Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA fMttgmiUbiMfe 1996 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR BLAÐ D AFREKSMANNASJOÐUR ISI Fimmtíu millj. úthlut- að á sl. fimm árum „Þessi sjóður hefuryérið og ertvímælalaust aðalstyrktaraðili afreks- íþróttafólks á íslandi," sagði Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ IÞROTTASAMBAND islands hef ur á undanförnum fimm árum úthlutað rúmlega f immtíu milljónum króna úr Afreks- mannasjóði ÍSÍ, eða sfðan 1992 þegar sú ákvörðun vartekin að auka fjárframlög í sjóðinn upp í átta prósent af óskiptum arði ÍSÍ af lottó-tekjum sam- bandsins. „Þessi sjóður hef ur verið og er tvímælalaust aðal- styrktaraðili af reksíþróttafólks á Islandi," sagði Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, á f undi með fréttamönnum í gær. Þeg- ar tilkynnt var að Af reks- mannasjóðurinn úthlutar 5,3 millj. króna til styrkveitinga til sérsambanda ÍSÍ á fyrsta f undi sjóðsins á árinu. Þetta er fyrsta skref sjóðsins á árinu, þess má geta að úthlutað var rúmum þrettán millj. kr. Ellert sagði að sjóðstjórnin hafí skýra stefnu í úthlutunum til að styðjast við, þegar ákvarðanir væru teknar um styrkveitingar. Starfsreglur væri^ í samræmi við afreksstefnu sem íþróttasambandið fylgir og samþykkt var á ársþingi sambandsins 1992. „Fyrirkomulag- ið á þessum úthlutunum er að fram- lögin renna til sérsambandanna, sem síðan úthluta framlögunum áfram samkvæmt samþykktum A-styrkþegar TVEIR afreksmenn eru á A-styrk frá Afreksmannasjóðl ÍSÍ — Jón Arnar Magnússon, tugþrautakappl og íþróttamaður ársins 1995, og Pétur Guðmundsson kúluvarpari sem er nú við æfingar í Bandaríkjunum. sjóðsstjórnar til einstakra íþrótta- manna eða verkefna," sagði Ellert B. „Eins og ég sagði áðan er þessi sjóður aðalstyrktaraðili afreksfóls á íslandi. íslenskir íþróttamenn njóta góðs af þeim tekjum sem íþrótta- sambandið fær úr lottó, frá ís- lenskri getspá, sem ÍSÍ á hlut í. Fólkið sem tekur þátt í lottó-leikn- um er sannarlega að styrkja góð málefni, að undirbúa okkar besta íþróttafólk við að reyna að standa sig á alþjóðlegum vettvangi," sagði Ellert B. Tveir afreksmenn eru á A-styrk sjóðsins, sem færir þeim styrk að upphæð 80.000 kr. á mánuði. Það eru Jón Arnar Magnússon, tug- þrautamaður, sem er í fjórtánda sæti í tugþraut á heimslista alþjóða frjálsíþróttasambandsins, IAAF, og Pétur Guðmundsson kúluvarpari sem er í sextánda sæti á heimslist- anum yfir kúluvarpara. Hér á síð- unni er listi yfir þau sérsambönd sem hefur verið úthlutað styrkjum og til hvaða íþróttamanna þeir styrkir renna. Það eru fjórir sund- menn, einn fimleikamaður, einn skíðamaður og skíðalandsliðið, átta frjálsíþróttamenn, tveir badminton- menn og tveir júdómenn. Tottenham og Wimbledon sýknuð hjá UEFA ENSKU félögin Tottenham og Wimbledon höfðu betur í deilu sinni við Knattspy r nusain- band Evrópu (UEFA) vegna þátttöku liðanna í Intertoto keppninni síðastliðið suniar. UEFA hafði sett f éíögin í keppnisbann vegna þess að þau notuðu varalið og lánsmenn í keppninni en ekki sín sterkustu Uð en í gær féllst UEFA á rök félaganna og dró bannið til baka en gerði Tottenham að greiða sem nemur tæpum 7 miilj- ónum króna og Wimbledon þarf að greiða rúm- ar 5 milljónir í sekt. Sektin mun verða greidd af enska knattspyrnusambandinu. Það tók for- ráðamenn félaganna aðeins 20 minútur í gær að sannfæra UEF A um að ekki væri rétt- lætánlegt að dæma liðin f keppnisbann. Alan Sugar sótti fundinn fyrir Tottenham og hann sagði þetta engan sigur. „Þetta er svipað og vera dæmdur fyrir að ræna banka en fá síðan tilkynningu um að lögreglan ætli að greiða sektina," sagði hann. Spænsk knattspyrnulið til- kynntu í gær að þau myndu taka þátt í keppninni á kom- andi tímabili, en þau voru ekki með í fyrra. Forráða- menn deildarinnar á Spáni tíikynntu UEFA einnig í gær að þeir ætluðu að fækka í deildinni hjá sér, úr 22 Iiðum í 18, og tækju breytingamar gildiáriðl998. Fyrsti heims- bikarsig- ur Nefs SON J A Nef frá Sviss kunni vel við sig í flóðljósunum í skíðabrautinni í Sestriere á Italíu í gærk völdi þar sem hún fagnaði sigri á heims- bikarmóti í fyrsta skipti. Þessi 23 ára stúlka varð í fjórða sæti eftir fyrri ferð- ina í hinni frægu Kandahar braut en frábær f rammi- staða í seinni ferðinni gerði það að verkum að Nef sigr- aði. Samanlagður timi henn- ar var 1.47,40 mín. en Marli- es Oester, einnig frá Sviss, varð öniiur, 0,14 sek. á eftir. Sænska stúlkan Pernilla Wiberg varð þriðja á 1.47,40. Styrkir.../D4 KORFUKNATTLEIKUR / NBA „Magic" aftur með Lakers? Svo gæti farið að körfuknattleik skappinn Earvin „Magic" Johnson dragi fram skóna á nýjan leik og leiki með LA Lakers í NBA- deildinni í Bandaríkjunum. Ef af verður er talið líklegast að hans fyrsti leikur verði á fóstudaginn þegar Lakers tekur á móti Michael Jordan og félögum hjá Chicago Bulls, efsta liðinu í deildinni. Þetta kemur fram í New York Post í gær og þar segir ennfremur að fórráða- menn Lakers hafi hvorki játað né neitað fréttinni. „Magic" er nú 36 ára gamall en hann lagði skóna á hilluna frægu árið 1991 eftir að hann greindist með HIV veiruna en síðan þá hefur hann nokkrum sinnum látið að því liggja að hugsanlega kæmi hann aftur og hann lét verða að því með Draumaliði Bandaríkjanna á Olympíuleikunum í Barcelona 1992. Hann þótti með allra bestu leik- mönnum körfuknattleiksins og Del Harris þjálfari Lakei-s sagði að það yrði að sjálfsögðu mikill fengur að fá hann. „Við yrðum heppnir ef hann kæmi aftur, það er enginn eins og hann," sagði Harris. Allt er tilbúið ef „Magic" skyldi koma. Samkvæmt reglum má hann ekki leika með Lakers þar sem hann á hlut í félaginu en lögfræðingar þess eru búnir að gera ráðstafanir þannig að það á ekki að koma í veg fyrir að hann mæti Jordan og Bulls á föstudaginn. Hann hefur æft með Lakers síðasta hálfa mánuðinn og John Black, talsmaður Lakers, sagði að félagið væri tilbúið að gera allt sem hægt væri til að fá hann aftur. „Við höfum rætt málin við hann og forráðamenn NBA-deildarinnar og við munum gera allt sem við getum til að fá hann til að leika á ný fyrir Lakers. Við erum tilbúnir þegar og ef hann vill," sagði Black. Samkvæmt heimildum New York Post mun „Magic" tilbúinn til að leika með Lakers en umboðsmaður hans vildi ekkert láta hafa eftir sér að svo stöddu. KÖRFUKNATTLEIKUR: HAUKAR EIGA AÐ VIWIMA SKAGAMENIMI BIKARKEPPNINNI / D2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.