Morgunblaðið - 09.02.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.02.1996, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1996 B 5 -F DAGLEGT LIF Dómgreind brigðul í dagsins önn - hvað er til ráða? THOMAS GILOVICH, höfundur bók- arinnar Ertu viss? - Brigðul dóm- greind í dagsins önn, skrifar: „Aðals- merki menntaðs manns er skilningur á því hvenær sé rétt að spyija spum- inga og hvað þurfí til þess að vita eitthvað með vissu,“ og „Þetta krefst þess síðan að við hugsum skýrt um reynslu okkar, efumst um forsendur okkar og lítum gagnrýnum augum á það sem við höldum að við vitum.“ Gilovich er prófessor í sálfræði við Comell-háskóla í Bandaríkjunum og hefur gert margar rannsóknir á álykt- unarhæfni fólks og skynsemi í dag- legu lífi. Það er með ólíkindum hversu margar gryfjur hægt er að falla í. Hér verða nokkur dæmi skoðuð. Eru fljúgandi furðuhlutlr tll? Fylgismenn tilgátunnar um fljúg- andi furðuhluti eru gjarnir á að nefna gögn frá bandaríska flughemum um fyrirbærin fullyrðingum sínum til stuðnings. Einu sinni útvarpaði NBC- sjónvarpsstöðin þáttaröð um frá- sagnir fólks af fljúgandi furðuhlut- um. í þáttunum var reynt að gera innihaldið trúverðugra með því að lýsa því yfir að tilefni þáttagerðar- innar væri sérstök rannsókn banda- ríska flughersins á fljúgandi furðu- hlutum. Látið var eins og rannsóknin styddi tilgátuna, en í raun var niður- staða hersins að engin gögn bentu til þess að sýnir sem ekki hefur feng- ist skýring á séu loftför frá öðrum hnöttum. Eykur ættleiðing f rjósemi? Algeng skoðun er að ófijó pör sem ættleiða bam verði eftir það líklegri en önnur sambærileg pör til að geta barn. Skýringin er sögð sú að hjónin sem ættleiða, hætti að einblína á vangetu sína og verði loks fijó. Þetta er í raun rangt, en fólk veit- ir einfaldlega mesta athygli pörum sem geta bam eftir að hafa ættleitt annað. Þau pör eru vissulega athygl- isverð og sagan af þeim er góð, en fólk virðist halda að úr því að nokkr- um siíkum tilvikum sé til að dreifa þá hljóti sambandið að vera raun- verulegt. Rangar ályktanir hljótast af því að fólk skoðar aðeins hluta af upplýs- ingunum þegar ályktanir eru dregnar og sá hluti er ófullkominn og ekki dæmigerður. Þannig er trú á það sem á sér engan stað. Er sannleikurínn leiðinlegur? Þegar fólk kannar rök fyrir máli sínu, hefur það tiihneigingu til að sjá það sem það býst við og kemst að fyrirfram ákveðinni niðurstöðu. Upp- lýsingar í samræmi við málið eru teknar gildar gagnrýnisiaust, en upp- lýsingar sem ganga í berhögg við það eru látlaust gagnrýndar og dregið úr mikilvægi þeirra. Hversu margir hafa ekki lent í árangurslausum rökræðum og upp- götvað að aldrei muni takast að sann- færa viðmælandann? Hann hefur ekki áhuga á mótrökunum, hann heyrir þau ekki og hefur mál sitt alltaf upp á nýtt án þess að taka tillit til þeirra. Sannleikurinn eða hið rétta er ekki markmiðið heldur að gefast aldrei upp, hversu sterk rök blási á móti. Fólk kýs nefnilega að trúa því sem það vill helst að sé satt. „Mannlegur skilningur gerir ráð fyrir meiri röð og reglu á hlutunum en reynd er á,“ sagði Francis Bacon. „Og þó að mörg náttúrufyrirbæri eigi sér enga hliðstæðu og séu afar óreglubundin, finnur mannshugurinn samt upp samsvaranir, skyldleika og - * T m' ÞEIR sem trúa á tilvist fljúgandi furðuhluta nefna oft rannsóknir bandaríska flughersins máli sínu til stuðnings. sambönd þar sem engu slíku er til að dreifa." Mannshugurinn hefur tilhneigingu til að flokka og finna öllu stað og það er eins og tilviljunarkennd röðun fari í taugamar á honum. Maðurinn getur fundið reglu úr nánast hvaða ringulreið sem er, og hún verður sem haldreipi. „Það sem hijáir sannleikann er að hann er í meginatriðum óþægilegur og oft leiðinlegur. Mannshugurinn sækir í það sem er skemmtilegra og þægilegra," sagði H.L. Mencken. Sí- gildar sálfræðirannsóknir sýna að þegar fólk er beðið að koma boðum áleiðis skilar það boðunum sjaldan orðrétt. Hið sama á við um frásögn af atburðum, fólk bætir við og ýkir til að auka skemmtigildið. Er vlt í kjaftasögum? Sögur sem sagðar eru af öðrum eru iðulega færðar í stílinn og líka sögur sem fólk segir af sjálfu sér, ákveðnum upplýsingum er sleppt, stundum til að koma betur út og stundum til að sagan verði betri. Rannsóknir hafa líka sýnt að minnið fyllir ósjálfrátt upp í eyðurnar með áiyktunum og þegar frá líður, getur fólk ekki lengur greint á milli hvað voru upplýsingar og hvað eigin ályktanir. Dæmi: Maður stendur á hleri, hann heyrir setningu og setn- ingu en ekki heilsteypt samtal. Hann ályktar um hvað samtalið er og getur í eyðurnar. Algengustu hugarvillur fólks eru að búa til eitthvað úr engu og of mikið úr of litlu, að sjá það sem vænst er og sjá það sem maður vill sjá og trúa því sem manni er sagt. En hvað er til ráða til að fækka öllum hinu röngu skoðunum sem fólk burð- ast með? Hvað er til ráða? Tileinka sér ný vinnubrögð hugans, nýj- ar hugsun- arvenjur til að forð- ast vill- urnar, að mati Gilovich. Hann telur brýnt að menn rækti með sér skilning á hví- lík glópska það er að reyna að draga ályktan- MANNSHEILINN er ekki alveg laus við að fella dóma of fljótt og út frá of litlum upplýsingum. - Leikmenn ur Chicago Bulls og Philadelphia 76ers. DAGLEGT LIF ræður oftar en margur maðurinn hyggur ir af gögnum sem hvorki eru fullnægjandi né dæmi- gerð, og spyija: „Hvaða upplýsingar hefur mér yfir- sést, hveijar eru mér fald- ar?“ Markmiðið er að forðast að sannfærast ótímabært um vafasamar fullyrðingar. Eða hvaða líkur eru til að mynda á að saga um ná- ungann sem gengur manna á milli og enginn veit upp- runa hennar, sé sönn? Gilovich nefnir að lokum að félagsvísindamenn hafí sérstöku hlutverki að gegna til að kenna fólki að vinna úr óljósum gögnum í dags- ins önn. Sigurður J. Grét- arsson sálfræðingur og þýðandi bókarinnar útskýr- ir hér á síðunni hvers vegna. ■ Gunnar Hersveinn OFTLEGA heyrist að loks þegar hjón hætti að hugsa um vangetu sína verði getnaður. SIGURÐUR J. Grétars- son, dósent í sálfræði við Háskóla íslands, þýðir bókina Ertu viss? eftir Gilovich. Hann rifj- ar upp hádegisfrétt í Ríkisútvarpinu. Ýtubíl- stjóri hætti störfum í grennd við hól vegna þess að ýtan bilaði. Skyggn kona var kölluð á vettvang og staðfesti að álfar væru í hólnum. Ákveðið var að hætta að moka mold að hóln- um. Sigurður spyr: „Hvers vegna var skyggn kona kölluð til? Og hvers vegna var flutt af atburð- inum alvarleg frétt í aðalfréttatíma útvarpsins? Hvers vegna var ekki nærtækari skýringa leitað í mengi allra mögulegra atburða? Var ekki líklegra að það hafi verið tilviljun að ýtan bilaði við „álfhólinn"? Hvernig fara álfar að því að láta ýtur bila?“ Sambandið milli tilhugsunar og dauðaf regnar kunningja Ef ég færi í leikhús í London og hitti í salnum mótleikara minn í Herranótt Menntaskólans í Reykja- vík. Væri það ekki tilviljun? Það er eins og margir taki tilviljunina ekki með í dæmið og finnist líklegra að það sé undir æðri handleiðslu. Til- viljun sé merkingarlaus og finni því upp alls konar hugtök til að útskýra það sem gerðist af tilviljun. Margar tilviljanir sem virðast al- veg einstæðar eru í raun fremur algengar. Sigurður nefnir dæmi úr bókinni um Luis Alvarez, eðlisfræð- ing sem sat í hægindastólnum heima hjá sér og fletti dagblaði, en smá grein í blaðinu kom af stað hugsan- akeðju sem endaði ,í hugsun um löngu gleymdan kunningja sinn í háskóla. Svo fletti eðlisfræðingurinn SIGURÐUR J. Grétarsson, yfir á næstu síðu og honum til furðu var þar fregn um andlát þessa gamla kunn- ingja. Eðlisfræðingurinn var ekki ginkeyptur fyrir yfirskilvitlegum skýringum og ákvað að reikna gróflega út hveijar væru líkurnar á slíkri tilviljun og út- koman var að búast mætti við 3.000 slíkum tilvikum í Bandaríkj- unum einum á ári hveiju, það eru næst- um lO tilvik á dag. Útkomuna fékk hann með því að leggja mat á hve margt fólk venjuleg manneskja þekkir og hve oft hún hugsar svona um einhveija gamla kunningja. Síð- an reiknaði hann það út að líkurnar á að hugsa um kunningja sinn fimm mínútum áður en maður fréttir af andláti hans. Þjálfun og leikni teflt á móti hugtaklnu „að vera í stuði“ Gilovich sýnir í bók sinni með töl- fræði að hugtakið stuð á körfubolta- mönnum í leik sé merkingarlaust og gangi ekki sem skýring á frammistöðu þeirra. Leikmenn og þjálfarar eins og Red Auerbach og Bobby Knight hafna niðurstöðum Gilovich og nú er spurningin: „Getur verið að tölfræðin sýni hið rétta, jafnvel þó bæði unnendur körfu- knattsleiks og atvinnumenn í íþrótt- inni séu á öndverðum meiði og segi að það skipti höfuðmáli hvort leik- maður sé í stuði eða ekki? „Höfnun þeirra kemur mér ekk- ert á óvart,“ svarar Sigurður, „gögnin ganga nefnilega þvert á það sem mönnum finnst vera.“ — Verðum við þá að lúta tölfræð- inni og skipta um skoðun? „Það getur að vísu verið að gögn- ANNAR kafli bókar Thomasar Gilovich fjallar um tilhneiginguna að búa til eitthvað úr engu með því að mistúlka tilviljanir. Tekið er dæmi úr atvinnumennsku í körfubolta og því sem kallað er að vera i stuði: „Þegar leikmanni tekst vel upp í einu eða tveimur skotum er talið að hann slaki á, öðlist sjálfstraust, „komist í gang“ eða „samband" þannig að líklegra verði en ella að næstu skot hans heppnist. Hið gagnstæða á svo við um slæmt gengi. Gilovich spyr hvort það gildi í körfuknattleik að velgengni vindi upp á sig. Ekki samband mllli stuðs og hittnl leikmanna Hann og samstarfsmenn gerðu röð rannsókna til að kanna hvort „stuð“ ætti sér stað og hefði áhrif. En ef leikmaður er í stuði, er lík- legri en ella að hann skori ef hann hefur skorað rétt áður úr tveimur eða þremur skot- um. Gilovich ræddi bæði við áhorfendur og leikmenn og voru þeir í flestum tilfellum Er stuð til eða hefur sjálfstraust og trú engin áhrif á getuna? sammála þessari hugmynd um stuð. Síðan útveguðu rannsóknar- menn sér skrá yfir skot og hittni leikmanna í atvinnumannaliði sem heitir Philadelphia 76ers eða sjötíu-og-sexararnir frá Fíladelf- íu. Niðurstaðan var öfug miðað við það sem almennt er talið. Það var ekki líklegra að leik- maður skoraði þegar hann hafði skorað úr einu, tveimur eða þremur næstu skotum á undan en þegar hann hafði ekki skorað úr einu, tveimur eða þremur næstu skotum á undan. Það var reyndar, ef eitthvað var, dálítil tilhneiging til hins gagnstæða, að skora frekar eftir að hafa brennt af síðasta skoti. Þessi niðurstaða gengur þvert á viðteknar skoðanir um „stuð“ eða „óstuð“ leikmanna, sem leiði til þess að skot heppnist eða mis- heppnist í hrinum. Tölfræðin sýn- ir að „stuð“ er ekki til og að ekkert líklegra sé að leikmaður skori í hrinum en að sama hlið komi upp nokkrum sinnum i röð þegar peningi er kastað upp hvað eftir annað. Með öðrum orðum: Hvort Ieikmaður skorar úr til- teknu skoti er óháð því hvort hann hefur skorað úr næstu skot- um á undan. Hittni í vítaskotum óháð gengi Gilovich kannaði einnig víta- hittni leikmanna, en ef það er rétt að hittni geti af sér meiri hittni ætti leikmaður sem skorar úr fyrra vítaskoti að vera líklegri til að skora úr seinna skotinu en sá sem hefur ekki skorað úr fyrra skotinu. Það væri í samræmi við tilgátuna um stuðið, en svo reynd- ist ekki vera. Nákvæm athugun á upplýsingum um vítaskot körfu- knattleiksliðsins Bolton Celtics tvö leiktimabil leiddi í ljós að hittni í seinna vítaskoti er óháð því hvort leikmaður hafi skorað úr því fyrra. Rannsóknarmennirnir reyndu að kanna samband hittni og stuðs á alla kanta en niðurstaðan var ávallt sú sama. Það var ekkert samband, útkoman var alltaf: Það skiptir engu máli hvort leikmanni hafi tekist að skora úr síðustu tilraun, hvort honum tekst það í þeirri næstu. Stuð er með öðrum orðum ekki til. Hvers vegna heldur fólk aö sjálfstraust hafi áhrif? En hvers vegna heldur fólk það? Gilovich nefnir tvennt því til skýringar: 1) Fólk hefur til- hneigingu til að leyfa hugmynd- um sem það gefur sér fyrirfram að móta skilning sinn á því sem það sér. Fólk hefur hugmyndir um það hvernig sjálfstraust hefur áhrif á frammistöðu og býst því gjarnan við að sjá leikmenn hitta í hrinum. Þessar hugmyndir hafa áhrif á túlkun fólks á atburðum á leikvellinum og hvað það man af þeim eftir á. 2) Vegna þess að venju- legur körfuknattleikmað- ur sem hittir í um það bil 50% skota sinna á góða _________ möguleika á því að virð- ast í stuði með því að hitta fjór- um, fimm eða sex sinnum í röð ef hann skýtur um það bil 20 sinn- um í leik eins og algengt er. En hvers vegna gerir fólk þetta? Vegna ósjálfráðrar til- hneigingar til að líta aðeins á fremur áber- andi einkenni fyrir- bæra og nota síðan þetta yfirborðskennda mat til að draga al- menna ályktun. Eins er með mannsminnið, við munum það sem sker sig úr en gleymum hinu. Landsliðsþjálfarinn ósammála nióurstöðum Gilovich Gilovich nefnir að bæði leikmenn, þjálfar- ar og áhorfendur hafi neitað að horfast í augu við tölfræðina og hafnað niðurstöðum hans. Morgunblaðið lagði niðurstöður hans fyrir Jón Kr. Gíslason landsliðsþjálfara í körfubolta, hann sagði: „Rannsóknarmennirnir ræddu við hundrað áhugasama körfu- knattsleiksunnendur og báðu þá um að út- lista hvað það væri þegar körfuknatt- leiksmaður væri í stuði. Níutíu og einn sögðu að leikmaður sé líklegri til að skora ef hann hefur rétt áður skorað úr tveimur eða þremur skotum en ef hann hefur ekki gert það. Ég hefði sagt hið sama. Ef maður hittir þá telur maður meiri líkur á að maður JÓN Kr. Gíslason Tölfræöin sýnir nö stuö er ekkitil hitti næst. En það kemur annað í ljós í þessari könnun. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvað þetta í raun- inni er, því það er þekkt fyrirbæri hjá okkur leikmönnum og þjálfurum að menn séu í stuði. Segjum til dæmis að leikmaður hitti úr þriggja stiga skoti tvær sóknir í röð, og að tölfræði- lega séu ekki meiri líkur á að hann hitti í næsta, en þessi leikmaður öðlast gífurlegt sjálfs- traust, og ég held að í heildina auki þetta umtalaða stuð líkurnar á því að leikmaðurinn hitti vegna þess að hann hefur meiri trú á því Þannig skilgreinum við stuð. Gilovich fullyrðir að stuð sé ekki til, en ég held að það verði erfitt að fá okkur körfuboltamenn til að samþykkja það. Við höfum allir fundið fyrir því á ferlinum að vera í stuði, en þá er einbeit- ingin meiri og líkurnar á góðum leik hljóta að aukast.“ Líðan leikmanns ræður því hvernig honum gengur „Nefna má annað dæmi: Einn góðan veðurdag mætirleikmaður á æf ingu eða leik og finnst sem SPURNINGIN er hvort nemendur ættu ekki að glíma meira við vísindi byggð á líkindum eins og sálfræði og hagfræði. in sem sýna að stuð sé hugtak yfir eitthvað sem ekki er til, séu ekki dæmigerð. En þá er næsta skref að gera fleiri rannsóknir á öðrum körfuknattleiksliðum en Philadelp- hia 76ers og Bolton Celtics og kanna hver útkoman verður.“ Sigurður segir að fólki þyki það sem er tilviljunarkennt oft ekki vera það, og vera tamt að finna merk- ingu og skýringar. Körfuboltamenn þurfa fyrst og fremst þjálfun, tækni og leikni og hugsanlega snefil af sjálfstrausti, að minnsta kosti að vera ekki niðurdrepandi taugaveikl- aðir, en hugtakið „að vera í stuði“ er tómt og gagnslaust til að spá fyrir um hvort leikmaður hitti í körf- una eða ekki. „Þetta eru í raun góðar fréttir fyrir körfubolta- menn og aðra íþróttamenn, því þótt þeir hitti ekki tvö skot í röð, er dagurinn ekki ónýtur og mestu' skiptir að vera með vak- andi einbeitingu,1 Sigurður og um leið hring- ir síminn á skrifstofunni hans. Það er þaulreyndur körfuboltamaður í símanum. „Þetta er handleiðsla að ofan,“ segir Sig- urður og spyr hann um stuð. Minni stærðfræði í skólum f samanburði við aðrar greinar — Samkvæmt bók Gilovich eru grillurnar og ranghugmyndirnar margar, en stafa þær af ósjálfráðri starfsemi hugans eða eru þær menntuninni að kenna? „Gilovich telur að um hvort tveggja sé að ræða. Það er upplagið og ákvörðunarhæfnin sem hefur leitt manninn á ótrúlega framfara- braut. En hugsunin ruglast stundum og þannig verður það alltaf. Hins vegar er hægt að þjálfa og efla þennan hæfileika mannsins til að glíma við flókin gögn og óljósar upplýsingar. Gilovich telur að að- ferðarfræði félagsvísindanna sem fæst við flókin og margbrotin gögn henti vel til að þjálfa þennan hæfi- leika, en áherslan hefur verið á raunvísindi og efnafræði til að efla rökhugsun. Bandaríkjamenn könnuðu það upp úr aldamótum hvort nám í lat- ínu efldi rökhugsun og niðurstaðan var að svo væri ekki. Sennilega er aðferðarfræði annarra vísinda sem þurfa að taka tölfræðina inn í mynd- ina eins og sálfræði, læknisfræði og hagfræði, jafnhentug og hentugri sem undirbún- ingur fyrir dómgreindina í dagsins önn.“ — Er það ef til vill bara grilla að stærðfræði efli » rökhugsun og þvi þurfi að 00 kenna svona mikil ósköp af henni í skólum? „Ég efast um að stærð- fræði skerpi sérstaklega rökhugsun. Ég hef ekki orðið var við að stærðfræðingar séu betri í rökræðum en aðrir menn. Flest vísindi fjalla um eitthvað og glíman við það viðfangsefni eflir rök- hugsun, en ekki abstrakt dæmi úr stærðfræði. Það var eðlisfræðingur sem tók einu sinni eftir því að svörtum mönnum fjölgaði meira en hvítum, en hann taldi svarta heimskari en hvíta, og hafði miklar áhyggjur af því að meðalgreindarvístala jarð- arbúa færi þar af leiðandi lækk- andi. Þetta finnst mér ekki mjög skarplega athugað hjá þessum greinda vísindamanni. ■ Stærófræði skerpir ekki rökhugsun nemenda meira en segir greinar innan vísindanna hann geti hitt úr öllu. Honum líð- ur einfaldlega líkamlega þannig að öll hreyfingin er eðlileg. En næsta dag líður honum eins og hann sé að kasta múrsteinum i vegg. Skyttur sem ekkert láta á sig fá eru líka þekktar, þær hafa alltaf trú á sér. Þótt þær klikki tíu skot í röð, trúa þær að ellefta skotið fari ofan í. En svo eru fjöldamargir leikmenn þannig gerðir að ef þeir hitta ekki í tveimur skotum í röð, glata þeir trúnni og segja siðan við sig sjálfa: „Ég hitti ekki neitt“ og það leiðir til þess að líkurnar á að þeir hitti minnka, og eins öfugt. Ég er með öðrum orðum alveg sannfærður um að það er til eitthvað sem heitir stuð.“ - En getur verið að leikmaður sem hittir ekki, eflist við mótlæt- ið og hugsi „Eg skal hitta næst?“ „Það er mikið til í því, sérstak- lega ef um eitt til tvö skot er að ræða, og leikmaðurinn _ segi með sjálfum sér: „Ég skal gera betur næst“ og einbeitir sér betur. En ef átt er við leikmann sem er hittinn að eðlisfari, en klikkar ef til vill í fimm skotum í röð, fer hann að bölva sjálfum sér og segir: „Mikið djö- full er ég lélegur." Annars er þetta svo ofboðslega einstaklings- bundið.“ - En hverju finnstþérað Gilovich flaskiá? „Ég get alveg verið sammála honum, að ef maður lítur á þetta út frá tölfræðinni, aukast líkurn- ar ekki á því að maður hitti, ef maður hefur hitt í skotinu á und- an. En ég held að sjálfstraustið spili svo sterkt inn í dæmið. Ef leikmaður hefur trúna, eyk- ur það líkurnar á hittni. Ef leik- maður hittir, eykst trúin á að hann hitti í næsta og ef hann hittir í því, hefur hann ennþá meiri trú á að hann hitti í því þriðja. Það er engin spurning í mínum huga. Ég get nefnt dæmi. Larry Bird gerði einu sinni uppundir 70 stig í leik og honum fannst þegar hann var í þessu stuði, að nóg væri að sleppa boltanum. Þegar memi eru komnir í slíkan ham og hafa svona rosalega trú á sjálf- um sér og góða tilfinningu, en hún er mikilvæg því skot í körfu krefst mýktar, einbeitingar og nákvæmni, það þýðir ekki að þruma eins og í handbolta, og finnst mönnum nóg að sleppa boltanum. Hann færi einfaldlega ofan í. Leikmaður með sjálfstraust er ekki að velta tölfræðinni um að helmings líkur séu á að hann klikki fyrir sér þegar hann ætlar að skora. Hann veit bara að bolt- inn fer alltaf ofan í.“ ■ Stuó þekkt hjó þjálfurum og leikmönnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.