Morgunblaðið - 01.03.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.03.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1996 B 7 DAGLEGT LÍF I tií.r ;■ r ■■■ Mikilvægt er að vita, áður en grip- ið er til lokúrræða eins og skurðað- gerða, að „getuleysið" sé ekki af sálrænum toga. Margar sálrænar og félagslegar ástæður geta legið því til grundvallar að limurinn stífni ekki nægjanlega í kynlífs athöfnum. Ein leið til að greina slík vandamál frá vefrænum sjúkdómum er að fylgjast með því hve oft menn fá stand í svefni og hve stífur limurinn er þá. Til er sérstakt tæki sem menn geta tengt við tippið á nóttunni, svokallað RigiScan, sem skráir hversu oft menn fá stand, hve lengi það varir og hve stífur limurinn er. Fái menn nægjanlega langvinnt og stíft stand í svefni er líklegt að vandamálið sé af —mm~"~~—^— sálrænum eða félagslegum toga og er þá eðlilegast að vísa mönnum áfram til aðila sem hafa sérhæft sig í að meðhöndla slíkt. Mörg önnur fróðleg erindi voru flutt á þessu þingi m.a. um kynlífs- vandamál fattlaðra, kynskiptiað- gerðir, kynfræðslu, eyðni og áhrif ýmissa sjúkdóma á kynlíf. En þarna var líka ýmislegt á boðstólnum sem ekki var beinlínis fræðilega framsett og sumt verkaði næsta framandlegt og annað hjákátlegt. Ef dæma má af-þessu heimsþingi þá eru ráðstefn- ur í „kynlífsfræði" afar undarleg blanda af v'ísindum og persónulegum áhugamálum þátttakendanna. Innan um hávísindalegar vel unnar rann- sóknir mátti finna fyrirlestra þar sem markmiðið var fyrst og fremst að „predika" og veija tilvist hinna ýmsu afbrigða mannlegrar kynlífs- hegðunnar. Japanskir hommar Eitt athyglisverðasta erindið sem flokka má undir „predikun" var fyr- irlestur frá félagi japanskra homma og lesbía. Japanskir hommar og lesb- íur búa nefnilega við það sérstaka vandamál að fjölmiðlar og almenn- ingur viðurkennir ekki að þau séu til. A meðan samkynhneigðir Vest- urlandabúar beijast fyrir jafnrétti snýst barátta japanskra stallsystk- ina þeirra um að sanna tilvist sína. Boðskapur fyrirlesarans hljómaði Um helmingur allra karla á aldrinum 50-80 ára sögðust vilja hafa samfarir oftar. afar einkennilega í eyrum okkar Vesturlandabúa. Japanskir hommar líta nefnilega svo á málin að eyðni- veiran hafí hjálpað þeim í baráttunni með því að þvinga ráðamenn og fjöl- miðla til að viðurkenna tilvist þeirra sem sérstaks áhættuhóps. Þeir hamra því látlaust á þessu hvar sem færi gefst. Nokkrir vestrænir homm- ar í salnum stóðu upp og vildu vara japanska stallbræður sína við þess- ari baráttuaðferð. Á Vesturlöndum, sögðu þeir, er áherslan lögð á að eyðni sé ekki „hommasjúkdómur" m.a. vegna þess að stimpillinn „homma- sjúkdómur“ er eins og vítamínsprauta fyrir gömlu „hommagrýl- _______ una“. En japönsku ” hommarnir horfðu bara á þá tómum augum og svöruðu því til að þeir vildu miklu heldur hafa grimma „hommagrýlu“ til að berjast við en að lifa ósýnilegir. „Kynlífsfræði“ skammt á veg komin á íslandi Á íslandi eru „kynlífsfræði“ mjög skammt á veg komin og fáir íslend- ingar hafa sérhæft sig í meðferð þessara vandamála. Af þeim sem fjallað hafa um kynlíf á íslandi er Jóna Ingibjörg Jónsdóttir hjúkrun- arfræðingur, að öðrum ólöstuðum, ókrýndur brautryðjandi. Brautryðj- endastarf er oft vanþakklátt og aldr- ei auðvelt og Jóna Ingibjörg á mikl- ar þakkir skildar. Vonandi verður þess ekki langt að bíða að boðið verði uppá námskeið í kynlífsfræðum innan læknadeildar og félagsvísinda- deildar Háskóla íslands. Best er þó að fara með gát og bíða þar til tryggt er að gæði menntunar standi undir nafni. Það er engu að síður þakkar- vert tímanna tákn að íslenskt áhuga- fólk um kynlífsfræði skyldi á síðasta ári ráðast í það framtak að hýsa í fyrsta sinn norrænt þing kynlífs- fræðinga á íslandi. Höfundur er sálfræðingur við Krabbameinslækningadeild Karol- inska sjúkrahússins í Stokkhólmi og leggur stund á rannsóknir á áhrifum krabbameins og krabbameinsmeð- ferðar á kynlíf. Grace Kelly, Audrey Hepbum og Jackie Kennedy fyrirmyndirnar að vor- og sumartískunni í ár ANDI þriggja látinna kvenna sveif yfir vötnum á vor- og sumartísku- sýningum í Mílanó, París og New York þetta árið ef marka má um- sagnir í ýmsum erlendum tísku- ■ tímaritum. Kvikmyndastjörnurnar Grace Kelly og Audrey Hepburn höfðu ómæld áhrif á kventískuna á sjötta áratugnum og áratug síðar varð Jackie, fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna, jafnframt fyrir- mynd kvenna víða um heim. Allar áttu sameiginlegt að vera rómaðar fyrir fegurð, glæsileika og smekk- legan klæðaburð, sem þótti dæmi- gerður fyrir kvenleika og fágun. Hér gefur að líta nokkur dæmi um áhrif, sem rekja má til þessara þriggja kvenna. Audrey Hepburn Audrey Hepburn var há, grönn og tíguleg og minnti á ballerínu. Tískuhönnuðurinn Hubert de Giv- enchy var persónulegur vinur henn- ar og átti sinn þátt í að skapa henni þá ímynd, sem fylgdi henni alla ævi. Þegar fjallað var um Givenchy í tískutímaritum fylgdu jafnan myndir af kvikmyndastjörnunni í fatnaði eftir hann. Árið 1954 lék Audrey Hepburn í kvikmyndinni Sabrina, en í henni kom leik- konan fram í kjólum eftir Givenchy. Endurgerð þessarar vin- sælu myndar á efalítið sinn þátt í áhrifum Au- drey Hepburn á vortískuna í ár. Jackie Kennedy Sem forset afrú Bandaríkj- anna þótti viðeig- andi að Jackie Kennedy klæddist fatnaði eftir bandarískan hönn- uð. Framan af hannaði Oleg Cassini föt á hana, en eftir að forsetahjónin heimsóttu Frakkland í fyrsta skipti kaus Jackie Kennedy fatn- að eftir Cour- réges, Chanel eða Givenchy. TVIHNEPPTAR dragtir voru í miklu uppáhaldi hjá Jackie Kennedy og hönnuðu Oleg Cassini, Andre Courréges og Chanel slíkar dragtir fyrir hana. Meðal nýjunga frá Ralph Lauren þetta árið er dragt sem óneitanlega minnir á dragtir, sem voru ein- kennandi fyrir forseta- frúna. Þessi þykir einkum lík einni eftir Courréges. AUDREY Hepburn í Sabrina árið 1954. Þessi glæsi legi, útsaumaði samkvæmiskjóll, sem trúlega e með frægari flíkum kvikmyndasögunnar, var |N bandaríska tískuhönnuðinum Todd Oldhar « innblástur í útsaumaðan kjól öllu smærri Grace Kelly Grace Kelly var og leit út eins og dæmigerð dóttir úr auðugri, bandarískri fjölskyldu. Hún klædd- ist dýrum og sígilduin fatnaði, en tileinkaði sér fljótlega ýmis evr- ópsk áhrif. Handtöskuna frá Hérmes skildi hún sjaldan við sig en slíkar töskur eiga nú auknum vinsældum að fagna. Kjólar henn- ar voru yfirleitt þröngir að ofan með síðum og víðum pilsum. ÞESSIR stelpulegu sumar- kjólar, sem Karl Lagerfeld hannaði fyrir Chanel, minna um margt á einn kjólinn, sem Graee Kelly klæddist í kvikmyndinni High Society.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.