Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 8
mém KORFUKNATTLEIKUR Stockton „þjófur" allra tíma John Stockton hefur náð boltanum af mótherja oftar en nokkur annar í NBA-deildinni í körfubolta og Orlando Magic hefur sigrað í fleiri heimaleikjum í röð frá byijun tímabils en nokkurt annað félag í deildinni. Stockton þurfti að „stela“ boltan- um tvisvar í leik Utah og Boston til að slá met Maurice Cheeks, sem „stal“ boltanum 2.310 sinnum á 15 ára- ferli. Stockton jafnaði metið í öðrum leikhluta og sló það í fjórða leikhluta en Utah vann 112:98. Áhorfendur stóðu upp Stockton til heiðurs og hann fékk blómvönd, platta og boltann sem leikið var með að gjöf í tilefni metsins. „Þetta hafði áhrif á leik minn því það hvarflaði að mér að mótheij- inn gæti skorað ef ég reyndi að ná boltanum ogþað tækist ekki,“ sagði Stockton. „Eg er ekki vanur að efast. Venjulega fer ég í boltann og ef mér mistekst reyni ég að gera betur næst. En maður lendir á milli steíns og sleggju. Spurning- in er um að gera ekki vitleysu sem kemur niður á liðinu en hin hlið málsins er að reyna ekki til að það bitni ekki á liðinu,“ sagði kappinn sem hefur ávallt leikið með Jazz í deildinni og er á 12. ári en hann á einnig metið í stoðsendingum. „Það var allt öðru vísi að setja þetta met og það er líka öðru vísi í eðli sínu, því sendingar koma ekki eins oft niður á liðinu." Orlando vann Philadelphia 123:104. Liðið hefur leikið 28 leiki á heimavelli á tímabilinu og sigrað í öllum. „I sannleika sagt er þetta frábært en markmið okkar er að verða meistari og sigra á útivelli," sagðí Horace Grant hjá Magic. ÍÞfémR FOLX ■ ANDERS Dahl-Nielsen, þjálf- ari þýska handknattleiksliðsins Flensburg-Handewitt hefur skrif- að undir nýjan tveggja ára samning við liðið. Nielsen, sem er 45 ára og hefur verið þjálfari liðsins síðan 1993, verður þjálfari þess út keppn- istímabilið 1998. ■ VALDIMAR Pálsson, fyrrum leikmaður Þórs á Akureyri, Vals og Þróttar í Reykjavík, hefur verið ráðinn 4. deildarliðs Léttis. Hann ætlar jafnframt að leika með liðinu. ■ GEIR Magnússon, íþrótta- fréttamaður er að hætta störfum á Stöð 2 og verður deildarstjóri íþrótta á Stöð 3. Ekki er ljóst hve- nær hann söðlar um en líklega verð- ur það fljótlega. ■ GRAHAM Tnylor, fyrrum landsliðsþjálfari og þjálfari Wat- ford, hefur gengið til Iiðs við félag- ið á ný, tveimur áratugum eftir að hann lét af störfum hjá félaginu. Taylor vann kraftaverk hjá félag- inu á sínum tíma og kom þeim úr 4. deild upp í annað sætið í úiyals- deild á fimm árum. Taylor tekur við af Glenn Roeder, sem var rek- inn frá félaginu á þriðjudag. „Allir geta sigrað á heimavelli nema slök lið.“ Orlando hefur ekki tapað deildar- leik á heimavelli síðan 14. mars 1994, 35 leikir og 35 sigrar, og er þremur sigrum frá tveimur metum. Tímabilið 1985 til 1986 sigraði Boston í 31 leik í röð á heimavelli og frá desember 1985 til nóvember 1986 sigraði Boston í 38 heimaleikj- um í röð. Shaquille O’Neal var með 24 stig og tók 13 fráköst fyrir Magic og Dennis Scott gerði 20 stig, öll í fyrsta leikhluta. „Það tók 49 ár að slá þetta met,“ sagði hann, „en spurningin er hvað það stendur lengi.“ Trevor Ruffin setti persónulegt met með því að skora 32 stig fyrir Philadelphia en þetta var fjórði tap- leikur liðsins í röð og sá 11. í röð í Orlando. Liðið stendur verst í deildinni með 10 sigra og 40 töp. Michael Jordan og Scottie Pippen tóku lífinu með ró þegar Chicago vann Cleveland 102:76. Chicago hefur sigrað í öllum 24 heimaleikj- um tímabilsins og alls í 31 leik í röð frá liðnu tímabili. Jordan og Pippen gerðu sín 14 stigin hvor en Ron Harper 22 stig. Terrell Brand- on var með 21 stig fyrir Cavaliers sem hafði sigrað í átta leikjum í röð. Milwaukee vann New York 92:97 og var þetta ijórði sigur liðsins í New York í röð en það hefur sigrað í síðustu átta leikjum. Glenn Robin- son skoraði 27 stig fyrir gestina og Vin Baker 23 stig auk þess sem hann tók 11 fráköst. Patrick Ewing var með 29 stig fyrir heimamenn. Magic Johnson meiddist á kálfa snemma leiks en Los Angeles lét það ekki á sig fá og vann LA Clipp- Reuter ANFERNEE Hardaway hjá Orlando fer hér framhjá Sharone Wrlght hjá Philadelphla í leik liðanna í fyrrinótt. ers 121:104. Vlade Divac gerði 29 stig fyrir Lakers og Cedric Ceballos 21 stig. Clippers hefur tapað 1Ö af síðustu 11 leikjum og öllum þremur gegn Lakers á tímabilinu. David Robinson skoraði 39 stig þegar San Antonio Spurs vann Portland 108:105. SKIÐI / HM I ALPAGREINUM Enn ein skrautQöður í hatt Girardellis MARC Girardelli frá Lúxemborg fagnaði igær heimsmeistarat- itlinum íalpatvíkeppni iþriðja sinn á heimsmeistaramótinu í Sierra Nevada á Spáni. Hann hefur nú unnið 13 gullverðlaun á stórmótum, ÓL eða HM, á 17 ára keppnisferli og er sigursæl- asti skíðamaður allra tíma. Hann hefur auk þess unnið heims- bikartitilinn fimm sinnum og það hefur engum öðrum tekist. Girardelli, sem er 32 ára, á sér annað takmark en að sigra á stórmótum. Hann er mikill áhugamaður um fjallaklifur og hyggst klífa Shisha Pangua tind 1 Tíbet, sem er rúmlega 8.021 metra yfir sjávarmáli, i sumar. Hann segist ætla að fara á tindinn án þess að nota súrefniskút og renna sér síðan niður á skíðum. „Ef veðrið verður gott ætla ég að renna mér á skíðum úr 7.000 metrum og niður í 5.000 metra hæð,“ sagði hann á blaðamanna- fundi eftir sigurinn i gær. „Það er alltaf jafngóð tilfinnig að sigra. Ég held að ég eigi enn möguleika á að bæta titlum í safn- ið. Ég stefni að því að vera með í heimsbikamum næsta vetur og taka þátt í heimsmeistaramótinu í Sestriere,“ sagði Girardelli sem er fæddur í Austurríki, en þar sem hann komst ekki í austurríska landsliðið ákvað hann að keppa fyrir Lúxemborg. Hann hefur ekki sloppið við meiðsli á ferlinum og hefur 14 sinnum þurft í uppskurð og það eitt hefði dugað mörgum öðrum íþróttamönnum til að gefast upp og hætta. Hann er hins vegar harður „nagli“ og neitar að gefast upp. Hann á nú ellefu verðlauna- peninga frá HM og þar af fem gullverðlaun. „Þetta keppnistímabil í heims- bikamum hefur verið það lakasta hjá mér síðan ég byrjaði. En ég er ekki sú manngerð sem gefst upp. Þessi úrslit hér á HM sýna og sanna að ég get enn sigrað. Ég bjóst þó ekki við sigri því Mario Reiter hafði það mikið for- skot á mig eftir svigið,“ sagði hann. Norðmaðurinn Lasse Kjus, sem er ólympíumeistari í tvíkeppni frá því í Lillehammer, náði besta tím- anum í bmninu í gær og varð annar samanlagt. Austurríkismað- urinn Mario Reiter, sem hafði for- ystu eftir svigið á þriðjudag, varð fjórði samanlagt en landi hans, Giinther Mader, tók bronsverð- launin. KNATTSPYRNA Island upp um fimm sæti Brasilíumenn em enn í efsta sæti heimslistans í knatt- spyrnu en FIFA gaf út nýjan lista í gær. Heimsmeistararnir em með 69,08 stig og em talsvert fyrir ofan ítali sem skutust upp fyrir Þjóð- veija í annað sætið. ísland hefur hækkað um fimm sæti, er komið í 45. sætið. Hér á eftir eru tíunduð 50 efstu löndin og er staða þeirra um áramótin í sviga: 1. Brasilía........(1) 69,08 2. Ítalía..........(3) 61,52 3.Þýskaland........(2) 61,35 4. Spánn...........(4) 60,08 5. Rússland........(5) 59,89 6. Holland.........(6) 57,52 7. Frakkland.......(8) 56,57 8.Argentína........(7) 55,47 9. Danmörk.........(9) 55,02 10. Mexíkó..........(12) 54,38 ll.Rúmenía...........(11) 54,25 12. Svíþjóð.........(13) 53,77 13. Tékkland........(14) 53,47 14. Bandaríkin......(19) 53,38 15. Zambía..........(25) 53,16 16. Ghana...........(29) 52,63 17. Búlgaría........(17) 52,39 17. Noregur..........(10) 52,39 19. Kólumbía........(15) 51,72 20. Portúgal........(16) 51,33 21. Sviss...........(18) 51,00 2^ Egyptaland........(23) 50,91 2$Suður-Afríka.......(40) 50,74 24. Fílabeinsströndin....(20) 50,34 25. Túnis...........(22) 49,95 26. Marokkó.........(38) 48,25 27. England.........(21) 48,22 28. Belgía..........(24) 47,68 29. Skotland........(26) 47,32 30. Japan...........(31) 46,70 31. Tyrkland........(30) 46,69 32. írland..........(28) 46,04 33. Chile...........(36) 45,48 34. Kamerún.........(37) 45,32 35. Saudi-Arabía....(54) 45,25 36. Uruguay.........(32) 44,36 37. Pólland.........(33) 43,66 38. Slóvakía........(35) 43,34 39. Nígería.........(27) 42,52 40. Bólivía.........(53) 41,87 41.Grikkland.........(34) 41,59 42. Austurríki......(39) 40,81 43.Króatía...........(41) 40,26 44. Alsír...........(48) 39,97 45. ísland..........(50) 39,24 46. ísrael..........(42) 39,00 47. Gabon...........(67) 38,99 48. Litháen.........(43) 38,70 49. Trinidad/Tobago ....(57) 38,61 50. Kína............(66) 38,32 w Ikvöld Körfuknattleikur Urvalsdeild: Akranes: ÍA - UMFG 20 Borgarnes: UMFS - Valur 20 Akureyri: Þór- KR 20 Njarðvík: UMFN-Keflavík 20 Seljaskóli: ÍR - Haukar 20 Handknattleikur 1. deild karla: Seltj’nes: Grótta - KA 20 Ásgarður: Stjarnan - ÍBV 20 2. deild karla: Framhús: Fram - Ármann 20 LEIÐRETTING Lúðvík ekki ákveð- inn að skipta Lúðvík Jónasson hefur ekki ákveðið að skipta úr Stjörnunni í IBV eins og kom fram í blaðinu í gær. Hann hefur æft með Eyjamönnum að undanförnu en ekki tekið ákvörðun um félaga- skipti. Beðister velvirðingar á mistök-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.