Morgunblaðið - 27.01.1996, Síða 4

Morgunblaðið - 27.01.1996, Síða 4
IPROmR HANDKNATTLEIKUR / BIKARKEPPNIN Þorbjörn Jensson spáir bikarmeisturum KA sigri á Selfossi ífjörugum leik Erfitt fyrír Selfyssinga aðráða viðvöm KA ÞORBJÖRN Jensson, lands- liðsþjálfari í handknattleik, spáir því að það komi í hlut KA og Fram að leika til úrslita í bikarkeppni karla og Fram og Stjörnunnar í kvennaflokki. „KA-menn eru með mun sterkari vörn en Selfyssingar, sem hafa verið að fá mikið af mörkum á sig - síðast þrjátíu og fimm gegn FH-liðinu. KA- liðið getur leikið gífurlega sterka vörn og ekki skemmir það fyrir að Alfreð Gíslason verður með liðinu f öllum mik- ilvægum leikjum, eins og leiknum á Selfossi," sagði Þobjörn, þegar hann spáði í undanúrslitalejki bikarkeppn- innar fyrir Morgunblaðið. Það verður erfitt fyrir Selfyss- inga að ráða við flata sex núll vörn KA - til að þeir geti það þá verða þeir allir að taka virkan þátt í sóknarleiknum, ekki aðeins Valdimar Grímsson, eins og í leikn- um gegn FH. Valdimar er geysileg- ur keppnismaður og ég efa ekki að hann á eftir að mæta grimmur til leiks gegn sínum gömlu félögum, ákveðinn að teika enn einn bikarúr- slitaleikinn, sem hefur verið fastur liður hjá honum undanfarin ár. Ég reikna með að Selfyssingar leiki framliggjandi varnarleik gegn KA, eins og þeir gerðu í deildinni % og tókst ágætlega. Þeir gera eflaust einhveijar endurbætur á varnarleik sínum og reyna að koma í veg fyr- ir að Patrekur Jóhannesson og Jul- ian Duranona eigi greiðan aðgang að markinu,“ sagði Þorbjörn, sem spáir leiknum 25:28 í tölum. Mikill áhugi er fyrir leiknum á Selfossi og er uppselt á hann. Heimavöllurinn sterkur Þorbjörn spáir því að heimavöllur ráði úrslitum þegar Framarar taka á móti Víkingum í Framhúsinu. „Þetta verður án efa mikill baráttu- leikur eins og á Selfossi. Framarar -,eru erfiðir heim að sækja - það sýndu þeir þegar þeir lögðu fyrstu- deildarlið ÍR að velli í bikarkeppn- inni. Rússinn hjá Fram, Oleg Titov, er mjög öflugur varnarleikmaður og hefur bundið flata vörn Fram- liðsins vel saman. Varnarleikur Fram hefur mikið að segja, því að leikmenn Víkings eru ekki hávaxnir og því ekki öflugar langskyttur. Það verður ekki mikill munur á liðunum þegar upp verður staðið, en heima- völlurinn ræður úrslitum," sagði Þorbjörn. Þorbjörn spáir því að Fram vinni auðveldan sigur á Fylki í Árbænum í undanúrslitum kvenna og Stjarnan leggi ÍBV að velli í miklum baráttu- leik í Eyjum. Framstúlkur eru bik- armeistarar - unnu Stjörnustúlkur í úrslitaleik í fyrra. EM I LISTHLAUPI A SKAUTUM Rússamir unnu loks Bonaly fyrst eftir skylduæfingarnar Rússneska parið Oksana Gritsch- uk og Evgeny Platov, sem eru heims- og ólympíumeistarar í ís- dansi, bættu í gær Evrópumeistara- titlinum í safnið. Landar þeirra, Anjelika Krylova og Oleg Ovsiann- ikov, urðu í örðu sæti og Irina Rom- anova og Igor Yaroshenko fengu bronsið með glæsilegum dansi við Zorba. Evrópumeistararnir nýkrýndu sögðust í fyrra ætla að gerast at- vinnumenn en hættu síðan við, ekki síst vegna þess að nú fá þau pen- ingaverðlaun á stórmótum og í gær fengu þau sem nemur tveimur millj- ónum króna. Franska stúlkan Surya Bonaly, fimmfaldur meistari, hefur naumt forskot eftir skylduæfingarnar í listhlaupi kvenna. Hin 16 ára gamla rússneska stúlka Irina Slutskaya er í öðru sæti eftir að dómararnir níu höfðu gefið sér langan tíma til að gera upp á milli þeirra. Þrír dómarar settu hvora um sig í fyrsta sæti og þar sem hvorug var með meirihluta var athugað hversu margir dómarar hefðu sett þær í 1. og 2. sætið og það voru fimm, þannig að ekki dugði það. Sjö dóm- arar settu Bonaly í 1., 2. eða 3. sætið en sex Rússann unga jiannig að Bonaly er með forystu. I þriðja sæti er þýska stúlkan Tanja Szewczenko en Olga Markova frá Rússlandi, sem sigraði i skylduæf- ingunum í fyrra, varð að sætta sig við 11. sætið. Á mótinu í fyrra voru skylduæf- ingarnar veikasta hliðin hjá Rúss- anum unga og því eru margir sem spá því að hún muni gera góða hluti í dag í fijálsu æfingunum. Á hinn bóginn þykir Bonaly hafa náð sér vel á strik, en hún þótti í lítilli æf- ingu ekki alls fyrir löngu. Hún tók sér frí frá sýningum og fór heim í viku og æfði í friði og ró. Það virð- ist hafa borið árangur. SELFYSSINGAR munu ekki ráða við vörn KA segir landsiiðsþjálfarinn og hér eru þeir Alfreð Gislason og Patrekur Jóhannesson, en þeir munu væntanlega leika stórt hlutverk í vörninni. Sigurður í landsliðið SIGURÐUR Bjarnason, leik- stjórnandi Stjömunnar, er kominn í landsliðshópinn í handknattleik, sem tekur þátt í Lotto-keppninni í Noregi í næstu viku. Sigurður tekur stöðu Gunnars Andréssonar, Aftureldingu, sem á við meiðsii að stríða. Sigurður, sem hefur leikið 81 landsleik, hefur ekki leikið með landsliðinu síðan gegn Tékkum í heimsmeistara- keppninni í Sviþjóð 1993. Ingi Rafn brotinn INGI Rafn Jónsson, landsliðs- raaður úr Val í handknattleik, mun að öllum likindum ekki leika meira með Valsliðinu í vetur. Ingi Ragn handarbrotn- aði í leik gegn KR í vikunni og er kominn í gifs. Tvö bein á handarbaki hægri handar brotnuðu og verður Ingi Rafn að gangast undir aðgerð í næstu viku. Afreksmannasjóður ÍSÍ úthlutar 5,3 millj. FRAMKVÆMDASTJÓRN íþróttasambands íslands samþykkti á fundi sínum á fimmtudaginn tillögur Afreksmannasjóðs um styrk- veitingar til sérsambanda ÍSÍ. Sundsamband íslands Sundsambandinu var úthlutað kr. 500.000 fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júlí 1996 til að standa undir kostnaði vegna undirbúnings Olymp- íuhóps SSÍ, en í hópnum eru Eydís Konráðsdóttir, Magnús Konráðs- son, Logi Jes Kristjánsson og Arnar Freyr Ólafsson. Fimleikasamband íslands Fimleikasambandinu var úthlutað kr. 300.000 til að undirbúa Rúnar Alexandersson til að komast á ÓL í Atlanta. Sjóðurinn samþykkir jafn- framt að taka mál Rúnars sérstaklega til skoðunar eftir heimsmeistara- keppnina, sem verður í Puerto Rico um miðjan apríl nk. Skíðasamband íslands Skíðasambandinu var úthlutað kr. 540.000, sem skiptast þannig: •SKÍ fær B-styrk að upphæð kr. 40.000 á mánuði tímabilið 1. janúar til 30. júní 1996 vegna Kristins Björnssonar, sem hefur staðið sig mjög vel að undanförnu í FlS-mótum bæði í svigi og risasvigi. •SKÍ var jafnframt úthlutað kr. 300.000 til að standa undir kostnaði vegna æfinga og keppni A-landsliðs SKÍ. Frjálsíþróttasamband íslands Fijálsíþróttasambandinu var úthlutað kr. 3.200.000 sem skiptast þann- >g: •Jón Arnar Magnússon, tugþrautarmaður, er í ijórtánda sæti á heims- lista alþjóða fijálsíþróttasambandsins. Samkvæmt starfsreglum sjóðsins ber honum því A-styrkur að upphæð kr. 80.000 á mánuði frá 1. janúar til 31. desember 1996. •Pétur Guðmundsson, kúluvarpari, er í sextánda sæti á heimslista alþjóða fijálsíþróttasambandsins. Samkvæmt starfsreglum sjóðsins ber honum því A-styrkur að upphæð kr. 80.000 á mánuði frá 1. janúar til 31. desember 1996. •Vésteinn Hafsteinsson, kringlukastari, er í 29. sæti á heimslista al- þjóða fijálsíþróttasambandsins. Samkvæmt starfsreglum sjóðsins ber honum því B-styrkur að upphæð kr. 40.000 á mánuði frá 1. janúar til 30. júní 1996. •Sigurður Einarsson, spjótkastari, er í 39. sæti á heimslista alþjóða fijálsíþróttasambandsins. Samkvæmt starfsreglum sjóðsins ber honum því B-styrkur að upphæð kr. 40.000 á mánuði frá 1. janúar til 30. júní 1996. Jafnframt var FRÍ úthlutað styrk vegna eftirtalinna íþróttamanna vegna æfinga og keppni á tímabilinu 1. janúar til 30. júní. •Einar Vilhjálmsson, spjótkastari..............kr. 200.000 •Guðrún Arnardóttir, spretthlaupari............kr. 200.000 •Martha Ernstdóttir, langhlaupari..............kr. 200.000 •Vala Flosadóttir, stangarstökkvari............kr. 200.000 Badmintonsamband íslands Badmintonsambandinu var úthlutað kr. 300.000 til að standa undir kostnaði vegna æfinga og keppni Brodda Kristjánssonar og Árna Þórs Hallgrímssonar á tímabilinu 1. janúar til 30. júní 1996, en þeir félagar stefna að þátttöku á ÓL í Atlanta. Júdósamband ísiands Júdósambandið fékk B-styrk að upphæð kr. 40.000 á mánuði á tíma- bilinu 1. janúar til 30. júní vegna Vernharðs Þorleifssonar. Bjarni Friðriksson stefnir á þátttöku á ÓL í Atlanta og á nokkra möguleika á að komast á leikana. JSÍ fékk úthlutað kr. 200.000 til að standa að undirbúningi vegna Bjarna á tímabilinu 1. janúar til 30. júní 1996.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.