Morgunblaðið - 28.02.1996, Side 3

Morgunblaðið - 28.02.1996, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1996 D 3 ÆVINTÝRI ÓMARS 1 Ómar týnist VINSAMLEGAST birtið þessa sögu á barnasíðunum. Birtist undir nafninu Addi. Með fyrirfram þökk. - Svo segir í bréfí því sem fylgdi með sögunni um Ómar. Við verðum auðvitað við óskinni um að gefa ekki upp fullt nafn. Það er geymt niðri í skúffu. Hæ, ég heiti Ómar og er ormur, mamma mín heitir Lísa og pabbi minn Páll, ekki má gleyma hetjunni minni, það er honum Tomma frænda. Það var eitt sinn að ég og Tommi vorum í sólbaði að við heyrðum fótatak rétt hjá okkur. Þetta var stang- veiðimaður, hann var að tína orma. Eftir smástund var ég ofan í boxinu. Þar var mikið af öðrum ormum. Þar var líka ormur á min- um aldri, ég kynnti mig: - Hæ, ég er Ómar. - Hæ, ég er Njáll, svaraði hann. Við töluðum lengi saman, en allt í einu stöðvaði maður- inn og opnaði boxið, við vor- um teknir upp úr en í stað þess að fara á öngulinn runnum við út í vatnið. Við vorum alveg að deyja. Ekki leið á löngu þar til fiskur var á eftir okkur, við syntum eins og búkur ýtti. Við vorum að lenda uppí fiski, en þá gerðist krafta- verk, við vorum komnir að bakkanum og við vorum ekki lengi að grafa okkur ofan í jörðina. Við vorum ekki búnir að skríða lengi þegar við duttum í mold- vörpugöng, við reyndum að grafa okkur út úr þeim þeg- ar moldvarpan kom. Hún var næstum búin að ná Njáli, en sem betur fer náði hún honum ekki. Þegar við vor- um búnir að skríða smá- stund fórum við upp til að gá hvar við værum, en við vissum ekki hvar við vorum - við vorum villtir! Við sátum lengi og hugs- uðum hvað við ættum að gera. Við biðum bara eftir að Tommi mundi finna okk- ur. Það var komin nótt og Njáll sofnaður, ég gat ekki sofnað, svo ég vakti alla nóttina. Daginn eftir héldum við af stað, við skriðum og skriðum. Loks komum við að vatni, við stungum okkur út i það og fengum okkur að drekka, en þegar við ætluðum aftur af stað spurði ég Njál: - Er þetta ekki vatnið sem við runnum út í þegar stang- veiðimaðurinn missti okkur? - Jú, sagði Njáll. í því heyrðum við kallað: - Hæ, strákar! Þetta var Tommi. - Okkur er borgið, sögðum við í kór. En þetta var ekki Tommi heldur einhver gamall ormur að tala við einhverja aðra. Við urðum niðurdregnir. - Hvað verður um okkur? sagði Njáll. Ég reyndi árangurslaust að hugga hann, við vorum einir hjá vatninu. Næsta dag ákváðum við að halda beint áfram og það borgaði sig sko alveg, því að eftir smástund vorum við komnir heim til mín. Mamma kom til dyra, hún faðmaði mig. Greyið Njáll, það var enginn til að faðma hann, enda var hann ekki kominn heim til sín. En mamma sagði honum að koma inn og fá sér að drekka með okkur og svo færum við öll með hann heim til sín. Það voru smákökur og fullt af öðrum kökum með kaffinu. Þegar við vorum búin að drekka fórum við Njáll í fót- bolta, eftir það fórum við að leita að heimili Njáls. Við vorum ekki lengi að því, svo kvöddumst við og ég fór heim að sofa. Eftir þetta voru ég og Njáll alltaf að leika okkur saman. Addi. Sagan er skemmtileg og spennandi, Addi minn, við bíðum eftir framhaldinu. Þér væri síður en svo skömm að því að birta söguna undir fullu nafni. Hvað heitir stelpan? HALLÓ, halló! Dóttir mín, hún Hrefna Björk, sem er 7 ára, er mjög hrifin af þrautunum ykkar í Myndasögunum. Hún bjó til eina slíka fyrir ykur, þar sem nafn stelpunnar á myndinni hefur ruglast. Stelpan heitir tveimur nöfn- um, það fyrra er ofar og það seinna neðar. Kveðja, Halldóra S., mamma Hrefnu Bjarkar, Rauðarárstíg 22, 105 Reykjavík. Myndasögurnar þakka mæðgunum innilega fyrir þrautina og bréfið. •Jíjofg ifatos ua mui^nnucj qia qubas wHm JÓIZA 'A PALVIK A KIS OUAÞULLU. PÖEA SEV/vlIf? SMAfCóKOfZH^ SÍNAf? i KRtDcfcU. A LOK- WU EE HAWKJ SEM DÖLLA iMeiGIIZ LOPPV SlUhll QNPl/i X3 LNFru? ■Ofcl HU \PHVE~ lÆfí SBM IANA ANGAf? FÁSE ÓOK.U/

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.