Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 2
2 D MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hitt og þetta Fyrirspurair hafa þegar borist í Atlantic King ÍSFISKTOGARINN „Atl- antic King“ hefur verið aug- lýstur til sölu, en hann ligg- ur nú við festar í Hafn- arfjarðarhöfn. Togarinn er skráður i Belís, en var smið- aður í Kanada árið 1972 og lengdur árið 1986. Sölu- verðið er auglýst 23 milljón- ir. „Þetta er togari sem er í eigu umbjóðenda stofunnar, sem fæst ekki i eigín nafni við útgerð fiskiskipa og er þvi að losa sig við hann,“ segir Erlendur Gislason hjá A&P lögmönnum. Hann segir að þegar hafi borist fyrirspurnir. Togarinn er um 50 metra langur og H metra breiður. Hann er um 890 brúttótonn og er með 2000 hestafla Ruston-vél. Togaranum fylgja ekki aflaheimildir í íslenskri lögsögu og að sögn Erlends þarfnast hann við- halds. Meira mjöl frá Chile ÚTFLUTNINGUR á fisk- mjöli frá Chile jókst um 21% á fyrstu níu mánuðum þessa árs vegna mikillar eftir- spurnar í Asíu og Evrópu. Var hann alls rúmlega milfj- ón tonn. Á þessum tima hækkaði verð úr 381,60 dollurum, tæplega 25.000 kr., í fyrra í 459,50 doliara, tæplega 30.000 kr. Var ástæðan fyr- ir aukinni eftirspum í Evr- ópu ekki síst sú, að f land- búnaði hafa menn tekið fiskmjölið fram yfir soja- baunamjöl vegna verð- hækkunar á því. Aukinn útfiutningur frá Chile til Asíu stafar fyrst og fremst af þvi, að sá markaður er nú í fyrsta sinn að opnast verulega fyrir chilisku fisk- mjöli. Síldarafli í 102.467 tonn ALLS hefur verið landað 102.467 tonnum af síld á þessari vertið. Þar af hafa 27.703 tonn farið til fryst- Íngar, 17.352 til söltunar og 57.412 tonn í bræðslu. Aflaheimildir sem á eftir að fylla upp f nema 26.800 tonnum. Á sunnudag landaði Heimaey VE 295 tonnum hjá ísfélagi Vestmannaeyja hf. Vestmannaeyjum, en Gígja landaði þar 321 tonni á föstudag. Sama dag land- aði Kap VE 82 tonnum og Sighvatur VE 371 tonni í Vinnslustöðinni i Vest- mannaeyjum. kemur næst út miðvikudag- inn 3. janúar 1996, en vegna jólahátíðarinnar fellur „Úr verinu" niður að viku lið- inni. Blaðið óskar öllum les- endum sínum til sjós og lands gleðilegra jóla og far- sæls og fengsæls nýs árs. SELUR SKÖTU í NEYTEIMDAPAKKIMINGUM Morgunblaðtð/Sigurgeir Jónasson Vantar 3 til 4 tonn til að anna eftirspum Vestmannaeyjum - Morgunblaðið. VINNSLUSTÖÐIN í Vestmannaeyjum, sem að undanfórnu hefur verið að markaðssetja ýmsar fiskafurðir I neytendapakkningum undir vöru- merkinu 200 mílur, hefur undanfarið pakkað skötu í neytendapakkning- ar, enda helsta skötuveisla ársins framundan á Þorláksmessu. Þorbergur Aðaisteinsson, sem sér um vinnsiu afurða undir 200 mílna merkinu, segir að þeir hafi engan veginn getað annað eftirspum eftir skötunni. Hann segir að þeir hafi reynt að verða sér úti um eins mikla skötu og mögulegt var en það hafi bara ekki dugað til. „Við höfum mest selt þetta til KÁ en einnig hafa stórmarkaðir í Reykjavík fengið af þessu hjá okkur. Við getum bara því miður ekki annað eftirspurninni og gæti ég trúað að okkur vanti þrjú til fjögur tonn til að getað annað eftirspurn eftir skötunni hjá okkur," sagði Þorbergur. Mokafli á línu á Halanum Bolungarvík. Morgnnblaðið. LÍNUBÁTURINN Guðný ÍS landaði hér í Bolungarvík á mánudagskvöld tæpum sextán lestum af góðum þorski. Aflann fékk báturinn á Hal- amiðum en þangað er um 50 mílna sigling. Langt er síðan línubátur hefur gert svo góðan róður hér um slóðir en fréttir hafa verið af mik- illi þorskgengd út af Vestfjörðum undanfarnar vikur. Þennan afla fengu þeir á Guðný ÍS á 40 bala eða um 3 tonn á bala. Aflinn fór til vinnslu hér í Bolungar- vík og á ísafirði. Um fimm tíma sigling er frá Bolungarvík norður á Hala. Jón Pétursson, skipstjóri á Guðnýju hélt á sömu mið í gær og í viðtali við Morgunblaðið sagði hann aflann vera heldur tregari og giskaði á að hann næði sex til sjö lestum í þeim róðri. Hann sagði greinilegt að mik- ið væri um þorsk á þessum slóðum en hann vildi eitthvað síður bíta á þennan daginn. „Þeir eru að kroppa hérna ágætlega sumir,“ sagði hann. „Það er þó dálít- ið blettótt." Jón sagði að togararnir héldust ekki við þarna sökum mokveiði þar sem þeir eru að fá 20-25 lestir eft- ir um '/2 tíma tog. Eingöngu voru því línubátar á þessum slóðum í gær. Að sögn Jóns var logn á miðunum í gær: „Það er heldur betra að veiða þegar það er logn. Það var samt kaldaskítur í gær, en samt gengu veiðarnar mun betur.“ Hann sagði að veiðin færi líka eftir straumum og hún væri því samspil margra þátta. Rækjuafli þrefaldast á milli ára RÆKJUAFLI íslenskra skipa á Flæmingjagrunni hefur þrefaldast frá fyrra ári en þorskafli íslenskra skipa í Barentshafi dregst nokkuð saman. Þá eru líkur á að aflaverð- mætið muni aukast um allt að þriðj- ungi á milli ára miðað við þær töl- ur, sem nú liggja fyrir. Veiðar íslendinga á íjarlægum miðum hafa aukist verulega á síð- ustu árum og er þá átt við veiðar í Barentshafi, á Flæmingjagrunni og við austurströnd Grænlands. Að vanda hefur veiðin verið mest í Barentshafi en heildarafli þar hefur numið um 32.500 tonnum í ár sam- kvæmt upplýsingum frá Landssam- bandi íslenskra útvegsmanna. Þorskur var meginuppistaða aflans og sé miðað 85 króna kílóverð nem- ur heildaraflaverðmætið um 2,76 milljörðum. Til samanburðar má geta þess að í fyrra veiddu íslensk- ir togarar tæp 37 þúsund tonn að verðmæti 2,7 milljarðar, samkvæmt Útvegi tímariti Fiskifélags íslands. íslensk fiskiskip hafa nú veitt 7.300 tonn af rækju á Flæmingja- grunni og nemur aflaverðmætið um 1.300 milljónum króna. Á öllu síðastliðnu ári veiddu íslendingar um 2.400 tonn af rækju á fjarlæg- um miðum og nam verðmætið þá um 420 milljónum króna. Hér er því um að ræða þreföldun á milli ára. Nokkur skip voru að úthafskarfa- veiðum við austurströnd Grænlands frá apríl til ágúst. Aflinn nam sam- tals 3.560 tonnum og verðmæti hans rúmum 169 milljónum sam- kvæmt upplýsingum frá Fiskifélagi íslands. I fyrra var aflinn þar hins vegar um 330 tonn og uppistaðan lúða og grálúða. Þá nam aflaverð- mætið 57 milljónum króna. Mikil verðmætaaukning Heildarverðmæti afla af ijarlæg- um miðum er samkvæmt þessum tölum orðið 4.204 milljónir króna en nam 3.149 milljónum á síðasta ári. Því virðast veiðar á ijarlægum miðum ætla að skila íslendingum um þriðjungi meira verðmæti á síð- asta ári. Rétt er þó að taka fram að hér er miðað við bráðabirgðatöl- ur og áætlað meðalverð á kíló. Islensk skip veiddu 173 þúsund tonn af síld í Síldarsmugunni og í færeyskri lögsögu á þessu ári en ekkert í fyrra og talið er að verð- mætið nemi rúmum milljarði króna samkvæmt upplýsingum frá LÍÚ. Þá er áætlað að úthafskarfaveiðar úti af Reykjaneshrygg skili 23-24 þúsundum tonna í ár eða 1,1 millj- arði króna aflaverðmæti. Farið gífurlega fram úr tillögum Hafrannsóknastofnunar „VIÐ HÖFUM haft áhyggjur af karfastofnunum undanfar- ið og lagt til að settur yrði kvóti á hvorn stofn fyrir sig, gullkarfa og djúpkarfa," segir Jakob Magnússon, fiskifræð- ingur. „I stað þess hefur allt- af verið heildarkvóti fyrir stofnana báða og auk þess hefur verið veitt miklu meira en við höfum lagt til úr þessum stofnum í áraraðir." Ráðstafanir vegna friðunar karfastofns erfiðar viðureignar Jakob segir að sjávarútvegsráðu- neytið háfi ekki alltaf fylgt tillögum Hafrannsóknastofnunarinnar um kvóta. Auk þess hafi það ekki bætt úr sök að veitt sé miklu meira af karfa, en kvóti sé gefinn út fyrir, vegna skipta á veiðiheimildum úr öðrum tegundum. „Ráðuneytið bað okkur og Fiski- stofu á síðasta fiskveiðiári um að útfæra hugmyndir um lokun veiði- svæða til þess að draga úr afla á gullkarfa,“ segir hann. „Það skilaði ekki þeim árangri sem maður hefði viljað, en okkur hefur verið falið að gera þetta aftur núna. Á meðan ástandið er svona verður þetta erf- itt viðureignar.“ Jakob segir að ef litið sé á aflatöl- ur upp úr 1980 sé ljóst að þar sé farið gífurlega langt fram úr tillög- um Hafrannsóknastofnunarinnar. „Sú lægð sem karfastofnarnir þarf þó ekki einvörðungu að vera vegna ofveiði, heldur koma líka sveiflur í stofninn og hann getur verið lengi að vinna sig upp úr því,“ segir hann. „Einhvern tíma lét ég hafa eftir mér að mér kæmi það ekki á óvart að lægð yrði í veiði á tíunda ára- tugnum í karfa. Þá miðaði ég það við aðstæður í hafinu á sínum tíma og nú hefur þessi herta sókn bæst við.“ Hann nefnir þó við að ekki sé víst að algjört svartnætti sé framundan: „Það er ýmislegt sem Karfaafli á íslandsmiðum (gullkarfi og djúpkarfi) og veiðitillögur Hafrannsóknastofnunar 1978-94 Tonn 140.000 120.000 100.000 80.000 60.000 40.000 20.000 0 Almanaksár 92/93 94/95 ikveiðiár bendir til að innan tíðar muni ræt- gefnu að sókn verði stillt í hóf um ast eitthvað úr stofnunum, að því tíma.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.