Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 2
2 D SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Bandarískir bílar 2,4% af heildarbílasölunni árið 1995 Tæknilegar hindranir á inn- flutningi á amerískum bílum Bandarískir bílar eru langoftast búnir stærri vélum en evrópskir og asískir bílar í sam- bærilegum stærðarflokkum. Bandarísku bíl- amir bera því hærri gjöld sem standa inn- flutningnum fyrir þrifum Nýr Jaguar á markað FYRSTI bíllinn í fímm ára end- urnýjunaráætlun Jaguar verk- smiðjanna í Engiandi er nú til próf- unar á prófunarsvæði verksmiðj- anna. Bíllinn gengur undir nafninu X-100 en Jaguar ætlar að vera búið að setja nýja bílalínu á mark- að fyrir aldamótin. Bíllinn á að leysa af hólmi XJS og er búist við að hann verði kominn á markað seinna á þessu ári. Bíllinn verður léttari og minni en XJS og í honum verður fjögurra lítra V-8 vél sem Ford smíðar, en Ford á sem kunn- ugt er meirihluta í Jaguar. Myndin að ofan er unnin í tölvu og hefur segldúkur sem var á bílnum verið ijarlægður með tölvutækni. ■ JÚLÍUS Vífíll Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri Ingvars Helgasonar hf., segir að tæknilegar hindranir séu á innflutningi á bandarískum bílum til landsins. Flestir banda- rískir bílar séu með vélar yfír 2.000 rúmsentimetrum að rúmtaki og falli því í hæstu vörugjalds- flokkana, 60% og 75%. Árið 1994 var aðeins 2,5% af öllum nýjum bílum sem seldir voru á íslandi framleiddir í Bandaríkjunum og 2,4% 1995. Þetta kom m.a. fram í erindi Júlíusar Vífils á hádegis- verðarfundi sem Amerísk-íslenska verslunarráðið gekkst fyrir í vik- unni til þess að fjalla um innflutn- ing á bandarískum vörum. Júlíus Vífíll nefndi sem dæmi um þann vanda sem skapaðist af núverandi vörugjaldskerfi að fólksbílar í millistærðarflokki, t.d. Toyota Carina, Nissan Primera og Opel Vectra beri allir 40% vöru- gjald þar sem vél þeirra er minni en 2.000 rúmsentimetrar. Chevro- let Cavalier, sem er í sambærileg- um stærðarflokki, en minnsta vél- in sem er fáanleg í þann bíl er 2.200 rúmsentimetrar, beri hins vegar 60% vörugjald. „Það er erfítt að sannfæra framleiðandann um það að honum beri að keppa við bíl sem ber 40% vörugjald meðan hann sjálfur verður að glíma við 60% vöru- gjald. Langflestir amerískir bílar eru með yfír 2.000 rúmsentimetra vélum. Þetta undirstrikar það hversu ósanngjarnt það er að mið- að sé við stærð véla við vörugjalds- flokkun," sagði Júlíus Vífíll. Neysluþvingun Hann bar einnig saman vöru- gjald á þijár gerðir jeppa sem fluttir eru inn til landsins. Mitsub- ishi Pajero með 2.500 rúmsenti- metra dísilvél falli í 40% vöru- gjaldsflokk, Nissan Patrol með 2.800 rúmsentimetra dísilvél falli í 60% vörugjaldsflokk og Isuzu Trooper með 3.100 rúmsentimetra vél falli í 75% flokkinn. „Þetta eru bílar sem keppa sam- an í sama stærðarflokki en í vöru- gjaldsflokkum frá 40% til 75%. Það er ekki hægt að réttlæta það fyrir framleiðendum að þeir eigi að keppa á þessum grundvelli og yfirleitt eru engin rök sem geta réttlætt þessa flokkun," sagði Júl- íus Vífíll. Hann segir að í núverandi vöru- gjaldsflokkun sé fólgin neyslu- þvingun og mælti fyrir því að tek- ið verði upp eitt vörugjald fyrir alla bíla án tillits til vélastærðar. „Það yrði þó strax til bóta ef flokkunum yrði fækkað um einn. 75% vörugjald af bílum er algjör- lega út í bláinn og það eru mjög fáir bílar í þeim flokki fluttir inn. Auk þess kallar svo hátt vörugjald á undanskot af ýmsu tagi. Það læðist að manni sá grunur að sú aukning sem er í innflutningi á notuðum bílum núna sé ekki öll samkvæmt lagabókstafnum," sagði Júlíus Vífíll. Þrír flokkar í staö fjögurra Hann minnti á að vörugjald af bílum er bundið í lög. Stjórnmála- menn væru eflaust ekki reiðubúnir til þess að bylta þessu kerfí í einu vetfangi og tæpast myn'du þeir samþykkja einn vörugjaldsflokk fyrir alla bíla sem þó væri æskileg- ast. Hugmynd Júlíusar Vífils að breytingum á vörugjöldum af FJÖRUGT hugmyndaflug er nauð- synlegt í bílaiðnaði eins og í flestu öðru sem mennirnir taka sér fyrir hendur. Bílaframleiðendur kynntu fjölmargar tækninýjungar á síðasta ári og hér verður sagt frá nokkrum þeirra. 1. Lincoln Continental lúxusfólksbíll- inn er nú fáanlegur með svonefndum RESCU búnaði. Búnaðurinn er GSM-sími og móttakari í GPS-stað- setningarkerfinu. í toppi bílsins er hnappur og þrýst er á hann ef þörf er fyrir aðstoð dráttarbíls eða sjúkra- bíls. í gegnum GSM-símann eru sendar upplýsingar til móttökumið- stöðvar í Texas um staðsetningu bílsins og skráningarnúmer hans. Starfsmaður stöðvarinnar hringir í GSM-símann og sendir bílstjóranum aðstoð. Ef ökumaðurinn svarar ekki er haft samband við þá neyðarþjón- ustu sem er næst bílnum. 2. Þeir sem aka á eftir Ford Bronco árgerð 1996 ættu ekki að velkjast í vafa um hvert ökumaðurinn bílsins ætlar. Auk hefðbundinna stefnuljósa birtist Ijósör í hliðarspeglum jeppans þegar stefnuljós er gefið. Stefnu- ljósaspeglar eru staðalbúnaður í Bronco XLT Sport en kosta 150 Margar nýjungar á síðasta ári dollara aukalega í XLT og Eddie Bauer útfærslurnar. 3. Annar lúxusbílaframleiðandi, Ca- dillac, hefur sett regnskynjara sem staðalbúnað í DeVille Concours, Eld- orado Touring Coupe og Seville STS. Búnaðurinn reiðir sig á innfra- rauða rafsegulgeisla til þess að skynja vatn eða snjó á framrúðunni og ákvarða hraðann á rúðuþurrkun- um. 4. Þjóvavarnarkerfi með fjarstýringu er nú fáanlegt sem aukabúnaður í Honda-umboðum. Búnaðurinn er auðveldur í ísetningu. Honum er stungið í samband við Honda-útvarp sem fylgir bílnum. 5. Þegar sætislæsingin í aftursætum nýja Voyager fjölnotabílsins frá Chrysler er losuð spretta fram tvö lítil hjól sem auðvelt er að renna sætinu eftir ef breyta á stöðu þeirra eða renna þeim út um dyr bílsins til geymslu. 7. Þýsku lúxusbíla- framleiðendurnir Merce- des-Benz og BMW settu á markað hliðarskriðvörn í sína bíla. Bæði kerfin gera nákvæmlega sama hlutinn, það er að beita hemlun á eitt eða tvö hjól til þess að leiðrétta hliðarskrið í hálku eða lausamöl. 8. Mitsubishi kynnti nýja gerð bens- ínvélar með beinni strokkinnspraut- un sem þó verður ekki fáanleg fyrr en á þessu ári. Mitsubishi segir að nýja vélin sé allt að 25% sparneytn- ari en hefðbundnar bensínvélar en skilar auk þess úm 10% fleiri hestöflum. ■ 6. Pallbílar með tvöföldu húsi, svo- nefndir Double Cab bílar, eru víða vinsælir en líklega hvergi eins og í Bandaríkjunum. Ford og GM leystu vandamál með að- gengi að aftursætunum á sama hátt. Þeir bættu við þriðju hurðinni. Auka- hurðin er valbúnaður í S-línunni og C/K pall- bílum en hún er stað- albúnaður í F-150 lín- unni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.