Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.01.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1996 D 3 KÖRFUKNATTLEIKUR 'nesjalið er ekki í bikarúrslitum að vinna, lað tapa iri skoðun," segir fyrirliði Skagamanna Fyrsti úrslitaleikur bikarkeppninnar utan Reykjavíkur Suðumesjaslag ur í Garðinum menn,“ sagði Reynir. Hreinn var spurður hvort hann væri ekki hræddur um að leikmenn hans yrðu eins og statistar þegar þeir kæmu í Höllina í fyrsta sinn. „Ég er auðvit- að drulluhræddur, en ég var leik- maður með Snæfelli í úrslitum gegn Keflavík 1993 og það var allt annað en skemmtileg reynsla. Ég mun reyna að miðla þeirri reynslu til strákanna og við munum gera okk- ar besta og sjá til hvað það dugar gegn Haukum," sagði Hreinn. Sterkir erlendir leikmenn Bæði lið hafa á að skipa mjög öflugum erlendum leikmanni, Milt- on Bell er hjá Skagamönnum og Jason Williford hjá Haukum. Ekki er ólíklegt að úrslit leiksins ráðist mikið af frammistöðu þeirra og víst er að baráttan á þeim bæ verður mikil. Þeir þekkjast ágætlega því þeir voru saman í menntaskóla í Richmond. „Milton er eldri en ég og var að hætta þegar ég kom í skólann og ég leit alltaf upp til hans,“ segir Williford um Bell og þegar hann var spurður hvar hann myndi raða honum í styrkleikaflokk meðal erlendra leikmanna hér á landi sagði Williford brosandi: „Hann er næstbestur!" Bell sagði gott fyrir körfuknatt- leikinn í knattspyrnubænum Akra- nesi að liðið skuli hafa komist í úrslit. „Þó svo menn tali um að mikið ráðist af viðureign okkar Jas- ons þá held ég að frammistaða ís- lensku strákanna í liðunum muni ráða meiru um úrslitin," sagði Bell og þegar hann var spurður um styrkleika Willifords sagði hann ein- faldlega: „Hann er bestur." Bæði lið leika hraðan sóknarleik og því má búast við talsverðu skori í Höllinni á sunnudaginn, ef til vill ekki hvað síst úr hraðaupphlaupum. Ekki verður baráttan undir körf- unni minni en þar munu menn slást um hvert einasta frákast. Þar er Milton Bell gríðarlega mikilvægur með 18,9 fráköst að meðaltali í leik í deildinni í vetur og Williford er einnig grimmur í fráköstunum og hefur tekið 14,2 að meðaltali í vet- ur. Milton Bell er efstur á lista yfir varin skot í deildinni, hefur varið 68 skot mótherja sinna í vetur en það gerir 3,1 skot að meðaltali í leik. Morgunblaðið/Björn Blöndal FYRIRLIÐAR liðanna sem takast á í úrslitalelk bikarkeppni kvenna í Garðinum í dag. Harpa Magnúsdóttlr úr NJarðvík er vinstra megin og Anna María Sveinsdóttir, fyrirliði blkar- meistara Keflavíkur, er til hægri. ir leikinn eins og venjulega en hann hefði þó farið með liðið í tvígang út í Garð til að kynnast húsinu. Sér litist vel á allar aðstæður og hann ætti von á skemmtilegum baráttu- leik. Bæði liðin hafa sótt liðsstyrk til Bandaríkjanna, Suzette Sarg- eant leikur með Njarðvík og Ver- onica Cook leikur með Keflavík. Suzette Sargeant sagði að styrkur Njarðvíkurliðsins væri sú góða ein- ing sem væri í liðinu. Keflavíkurlið- ið er sterkt lið með langa hefð og því yrði leikurinn örugglega erfið- ur. Veronica Cook sagði að sterk- asta hlið Keflavíkurliðsins væri góð- ur varnarleikur. Hún sagðist vita lítið um Njarðvíkurliðið annað en það væri skipað ungum og óreynd- um stelpum. „En við verðum allar taugaóstyrkar í bytjun og ég líka, svo sjáum við hvað setur,“ sagði Veronica Cook. BIKARÚRSLITALEIKUR kvenna fer fram í Garðinum í dag og er þetta í fyrsta sinn sem leikið er utan Reykjavíkur. Suður- nesjaliðin Keflavík og Njarðvík leika til úrslita kl. 16.00 og er þetta í fyrsta sinn sem þessi lið mætast í úrslitaleik. Að sögn forráðamanna liðanna var ástæðan fyrir þvf að leika í Garðin- um fyrst og fremst sú að ætla má að fleiri áhorfendur komi og skapi um leið skemmtilegra andrúmsloft. íþróttahúsið í Garði ér nýtt og glæsilegt, rúmar 600-700 áhorfendur og var vígt á síðasta ári. Morgunblaðið/Þorkell Keflavíkurstúlkurnar eru núver- andi bikarmeistarar. Þær hafa unnið þennan titil undanfarin þrjú ár og eru óneitan- lega mun sigur- stranglegri. En Njarðvíkurliðið hef- ur komið á óvart og sagði Jón Einarsson þjálfari að þrátt fyrir ungan aldur væri mikill töggur í stelpunum og þar væri skemmst að minnast sigurs þeirra Björn Blöndal skrlfar frá Keflavík á efsta liðinu í deildinni og núver- andi íslandsmeisturum Breiðabliks í 8 liða úrslitum. „Við höfum leikið einn leik við Keflavík í deildinni þar sem við töpuðum með 13 stiga mun, en stelpurnar hafa tekið mikl- um framförum síðan og því tel ég að þær geti með góðum leik velgt Keflavíkurliðinu ærlega undir ugg- um.“ Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflvíkinga sagðist búa lið sitt und- ver sferkara í „Kanadabaráttunni“ ire skoraði 22 stig og átti tólf stoð- sendingar fyrir fyrir Toronta og Oliver Miller skoraði 21 stig og tók þrettán fráköst. Terry Mills skoraði sín flest stig í vetur, 24, og Allan Houston gerði körfu þegar 1,9 sek. voru til leiks- loka — körfu sem tryggði Detroit Pistons sigur á Dallas Mavericks, 93:92, á útivelli. Houston og Otis Thorpe skoruðu báðir 20 stig fyrir Detroit, sem hefur unnið tólf af síð- ustu sautján leikjum sínum. Mc- Cloud skoraði 23 stig Jackson átján fyrir Dallas. Brent Price skoraði 25 stig, Cal- bert Cheaney 20, en sjö leikmenn Washington Bullets skoruðu yfir tíu stig þegar liðið vann meistaraHou- ston Rockets heima, 120:85, eftir að hafa haft 23 stiga forskot í leik- hléi. Sex af níu þriggja stiga skotum Price rötuðu rétta leið, hann tók níu fráköst og átti átta stoðsending- ar. Aftur á móti tók Gheorghe Muresan þrettán fráköst og skoraði sautján stig. Hakeem Olajuwon skoraði 22 stig fyrir gestina, þar af aðeins tvö í seinni hálfleik. Meist- arar Houston hafa tapað sex sinn- um í síðustu tíu leikjum sínum. Brent Barry geystist fram völlinn og skoraði sigurkörfu Los Angeles Clippers, 94:93, gegn Denver Nuggets þegar 1,7 sek. voru til leiksloka. Loy Vaught skoraði 26 stig og tók þrettán fráköst og Terry Dehere skoraði átján stig fyrir heimamenn. Antonio McDyess skoraði 23 stig og tók þrettán frá- köst fyrir Nuggets og Dale Ellis skoraðin nítján stig fyrir liðið, sem hefur tapað sex leikjum í röð og átta af síðustu ellefu leikjum sínum. Njarðvík á mögu- leika með góðum leik SIGURÐUR Hjörleifsson, þjálf- ari kvennaliðs Breiðabliks í körfuknattleik, segir að eftir öll- um sólarmerkjum að dæma eigi Keflavíkurstúlkur að sigra stöll- ur sínar frá Njarðvík í bikarúr- slitaleiknum í dag. „Keflvíkingar hafa verið áskrifendur að úrslita- leiknum í fjöldamörg ár og reynslan er því þeirra megin. Byrjunarlið Keflavíkur er það sterkasta í deildinni og á bekkn- um eru stelpur sem eru eða hafa verið í einhveijum landsliðum þannig að þær eru ekki árenni- legar. Keflavíkurstúlkur eru stærri, eldri, reyndari og betri skyttur þannig að það bendir allt til sigurs þeirra,“ sagði Sig- urður um Keflvíkinga. „Njarðvik er með ungt og mjög efnilegt lið og þær eiga að sjálf- sögðu möguleika gegn Keflvík- ingum. Til að sigra þarf Njarðvík að ná sínum besta leik. Þær hafa verið nokkuð rokkandi í vetur en leikið mjög góða leiki inná milli, eins og þegar þær slógu okkur út úr bikarnum, þá léku þær mjög vel. Ungu stelpurnar verða auðvitað stressaðar og það er eðlilegt, en þær mega ekki vera of stressaðar. Ef Njarðvík nær að halda í við Keflavik fyrstu tíu mínúturnar verður þetta skemmtilegur og spennandi leik- ur. Það háir líka Njarðvík að erlendi leikmaðurinn þeirra er einnig þjálfari og það tekur töl- vert frá henni, en hún er góð.“ Keflavíkurstúlkur hafa sigrað veikari liðin í deildinni mjög stórt að undanförnu en Sigurður telur það ekki merki um að þær séu orðnar langbestar, heldur frekar spurningu um hugarfar í þeim leikjum þar sem sigur er nokk- urn veginn bókaður fyrirfram. „Ég vona að þetta verði skemmti- legur leikur og að Njarðvíkur- stúlkur komi til með að standa sig. Vonandi verður þetta engin „slátrun“ því það gerir kvenna- körfunni ekki gott,“ sagði Sig- urður. UM HELGINA Taekwondo Norðurlandamótið í Taekwondo verður háð í Laugardalshöll í dag. Keppendur eru 77. Mótið hefst kl. 9.30, en úrslitaviðureignir verða kl. 13 til 17. Handknattleikur Laugardagur: Undanúrslit bikakeppni karla: Framhús: Fram - Víkingur.........16.15 Selfoss: Selfoss - KA...............16 Undanúrslit bikakeppni kvenna: Fylkishús: Fylkir - Fram............14 Vestm.ey.: ÍBV - Stjarnan........13.30 Sunnudagur: 1. deild karla: Strandgata: Haukar - UMFA...........20 Körfuknattleikur Laugardagur: Bikarúrslit kveuna: Garður: Keflavík - Njarðvík.........14 Sunnudagur: Bikarúrslit karla: Laugardalshöll: íA - Haukar.........14 Íshokkí íslandsmótið: Laugardagur: Laugardalur: SR-SA..................20 Sund Stórmót Sundfélags Hafnaríjarðar verður í Sundhöll Hafnarfjarðar. Mótið hóst í gær- kvöldi, en heldur áfram í dag og á morgun. Keppni hefst kl. 10 og síðan kl. 15.30 báða dagana. Allt besta sundfólk landsins tekur þátt í mótinu. Blak Laugardagur: 1. deild karla: Hagaskóli: ÞrótturR. - ÍS..........14 Ásgarður: Stjaman - HK.............16 1. deild kvenna: Digranes: HK-Víkingur..............14 Borðtennis Punktamót Stjörnunnar verður háð sunnu- daginn 28. jnúar. Keppni hefst kl. 11. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.