Morgunblaðið - 01.03.1996, Page 1
HEIMSÞING KYNLIFSFRÆÐIIMGA/6 BTISKAN OG GRACE KELLY, AU-
í fimmtíu ár
SLÉTT og strokið, hvítt og frítt,
var Morgunblaðið borið til húsráð-
enda að Grundarstíg 9 í Reykjavík
21. júní árið 1946. Núna, næstum
hálfri öld síðar, fundu núverandi
húsráðendur blaðið undir gólffjöl-
unum í svefnherberginu á efri hæð
hússins.
Fyrir einu og hálfu ári hreiðruðu
hjónin Margrét Kristmannsdóttir
og Sigurjón Alfreðsson, sem er
lærður smiður, og börn þeirra, um
sig í gamla húsinu, sem þá mátti
Morgunblaðið/Kristinn
FJÖLSKYLDAN á Grundarstíg 9 þar
sem hálfrar aldar Morgunblað fannst.
muna sinn fífíl fegri. Þau hófust
þegar handa við ýmiss konar endur-
bætur, m.a. lögðu þau rafmagn og
rifu upp gólfdúka. Undir
einum slíkum fundu þau
þetta aldna eintak af
Morgunblaðinu, sem þau
telja að smiðurinn hafí not-
að til að jafna ójöfnu á
gólffjölunum.
Margrét segir að helsta
tómstundagaman þeirra
hjóna undanfarin ár hafí
verið að gera upp gamlar
íbúðir og hafi þau mikla
ánægju af. „Við ætlum að
reyna að hafa húsið full-
búið fyrir jólin á næsta ári.
Nú á bara eftir að koma í ljós hvort
fleiri gömul Morgunblöð leynast
undir ijölunum." ■
FOSTUDAGUR 1. MARZ 1996
BLAÐ B
HEILINN OG NÆMISKEIÐIN/2 ■ NÁM í FJÖLMIÐLUN í UPPSVEIFLU/4
DREY HEPURN OG JACKIE KENNEDY/7 ■ SJÖ KONUR MEÐ HEILABILUN/8
NEMENDUR á annarri önn í fjölm-
iðlun hafa nýlokið skoðanakönnun
innan Fjölbrautaskólans í Breiðholti
um aðgang að tölvum. I könnuninni
voru 296 nemendur sem skiptust í
119 karla og 177 konur.
í niðurstöðum kemur meðal ann-
ars fram að 203 nemendur hafa að-
gang að tölvu á heimili sínu, eða 69%
aðspurða.
Þá hafa 65 nemendur eða 22%
aðgang að alnetinu. Einnig kemur
fram að 127 nemendur telja rétt
að ritskoða alnetið, þar af 103
konur af þeim 177 sem voru
með í könnuninni.
Eftirfarandi spurn-
ing var líka lögð fyrir
hópinn: „Getur þú
útskýrt hugtakið
margmiðlun í stuttu
máli?“
92 nemendur
gerðu tilraun til að
svara, en 204 leiddu
spurninguna hjá sér.
Aðeins örfáir nem-
endur svöruðu spurn-
ingunni nokkurnveginn
rétt.
Rétt svar við spurningunni
var fengið með aðstoð íslenskrar
málstofu, en endanleg skilgreining
á hugtakinu margmiðlun hefur ekki
verið samin. Margmiðlun er þýðing
á orðinu multimedia og merkir það
svið sem hægt er að notað búnað
og tækni nokkurra miðla í einu.
Dæmi um það er að nota texta, hljóð,
kyrrmyndir, hreyfimyndir og tölvu-
teikningar í sömu andrá. •
SYNISHORN af nokkrum
skartgripum, sem keppa um út-
nefninguna Tískuskartgripur
ársins 1996.
Morgunblaðið/Þorkell
Skartgripir
óvenju litskrúðugir,
fjölbreytilegir og áberandi
HANDSMIÐAÐIR skartgripir eftir
átta gullsmiði í Félagi íslenskra gull-
smiða keppa um útnefninguna Tísk-
uskartgrípur ársins í keppninni Tísk-
an 1996, á Hótel íslandi sunnudag-
inn 3. mars.
Tímaritið Hár & fegurð stendur
fyrir keppninni, þar sem keppt verð-
ur í fimm iðngreinum, sem lúta að
tísku, snyrtingu og útliti. Lára
Magnúsdóttir, varaformaður Fé-
lags íslenskra gullsmiða, segir að
þetta sé í fyrsta skipti sem félags-
menn taki þátt í svona keppni.
Þótt skartgripir séu sígildir segir
hún að þeir séu óvenju áberandi
í tískunni um þessar mundir.
„Mikil fjölbreytni og frjáls-
ræði ríkir í skartgripagerð, ólíkt því
sem tíðkaðist fyrir um tíu árum þeg-
ar fínlegir demantsskartgripir voru
nánast allsráðandi. íslenskir steinar
eru vinsælir og núna eru oft hafðir
margir steinar, til dæmis safír, rúbín
og emerald í einum grip, auk þess
sem gull, silfur og hvítagull eða silf-
ur, kopar og látún er notað saman.“
Lára segir að allir skartgripirnir
á sýningunni séu handsmíðaðir mód-
elskartgripir, sem verði til sýnis í
sýningarbásum. Auk Láru taka gull-
smiðirnir Dóra Jónsdóttir, Dýrfínna
Torfadóttir, Harpa Kristjánsdóttir,
Hilmar Einarsson, Sigurður Ingi
Bjarnason og Tómas Malmberg þátt
í keppninni. ■
Hvað er
margmiðlun?