lékum mikið gegn ítölum og Brasilíumönnum. Liðin voru skipuð eldri mönnum, sem mættu með syni sína. Knattspyrnan sem þá var leikin var ekki upp á marga fiska, baráttan í fyrirrúmi. Þessir „landsleikir" göt- unnar fara ekki fram lengur, sem betur fer — nú er uppbygging hafin og fjölmörg mót háð fyrir unga stráka og stúlkur, en þess má geta að kvennaknattspyrnan í Bandaríkj- unum er sú besta í heiminum." Þegar Einar var að leika „lands- leikina" í New York gerðu Banda- ríkjamenn tilraun til að stofna at- vinnumannadeild og léku þá kappar eins og Pele og Franz Beckenbauer með New York Cosmos. Lið í Banda- ríkjunum voru að mestu skipuð leik- mönnum frá Englandi, sem voru komin á seinni árin á knattspyrnu- ferli sír.um, eins og Pele, Beckenbau- er, George Best og Rodney Marsh, svo einhveijir leikmenn séu nefndir. Hvað segir Einar um aðra tilraun Bandaríkjamanna að koma á at- vinnumannadeild, en keppni í nýrri atvinnumannadeild hefst í maí á næsta ári? Það reikna flestir með að ýmsir erfiðleikar eigi eftir að koma upp í byijun — þá aðallega með að fá fólk til að koma að sjá leiki liðanna. Það er svo í Bandaríkjunum að allir vilja leika og vera með í íþróttunum, en Bandaríkjamenn eru ekki eins dug- legir að fara á völlinn til að sjá aðra leika. Unga kynslóðin vill skemmta sér sjálf í Ieik og starfi, eldri kynslóð- ir skilja ekki knattspyrnuna. Það tek- ur því nokkurn tíma að byggja upp knattspyrnukynslóðir — áhorfendur sem koma á völlinn, áhorfendur sem kunna að meta töfra knattspyrnunn- ar, sem allri sinni spennu — hraða, leikfléttum og glæsilegum mörkum." Vill fá íslenska leikmenn til liösviðsig Einar hefur mikinn hug á að fá stráka frá íslandi til að leika með liði sínu Gonzaga University, sem er í 1. deild í háskólakeppninni í Banda- ríkjunum. „Það eru ekki margir ís- lenskir knattspyrnumenn sem nýta sér tækifærið til að fá styrki til að stunda nám og leika knattspyrnu, en sá áhugi er þó að aukast. Við erum með námsstyrki og hafa strák- ar frá mörgum löndum nýtt sér það. Norðmenn hafa verið duglegir við að koma. Styrkurinn sem strákarnir fá er mest fyrir skólanáminu, þannig að strákarnir leggja sjálfír eitthvað að mörkum. Það er mjög dýrt að vera í skóla í Bandaríkjunum, um fimmtán þúsund dollarar á ári.“ Hefur þú augastað á einhverjum íslenskum knattspyrnumönnum? Nei, ekki get ég sagt það. Ég þarf að koma hingað til íslands til að finna leikmenn — og þá réttu leik- mennina, sem bæði geta aðlagað sig ströngu námi í skólanum og leikið knattspyrnu með. Ég verð að koma hingað þegar deildarkeppnin stendur yfir á sumrin, til að sjá og ræða við „Ótrúlegt hvað knattspyrnan er öflug á íslandi" „ÞEGAR ég hugsa um það, að í heimaborg minni Spokane í Was- hingtonríki búa fjögur hundruð þúsund íbúar og ber hana saman við Island, geri ég mér grein fyrir hvað ótrúlega öflug knattspyrn- an á íslandi er — þar sem hér leikið er í fjórum deildum i meistara- flokki. íslensk knattspyrna erímjög háum gæðaflokki miðað við fólksfjölda — Islendingar eiga marga góða knattspyrnumenn," sagði Einar Thorarinsson. EINAR Thorarinsson er son- ur Lárusar Þórarinssonar, fyrrum flugumferðarstjóra og Álfheiðar Einarsdóttur. Eiginkona Einars er Melanie og eiga þau tvær dætur, Kyru 15 ára og Brynju 10 ára. leikmenn. Ég vona að ég fái einn til tvo ieikmenn fyrir næsta keppnis- tímabil, þannig að það sé hægt að koma upp íslenskri knattspyrnuný- lendu á austurströndinni. Það er hlut- verk mitt að styrkja lið skólans — finna góða leikmenn." Einar sagði að hann hafi þann hátt á í Bandaríkjunum — að fylgj- ast með leikmönnum í unglingaliðum og kanna hug leikmanna sem hann er spenntur fyrir. Þegar Einar kom til íslands á dögunum kom hann frá Kaliforníu, þar sem hann var að fyigjast með unglingaliðum á móti. Hvað stendur keppnistímabilið lengi yfir hjá háskólaliðunum? „Keppnistímabilið stendur stutt yfir, það er eingöngu áhaustin. Við æfum innanhúss á veturna og úti á vorin, en keppnin sjálf fer fram á haustin og stendur yfir í stuttan tíma, eða þijá mánuði. Það er alltof stutt- ur tími, eins og menn þekkja hér á íslandi. Við leikum tuttugu leiki og eru tveir leikir leiknir í viku. Það hefur verið rætt um að lengja keppn- istímabilið, en ég sé það ekki gerast á næstu árum. Knattspyrnan stjórn- ast af hinum íþróttunum sem stund- aðar eru í skólunum. Þeetta er allt undir stjórn, þar sem menn eru fyrst og fremst í skóla, þannig að íþróttirn- ar mega ekki taka of mikinn tíma frá náminu." IMýta atvinnumannadeildin verður bygg upp á háskólastrákum Það er ljóst að Bandaríkjamenn ætla að sporna við „innrás“ eldri leik- manna frá Evrópu, þegar keppni í nýju -atvinnumannadeildinni hefst. Þeir ætla ekki að láta deild sína verða „elliheimili" eins og upp úr 1970, þegar ekki var hægt að þverfóta á leikvöllunum fyrir gömlum - brýnum frá Bretlandseyjum. Hvað koma þeir til að gera, verður deildin byggt upp á leikmönnum sem koma úr háskólal- iðum? „Já, það munu þeir gera að mestu KNATTSPYRNUUNNENDUR í Bandaríkjunum bíða spenntlr eftir að nýja deildin hefjist 6. apríl. leiti, einnig verða leikmenn sóttir í deildir sem eru skipaðar leikmönnum sem hafa lokið háskólanámi. Það er takmarkað hvað margir útlendingar geta leikið með liðunum í deildinni — liðin geta notað fjórir útlendinga, þannig að Bandaríkjamenn koma til með að setja sterkari svip á deildina. Með því að takmarka erlenda leik- menn eru Bandaríkjamenn að reyna að koma í veg fyrir að knattspyrnu- menn á efri árum verði fjölmennir í deildinni, eins og gerðist á árum áður. Þá léku átta til níu eldri leik- menn með liðunum og tveir ungir strákar frá Bandaríkjunum. Það fyr- irkomulag varð til þess að Banda- ríkjamenn sjálfir eignuðust ekki góða knattspymumenn. Nú á að reyna að fá nokkra góða útlendinga, en byggja mest upp á ungum heimamönnum. Það er ljóst að heimsfrægir leikmenn á besta aldri, sem leika í bestu deild- um heims, eru ekki tilbúnir að leika í Bandaríkjunum, þar sem keppnis- tímabilið verður stutt — fjórir til fimm mánuðir. Það hentar því betur eldri leikmönnum, sem geta enst lengur með því að leika þar heldur en í erfiðum deildum sem taka þetta níu mánuði.“ Deildinni stjómað af fáum mönnum Það eru fáir menn í Bandaríkjun- um sem ráða ferðinni, undir stjórn Alans Rothenbergs, forseta Knatt- spyrnusambands Bandaríkjanna,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.