Morgunblaðið - 07.02.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.02.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA JNmgtiiiHbifcifr 1996 MIÐVIKUDAGUR 7. FEBRUAR BLAÐ C KORFUKNATTLEIKUR Mikliryfirburðir Keflvíkinga BJÖRG Hafsteinsdóttir og stöll- ur hennar í Keflavíkurliðinu höfðu mjög mikla yfirburði er þær heimsóttu KR-inga i gær- kvöldi. Keflvíkingar hreinlega völtruðu yfir heimamenn með frábærum fyrri hálfleik þar sem skotnýting liðsins var 80%! Við slíkt ræður ekkert lið og því urðu KR-ingar að játa sig sigraða þrátt fyrir jafnarí síðari hálfleik. Keflavík og Breiðablik eru efst og jöfn í 1. deild kvenna. Morgunblaðið/Kristinn Keflavíkur.../C2 KNATTSPYRNA KJartan Steinbach Kjartan Stein- bach í kosn- ingaslag hjá IHF KJARTAN Steinbach tilkynnti á fundi handknatt- leikssambanda Norðurlanda í Bergen um helgina að hann hefði ákveðið að gefa kost á sér sem formaður leikreglna- og dómaranefndar Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF. Yiðkomandi formaður er einn af valdamestu möuuum IHF, er í handknattleiksráðinu og í fimm manna fram- kvæmdanefnd sam- bandsins. Fram- kvæmdanefndin sér um daglegan rekstur IHF en ráðið, sem saman- stendur af ölium fram- kvæmdanefndarm- önnum, fulltrúum álf- anna og formönnum þriggja helstu nefnda, alls 16 manns, mótar stefnuna. S víinn Erik Elias hef- ur verið formaður leik- reglna- og dómara- nefndarmFíl2áren var áður í atta ár í uefndinni. Hann er kom- inn á aldur en eftirmaður verður kosinn á þing- inu á Ólympí ulcikunum í Atlanta í Bandaríkjunum í sumar. Rætt hefur verið um að Ilollei ídingur inu Theo Kilhor n og Javis Grinbergas frá Litháen, sem eru í nefndinni, gefi kost á sér í formanns- embættið, sem er ólaunað. Eins hefur Norðmað- urinn Öivind Bolstad verið nefndur. „Þetta verður harður slagur og ég þarf að berjast við öfluga menn og fjársterk sambðnd en það er mikilvægt fyrir íslenskan handknattleik að eiga fulltrúa á toppnum og því ákvað ég að gefa kost á mér," sagði Kjartan. Hann bætti við að mikil vinna værí framundan vegna framboðsins én þvi hefði þegar verið tekið vel og næsta skref væri að fylgja þeim viðbrögðum eftir. Kjartan hefur veríð kennarí hjá IHF síðan 1988 og er eftirlitsmaður hjá Evrópusambandinu. Hann hefur starfað um árabil fy rir llandknattleikssam- band íslands og er nú m.a. varaformaður þess. Bjarkiíúrvalslið Lottó-keppninnar BJARKI Sigurðsson var valinn í úrvalslið Lottó- keppninnar í handknattleik sem lauk í Bergen í Noregi um helgina. Soren llaagen Andreasen, Danmörku, var valinn í markið, Nikolaj Jacob- sen, Danmörku, í vinstra hornið, Kim G. Jacob- sen, Danmörku, skytta vinstra megin, Glenn Solberg, Noregi, lcikstjórnandi, Morten Bjerre, Danmörku, skytta hægra megin og Alexander Dedu, Rúmeníu, línumaður. Að loknum h verjnm leik var valinn maður leiksins og var Morten Bjerre sá eini sem einnig var valinn í úrvalslið keppninnar. Ólafur Stefáns- son var eini íslendingurínn sem valin var maður leiksins en sú útnefning kom i kjölfar sigurs íslands gegn Rúmeníu. Olafúr fér frá FH til KR Olafur Kristjánsson, fyrirliði knattspyrnuliðs FH hin síðari ár, hefur ákveðið að yfirgefa herbúð- ir Hafnarfjarðarliðsins og flytja sig yfir til KR fyrir næsta keppnistíma- bil. FH-ingar féllu niður í 2. deild sl. haust. Ólafur, sem hefur leikið með FH síðan hann var 14 ára gamall, er 27 ára og á að baki 149 leiki í 1. deildinni með FH og þrettán sinnum hefur hann klæðst landsliðspeysunni með A-liðinu. Hann hefur leikið bæði-sem tengiliður og vinstri bak- vörður og er ætlað að fylla skarð Daða Dervic vinstra megin í vörn- inni hjá KR. „Það stefnir allt í að ég leiki með KR í sumar, en það á þó eftir að ganga endanlega frá því," sagði Ólafur í samtali við Morgunblaðið í gær. „Auðvitað er það fyrsta deildin sem togar í mann og mér líst ágæt- lega á mannskapinn hjá KR og tel að það henti mér ágætlega að leika þar. Það var aUðvitað erfitt að ákveða að fara frá FH eftir allan þennan tíma, en ég taldi kominn tíma til að prófa eitthvað nýtt og ég tók þessa ákvörðun sjálfur og þó svo hún hafi verið erfið verða menn að sætta sig við hana. Ég fer ekki frá FH í neinum leiðindum," sagði Ólafur. Hann sagði aldrei hafa kom- ið til greina fyrr en nú að skipta um lið. „Það hefur aldrei nokkur maður frá öðru félagi talað við mig um að skipta um félag, enda hafa menn sjálfsagt talið mig FH-ing alveg í gegn," sagði fyrirliðinn. KNATTSPYRNA: ASPRILLA TIL NEWCASTLE EFTIR ALLT SAMAN / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.