Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 D 3 ÍÞRÓTTIR Bob Paisleyiyrrum knattspyrnustjóri Liverpool látinn Lítið fyrir sviðsljós- ið en lét verkin tala BOB Paisley, fyrrum knattspyrnu- stjóri Liverpool, sigursælasti þjálf- arinn í sögu ensku knattspyrnunn- ar, lést í gær á 78. aldursári eftir löng veikindi. Hann var með alz- heimer sjúkdóminn. Paisley var við stjórnvölinn hjá Liverpool frá því í júlí 1974 fram í júní 1983 og á þessum níu árum sigraði liðið þrettán sinnum á stór- móti — varð sex sinnum enskur meistari, þrisvar sigraði félagið í Evrópukeppni meistaraliða, þrisv- ar í ensku deildarbikarkeppninni og einu sinni í UEFA-keppninni. Þá var hann sex sinnum kjörinn knattspyrnustjóri ársins í Eng- landi, oftar en nokkur annar. Liverpool varð aðeins einu sinni neðar en í öðru sæti í ensku deild- inni meðan hann réði ríkjum. Paisl- ey náði hins vegar ekki að stýra Liverpool til sigurs í ensku bikar- keppninni og sem leikmanni tókst honum heldur ekki að næla í gull- pening fyrir sigur í þeirri keppni. Frægt var þegar hann var settur út úr liði Liverpool fyrir úrslitaleik bikarkeppninnar 1950 og taldi hann það ætíð ein mestu vonbrigð- in á ferlinum. Paisley skoraði þá sigurmarkið í undanúrslitaleik gegn Everton en fékk ekki að spila úrslitaleikinn sem Liverpool tapaði fyrir Arsenal. Bob Paisley kom til Liverpool 1939, eftir að hafa sigrað í bikar- keppni áhugamanna með Bishop Auckland. Hann hóf að leika í aðalliði Liverpool 1946 og varð enskur meistari 1947. Hann tók þátt í 278 deildar- og bikarleikjum með Liverpool milli 1946 og 1954 Bob Paisley og eftir að hann lagði skóna á hilluna hóf hann störf hjá félaginu sem einn af þjálfurum þess. Hann vann sig upp metorðastigann hægt og bítandi, varð aðstoðarmaður Skotans orðheppna Bills Shankley — sem byggði Liverpool upp úr engu og gerði það að stórveldi — og þegar Shankley sagði starfi sínu lausu öllum að óvörum sumar- ið 1974, skömmu eftir að félagið sigraði í ensku bikarkeppninni, var Paisley boðið að taka við og tók boðinu eftir miklar fortölur for- ráðamanna félagsins. Paisley var nefnilega lítið fyrir sviðsljósið og hafði af þeirri ástæðu ekki áhuga á starfinu. Eftir að hann tók við sagðist hann myndu reyna að láta verkin tala, og sú varð raunin. Liverpool var eitt besta félagslið heims undir stjórn hans. Paisley lét af starfi knatt- spyrnustjóra sumarið 1983 en var þó áfram hjá félaginu. Settist í stjórn þess og eftir að félagi hans til margra ára og síðar eftirmað- ur, Joe Fagan, hætti sem knatt- spyrnustjóri eftir Heysel-slysið 1985 og Kenny Dalglish tók við, varð Paisley ráðgjafi Dalglish fyrst um sinn. Vegna veikinda hætti hann svo hjá félaginu fyrir fáein- um misserum eftir að hafa þjónað því í hartnær hálfa öld. Gamlir Liverpool-Ieikmenn minntust Paisleys í gær sem frá- bærs þjálfara og yndislegs manns. „Það var eins og að hafa afa sinn sem þjálfara að leika undir stjórn Bobs,“ sagði Mark Lawrenson og aðrir tóku í sama streng. Hann gat verið harður í horn að taka, sögðu þeir — en alltaf bjó hið sama að baki gjörðum hans: velferð fé- lagsins. Allir eru sammála um að Bob Paisley er í hópi þeirra „stóru“ í flokki breskra knattspyrnuþjálf- ara frá upphafi, ásamt Matt Busby hjá Manchester United, Jock Stein hjá Celtic og fyrirrénnarans Shan- kley. „Hann ætti jafnvel að teljast þeim enn fremri, því hann var sig- ursælli en þeir allir,“ sagði Emlyn Hughes, fyrrum fyrirliði Liverpool. Fjölmargir áhangendur Liv- erpool söfnuðust saman á heima- velli félagsins, Anfield Road, í gær, til að heiðra minningu Bobs Paisleys. ENGLAND staðan 1. delld 29 9 5 1 28-11 Derby 5 5 4 18-20 52 28 6 6 2 21-15 Chariton 7 4 3 20-14 49 29 9 3 3 26-15 Huddersfld 3 6 5 12-17 45 28 7 5 2 20-8 Sunderland 4 6 4 11-15 44 29 9 4 2 21-13 Southend 3 4 7 13-22 44 29 7 5 2 20-17 Barnsley 4 5 6 20-27 43 28 6 5 3 19-11 Stoke 5 4 5 21-23 42 31 4 6 6 15-18 Millwall 6 5 4 16-21 41 28 8 4 3 32-21 Ipswich 2 6 5 18-20 40 28 4 5 4 19-19 Leicester 6 5 4 23-20 40 30 5 6 4 17-15 Norwich 5 3 7 23-22 39 27 6 5 2 22-16 Birmingham 4"4 6 16-21 39 31 7 4 4 28-20 Portsmouth 3 5 8 20-28 39 29 5 8 2 18-14 Grimsby 4 3 7 17-23 38 27 2 7 3 13-15 C. Palace 6 5 4 19-18 36 28 6 5 3 23-13 Oldham 2 6 6 14-18 35 28 6 4 4 25-17 Tranmere 3 4 7 12-16 35 29 5 6 4 21-18 Wolves 2 6 6 16-21 33 29 6 4 5 21-20 Reading 1 8 5 14-20 33 28 5 4 6 22-23 Luton 3 4 6 6-17 32 28 3 4 6 16-20 Port Vale 4 6 5 17-20 31 30 5 4 6 20-21 Sheff. Utd 2 5 8 17-26 30 28 6 2 6 18-17 WBA 2 2 10 15-31 28 27 3 5 5 16-15 Watford 2 5 7 14-21 25 2. deild 27 8 5 1 24-8 Swindon 8 3 2 21-10 56 28 8 4 2 26-11 Blackpool 6 5 3 19-15 51 26 9 2 1 26-10 Crewe 6 3 5 22-18 50 25 8 2 3 21-11 Notts Cnty 5 6 1 15-8 47 25 9 3 1 26-11 Chesterfield 3 4 5 13-16 43 29 8 2 4 21-18 Bradford 4 3 8 18-27 41 28 5 3 6 17-21 Bristol R. 6 5 3 18-16 41 27 6 6 1 25-14 Wrexham 3 7 4 15-17 40 29 6 3 5 21-16 Shrewsbury 5 3 7 17-24 39 29 3 6 5 15-15 Stockport 7 3 5 23-17 39 28 4 7 2 15-12 Wycombe 5 5 5 20-18 39 27 7 5 3 26-18 Bumley 3 3 6 13-17 38 28 8 3 4 23-18 Bournemouth 3 2 8 12-24 38 27 9 2 2 25-11 Oxford 1 6 7 9-16 38 29 7 4 4 18-12 Bristol C. 2 6 6 12-25 37 26 4 7 2 17-11 Walsall 5 2 6 11-9 36 28 8 4 3 23-15 Rotherham 1 4 8 12-26 35 26 5 4 4 23-17 Peterboro 2 5 6 13-24 30 27 8 1 5 14-10 Brentford 0 5 8 10-23 30 28 5 5 3 18-13 Carlisle 1 5 9 16-30 28 25 4 4 5 16-17 York 3 1 8 13-24 26 28 3 4 7 14-21 Brighton 3 3 8 12-22 25 29 3 6 5 16-19 Swansea 2 3 10 12-34 24 27 1 5 7 12-25 Hull 1 5 8 8-22 16 | Erfitt að ganga framhjá Fowler RAY Wilkins, knattspyrnusljóri QPR, einn þeirra þjálf- ara sem hefur verið orðaður sem eftirmaður Terry Vena- bles, landsliðsþjálfara Englands, segir að það sé erfitt fyrir Terry að ganga framhjá Robbie Fowler þegar hann velur landsliðið sem leikur í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða í Englandi í sumar. „Fowler er markaskorari af guðs náð og er kominn í flokk með Jimmy Greaves, fyrrum landsliðsmanni Eng- lands. Fowler er fljótur að sjá hvernig best er að gera varnarmönnum og markvörðum lífið leitt,“ sagði Wilk- ins. Þess má geta að Fowler hefur skorað 25 mörk fyrir Liverpool í vetur og 74 mörk í 121 leik fyrir liðið. Reuter ÉG er mættur. Faustion Asprilla, með svarta ullarvettlinga, veifar stuðningsmönnum Newcastle eftir að hann lagði upp jöfnunarmarkið gegn Middlesbrough á laugardaginn. Síðasti hlutinn í meistarapúslu- spili Keegans FAUSTINO Asprilla hóf feril sinn hjá Newcastle á óvenju- legan hátt um síðustu helgi — fékk sér glas af góðu vfni fyrir ieikinn gegn Middlesbrough. Asprilla, sem kom til Engiands í einkaskrúf uþotu aðeins fjór- um tímum fyrir fyrsta leik sinn, sagði fyrir leikinn: „Mér líður eins og löng martröð sé á enda.“ Asprilla vildi hafa daginn á sinn hátt og var ánægður þegar hann hitti Kevin Keegan, knatt- spyrnustjóra Newcastle, nokkrum klukkustundum fyrir leikinn gegn Middlesbrough. Kevin Keegan sagði eftir leikinn: „Hann sagði við mig, að á Ítalíu fengi hann sér léttvíns- glas með matnum fyrir leiki. Ég sagði gott og vel félagi, þú færð eitt glas hér í Englandi. Eg fékk mér síðan glas með honum, og leið miklu betur,“ sagði Keegan. Asprilla sat síðan við hlið Keeg- ans á varamannabekknum og var ekki sendur inná fyrr en á 67. mín. sem varamaður. Þessi nýi 7,5 millj. punda maður hjá Newcastle, kom, sá og sigraði — hafði ekki verið inná í langan tíma þegar hann lék varnarleikmann Middlesbrough, Steve Vickers, upp úr skónum og sendi knöttinn til Steve Watson, sem jafnaði og rétt á eftir átti hann einnig þátt í sigurmarki að Les Ferdinand, sem skorað sitt 25. mark í vetur. Asprilla var síðasti hlutinn í meistarapúsluspili Kevins Keegan, sem var í sjöunda himni eftir leik- inn. „Margir hafa verið að deila á Kólumbíumanninn, sagt að hann gæti ekki gert hitt og gæti ekki gert þetta — en nú höfum við séð hvað hann getur; að sjá hvernig hann lagði upp markið fyrir Watson var stórkostlegt. Það er vel þess virði að borga vel fyrir leikmann, sem getur brotist þannig með knött- inn og sent hann síðan fyrir mark- ið. Ég elska að horfa á þannig leik- menn, sem láta verkin tala úti á vellinum — ég er án.ægður með að einn slíkur sé kominn til okkar. Asprilla er leikmaður sem svarar öllum spurningum úti á vellinum — hann er ekki leikmaður sem hrósar sjálfum sér, heldur framkvæmir hlutina. Asprilla hefur stungið upp í alla þá, sem hafa verið að segja ýmsa leiðinlega hluti um hann. Eg veit að stuðningsmenn Newcastle taka honum vel og eiga eftir að ræða um hann á veijum degi,“ sagði Keegan, sem hefur komið sér upp geyislega öflugu liði á St. James’ Park — þó að leikmenn meiðist eða fari í leikbann á lokasprettinum, hefur hann jafn góða leikmenn til að setja inná án þess að þurfa að fara að taka menn úr stöðum sínum og færa þá til á vellinum. „Ég sé ekki annað en Keegan hafi verið að gera allt rétt undanfarin ár. Enn einu sinni hefur hann tekið rétta ákvörðun — Asprilla er frábær leik- maður,“ sagði Bryan Robson, knattspyrnustjóri Middlesbrough. Mistök verði Giggs látinn fara Það hefur lengi verið orðrómur um að Manchester United sé tilbúið að láta Ryan Giggs fara til Ítalíu, en félög eins og AC Milan, Juventus, Inter Mílan og Sampdoría hafa sýnt áhuga að fá hann til sín. Giggs hefur leikið mjög vel með Man. Utd. í vetur og er talið að hann eigi góðan möguleika á að vera útnefndur knattspyrnumaður ársins 1996 í Englandi. Þessi 22 ára landsliðsmaður Wales, sem fékk 253 millj. ísl. kr. í vasann á dögunum, fyrir að skrifa undir sex ára samning við íþróttavöi-ufyrirtækið Reebok — og gæti fengið allt að 600 milljón- um kr. í heild fyrir samninginn, sem er til sex ára — gæti hæg- lega orðið fyrsti 20 millj. punda leikmaðurinn í heiminum. Fyrir ári síðan sagði Jimmy Armfíeld að Giggs væri sá leikmaður í Englandi, sem væri snjallastur að leika með knöttinn og líkti honum við Tom Finney, fyrrum knatt- spyrnukappa hjá Preston, sem á árum áður var talinn snillingur. „Það yrðu mikil mistök og áfall fýrir knattspymuna í Englandi ef Giggs yrði seldur, okkar knatt- spyma yrði fátækari fyrir vikið,“ sagði Finney. „Ég hef ekki trú á því að Alex Ferguson láti Giggs fara til Ítalíu.“ Það hefur margt breyst síðan að Finney lék allan sinn knatt- spyrnuferil hjá Preston, var með 1.250 ísl. kr. í vikulaun og Pres- ton hafnaði boði frá ítalska liðinu Palermo 1952. Palermo vildi þá greiða rúma eina millj. ísl. fyrir tveggja ára samning. Nú er Giggs með rúmar sjö hundmð þús. ísl. kr. í laun á viku, fyrir utan bón- usa og annara tekna, sem hann fær í auglýsingatekjur. „Þegar ég lék knattspyrnu, þá lék ég ekki fyrir peninga — ég lék fyrir ánægjuna. Peningar em orðið aðalatriðið hjá mörgum ung- um leikmönnum nú til dags — og peningar hafa skaðað svo marga. Sem betur fer sé ég að Giggs hefur ekki látið frægðina stíga sér til höfuðs, þegar hann var aðeins autján ára var honum líkt við George Best — það vita allir hvað kom fyrir hann, frægð- in varð honum á falli þegar hann stóð á hátindinum sem knatt- spymumaður. Giggs hefur allt að bera til að verða besti knatt- spyrnumaður. heims, hann er eins og ég, vinstrifótarmaður. Giggs hefur yfir góðu jafnvægi að ráða, er fljótur, hugaður og yfirvegað- ur. Hann er leikmaður sem hefði náð langt á undanfömum áratug- um, ef hann hefði leikið með mér, George Best, Bobby Charl- ton eða Dennis Law. Giggs, sem hefur átt við meiðsli að stríða, er nú byijaður að leika eins og hann getur best,“ sagði Finney, sem var knattspyrnumað- ur ársins í Englandi 1955 og 1958 og lék alls 76 landsleiki fyrir England.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.