Morgunblaðið - 30.01.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.01.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA V^^L.JlSslOA W^t^w^hM^ 1996 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANUAR BLAÐ B KORFUKNATTLEIKUR Bikarmeistarar eftir tíu ára bið Morgunblaðið/Kristinn HAUKAR urðu bikarmeistarar um helgina er liðið sigraði Skagamenn nokkuð örugglega. Haukamenn stefna ótrauðir að því að verða -tvöfaldir meistarar með því að verða einnig íslandsmelstarar og hefur liðinu gengið mjðg vel í vetur undir stjórn Reynis Kristjánssonar þjálfara sem hér fær flugferð hjá lelkmönnum Hafnarfjarðarliðsins. ¦ Blkarúrslitalefkirnir / B6, B7 „Magic" Johnson með gegn Nets í Los Angeles í kvöld Ég er kominn aftur FORRAÐAMENN Los Angeles Lak- ers tilkynntu í gærkvöldi að Ervin „Magic" Johnson, sem hætti að leika 1991, hefði skrifað undir nýian leik- mannasamning við félagið. I banda- rískum fjölmiðlum kom fram að hann fengi 2,5 millj. dollara fyrir að spila með liðinu til vors. Peysa númer 32 verður aftur tekin í umferð og verð- ur „Magic" í henni þegar Lakers mætir New Jersey Nets í Los Ange- les í kvöld. „Ég er kominn aftur," sagði hann á æfíngu í gær en fyrir helgina urðu þær raddir háværar að kappinn, sem er 36 ára og smitaður af HlV-veirunni, hafi æft grimmt að undanfórnu til að undirbúa endur- komu sína. Til þess að svo geti orðið verður Johnson að losa sig við 5% hlut sem hann á í Los Angeles Lak- ers, þa'r sem eigendur hafa ekki leyfi til að leika með liðum í NBA-deild- inni. Á sunnudaginn spurðist út að Johnson væri búinn að kaupa hundr- að miða á leik Los Angeles Lakers og New Jersey, sem menn settu strax í samhengi við endurkomu hans - að hann vildi bjóða ættingum og vin- um á leikinn, til að vera viðstaddir þegar hann byrjar að leika á ný. „Það eru allir leikmenn í NBA- deildinni með því að hann komi aft- ur. Ég býð Johnson velkominn," sagði Charles Barkley, vinur hans hjá Phoenix Suns. Scottie Pippen hjá Chicago sagðist bæði hafa leikið með Johnson og ,á- móti síðan hann fékk HlV-veiruna. „Þegar Ieikmenn eru komnir út á völl, hugsa þeir ekki um það." Michael Jordan hjá Bulls sagði að það yrði gaman að leika aftur gegn Johnscm. „Ég mæti honum óhræddur. Eg skil vel stöðu hans. Þegar ég hætti á sínum tíma, tók ég sjálfur ákvörðunina, en þegar Johnson hætti, varð hann að gera það vegna veikinda sinna." FRJÁLSAR: FJÖGIJR ÍSLANDSMETISVIÞJOÐ / B3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.