Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 D 7 BÖRIM OG UNGLINGAR Meistaramót Islands ífrjálsíþróttum 15-18 ára hiðfjölmennasta í nokkurár Tvö Islandsmet slegin MEISTARAMÓT íslands í frjálsíþróttum innanhúss 15-18 ára fór fram í Baldurs- haga og Laugardalshöll um síðastliðna helgi. Tvö íslands- met voru sett á mótinu og eitt var jafnað. Einar Karl Hjartar- son USAH bætti metið íhá- stökki í sveinaflokki um 1 sentimetra er hann stökk 1,96 m. Birgir Óli Sigmundsson, UMSS, kastaði kúlu í sveina- flokki 14,50 m sem er 24 sm lengra en gamla metið. Loks hljóp Rafn Árnason úr UMFA 50 m grindahlaup á 7,3 sek., og jafnaði met Sigurðar T. Valgeirssonar, UMSK, en það er orðið rúmlega tíu ára gam- alt. Meistaramótið var að þessu sinni í umsjón Ungmenna- sambands Skagaíjarðar og er það í fyrsta skipti sem sambandið tekur að sér að halda mót sem þetta. Tókst mótshaldið í alla staði vel og tímaáætlanir stóðust svo til. Þjálfarar félaganna sem rætt var við voru á einu máli um að mótið hefði verið eitt það fjöl- mennasta um langt árabil. Væri það einkum vegna fjölgunar iðk- enda hjá Reykjavíkurfélögunum, Ármanni og einkum þó hjá ÍR. „Við ÍR-ingar vorum með fjóra þátttakendur í fyrra en erum nú með tuttugu og tvo. Ég tel Reykja- vík vera óplægðan akur í fijáls- íþróttum,“ ságði Þráinn Hafsteins- son, þjálfari ÍR-inga. Hann var mjög ánægður með árangur síns fólks, en keppendur frá IR voru mjög áberandi í stúlkna- og meyja- flokkum og bar félagið sigur úr býtum í samanlagðri stigakeppi í þessurrr flokkum. Langþráður árangur „Þetta var langþráður árangur hjá mér í grindinni og nú er ég viss um að ég get bætt metið,“ sagði Rafn Árnason, eftir að hann hafði jafnað metið í 50 m grinda- hlaupi. Rafn var mjög áberandi á mótinu, auk sigursins í 50 m grindahlaupinu sigraði hann í lang- stökki, varð annar í stangarstökki, þriðji í þrístökki og fjórði í há- Ivar Benediktsson skrífar stökki. Árangur hans í þrístökki er mjög athyglisverður en þar bætti hann sig um 41 sm. „Ég er í betra formi núna en í fyrra, en samt vann ég bara tvær greinar núna en þijár þá. Nú er ég að byija í tugþraut og ætla að ein- beita mér að henni í framtíðinni,“ sagði þessi tæplega 16 ára Mosfell- ingur. Hörkukeppni í þrístökki Guðný Eyþórsdótir, ÍR, og Helga Eggertsdóttir úr Óðni í Vestmannaeyjum háðu hörku- keppni í þrístökki í meyjaflokki og fór svo að lokum að Helga sigr- aði, stökk 11,27 m en Guðný 11,04 m. Báðar bættu þær verulega árangur sinn og Helga var ekki nema 18 sm frá Islandsmeti. „Þetta var erfið keppni en ég er að sjálfsögðu mjög ánægð með sig- urinn og framfarirnar,“ sagði Helga og brosti sínu breiðasta. Helga, sem er 15 ára, átti best 10,89 m fyrir mótið. Hún sagðist hafa æft fijálsar síðan hún var níu ára og hefði æft flestar greinar en hefði nú einbeitt sér meira að stökkunum. Helga varð þriðja í langstökki. Vissi ekki um hana „Ég vissi ekkert um hana fyrr en hún mætti og hvað þá að hún væri svona sterk,“ sagði Guðný er keppnin var yfirstaðin. „Ég er svo- lítið svekkt að hafa tapað en ég er ánægð með að hafa bætt mig um tuttugu og níu sentimetra." Guðný sem er fjórtán ára gömul sigraði í langstökki, 50 m hlaupi, Morgunblaðið/ívar STÚLKNASVEIT ÍR sem sigraði í stigakeppninni á Meistar- móti íslands, Guðbjörg Lilja Bragadóttir, Eyrún Magnúsdótt- ir, Sveinbjörg Gunnarsdóttir og Guðleff Harðardóttir. Á mynd- ina vantar Steinunni Benediktsdóttur. TVÍBURASYSTURNAR Linda Björk t.v. og Inga Birna Ólafs- dætur voru ánægðar með sinn hlut á Meistaramótinu. Þær höfðu ekki krækt sér í nein verðlaun í mótinu, en voru ná- lægt sínu besta. Þær sögðu mikinn áhuga vera í Borgarnesf fyrir frjálsíþróttum og sjálfar hafa þær æft í fjögur ár. ÞÆR háðu harða keppni í þrístökki meyja á Meistara- mótinu, f.v. Helga Eggerts- dóttir úr Óðni og Guðný Ey- þórsdóttir, ÍR: í hástökki án atrennu og í þrí- stökki án atrennu, þá varð hún önnur í langstökki án atrennu og í fimmta sæti í 50 m grindahlaupi. í Iangstökki með atrennu stökk Guðný 5,61 m og var aðeins 5 sm frá íslandsmeti og þar bætti hún sig um 14 sm. „Það var leiðinlegt að ná ekki metinu, en það kemur bara næst. Ég er mjög ánægð með árangurinn í heildina." Morgunblaðið/ívar LOVÍSA Hreinsdóttir. Vantar hæfileika í kúluna Mér gekk vel yfirhöfuð, en best gekk mér í fimmtíu metra grindahlaupi, þar varð ég í þriðja sæti og bætti mig nokkuð. Síðan varð ég í öðru sæti þrístökki án at- re_nnu,“ sagði Lovísa Hreinsdóttir, ÚIA, er Morgunblaðið hitti hana undir lok meistaramótsins. „Við erum bara þijú að austan sem kepp- um í mótinu. Það er kostnaðarsamt að senda marga suður á mót. Við borgum fargjaldið sjálf en félagið greiðir skráningargjöld og sípan höf- um við gist í aðstöðu UMFÍ.“ Lovísa er dóttir fyrrum íslands- methafa í kúluvarpi, Hreins Hall- dórssonar. En hvatti hann dóttur sína til að æfa fijálsíþróttir? „Ég hian það ekki. Þegar ég var lítil var ég oft með pabba í íþróttahúsinu heima [Hreinn er forstöðumaður fyrir íþróttamannavirkin á Egilsstöðum] og þá byrjaði ég að hreyfa mig og fór síðan að æfa er ég var sjö ára. Mér finnst mjög gaman í íþróttum og ætla að halda áfrám að æfa. Við æfum fjórum sinnum í viku og það er nokkuð stór hópur sem stundar fijálsar á Egilsstöðum." • Þú hefur ekki haft áhuga að æfa kúluvarp? „Nei, ég hef enga hæfileika til þess, sagði þessi 16 ára snót og var þar með rokin til að stökkva næsta stökk í þrístökki, en þar varð hún í sjöunda sæti, stökk 9,71 m. Stefnan sett á utan- hússmetið Morgunblaðið/ívar BIRGIR Óli Sigmundsson íslandsmethafi í kúluvarpi sveina innanhúss heldur hér á fullorðínskúlunni sem er 7 kg. Íupphafi keppninnar var ég slæmur í maga og kastaði ekki vel í fyrstu tveimur köstunum og þriðja og fjórða kasti sleppti ég. Þá skánaði mér og þá komu betri köst og met- kastið kom í sjöttu og síðustu til- raun,“ sagði Birgir Óli Sigmundsson úr UMSS. Hann bætti íslandsmetið í kúluvarpi í sveinaflokki um 23 cm á meistaramótinu á laugardaginn. Gamla metið átti Bergþór Ólason úr UMSB, sett í árslok 1991. Birgir Óli átti best 14,25 m áður en að metkastinu kom. „Ég átti von á að bæta metið á mótinu en reiknaði ekki með að bæta það jafn rækilega og raun varð á.“ „Ég hef æft í þrjú ár og byijaði í spjótkasti en færði mig síðan yfir í kúluvarp og sleggjukast. Mér hefur farið mikið fram í kúluvarpinu í vet- ur og því er að þakka miklum æfing- um og góðum ráðleggingum frá Gísla [Sigurðssyni] þjálfara, en hann hefur hjálpað mér mjög mikið." Birg- ir sagðist æfa fimm sinnum í viku, tvo klukkutíma í senn. Mikill tími færi í tækniæfingar enda að mörgum smáatriðum að hyggja í kúluvarpi. Auk þess æfði hann talsvert lyfting- ar. Birgir Óli á best utanhúss 13,30 m og sagðist ekki sjá fram á annað að óbreyttu að hann gæti bætt þann árangur verulega í sumar. ;,Nú hefur stefnan verið sett á utanhússmetið. Það er fimmtán komma fimmtíu og sjö metrar." Þess má til gamans geta að utanhússmetið er í eigu Vil- hjálms Vilmundarsonar og hefur staðið óhaggað síðan í september 1945. „Til þess að slá það hef ég tíu mánuði. Einnig hef ég áhuga að ná metinu í sveinaflokki með fullorð- inskúlunni sem er sjö kíló.“ Birgir sagði vaxandi áhuga vera fyrir fijálsíþróttum á Sauðárkróki og ætti Jón Arnar Magnússon tug- þrautarkappi mikinn þátt í því, en Jón býr og æfir á Sauðárkróki. Hefur aldrei æft hástökk MT Eg hef aldrei æft hástökk, bara tekið þátt í mótum, en nú er aldrei að vita nema ég fari að æfa af alvöru. Hingað til hef ég látið körfuboltann duga,“ sagði nýbakaður íslandsmethafi í hástökki í sveinaflokki, Einar Karl Hjartarson, tæplega 16 ára Húnvetningur. Hann bætti sveinametið um einn sentimetra, stökk 1,96 m og átti auk þess góðar tilraunir við tvo metra, var mjög nærri að fara yfir í þriðju tilraun en feldi með kálfunum á niðurleið. Auk metsins var sigur Einars mjög öruggur, næsti mað- ur stökk átján sentimetrum lægra. Hæst hafði Einar stokkið áður 1,92 m. „Ég byijaði að keppa á mótum þegar ég var níu ára gamall og hef yfirleitt alltaf sigrað í há- stökki, samt hef ég aldrei haft áhuga fyrir því að æfa hástökk eða fijáls- íþróttir yfirleitt. í fyrra byijaði ég að æfa körfubolta með - Morgunblaðið/lvar EINAR Karl Hjartarson. USAH og ég hef verið með þeim á íslandsmótinu. Okkur hefur gengið vel í tíunda flokki og nú sem stendur erum við í öðru sæti í okkar riðli.“ Einar býr á Húnavöllum og þar er ekki nema eitt hundrað metrar í skólana þar sem er íþróttasalur. „Þar æfum við körfubolta, en ætli ég verði ekki að fara að líta hástökkið alvarlegri augum nú með hliðsjón af árangri mínum í mótinu.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.