Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.12.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1995 D 5 SKIPAKAUP SUNNUBERG GK mun verða á sfldar- og loðnuveiðum. Sunnuberg GK selt til Vopnafjarðar Sögur af sjómönnum BÓKMENNTIR Sjávarútvcgur BJARNAREY ehf. á Vopnafírði hefur keypt loðnuskipið Sunnu- berg GK-199 af Fiskimjöli og Lýsi hf. í Grindavík. Skrifað var undir kaupsamning um síðustu helgi. Félagið Bjarnarey ehf. var stofnað um kaupin, en stofnendur þess eru Tangi hf. á Vopnafírði og Vopna- fjarðarhreppur. Sunnubergi GK fylgir 1% loðnukvóti. Það er smíðað í Nor- egi 1963, en hefur verið lengt og endurbyggt mikið síðan. „Við ætlum að nota skipið í loðnu og síld,“ segir Friðrik Guðmundsson, ESB-ríki ÁGREININGUR um lagaleg mál- efni milli framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, ESB, og ein- stakra aðildarríkja þess hefur komið í veg fyrir undirritun hins nýja hafréttarsáttmála Samein- uðu þjóðanna um veiðar á flökku- stofnum á alþjóðlegu hafsvæði. Hafréttarsáttmálinn, sem var samþykktur í ágúst, var tilbúinn til undirritunar 4. desember og framkvæmdastjóri Tanga hf., en skipið ber um 800 tonn af loðnu og síld. Hann segir að kaupverðið sé trúnaðarmál á milli kaupenda og seljenda. Hvað varðar áhöfnina segir hann að ekki hafi verið ákveðið hvort sama áhöfn verði áfram á skipinu. „Við erum því fylgjandi, en þetta er allt of ný- skeð til að geta sagt til um það.“ Friðrik segir að ljóst sé að kaup- in styrki hráefnisöflun fyrir verk- smiðjuna verulega, en fyrir eigi Vopnfirðingar þriðjung í Júpiter. hafa ríkin, sem að honum stóðu, eitt ár til að setja nafnið sitt und- ir hann. Sumt í sáttmálanum þyk- ir hins vegar heyra undir fram- kvæmdastjórn ESB og annað undir aðildarríkin og því er enn um það deilt þar á bæ hvernig að undirrituninni skuli staðið. Af þeim 112 ríkjum, sem stóðu að hafréttarsáttmálanum, hafa 26 undirritað hann og það styttist „Við höfum sterka trú á upp- sjávarfiski, þ.e. loðnu og síld, á næstu tveim til þrem árum eða eins langt og menn geta séð núna.“ Hann heldur áfram:„Það segir sig sjálft að fyrst við styrkjum hráefnisöflunina nýtur atvinnulífið góðs af kaupunum." Hvað varð'ar Bjamarey ehf. segir Friðrik að Vopnafjarðarhreppur og Tangi hf. eigi hvort um sig helmingshlut í félaginu. „Við ætlum svo að gefa fleirum kost á að koma inn í þetta félag,“ segir hann. því í, að þau verði 30 eins og þarf til að hann verði að lögum. Það þýðir aftur, að það skiptir kannski litlu máli hvort eða hve- nær ESB leysir úr þessum inn- byrðiságreiningi sínum. Það hefur heldur ekki gert málið einfaldara, að Spánveijar leggja sinn sér- staka skilning í ýmis ákvæði sátt- málans. GEGNUM LÍFSINS ÖLDUR eftir Jón Kr. Gunnarsson. Skjaldborg 1995,256 blaðsíður. Prentun: Lit- róf/ísafold/Flatey. GEGNUM lífsins öldur nefnir Jón Kr. Gunnarsson viðtalsbók sína við sex sjómenn. Jón fer troðnar slóðir í þessari bók sinni, enda hafa viðtöl við sjómenn lengi verið mönnum efni til bókarskrifa. Sjó- mennskan er mörgum okkar í blóð borin og þeim, sem ekki þekkja til hennar, eru bækur um sjómennsku tví- mælalaust góð lesn- ing. Því er óhætt að segja að bækur um sjávarútveg og sjó- mennsku eigi ætíð er- indi til þjóðarinnar. Bækur af þessu. tagi eru oft með svip- uðu sniði, ýmist er um ævisögur sjómanna og athafnamanna í sjávarútvegi að ræða, eða viðtöl við nokkra í sömu bókinni. Jón Kr. Gunnarsson fer hér þá leið að tala við 6 skip- stjóra og trillukarla og eru það allt fróðleg viðtöl, enda leitast hann við að kynna um leið ákveðna útgerðarþætti. Hann ræðir við Guðmund Jónsson, skipstjóra á frystitogaranum Venusi frá Hafn- arfirði, Hákon Magnússon, skip- stjóra á síldarskipinu Húnaröst, frá Reykjavík, trillukarlinn Jóstein Finnbogason frá Húsavík, Gunnar Ingvason, grásleppukarl frá Hliðs- nesi á Álftanesi, Magnús Jónsson, trillukarl á Sauðárkróki, og Júlíus Siguijónsson, skipstjóra frá Hafn- arfirði. Jón byggir viðtölin upp á svipað- an hátt. Hveiju þeirra fylgir inn- gangur höfundar, þar sem hann reifar það, sem efst er á baugi í hveijum útgerðarþætti og leggur nokkurt mat á það. Síðan eru við- mælendur hans kynntir og segja þeir síðan söguna að mestu leyti í fyrstu persónu. Þeir rekja ættir sínar og uppruna, feril á sjó, segja frá góðum veiðiferðum og erfið- leikum á sjó og háska, hafi þeir lent í honum. Fjallað er um drauma og viðmælendur Jóns segja álit sitt á fískveiðistefnunni og fleiru. Viðtölin í bókinni eru um margt fróðleg og gefa góða mynd af því, sem er að gerast í íslenzkum sjávarútvegi. í viðtalinu við Guð- mund Jónsson er birt mynd af starfsumhverfi frystitogarasjó- manna og segir Guðmundur lipur- lega frá og hefur ákveðnar skoð- anir á málunum. Hann segir með- al annars frá þróun svokallaðra risatrolla og síldveiðum í troll. Hákon Magnússon er þekktast- ur fyrir síldveiðar til manneldis og er hann með aflahæsta síldarskip- ið á þessari vertíð. Hann leggur áherzlu á að síldin verði í auknum mæli veidd og unnin til manneldis til að auka verðmæti hennar. Há- kon er jafnframt útgerðarmaður og á Húnaröstina á móti Björgvin Jónssyni, en Hákon hefur meðal annars verið í útgerð með Birni á Löngumýri og fleirum. Jósteinn Finnbogason er litríkur persónuleiki, sem hefur frá mörgu frá liðnum tímum að segja, enda hefur þáttur um hann áður birzt í viðtalsbók. Jósteinn er fulltrúi þeirra sjómanna, sem hafa stund- að sjóinn á eigin vegum frá blautu barnsbeini alla jafna einn á báti. Frásögn Jósteins af sjósókninni fyrr á öldinni er litrík og fyllilega þess verð að vera les- in. Gunnar Ingvason fra Hliðsnesi á Álfta- nesi hefur verið grá- sleppukarl frá því hann sleit bamsskón- um og eins og Jó- steinn hefur hann lengst af verið einn á báti og dálítið út af fyrir sig. Hann segir einnig vel frá upphafi sjómennsku sinnar, þegar hann keypti rauðmaganet fyrir 12 krónur á uppboði, bamungur, og þeim aðbúnaði, sem menn bjuggu við í þá daga, með léleg net og litla báta. Hann hefur stundað hrognkelsaveiðar í hálfa öld og er enn að. Gunnar er ber- dreyminn um veður og hefur það komið honum vel. Magnús Jónsson ólst upp á Ströndum en hefur lengst af stundað veiðar á smábátum á Skagafírði. Hann er af eldri kyn- slóð sjómanna eins flestir við- mælendur Jóns og segir frá upp- vaxtarárum sínum á Ströndum, síldveiðum á Húnaflóa og þorsk- og hrognkelsaveiðum á Skaga- fírði. Síðasti viðmælandi Jóns er Júl- íus Sigurðsson, skipstjóri frá Hafnarfírði. Hann hóf sjómennsk- una upp á hálfan hlut á Maí 1939 og var lengst af á togurunum eft- ir það. Hann hóf skipstjórnarferil sinn á Bjarna riddara um áramót- in 1953 til 1954 og hefur því kynnzt hinni miklu þróun, sem átt hefur sér stað í útgerð togara síð- ustu áratugina. Viðtölin í bókinni eru ærið mis- jöfn að lengd og gæðum. Mikið er lagt í viðtölin við Gunnar Ingvason og Jóstein Finnbogason og svipaða sögu er að segja um viðtölin við Hákon Magnússon og Guðmund Jónsson. Reyndar má segja að lopinn sé stundum teygð- ur um of og endurtekninga gætir nokkuð. Tvö síðustu viðtölin eru hins vegar afar snubbótt, nánast í símskeytastíl og viðtalið við Júl- íus virðist aðeins hálfunnið. Það er engu líkara en það hafi verið skorið sundur í miðju, þegar ákveðinni lengd á bókinni í heild var náð. Líklega hefði farið betur á að hafa aðeins fyrstu fjögur viðtölin í bókinni, en geyma tvö þau síðustu til næstu bókar og vinna þau betur. I bókinni er nokkuð af myndum, en myndgæði eru misjöfn. Þrátt fyrir nokkra annmarka á bókinni, er hún lengst af fróðleg lesning. Hjörtur Gíslason RÆKJUBA TAR Nafn Stmrð Afli Fiskur SJéf Löndunarst. BRYNDlSlSes 14 4 0 5 Bolungervik 1 GUNNBjÓRN Is 302 57 11 0 5 Bolungarvík ! HÚNIÍS6B 14 6 0 5 Bolungorvlk i NEIST1IS 218 15 4 0 4 Bolungarvík I PÁLL HELGIÍS 142 29 7 0 5 Bolungarvik | SIGURGEIR SIGURÐSSON IS 533 21 13 0 6 Bolungarvík l SÆBJÖRNÍS121 12 4 0 ■ 5 Bolungarvtk SÆDlS IS 67 15 4 0 5 Bolungarvík ÁRNIÓLAÍS81 17 6 0 s Bolungarvik BÁ RÁ ÍS 66 25 3 0 3 ísafjöröur DAGNÝ ÍS 34 11 2 0 2 Isafjöröur | GISSUR HvlTI IS 114 18 17 0 5 ísafjöröur GUNNAR SIGUfíÐSSON Is 13 11 9 0 4 Issfjördur GUÐMUNDUR PÉTURS ÍS 45 231 14 ö 1 ísafjörður \ HALLDÓfí SIGURÐSSON ÍS 14 27 11 0 5 Isafjöröur HRÍMBAKUR EA 306 488 22 0 1 ísafjörður [ KOLBRÚN ÍS 74 25 8 0 4 Isafjöröur VER IS 120 11 8 0 5 ísafjörður ÖRNIS 18 29 13 0 5 Isafjöröur FRIGG VE 41 142 28 0 1 Hólmavík I GUNNVÖRST39 20 9 0 4 Hólmavik HAFSÚLA ST 11 30 5 0 2 Hólmavík ■ H1LMIR ST 1 29 9 0 3 Hólmavik SIGURBJÖRG ST 55 25 2 0 1 Hólmavík SÆBJÖRG ST 7 76 16 0 4 Hólmavík ÁSBJORG ST 9 50 10 0 2 Hólmavík A SD/SST37 30 10 0 3 Hólmavik HÚNI HU 62 29 3 0 1 Hvammstangi ' JÖFURtS 172 254 26 0 1 Hvammstangi | ÓLAFUR MAGNÚSSON HU 54 57 4 0 1 Hvammstangi HAFÖRNSK 17 149 3 0 1 Sauðárkrókur HELGA RE 49 199 20 0 1 Siglufjörður sigluvIk Sl 2 480 32 0 1 Sigluprður stálvIk 'si i 364 34 0 1 Siglufjöröur ! HAFÖRNEA S56 142 10 0 1 Dalvfk HRlSEYJAN EA 410 462 32 0 1 Dalvik ODDEYRIN EA 210 274 37 0 1 Dalvlk STEFÁN RÖGNVALDS. EA 345 68 9 0 1 Dalvík SVANUR EA 14 218 22 0 1 Dalvik SÆÞÓREA 101 150 23 0 1 Dalvik [ ; VÍÐIR TRAUSTIEA 617 62 12 0 2 Dalvik SJÖFN ÞH 142 199 15 0 1 Grenivík ARONÞH 105 76 9 0 3 Húsavík BJÖRG JÓNSDÓTTIR II ÞH 320 273 27 0 1 Húsavík EYBORGEA59 165 37 0 1 Húsavík FANNEYÞH 130 22 6 0 3 Húsavík GUDRÚN BJÖRG ÞH 60 70 6 0 3 Húsavík RÆKJUBA TAR — —— 1 Nafn KRISTEY ÞH 25 Staorð . 50 AfU 11 Fiskui 0 ’ Sjóf. 3 Lðndunarst. Kópasker ÖXARNÚPUR ÞH 162 17 5 0 3 Kópasker ÞINGEYÞH 51 12 2 0 1 Kópasker : PORSTEINN GK 15 51 7 11:81 3 Kópesker 1 GESTÚR SÚ 159 138 ■\7 Ö 1 Eskifjörður \ ÞÓRIR SF 77 125 18 11161 1 Eskifjörður LOÐNUBA TAR Nafn Staarð Afll SJÓf. Löndunarst. ALBERT GK 31 335 13 1 Grindavik GRINDVÍKINGUR GK 606 577 50 2 Grindavík | FAXI RE 241 331 15 1 Sighjfjörður GUÐMUNDUR VE 29 436 87 1 Siglufjörður [ ÖRN KE 1$ 365 330 1 Siglufjörður j BElfÍRNK 123 742 2166 2 Neskaupstaöur SKELFISKBA TAR Nafn GRUNDFIRÐINGUR SH 12 Staarð ' 103 j Afli 63 SJÓf. 6 Löndunarst. Grundarfyörður ] ARNAR SH 157 20 1 24 4 Stykkishólmur GRETTIR SH 104 148 65 6 Stykkishólmur j GISLI GUNNARSSON II SH 8t 18 13 3 Stykkishólmur HRÖNN BA 335 41 57 6 Stykkishólmur | KRISTINN FRIÐRIKSSON SH 'i 104 64 5 Sty2kishólmur SVANUR SH 111 138 64 6 Stykkishólmur ] ÁRSÆLL SH 88 103 50 5 Stykkishólmur SILDARBATAR Nafn Staarð Afll SJÓf. Lðndunarst. GfGJA VE 340 | 366 321 1 Vestmannaeyjar ] HEIMAEY VE 1 272 514 2 Vestmannaeyjar wip 349 82 r Vestmannaeyjar SIGHVATUR BJARNÁSÖN VE 370 371 1 Vestmannaeyjar 81 ÍSLEIFUR VE 63 ! BJÖRG JÖNSDÖfrm ÞH $21 513 316 290 179 1 i Vestmannaeyjar Seyöisfjörður ] KEFL VÍKINGUR KE 100 280 178 1 Seyðisfjörður ÞÓRSHAMAR GK 76 326 331 2 Neskaupstaður | SÆUÓN SU 104 256 43 1 Eskifjöröur HÚNARÖST RE 8S0 338 302 1 Hornaflörður JÖNÁ ÉÐVÁLDS SF 20 ........ 336 183 ^1 Hornafjörður Minni veiði í Perú BÚIST er við, að fiskafli Perúmanna verði um níu milljónir tonna á þessu ári í stað 11 milljóna tonna í fyrra. Útflutningstekjurnar verða samt meiri nú en á síðasta ári eða 65 milljarðar á móti rúmum 59 milljörðum kr. Jose Sarmiento, formaður helstu samtaka sjávarútvegsins í Perú, sagði tekjuaukninguna stafa af hærra verði á fiskmjöli en bræðslan svarar til 80% framleiðslunnar í perúskum sjávarútvegi. Nú er verið að vinna að mikilli endurskipulagningu og endurnýjun í fiskmjölsframleiðslunni og verksmiðjum, sem ekki standast umhver- fiskröfur stjórnvalda, verður lokað. Raunar segir Sarmiento, að kröfurn- ar séu svo miklar, að til að uppfylla þær alveg verði að loka öllum verksmiðjum en búist er við, að reynt verði að fara bil beggja í þessum efnum. Á síðustu fjórum árum hefur 26 milljörðum kr. verið varið til end- urnýjunar í fiskmjölsverksmiðjunum í Perú en þær eru meira en 100 talsins. i deila um undirritun Jón Kr. Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.