Morgunblaðið - 13.01.1996, Side 1

Morgunblaðið - 13.01.1996, Side 1
V 1996 m LAUGARDAGUR 13. JANÚAR BLAÐ U Martha fær ÓL-styrkinn MARTHA Ernstdóttir, frjálsíþróttakona, fær aftur styrk frá Olympíusamhjálpinni. Það varð Ijóst í gær, en þegar henni barst síðasta greiðsla fyrir áramót var jafnframt tilkynnt að ekki yrði um frekari styrkveit- ingu að ræða. Martha hefur náð lágmarki alþjóða frjálsíþróttasambandsins í 5.000 metra hlaupi fyrir ólympíuleikana í Atl- anta, en vantar fáein sekúndubrot upp á að ná lágmarki íslensku ólympíunéfndar- innar. „Það var brotið á hennar rétti. Nú hefur það verið viðurkennt og við gleðj- umst yfir því. Við óskum henni alls hins besta og vonum að hún komi í toppformi á Ólympíuleikana,“ sagði Júlíus Hafstein, formaður Ólympíunefndar íslands I gær. * Iþróttamenn leggja mikið upp úr góðri æfíngaaðstöðu en tugþrautarkappinn Jón Amar Magnússon úr Tindastóli á Sauðárkróki sem er á meðal þeirra bestu í heimi æfír við óvenjuleg skilyrði. Hann hleypur m.a. í vatninu í sundlauginni og reglulega í fjörunni, sem margir eiga bágt með að trúa. Ragnar Axelsson ljósmyndari og Steinþór Guðbjartsson blaðamaður sóttu kappann heim á Sauðárkrók og fylgdust með honum daglangt í vikunni. Jón Arnar var í 10. sæti á heimslistanum í tugþraut í desemberblaði banda- ríska fijálsíþróttaritsins Track and Field og hann hefur stundað íþróttina sem atvinnumaður síðan í júlí sem leið en þar með lýkur samlíkingu með honum og öðrum í hópi þeirra bestu. Atvinnu- maður er ef til vill of sterkt til orða 1 tekið því styrkurinn, sem gerir hon- um þó kleift að einbeita sér að æfingum og keppni, er ekki nema 100.000 krónur á mánuði og þar af fær hann_80.000 kr. frá Afreks- mannasjóði ÍSÍ, og æfingaaðstaðan á Sauðárkróki er langt frá því að vera sambærileg við aðstöðu sem afreksíþróttamenn búa almennt við. En hann hvorki kvartar né kveinar, segir reyndar að erfitt sé að fram- fleyta fjölskyldunni á styrknum og fæðingarorlofi unnustunnar, Huldu Ingibjargar Skúladóttur, sem ól þeim soninn Krister Blæ 1. desem- ber sl., en fjaran við Sauðárkrók hafi sannað gildi sitt sem æfinga- svæði og sé það besta í heimi. íþróttamaður ársins 1995 er verðugur fulltrúi íslenskra íþrótta- manna; metnaðargjarn og sam- viskusamur, veit að hverju hann gengur og leggur mikið á sig, lætur utanaðkomandi áhrif ekki raska ró sinni og er jarðbundinn þrátt fyrir að vera í hópi þeirra bestu í heimin- um í erfiðustu grein fijálsíþrótta, kurteis og kemur vel fyrir. Hulda Ingibjörg er sem hægri hönd hans í einu og öllu, mikilvæg stoð í hverju sem á gengur, en hver dagur er fyrst og fremst skipulagð- ur af þjálfaranum Gísla Sigurðssyni sem fylgist nákvæmlega með hverri hreyfingu afreksmannsins, skráir árangur og skipuleggur í samræmi við það sem á undan er gengið með Ólympíuleikana í Atlanta í sumar í huga. „Ég tók eftir Jóni Arnari þegar hann var 16 eða 17 ára og sá strax eins og fleiri að þarna var mikið efni á ferð,“ sagði Gísli við Morgun- blaðið. „Ég hélt að hann væri að æfa reglulega en komst síðar að því að svo var ekki. Hins vegar höfum við unnið markvisst að upp- byggingunni undanfarin ár og ég sé alfarið um skipulagningu æfing- anna. Ég byggi þær á karakter Jóns Arnars og líkamlegum hæfi- leikum hans og ákveð planið tvo til þijá mánuði fram í tímann. Ég skipti þessu niður í æfingar á undir- búningstímabili, æfingar á milli- Dagurí lífi Jóns Amars tímabili og keppnislíkar æfingar en allir æfingaflokkarnir skarast. Ég legg sérstaklega mikið upp úr lið- leika- og teygjuæfingum og hug- þjálfun skipar veglegan sess en Jón Amar er fæddur íþróttamaður, sterkur og öflugur, og því þarf hann lítið að æfa aflaukandi lyfting- ar. Hins vegar hef ég ávallt verið talsmaður þess að efla forvarnir varðandi lyfjamisnotkun og vil fjölga lyfjaprófum. Vegna lyfjamis- notkunar heima og erlendis segir sig sjálft að þegar svona hlutir ger- ast, eins og með Jón Arnar sem er að bæta sig um mörg hundruð stig á ári, fer neikvæð umræða af stað. Við vinnum gegn lyfjamisnotkun og ég vildi að Jón Arnar færi í lyfja- próf hálfsmánaðarlega til að sýna að allt er eins og það á að vera. Það er dýrt en engu að síður mikil- vægt til að hægt sé að fjalla um þessi mál á jákvæðum nótum. Það kemur í veg fyrir kjaftagang og er auk þess mikið uppeldisatriði gagn- vart öllum öðrurn." Þegar kalt er í veðri og mikið frost er ekki gott að hlaupa mikið úti en hlaup í dýpri enda útisund- laugarinnar á Sauðárkróki koma í staðinn, þrisvar til fjórum sinnum í viku, Ídukkutíma í senn. Jón Arn- ar missti úr níu áætlaða æfinga- daga í nóvember vegna flensu og um mánaðamótin nóvember-des- ember meiddist hann á vinstri ökkla og hefur ekki getað beitt stökkfæt- inum að fullu síðan en er allur að koma til. Ekki síst vegna æfinganna í vatninu. „Margt fólk hérna, sérstaklega eldra fólk, heldur að ég sé eitthvað skrýtinn," sagði Jón Arnar á morgunæfingunni þegar Morgun- blaðsmenn bar að garði. „Það botn- ar ekki í því hvað fullfrískur maður- inn sé að gera með barnakúta á OLYMPIULEIKAR: BARIST UM SJOIMVARPSRETTINIUIEVROPU / B4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.