Morgunblaðið - 30.01.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.01.1996, Blaðsíða 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1996 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ TENNIS ÍS!lí!»iíiil «;• iiii?- áiPB 1 ;aaj»i"BgM»' ;5!!! !>>..,,£! SiisniK;::;:! Reuter BORIS Becker fagnaðl slgrl í Melbourne, en flmm ár eru llðln síðan hann stóð uppi sem sigur- vegarl á opna ástralska. Á Innfeildu myndlnni sést elglnkona hans, Barbara, þerra tárln. Fimm ára bið Beckers á enda ÞJÓÐVERJINN Boris Becker tryggði sér sigur á Opna ástralska meistaramótinu ítennis á sunnudaginn er hann lagði Bandaríkja- manninn Michael Chang 6-2,6-4,2-6 og 6-2 og batt þar með enda á fimm ára þurrk hvað varðar sigra á slemmumótum. Bec- ker var að vonum ánægður, en hann sigraði síðast á siemmumóti í Ástralíu fyrir fimm árum. Þá henti hann spaðanum hátt í loft upp, hljóp út af vellinum og hoppaði og skoppaði um nálægan almenningsgarð. Núna, fimm árum eldri, lét hann sér nægja að lyfta höndunum til himins og þakka áhorfendum fyrir stuðning- inn við að ná sjötta slemmusigri sínum. Leikurinn, sem stóð í tvær afslappaður og lék eins og vel smurð klukkustundir og 33 mínútur, vél og af gríðarlegu öryggi. Þrátt varð aldrei rishár. Becker var mjög fyrir að missa einbeitinguna um Stefan Edberg kvaddi með sigri S VÍINN Stefan Edberg kvaddi opna ástralska tennismótið með sigri — varð sigurvegari í tvíliðaleik með Tékkanum Petr Korda. Þeir unnu Sebastien Lareau frá Kanada og Bandarílg'amanninn Alex O’Brien 7-5, 7-5,4-6,6-1. Edberg, sem var 31 árs sl. föstu- dag, sagði fyrir keppnina að hann myndi ekki oftar taka þátt i opna ástralska mótinu. Hann notaði tækifærið og þakkaði áhorf- endum í Astralíu fyrir samfylgdina og sagði þá líklega þá bestu i heimi. „Kærar þakkir, ég mun koma til með að sakna ykkar. Ég vildi hætta hér með þessum hætti, með sigri,“ sagði Edberg. tíma og tapa þriðja settinum náði hann sér á strik aftur og réð gangi mála í fjórða og síðasta settinu. „Ég hélt satt best að segja að ég væri ekki með slemmuna í mér ennþá,“ sagði hinn 28 ára Becker þegar hann tók við verðlaunafénu sem nam rúmum 27 milljónum króna. Hann reyndi að hugga Chang og sagði: „Miðað við vilja þinn og áhuga þá telur hver dagur hjá mér, ekki hjá þér, þú átt mörg ár eftir.“ „Það er farið að hausta hjá mér í tennisnum og ég tek engu iengur sem sjálfsögðum hlut, en ég vona að ég eigi ennþá eitthvað inni. Á meðan konan og strákurinn minn styðja mig, og ég þarf ekki að skammast mín fyrir að vera í stutt- buxum, ætla ég að halda áfram,“ sagði Becker, Margir spáðu Chang sigri því hann hafði ekki tapað setti á leið- inni í úrslitaleikinn á meðan Becker var í basli í upphafi móts. „Ég gerði það sem ég gat en Becker var ein- faldlega betri en ég í dag,“ sagði Chang sem átti í miklum erfiðleik- um með rosalegar uppgjafir Þjóð- veijans. Becker vann hlutkestið en lét Chang byija í uppgjöf og það reyndist góð ákvörðun því Becker komst í 4:0 í fyrstu lotu. Táningar í sviðs- Ijósinu á Spáni ARSENIO Iglesias, þjálfari Real Madrid, getur þakkað táningnum Raul Gonzalez fyrir að hann gat fagnað sigri í slnum fyrsta leik sem hann stjórnar meistururnum í 1. deildarkeppninni. Gonzalez skoraði bæði mörk liðsins gegn Real Oviedo — fyrst eftir átta mín. og sigurmarkið, 2:1, á 82. mln. Leikmenn Real Madrid lentu í strögli eftir að miðvallarieikmaðurinn Luis Enrique Martinez var rekinn af leikvelli rétt fyrir leikhlé. „Undirstaða þessa sigurs var sterkur varnarleikur,” sagði Iglesias. Það var einnig táningur í sviósljósinu hjá Barcelona, sem vann Zaragoza, 3:1, — Ivan de la Pena, sem skoraði tvö mörk. La Coruna vann Salamanca 5:0, þar sem Adolfo Aldana og Bebeto skoruðu hvor sín tvö mörkin. Atletico Madrid heldur enn níu stiga forskoti sinu á Spáni. 39 þús. áhorfendur sáu liðið vinna Athletic Bilbao, 4:1. Maldini skoraði fyrir AC Milan Leikmenn AC Milan náðu þriggja stiga forskoti á Ítalíu eftir að leikmenn Fierontína urðu að sætta sig við jafntefli, 1:1, gegn Vicenza á heimavelli á sunnudagskvöldið. Fyrirliðinn Batistuta skoraði fyrst fyrir heimamenn. AC Milan vann Udinese 2:0 fyrr um daginn með mörkum frá Paolo Maldini og Króatanum Zvonimir Boban og hefur liðið ekki tapað fjór- tán síðustu leikjum sínum. AC Milan lék án George Weah og fyrir- liðans Franco Baresi, sem er meidd- ur. Maldini skoraði mark sitt eftir homspyrnu Roberto Baggio — það var hans átjánda mark fyrir Milan í 303 leikjum. Inter Mílanó gerði jafntefli, 1:1, gegn Parma, eftir að leikmenn liðs- ins fóru illa með mörg gullin tæki- færi. Búlgarinn Hristo Stoichkov skoraði fyrir Parma með glæsilegu marki í byijun leiksins, en það var svo aðeins stuttu eftir að Stoichkov var tekinn af leikvelli, að Marco Branca skoraði mark Inter með glæsilegum skalla á 83. mín. Juventus lagði Piacenza, 2:0. Antonio Conte skoraði fyrst með Reuter ROBERTO Mussl fagnar Hrlsto Stolchkov, eftlr að hann skoraðl fyrlr Parma. skalla og síðan bætti Ciro Ferrara marki við með hjólhestaspyrnur. Á Olympíuleikvanginum í Róm skoraði Pierluigi Casiraghi þrennu í fyrri hálfleik þegar Lazíó vann Cagliari, 4:0. París St. Germain með gott forskot LEIKMENN Parísarliðsins St. Germain, sem hefa ekki tapað síð- ustu fjórtán leikjum sínum, hafa náð sex stiga forskoti í frönsku 1, deiidarkeppninni. Liðið vann Cannes, 2:1, með mörkum frá landsliðsmanninum Patrice Loko. Varnarleikmaðurinn Alain Roc- he lék á ný með Parísarliðinu, eftir að hafa verið frá i fimm mánuði vegna hnémeiðsla. Auxerre er í öðru sæti eftir sigur Le Havre 1:0. Miðvallarspilarinn Sabri Lemouchi, sem lék sinn fyrsta landsleik fyrir Frakka gegn Portúgal í sl. viku, skoraði markið. Pele úr leik í Afríkukeppninni Knattþsynukappinn Abedi Pele, sem missti af úrslitaleik Afríkukeppninnar 1992, þar sem hann var í leikbanni, leikur ekki meira með Ghana í keppninni í Afríkukeppninni í S-Afríku, þar sem hann meiddist illa á ökkla þegar Ghana vann Zaire, 1:0, í undanúrslitum á sunnudaginn. Pele sýndi snilldarleik og var út- nefndur maður leiksins — hann lagði upp sigurmarkið, sem Tony Yeboah skoraði. Ghana mætir S-Afríku í undan- úrslitum. S-Afríkumenn lögðu Alsír að velli, 2:1. John Moshoeu hetja þeirra — skoraði sigurmarkið fímm mín. fyrir leikslok, eða nokkrum sek. eftir að Alsír náði að jafna. Grenjandi rigning var og hefði leiknum eflaust verið frestað, ef hefði þurft að framlengja hann. Zambíumenn, sem töpuðu úr- slitaleiknum gegn Ghana fyrir tveimur árum, komust í undanúrslit með öruggum sigri, 3:1, á Egypt- um. Þeir skoruðu mörkin sín á átján mín. leikkafla í seinni hálfleik. Zambía mætir Túnis í undanúrslit- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.