Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.01.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996 B 3 Met hjá Rush og Collymore með þrennu Nokkur stórlið í vandræðum lan Rush gerði 42. mark sitt í ■ Ensku bikarkeppninni þegar Liverpool vann Rochdale 7:0 í 3. umferð á laugardag. Denis Law gerði 41 mark í keppninni á ferlin- um og Rush á því metið á þessari öld en Henry Cursham hjá Notts County náði 48 mörkum fyrir síð- ustu aldamót. Gleðin yfir marki Rush var mikil en Roy Evans, knattspyrnustjóri Liverpool, var ekki síður ánægður með fyrstu þrennuna sem Stan Collymore gerði fyrir Liverpool. „Þetta var frábær árangur hjá Stan og sjálfs- öryggi hans hefur aukist þessa viku. Rochdale hélt okkur niðri í 25 mínútur en eftir fyrsta markið var ljóst að þetta yrði okkar dag- ur.“ Mick Docherty, knattspyrnu- stjóri Rochdale, tók í sama streng. „Við vorum sem dáleiddir og þeir tóku okkur í kennslustund í knatt- spyrnu. Úrslitin réðust á síðustu fimm mínútum fyrri hálfleiks og fyrstu fimm mínútunum eftir hlé þegar staðan breyttist úr 1:0 í 4:0.“ Ferdinand bjargaði Newcastle Þrátt fyrir harða hríð að marki Chelsea stefndi allt í 1:0 sigur liðs- ins gegn Newcastle en Les Ferdin- and sá til þess á síðustu mínútu að liðin verða að leika aftur og það í Newcastle. Dmitry Kharin, mark- vörður heimamanna, ætlaði að gefa á samheija rétt utan teigs en Belginn Philippe Albert var á undan og kom boltanum til Ferdin- ands sem átti ekki í erfiðleikum með að gera 23. mark sitt á tíma- bilinu. „Það verður að halda áfram og sem betur fer fengum við tæki- færið,“ sagði Ferdinand sem skor- aði skömmu áður en þá var mark- ið dæmt af vegna rangstöðu og virtist það strangur dómur. Liðin mætast á St. James Park 17. janúar, en þar hefur Newc- astle sigrað í öllum heimaleikjum tímabilsins, 11 talsins. Sigurvegar- arnir sækja QPR heim í næstu umferð og telja veðbankar Newc- astle líklegast ásamt Tottenham að sigra í keppninni að þessu sinni. „Við höfum gert svo mörg jafn- tefli við lið í London að ég er að hugsa um að setja upp bækistöð héma,“ sagði Kevin Keegan, knattspyrnustjóri Newcastle. „Við mætum Arsenal í deildarbikarnum á miðvikudag en þegar Philippe Albert skoraði ekki úr opnu færi undir lokin sagði ég við Terry McDermott að deildarbikarkeppnin væri eina tækifæri okkar til að komast á Wembley í ár. Turnarnir tveir [á Wembley] virtust í órafjar- lægð þegar mínúta var til leiksloka en við eigum erfitt verk fyrir hönd- um áður en við vitum hvort við komum aftur til London vegna 4. umferðarinnar. En ég er ánægður með að vera enn í keppninni sem og í deildarbikamum.“ Rangstæður? Mark Hughes gerði mark Chelsea með skalla á 35. mínútu eftir sendingu frá Terry Phelan sem virtist rangstæður á vinstri kantinum þegar hann fékk boltann frá Dennis Wise. Hughes gagn- rýndi hvað dómarinn lét leikinn halda lengi áfram en hrósaði Ferd- inand. „Tíminn virtist ansi langur en Iæs greip tækifærið og gerði það vel.“ Meistaramir I vandræðum Bikarmeistarar Everton áttu í miklum erfiðleikum með Stockport og máttu þakka fyrir 2:2 jafntefli. Duncan Ferguson lék ekki með heimamönnum vegna meiðsla og Stockport fékk nokkur færi til að skora eftir að hafa jafnað tvívegis. „Eg get ekki hugsað um næstu umferð fyrr en við höfum gert okkur grein fyrir hvað er að ger- ast hjá okkur í þessari umferð og það verður ekki auðvelt," sagði Joe Royle, knattspymustjóri Everton. Derby missti Igor Stimac meidd- an af velli um miðjan fyrri hálfleik og skömmu síðar var Gary Rowett vikið af velli en einum færri komst liðið í 2:0 gegn Leeds snemma í seinni hálfleik. Leeds jafnaði skömmu síðar og tvö mörk til við- bótar undir lokin tryggðu liðinu sigur. Southampton vann Portsmouth 3:0 og voru átta menn bókaðir. Jim Magilton gerði tvö mörk og Neil Shipperley eitt en Le Tissier var allt í öllu og lagði upp tvö mörk. 40 km eru á milli félaganna og hafa liðin ekki mæst í átta ár en hitinn er mikill á milli. „Ég gerði mér ekki grein fyrir hvað hatrið á milli félaganna er mikið,“ sagði Shipperley." Cantona hetja tlnited Frakkinn Eric Cantona tryggði Manchester United aukaleik þegar hann skoraði með skalla og jafnaði 2:2 10 mínútum fyrir leikslok gegn Sunderland á Old Trafford. United hefur ieikið til úrslita undanfarin tvö ár en útlitið var ekki bjart eft- ir að gestirnir höfðu gert tvö mörk á þremur mínútum um miðjan seinni hálfleik. Sheffield Wednesday féll eitt úrvalsdeildarliða úr keppni um helgina en liðið tapaði 2:0 fyrir Charlton sem fær Brentford í heimsókn í næstu umferð. „Við fyllumst ekki sjálfsöryggi en þetta er frábær dráttur fyrir okkur,“ sagði Alan Curbishley, stjóri Charltons. „Við höfum leikið mjög vel, erum í öðru sæti í deildinni með réttu og öllu skiptir að við eigum næst heimaleik.“ 3. deildar lið Hereford átti meira í leiknum gegn Tottenham og skor- aði m.a. ekki úr vítaspyrnu en lið- in gerðu 1:1 jafntefli. Coventry átti í erfiðleikum í Plymouth. Dave Busst var vikið af velli á 18. mínútu og 3. deildar liðið var 1:0 yfir í hléi. En Co- ventry gerði þrjú mörk á skömmum tíma snemma í seinni hálfleik og vann 3:1. Lárus Orri Sigurðsson og sam- heijar í Stoke gerðu 1:1 jafntefli við Nottingham Forest. Simon Sturridge skoraði undir lok fyrri hálfleiks en Stuart Pearce jafnaði fyrir Forest þegar átta mínútur voru til leiksloka. Stuðningsmenn Arsenal púuðu á liðið í hálfleik eftir slakan leik gegn Sheffield United sem gengur illa í 1. deild. Ian Wright skoraði fyrir Arsenal eftir 70 mínútur en Dane Whitehouse jafnaði átta mín- útum síðar. Blackburn var síðast bikarmeist- ari 1928 og liðið varð að sætta sig við markalaust jafntefli við Ipswich. Grimsby fagnaði stærsta bikar- sigrinum í 85 ár þegar liðið vann Luton 7:1. KNATTSPYRNA Reuter DAVE Lee hjá Chelsea hefur betur í einvígl vlð Les Ferdlnand en miðherji Newcastle átti síðasta orðlð og tryggðl liðl sínu aukalelk með jöfnunarmarki á síðustu mínútu. Barcelona mður i fjórða sæti Barcelona sótti stíft gegn Celta Vigo á útivelli en án árang- urs. Óheppnin elti liðið þegar Carl- os Busquets markverði tókst ekki að veija frá Juan Sanchez um miðjan seinni hálfleik og þar við sat. Fyrir vikið fór Barcelona úr öðru sæti í fjórða og er 10 stigum á eftir Atletico Madrid, sem er með 48 stig í fyrsta sæti. Barcelona lék lengst af með 10 menn því varnar- maðurinn Albert Ferrer fékk að líta gula spjaldið öðru sinni og fékk þar með rautt spjald um miðjan fyrri hálfleik. Jordi Lardin gerði bæði mörk Espanyol í 2:0-sigri gegn Valencia og er Espanyol í öðru sæti sjö stig- um á eftir Atletico. Meistarar Real Madrid máttu sætta sig við 2:2-jafntefli við Merida en Paco Buyo, markvörður Real, varði vítaspyrnu stundar- fjórðungi fyrir leikslok. „Þetta var leikur þar sem kraftur hafði meira að segja en hæfileikar," sagði markvörðurinn og bætti við að hann hefði verið heppinn að veija vítið frá Antonio Reyes. Compostela vann Sevilla óvænt 1:0 og er í þriðja sæti, tveimur stigum á eftir Espanyol. Liðið á möguleika á sæti í UEFA-keppn- inni í haust en þetta er annað ár Compostela í 1. deild. Spennan var hvergi meiri en í Santander þar sem Racing og Albacete skiptust á að hafa foryst- una en liðin gerðu 5:5-jafntefli. Albacete hefur gert 11 mörk í þremur síðustu leikjum en fangið á sig 13. Frammistaða AC Milan lofar góðu Að 16 umferðum loknum í ítölsku deildinni er AC Milan með þriggja stiga forystu á Fiorent- ina sem gerði 2:2-jafntefli í Róm í fyrradag en AC Milan hóf árið með 3:0-sigri gegn Sampdoria. AC Milan tapaði tveimur heimaleikjum í röð en sneri blaðinu við á nýupp- gerðum San Siro-leikvanginum á nýju ári. Christian Panucci og Dej- an Savicevic skoruðu í fyrri hálf- leik og Roberto Baggio innsiglaði sigurinn með frábæru marki á 56. mínútu. Roberto Mancini hjá Sampdoria lenti í samstuði við Ge- orge Weah, Knattspyrnumann Evr- ópu 1995, og var borinn meiddur af velli skömmu fyrir leikslok. „Þetta gerðist rétt við bekkinn hjá okkur,“ sagði Sven-Goran Eriks- son, þjálfari Sampdoria. „Það sáu allir að Weah gerði þetta ekki vilj- andi heldur var um slys að ræða.“ Rannsókn á Mancini leiddi í ljós að andlitsbein hafði brotnað en ekki liggur fyrir hvað hann verður lengi frá. Weah, sem er frá Líberíu, leikur ekki með AC Milan það sem eftir er janúar vegna Afríkukeppni landsliða en Fabio Capello, þjálfari AC Milan, sagði að leikurinn og sigurinn gegn Sampdoria sýndi að liðið ætti að geta staðið sig sæmi- lega án hans. „Leikmennirnir voru einbeittir og staðráðnir í því að láta Sampdoria ekki hægja á ferð- inni,“ sagði Capello. „Ég var mjög ánægður með vinnslu framherj- anna Simone, Baggio og Savicevic og líkamlegur styrkur þeirra á þungum vellinum var mikilí sem Góður MARCO Simone vann vel hjá AC Milan og að mati þjálfar- ans á kraftur hans eftir að nýtast liðinu vel á meðan Weah verður í burtu. hefur mikið að segja þegar Weah verður fjarverandi." Igor Protti er markahæstur í deildinni með 12 mörk en hann gerði tvö mörk í 4:l-sigri Bari gegn Inter. Þetta var stærsta tap Inter síðan Roy Hodgson tók við stjórn- inni. Juventus vann Atalanta 1:0 og gerði miðheijinn Fabrizio Ravanelli eina mark leiksins úr vítaspymu um miðjan seinni hálfleik en lengi vel var útlit fyrir að hann yrði ekki í byijunarliðinu. Juve lék vel og er í fjórða sæti en miðheijinn Gianluca Vialli var- aði við of mikilli bjartsýni. „Við skulum sjá til. Við tökum við þess- um þremur sanngjörnu stigum en við verðum að hugsa um mistökin sem við gerðum og einkum áhætt- una sem við tókum undir lokin." Fiorentina sótti Roma heim. Argentínumaðurinn Abel Balbo skoraði fyrir heimamenn á 5. og 50. mínútu en Anselmo Robbiati minnkaði muninn um miðjan seinni hálfleik og Argentínumaðurinn Gabriel Batistuta jafnaði 20 mínút- um fyrir leikslok. Þetta var 11. mark Batistutas í deildinni þetta tímabilið og er hann markahæstur en Igor Protti hjá Bari og Oliver Bierhoff hjá Udinese hafa gert sín 10 mörkin hvor. Parma gerði 2:2-jafntefli við Torínó á útivelli og er fímm stigum á eftir AC Milan en Lazio missti Alen Boksic út af með rautt spjald á 40. mínútu og tapaði 1:0 fyrir Napólí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.