Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.02.1996, Blaðsíða 2
2 D SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1996 D 3 + Fyrsti A<ura jeppinn EÐALBÍLAMERKIÐ Acura í Banda- ríkjunum setti nýlega á markað fyrsta jeppann sem ber Acura merkið. Jepp- inn dregur þó svip sinn og einkenni frá Isuzu Trooper enda er lítið gert til þess að leyna tengslunum þar á milli. Það er helst hjólin og merkið sem greina bílana að. Undir vélarhlífinni er meira að segja 190 hestafla, 3,2 lítra, V-6 vél Isuzu. 70 milljón bflar íJapan FJÖLDI bíia sem skráður er í Japan komst í nóvember á síðasta ári i fyrsta sinn yfir 70 milljónir. Samkvæmt tölum frá samgönguráðuneyti Japans var heiidarbílafjöldinn 70.001.315 bíl- ar, eða 1,58 bíll á hverja fjölskyldu. í október 1990 voru skráðir 60 milljónir bílar í Japan og 50 milljónir bílar í desember 1986. Volvo til Bandaríkj- anna? STJÓRNVÖLD og skipulagsyfirvöld í Norður- og Suður-Karólínufylkjum og Georgíufylki í Bandaríkjunum hafa skýrt frá því að Volvo sé að ígrunda hugsanlega staði fyrir bílaverksmiðju í þessum fyikjum. Yfirmenn Volvo segja hins vegar að fyrirspurnir í þessa átt séu einvörðungu venjubundinn þáttur í starfsemi fyrirtækisins og ekki sé að vænta neinna ákvarðana í náinni framtíð. Fyrirtækið hefur lýst því yfir að það vilji heíja bílafram- leiðslu í Bandaríkjunum. Nýr Renault Midliner TILBOD OSKAST íToyotaT-100 SR-5 4 W/D, árgerð '93 (ekinn 7 þús. mílur), Lada Sport 4 W/D, árgerð ’91 og aðrar bifreið- ar, erverða sýndará Grensásvegi 9 þriðjudaginn 20. febrúarkl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.00. Mitsubishi L-300 Tilboð óskast í Mitsubishi L-300 Minibus 4 W/D (tjónabifreið), árgerð ’93. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.00. SALA VARN ARLIÐSEIGNA SÁ HÆNGUR er á bílaútvörpum í mörgum bandarískum bílum að sjálf- leitari þeirra stöðvar aðeins á stöðv- um sem útvarpa á bylgjulengd sem endar á oddatölu en hieypur yfír jafnar tölur. Ásgeir Örn hjá Bíl- tækjaísetningum hf. segir að þetta hafi lengi vel verið svona í amerísk- um bílum en mesta vandamálið sé hins vegar skortur á upplýsingum um tækin sem bandarísku bílafram- leiðendumir framleiða. „Bandaríkjamenn hafa sent út á bylgjulengd sem enda á oddatölu en Evrópumenn bæði á oddatölu og sléttri tölu.” Engar upplýsingar um tækin „í mörgum tækjum, sérstaklega þegar sjálfleitun var að koma í tæk- in 1988-1989, þá var þetta þannig að tækin leituðu einungis á odda- tölum. Seinna komu tæki með rofum þar sem hægt var að stilla tækin þannig að þau leituðu bæði að odda- tölum og sléttum tölum. Þannig er þetta í fiestum tækjum. Einn galli sem fylgir amerískum bíltækjum frá bílaframleiðendunum er sá að þeir láta engar upplýsingar frá sér fara um sín tæki. Þess vegna hafa bíla- umboðin hérlendis sem hafa flutt inn ameríska bíla verið í vandræðum því bílaframleiðandinn vill að tæki sem bilar sé tekið úr bílnum og sent utan til viðgerðar. Þetta getur orðið mik- ill kostnaður fyrir bíleigandann. Við reiknuðum einhvern tíma út að lítil viðgerð sem hefði kostað hérlendis 2-4 þúsund krónur hefði kostað hátt í tífalt þá upphæð með sendingar- kostnaði í Bandaríkjunum," sagði Ásgeir Örn. Hann benti þó á að ekki væru margar stöðvar hérlendis, altént ekki á höfuðborgarsvæðinu, sem enduðu á sléttri tölu. Hann nefndi bylgjulengdirnar 102,2, 92,4 en einnig á 93,5, og 106,6. Aðrar stöðv- ar væru á oddatölu. Flestar stöðvar úti á landi sendu út á bylgjulengd sem endaði á oddatölu. ■ HJÓNIN Sigursteinn Árnason og Sigríður Ólafsdóttir, ásamt starfsmanni Toyota, við Corona bílinn sem hefur dugað þeim svo vel í hátt í 30 ár. Á Toyota Corona ’67 HJÓNIN Sigursteinn Árnason og Sigríð- ur Ólafsdóttir keyptu nýjan Toyota Corona 27. júní 1967 og hafa átt hann allar götur síðan. Bíllinn er 29 ára gam- all og eigandi bílsins er kominn á tíræð- isaldur. Fyrir skemmstu komu þau hjón á með bílinn á verkstæði Toyota til að láta skipta um frosttappa á vélinni og líta yfir hosur og fieira. Ending bílsins er vissulega góð en það fer ekki heldur fram þjá neinum að meðferð þeirra hjóna á bílnum hefur verið til fyrir- myndar. Sigursteinn og Sigríður keyptu bílinn hjá Japönsku bifreiðasölunni í Ármúla 7 og kostaði hann með skráningu og ryð- vörn 204.492 krónur. Sigursteinn segir að bíllinn hafi aldrei bilað en vissulega hafi hann fengið það viðhald sem þurft hafi. Bílnum hefur verið ekið 318 þúsund km. Eina endurbót hefur Sigursteinn þurft að gera á bílnum en það var þeg- ar hann setti öryggisbelti sem hann fékk úr Skóda. Sigursteinn segir að það sé ekki til skrölt í bílnum sem er enn með upprunalegt lakk að hluta til. ■ Civic 4,46 metrur BIRT var röng mynd af Honda Civie stallbaki í síðasta blaði með samanburðartöflu yfír (jögurra hurða stallbaka með minni vél en 1.400 rúmsentimetra að slagrými. Myndin sem birtist var af fimm dyra hlaðbaknum sem kostar 100 þúsund krónum minna en stallbak- urinn. Þetta brenglaði samanburðinn töluvert því fjögurra hurða stall- bakurinn er 4,46 m á lengd en ekki 4,31 m eins og fimm dyra hlað- bakurinn eins og haldið var fram í töflu. Honda Civic stallbakurinn er því einn stærsti bíllinn í þessum flokki. Þess má geta að bandaríska bílablaðið Automobile hefur valið Honda Civic bíi ársins 1996. FÁTT veidur bílaeigendum meiri ama en að sjá bílinn sinn ryðga nið- ur. Saltaustur á götur borgarinnar flýtir mjög fyrir ryðmyndun og áður en farið var að ryðveija bíla sérstak- lega voru ryðgaðir bílar algeng sjón hér á landi. Nú eru margir nýir bílar með ryðvarnarábyrgð í allt að sex ár frá framleiðanda. Hér verður íjall- að um ryðmyndun og hvernig bíla- framleiðendur hafa brugðist við þess- um vágesti með nýjum framleiðslu- aðferðum. Ryð myndast þegar járn gengur í samband við súrefni. Ryð myndast fyrr ef vatn er til staðar og ef vatn- ið er mengað götusalti tekur það enn skemmri tíma fyrir bílinn að ryðga. Til þess að koma í veg fyrir ryðmynd- un þarf að klæða járnið með ógegndræpri vörn svo súrefni komist ekki í samband við það. Þetta er aðalástæðan fyrir því að bílar eru lakkaðir. En það nægir að skoða gamla, ryðgaða bíla til þess að sann- færast um að lakkið eitt dugar ekki sem ryðvörn. Jafnvel ódýrustu gerðir bíla sem framleiddir eru nú fara því í gegnum fiókið ferli ryðvarnar áður en þeir eru settir á markað. Meðhöndlun á járnplötum Ryðvörnin hefst áður en smíði bíls- ins hefst. Járnplötur eru húðaðar með málmsinki. Ferlið kall- ast galvanisering. Sink er mun hvarfgjarn- ari málmur en Votnsblönduó lökk til varnar ryói Nýr Mondeo Stöóva aóeins á oddatölum Formaður félags löggíltra bflasala, Ingímar Sigurðsson, segir að bifreiðasalar hafí náð að reka af sér slyðruorðið. Lengi hafi loðað við stéttina að viðskiptahættir sem þar tíðk- uðust væru ekki alltaf alveg eftir bókinni MEÐ NÝJUM lögum um bifreiða- sala sem tóku gildi 28. febrúar 1995 eru gerðar mun meiri kröfur til færni og þekkingar bifreiðasala. Upp úr lagasetningunni tóku bif- reiðasalar sig saman og stofnuðu Félag löggiltra bílasala. Ingimar Sigurðsson, formaður félagsins, segir að nú hafi bifreiðasalar stigið einu skrefi framar og tekið upp innra eftirlit með stofnun siða- nefndar bifreiðasala. Undirbúningur að stofnun Félags löggiltra bílasala hófst haustið 1994 þegar nokkrir þeirra hitt- ust á námskeiði fyrir bíla- sala sem iðnaðar- og við- skiptaráðuneytið stóð að. Fyrsti aðalfundur félags- ins var haldinn 28. febr- úar 1995, eða sama dag og nýju lögin tóku gildi. Kosin var fimm manna stjórn og tveir varamenn. í framhaldi fékk félagið leigt hús- næði hjá Bílgreinasambandinu og 17 bílasölur í Félagi lög- giltra bílasala þar er einn starfsmaður sem svarar fyrirspumum bílkaupenda einu sinni í viku, tvo tíma í senn. „Við höfum núna sett á iaggirnar siðanefnd bifreiðasala sem er nokk- urs konar innra eftirlit með bílasöl- um. Bílkaupendur geta komið kvörtunum bréfleiðis til siðanefnd- arinnar sem mun taka á þeim mál- um.“ Mælar skrúfaðir niður I siðanefndinni situr einn fulltrúi frá Bifreiðaskoðun Islands, einn frá Félagi íslenskra' bifreiða- eigenda og einn frá Suzuki bílum hf. Ingimar sagði að fé- lagið gæti beitt sér í ýmsum . málum. Hann nefndi sem dæmi að síðastliðið sum- ar hefði bílasali orðið uppvís að því að skrúfa niður kílómetramæla í bílum og selt þá sem minna ekna en þeir voru. Sá bílasali var ekki í ara sé að sprauta því. í íblöndunar- efnunum eru sérstakar efnablöndur sem flýta fyrir þornun eða stuðla að auknum gljáa. Vatnslökk Sjálf aðferðin við að sprauta bíla er bæði óhagkvæm og óvistvæn. Lakkið verður að þynna nægilega með leysiefnum svo hægt sé að sprauta því en um leið hafnar aðeins um 15% blöndunnar á sjálfum bílnum en afgangurinn gufar út í andrúms- loftið. Leysiefni er lífræn efnasam- bönd og mynda mengunarský í and- rúmsloftinu. Nýlega settu bandarísk stjórnvöld reglugerð um leyfileg mörk lífrænna efna í slíkum efna- blöndum og leita framleiðendur nú annarra leiða til þess að þynna út bílalakk svo hægt sé að sprauta þeim. Besta raun hefur gefið að blanda vatni út í lakkið þótt mörgum þyki sem það hljóti að auka hættu á ryð- myndun. General Motors reið á vaðið strax seint á áttunda áratugnum þegar það hóf að nota vatnsblönduð lökk á Chevrolet Camaro og Pontiac Firebird. Reynslan var hins vegar ekki góð eins og kom glögglega í ljós þegar bílarnir voru sprautaðir eftir viðgerð á yfirbyggingu. GM hætti því að nota vatnslökk þar til seint á níunda áratugnum að notkun á endurbættum vatnslökkum hófst. Nú til dags nota flestir bílaframleið- endur vatnslökk í ysta lagið og sum- ir eru farnir að nota vatnsblandaða grunna einnig. Að endingu er sett glært lakk yfir litalakkið sem er ætlað að veija það gegn rispum. Glæra lakkið er með leysiefnum og tilraunir með vatnsblönduð glær lökk hafa enn sem komið er ekki skilað nægilega góðum árangri. Glæra lakkið er síð- asta þrepið í flóknu ferli ryðvarnar á bílum. Á þessum grunni eru bíl- framleiðendur tilbúnir að veita a.m.k. fimm ára ryðvarnarábyrgð með bílum sínum. ■ NÝLEGA kom á markað nýr Nissan Pathfinder. Auk nýs útlits er bfllinn með nýrri gerð fjöðrunar og innrétt- ingu. Meðal annárs er Pathfinder boð- inn með 168 hestafla, 3,3 iítra, V-6 vél. Morgunblaðið/RAX INGIMAR Sigurðsson, formaður Félags löggiltra bílasala. Félagi löggiltra bílasala. Fyrir til- stuðlan félagsins var starfsemi hans stöðvuð. „Við fengum nokkra aðila sem höfðu keypt bíla af honum til þess að kæra hann. Þetta varð aldrei að sakamáli vegna þess að umræddur bílasali greiddi kaupendunum til baka þann mismun sem hefði átt að vera vegna meiri aksturs. Það fór því ekki svo langt að hann yrði kærður til lögreglu,“ sagði Ingimar. Hann sagði að þessi tiltekni bíla- sali væri ennþá starfandi en ekki undir merkjum Félags löggiltra bílasala. Innan vébanda Félags löggiltra bílasala eru 17 bílasölur sem er nálægt helmingur af öllum bílasöl- um á höfuðborgarsvæðinu. „Við bendum öllum bílkaupendum á það að fara með bílinn í ástands- skoðun áður en hann er keyptur, jafnvel þótt bíllinn sé keyptur af bílaumboði," segir Ingimar. „Bílasalar eru stétt sem hefur verið félagslaus í yfir 20 ár og með hálfgert óorð á sér. Markmið félags- ins er að koma bílasölu út úr hálf- gerðu prangi yfir í það að vera kaupmennska sem lýtur almennum viðskiptareglum." Úttekt á útsölum Félag löggiltra bílasala hefur einnig leitað eftir samstarfi við FÍB um að gera úttekt á útsölum bif- reiðaumboðanna á notuðum bílum. „Útsölur hafa verið að tröllríða þessum markaði síðustu mánuði. Það hafa verið stanslausar útsölur frá því í nóvember og við vilj- um skoða hvort um raun- verulegar útsölur sé að ræða. Við fórum nokkrir félagar sl. sumar á slíkar útsölur og könn- uðum það verð sem var í boði. í mörgum tilfellum var hærra verð sett upp en hefði átt að vera miðað við akstur. Þetta viljum við alfarið að sé stöðvað enda er þarna verið að blekkja bílkaupendur. Tökum sem dæmi Toyota Corolla árgerð 1992 sem ætti að hafa verið ekið um 60 þúsund km miðað við 15 þúsund km meðalakstur á ári. Svona bíll ætti að vera boðinn á um 880 þúsund kr. En á útsölum rekumst við á svona bíl sem er ekinn 120-130 þúsund km á 780 þúsund kr. Miðað við aksturinn ætti þessi bíll á raunverulegri út- sölu að vera á 720 þúsund kr. Miðað er við að bíll lækki í verði um þrjár krónur á hvern km ef honum hefur verið meira ekið en eðlilegt telst og hækki í verði um tvær krónur á hvern km ef honum er minna ekið. Þetta eru þau viðmið sem bílaumboð og bílasalar hafa farið eftir síðustu misseri," segir Ingi- mar. ■ Kvörtunum hægt að koma bréfleiðis mmm, BÍLAFRAMLEIÐENDUR leita leiða til að nota vatnsblandaða grunna til þess að koma í veg fyrir að lífræn leysiefni losni út í andrúmsloftið. járn og myndar málmhúð á yfirborði járnsins. Margir framleiðendur gal- vanísera báðar hliðar járnplötunnar á innri hlutum bílsins en aðeins einu sinni á þeim hlutum þar sem lakkáf- erðin þarf að vera í hæsta gæða- flokki. Þegar grunnyfirbygging bílsins hefur verið soðin saman er hún hreinsuð, þurrkuð og meðhöndluð með fosfati allt að átta sinnum. Þá loks er járnið tilbúið undir fyrsta grunninn. Fyrsti grunnurinn kallast stundum E-grunnur (rafdráttar- grunnur). Rafstraum er hleypt í gegnum járnplöturnar og þykkan málningargrunninn sem þeim er dýft í. Rafstraumurinn dregur málning- una að yfirborði málmsins og inn í glufur sem ógerlegt er að ná til með venjulegri sprautubyssu. Rafstraum- urinn hjálpar einnig til við að binda grunninn við málminn áður en hann er þuiykaður í ofni við 350-450 gráð- ur á fahrenheit. Áður en E-grunnur- inn er bakaður setja sumir framleið- endur kvörnunarvörn á neðsta hluta yfirbyggingarinnar. Efninu er sprautað á innri brettin og á neðsta hluta svuntunnar og myndar þykkt varnariag gegn steinkasti um leið og E-grunnurinn er bakaður. Lakk og litur Seinni grunnurinn er sprautaður á E-grunninn. Á síðari hluta áttunda áratugarins og í upphafi þess níunda tíðkaðist ekki alltaf að grunna tvisv- ar en seinni grunnurinn bindur lakk- ið betur og fyllir auk þess út í örlitl- ar glufur sem kunna að vera á E- grunninum. Nú er búið að undirbúa málminn undir lökkun með lit. Lakkinu er sprautað á bílinn eins og seinni grunninum. í bílalakki eru ijórar teg- undir efna, þ.e. bindiefni, leysiefni, íblöndunarefni og litarefni. Bindiefn- ið heldur öllum þessum efnum saman og stuðlar að því að liturinn úr litar- efninu dreifist jafnt yfir yfirborðið. Leysiefnið þynnir lakkið svo auðveld- ENDURHANNAÐUR Ford Mondeo er væntanlegur á markað í Evrópu síðar á þessu ári. Að ofan er tölvuunn- in mynd af bflnum sem sýnir að hann hefur svipuð stíleinkenni og Ford Taurus. Hlaðbaksútfærslan af Mondeo, sem er sami bíll og Contour í Bandaríkjunum, verður t.d. með mun stærri afturijósum en fyrirrennarinn. RENAULT V.I., atvinnubíladeild Renault, sýndi endurhannaðan Midliner vörubílalínuna á vörubíla- sýningunni í Genf í síðasta mán- uði: Midliner hentar einkum til styttri og meðallangra flutninga og hafa yfir 24Ó þúsund slíkir bílar verið framleiddir því bíllinn var frumkynntur 1978. Þar af hafa 52 þúsund bílar verið fluttir út til Bandaríkjanna þar sem þeir eru seldir undir nafninu Mack. Auk nýs útlits hefur Midliner fengið nýtt ökumannshús. Höfuð- rýmið hefur verið aukið um 190 mm og fyrir ofan framrúðuna er komið geymslurými. Rúðuvindur eru rafdrifnar sem og hliðarspeglar sem eru upphitaðir. Ökumannssætið leikur á ' loftpúðum og framrúðan er lit- uð. Nýtt útlit er á bílnum framanverð- um og ber grillið nú Renault ættarsvip- inn. GT ökumannshúsið er með mestu höfuðrými í þessum stærðarflokki vörubíla, Heildar- þyngd Midliner bílanna er frá 7,5-15,7 tonn og sex vélastáerðir eru í boði, 120-226 hestafla. Renault V.I. kynnti éinnig á bíla- sýningunni í Amsterdam í byijun mánaðarins nýjan Magnum AE 560, sem er stærsti vörubíllinn sem fyrirtækið smíðar. Magnum AE 560 er með nýrri V8 vél, 16,4 lítra sem skilar mest 560 hestöflum við 1.900 snúninga á mínútu. Há- markstog þessarar nýju vélar er 2.450 Nm frá 1.150 til 1.500 snún- ingum á mínútu. Renault V.I. (Vehicule Industri- elle) seldi á síðasta ári 75.770 vöru- bíla, strætisvagna og rútur sem er 19,5% söluaukning frá fyrra ári. Þar af voru seldir 45.700 bílar inn- an Evrópu, sem er 39% aukning, og 30.070 bílar innan dótturfyrir- tækis Renault V.I. í Bandaríkjun- um, Mack Trucks, sem er 7,5% aukning. ■ Nýr Pathfinder Amerísk bílaúfvörp med annad kerfi * Ur prangi í kaupmenns

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.