Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR MARÍA ■ LOGI Ólafsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, stjómaði ÍR-liðinu í leiknum gegn Gróttu í 1. deildinni í handknattleik á sunnudaginn. Eyjólfur Bragason, þjálfari liðsins, var í leikbanni og fékk hann vin sinn til að stjórna liðinu. ■ DIMITRI Filippov, rússneski landsliðsmaðurinn í liði Stjörnunn- ar, meiddist á ökkla í æfingaleik með rússneska landsliðinu um ára- mótin og verður frá keppni í um tvær vikur. ■ JONATHAN Bow lék ekki með KR-ingum í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik gegn Haukum á sunnu- daginn því hann var jafna sig eftir uppskurð. Benedikt Guðmunds- son, þjálfari liðsins, segir að hann verði með_ í næsta leik. ■ SIGFÚS Gizurarson, einn af lykilleikmönnum Hauka, varð að yfirgefa völlinn rétt fyrir hlé þegar hann fékk fingur samheija í augað. Allar líkur eru þó að hann verði með í næsta leik, sem er eftir viku. ■ ANNA Halldórsdóttir, fyrirliði Fylkisstúlkna í handknattleik, varð að kveðja félaga sína í hálfleik í leiknum gegn Fram á laugardag- inn. Anna er flugfreyja og þurfti að mæta í flug. Ekki er skortur á metnaði og áhuga þar á bæ. ■ HJÖRTUR Hjartarson, knatt- ÍÞR&mR FOLX spymumaður úr Skallagrimi, hefur ákveðið að leika með Völsungi í 2. deildinni næsta sumar. Hjörtur var markahæsti leikmaður Skalla- gríms á síðasta ári, gerði 10 mörk í 17 leikjumj 2. deild. ■ THEODÓRA Mathiesen, skíða- kona úr KR, náði besta árangri sín- um í stórsvigi á alþjóðlegu stiga- móti í Þrándheimi í Noregi um helgina. Hún hafnaði í þriðja sæti og fékk fyrir það 52,28 punkta. ■ JÓHANN Haukur Hafstein úr Armanni og KR-ingarnir Egill Birgisson og Jóhann Friðrik Har- aldsson, sem allir eru í skíða- menntaskólum í Noregi, tóku þátt í tveimur stórsvigsmótum í Vass- fjellet um helgina. Jóhann Haukur fékk 61 fis-stig fyrir árangur sinn og Egill 73 stig og er þetta besti árangur þeirra í stórsvigi. Jóhann Friðrik fór út úr báða dagana. ■ ALLY McCoist setti markamet hjá Rangers þegar hann gerði tvö mörk í 4:0 sigri liðsins gegn Fal- kirk í skosku úrvalsdeildinni. Hann hefur þar með gert 230 mörk fyrir félagið og fór fram úr Bob McPhail sem gerði garðinn frægan á fjórða áratugnum. ■ HAN Xue, 14 ára gömul stúlka frá Kina, setti heimsmet í 50 metra bringusundi í 25 metra laug á heimsbikarmóti í Hong Kong um helgina. Hún synti á 31,11 sekúnd- um og bætti met sænsku stúlkunnar Louse Karlsson, frá því í nóvember 1992, um 0,08 sekúndur. ■ LIU Limin heimsmeistari frá Kína var 0,76 sekúndum frá heims- meti sínu í 100 metra flugsundi á mótinu í Hong Kong. Hún synti á 59,44 sek. og sigraði en heimsmet hennar er 58,68 sek. frá því á HM í Brasilíu í síðasta mánuði. Hún var á betri tíma eftir 50 metra, en þeg- ar hún setti metið en náði ekki að fylgja því eftir. Sundmenn frá 16 þjóðum tóku þátt í mótinu sem er það fyrsta af átta í heimsbikar- mótaröðinni. ■ SPÁNVERJAR sigruðu á fjög- urra landa móti í handknattleik sem fram fór á Spáni um helgina. Spánn vann alla sína leiki; Egypta, 26:25, Norðmenn 30:21 og Dani 21:20. órsmerkurferðir vöktu mikla athygli á árum áður, Þjóð- hátíð í Eyjum hefur ávallt þótt fréttaefni og Uxahátíðin á liðnu sumri þótti takast það vel að ráð- gert er að gera hana að árlegum viðburði. Allar þessar úti- skemmtanir eiga það sammerkt að hafa ver- ið haldnar meira eða minna undir tjaldi sem bendir tii þess að tjald- ið hafi visst aðdráttarafl á manna- mótum. Með þetta í huga er furðulegt að fþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur hafi dottið í hug að láta byggja 50 metra innisund- laug í Grafarvogi enda hefur borgarráð samþykkt tillögu borg- arstjóra um að hætta við fyrir- hugaðar framkvæmdir. Fyrir það fyrsta verður að huga að hag íbú- anna áður en tillit er tekið til sérhagsmunahóps eins og keppn- ismanna í sundi. í öðru lagi er um allt of dýrt verkefni að ræða, sérstaklega ef hvergi má til spara. í þriðja lagi er svona mannvirki óþarfi því heyrst hefur að leysa megi vanda sundkeppninnar á Smáþjóðaleikunum með því að tjalda yfir Laugardalslaugina, þó borgarráð hafí samþykkt undir- búning 50 m yfírbyggðrar sund- laugar í Laugardal. Nú er bara að vona að allar ferðamálanefndir og ferðamálaráð taki við sér í tíma og nýti þennan óvenjulega möguleika til enn frekari land- kynníngar og auki þannig ferða- mannastrauminn til landsins og sérstaklega í Laugardalinn. Búlgarski listamaðurinn Christo Javacheff fékk sam- þykkta hugmynd sina um að pakka inn gamla þinghúsinu í Berlín. Uppátækið vakti ekki hrifningu allra en það hlaut heimsathygli og ferðamenn streymdu til Berlínar á liðnu sumri til að líta tjaldið eigin aug- um og kaupa minjagripi því tengda. Hugmyndin hitti í mark. Einhvetjir snillingar hafa hent þetta á lofti og sjá fyrir sér keppni í sundi undir tjaldi á Smáþjóða- leikunum sumarið 1997. Það er vel til fundið að tjalda yfir al- þjóða keppni á bjartasta og sólrík- asta tíma ársins en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Ís- lands voru 216 sólskinsstundir í Reykjavík í maí á liðnu ári eða um sjö stundir að meðaltali dag hvem og 109,8 sólskinsstundir í júní, en þá var meðalhiti níu gráð- ur á sólarhring. Þá kom fram um helgina að hitastig í heiminum hefur aldrei verið hærra en á liðnu ári og erlendir sérfræðingar segja að hitastig eigi eftir að hækka raeð hveiju árinu næstu árin. Því má gera ráð fyrir enn meiri hlý- indum en áður sumarið 1997. Það að tjalda yfír sundkeppn- ina kemur ekki aðeins sundfólk- inu til góða heldur hlýtur það að teljast túristahvetjandi ráðstöfun. Allir sjá í hendi sér hvaða heims- athygli það vekur að pakka al- þjóðamóti inn og halda þvi' þannig frá utanaðkomandi á bjartasta tíma ársins í landi sem er þekkt fyrir annað en hitabylgjur og Miðjarðarhafsveður. Eins er þetta heppileg ráðstöfun með nýtingu mannvirkisins allan sólarhringinn í huga. Troddu þér nú inn í tjald- ið hji mér,/María, Maria... úr Þórsmerkurljóði Sigurðar Þórar- inssonar á eftir að hljóma um Laugardalinn og allir sem státa af réttum undirbúningi fyrir sundferðir fá tækifæri til að taka undir - og geta síðan skellt sér undir og út í gegn viðeigandi gjaldi. Steinþór Guðbjartsson Sund í tjaldi opnar áð- ur óþekkta möguleika á Smáþjóðaleikum Hvernig hefur H JÖRPÍS GUÐMUIMPSPÓTTIR spjarað sig í dönsku deildinni? Stefnir I fall hjá Rödovre HJÖRDÍS Guðmundsdóttir, landsliðsmarkvörður í handknatt- leik úr Víkingi og íþróttakennari að mennt frá íþróttakennara- skólanum að Laugarvatni, vildi breyta til og spreyta sig á öðrum vettvangi íhandboltanum enda kornung, 23 ára. Hún brá sér því í haust í víking til Danmerkur, ífrekara nám í fþróttafræðum jafnframt því að liðinu Rödovre. Danska kvennalandsliðið varð í þriðja sæti á HM fyrir skömmu og þar er kvennahand- ■■■■■II knattleikur hátt Stefán skrifaður. Hjördís Stefánsson og félagar hennar sknfar í Rödovre eru nú í neðsta sæti og stefnir í fall. „Þegar ég fór utan var Rödovre með þeim betri í 1. deild en eftir ágreining stjórnar og leikmanna um peninga, hættu svo til aliir bestu leikmennirnir." Þurfa leikmenn að standa í sölumennsku og slíku til að fjár- magna starfið? „Nei, það er ekkert svoleiðis. Þó að við séum neðarlega í deild- inni fáum við allan útbúnað og einnig fínni föt til að mæta til leiks og svoleiðis. Það eru líka miklir peningar á ferðinni hjá bestu liðunum." Hver er mesti munurinn? spila með danska 1. deildar „Þær eru mun sneggri, tækni- legri og sterkari í Danmörku. Þær íslensku er að vísu miklu harðari af sér. Ef brotið er á þessum frá Skandinavíu má oft sjá tár en á Islandi gerist það varla nema þær fótbrotni eða eitthvað í þeim dúr.“ Hvers vegna eru þær dönsku betri? „Það er mikið vandað til þjálf- unar hjá yngri stelpunum. Þær eru settar í æfingabúðir og fá góða þjálfara og þar fram eftir götunum en það eru líka peningar til þess. Stelpurnar æfa sig einnig mikið sjálfar ef þær fá möguleika því margar eru um hverja stöðu og það þarf því mikinn metnað til að halda sér inni. Hverju þyrfti helst að breyta hér á landi? „Það þarf að fylgjast betur með kvennalandsliðinu og skapa verk- efni, ekki bara tjalda til einnar nætur eins og að fara á eitt og eitt mót en síðan ekki meir.“ Nú hefur þú séð nokkra leiki um jólin. Hvernig fannst þér? „Það er voða skrýtið að sitja meðal áhorfenda, sérstaklega þegar Víkingarnir eru að spila. Ég sé ekki miklar breytingar nema hvað liðin eru að yngja upp.“ Hvort er skólinn eða handbolt- inn aðalatriðið hjá þér? „Það er eiginlega hvort tveggja í efsta sæti, en mig langaði líka að breyta til og prófa eitthvað nýtt.“ En ef liðið þitt fellur? „Þá ætla ég mér að komast í annað í 1. deild - annað kemur ekki til greina. Ég hugsa að ég kæmist í annað lið.“ En þegar til lengri tíma er litið? „Það væri gaman að spila í Noregi eða Þýskalandi því þar er spilaður góður handbolti. Svo væri líka gaman að fara til Kóreu. Þar yrði ég eflaust stærst í liðinu og svei mér þá ef gæti ekki plummað mig sem skytta þar.“ En kom ekki mynd af þér í danska blaðinu Politiken? (Mynd tekin í bakið á Hjördísi þar sem hún situr á hækjum sér og horfir á eftir boltanum í netið. Fyrirsögnin var „Þetta gerðist 40 sinnum“ því liðið hennar fékk á sig 40 mörk í einum leik.) „Þar sem úrslit voru ekki til að státa sig af, sást sem betur fer ekki í andlitið á mér.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.