Morgunblaðið - 01.03.1996, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1996 B 3
DAGLEGT LÍF
am sýndi að börn með öryggistengsl
við móður voru eftirsóttir félagar,
full lífsorku, sjálfstæð og áhugasöm,
grétu sjaidnar og misstu síður stjórn
á skapi sínu. Börn méð kvíðatengsl
á hinn bóginn voru hikandi, óákveð-
in og ómarkviss í hegðun og misstu
oftar stjórn á skapi sínu.
Nauðsynlegt að læra
tungumálið á næmiskeiðinu
Næmiskeið bama til að læra
tungumálið er frá vöggu til 4ra ára
aldurs eða á sama tíma og vitsmuna-
legir þættir þroskast mest. Talþrosk-
inn er óhemju hraður við 2 ára aldur-
inn. Það hefur komið í ljós að börn
sem eru einangruð frá öðrum fyrstu
fjögur ár ævinnar, eiga erfitt með
að læra málið og öðlast í raun ekk-
ert móðurmál.
Málfræðingar telja víst að algild
málfræðilögmál séu börnum með-
fædd og að það verði að virkja þau
á ákveðnu tímabili. Öll talandi böm
ganga í gegnum sömu þrep-
in hvar sem er í heiminum
og ef til að mynda íslenskt
barn elst upp í Kína læri
það kínversku jafnauðveld-
lega og það hefði lært ís-
lenskuna.
Það hefur meira að segja
uppgötvast að böm gera
sömu málvillurnar hvert sem
málumhverfið er og leiðrétt-
ingar fullorðinna á þeim em
tilgangslausar. Segja má að
böm séu forrituð til að
skynja mun á hljóðum. Sér-
hæfðar máltaugafrumur
greina til að mynda muninn
á órödduðu p og rödduðu
b. Að þessu leytinu til er
tungumálið líffræðilegt.
í hjali barna grelnast öll
málhljóð
Máltaka barna hefst með hjali,
en í því má greina fleiri hljóð en
koma fyrir í móðurmálinu. 4-6 mán-
aða mynda þau atkvæði: „ba ba“
og „ma ma“. 10. mánaða koma sam-
hljóðar og sérhljóðar í einu orði:
„Pam“. Og loks við eins árs aldurinn
koma heil orð. Þá heyrast fyrstu
órödduðu lokhljóðin. Þau geta sagt
„pabbi, mamrna."
Máltaka barna er reglubundin og
hún verður að eiga sér stað á þessum
árum. Það er eins og heili þeirra sé
afar næmur fyrir að nema málhljóð
og til að mynda 5 ára börn fara létt
með að læra sitt annað mál á nokkr-
GEÐTENGSL verða börn að
mynda við uppalanda sinn á
fyrstu 18 mánuðunum.
Erlend rannsókn ó leik-
skólabörnum sýndi að börn
með öryggistengsl við móð-
ur voru eftirsóttir félagar,
full lífsorku, sjólfstæð og
óhugasöm, grétu sjaldnar
og misstu síður stjórn ó
skapi sínu.
um mánuðum, sem tæki foreldra
þeirra mörg erfið ár.
Tveggja ára tala börn í tveggjá
til þriggja orða setningum, eins kon-
ar símskeytastíl, þriggja ára segja
þau setningar í málfræðilegu formi
og fjögurra ára tala þau líkt og full-
orðnir.
Undraheimur heilans
Heilinn er ef til vill mest spenn-
andi rannsóknarefni mannsins: Heil-
inn í honum sjálfum. Og rannsóknar-
efnin þar eru óþijótandi. Hann starf-
ar sem ein heild en samanstendur
af tveimur sambærilegum heilahvel-
um sem hafa nokkuð skýra verka-
skiptingu á milli sín. Málstöðvarnar
eru til að mynda í vinstra heilahvel-
inu. Rannsóknir á máli og tilfinning-
um hafa sýnt svo ekki verðum um
villst að það skiptir öllu máli á hvaða
tímaskeiði örvunin verður að vera.
Og nú vakna fleiri spurningar: Hve-
nær er best að læra félagsmótun,
reikning eða tónlist? Eða með öðrum
orðum, hvenær eru áhrif tiltekinna
umhverfisþátta í hámarki til að
nema ákveðna hluti?.
Félagsmótun á sér stað á aldrin-
um 3 til 6 ára. Það er tíminn sem
börn þurfa að kynnast öðrum fyrir
utan fjölskylduna, eignast vini og
læra að eiga sómasamleg samskipti
___ við aðra sem bundin
eru reglum, eins og
þeim sem fylgja því
að vera í skóla.
Næmi fyrir tönllst
og relknlngl
í nýlegu hefti af
Newsweek er vitnað í
nýjar rannsóknir um
næmiskeið heila-
fruma barna til að
læra tónlist og reikn-
ing. Þar kemur fram
að reikningsgáfuna sé
gott að örva sérstak-
lega til 4 ára aldurs
og æskilegt að vekja
áhuga þeirra á ýmiss
Morgunblaðið/Ásdís
konar talnaleikjum.
Næmiskeið til að örva tóniistar-
gáfuna er hinsvegar frá þriggja til
tíu ára. Ef barn lærir ekki á neitt
hljóðfæri á þessu tímabili verður því
námið mjög erfítt síðar og barnið
aldrei fímt. Skynsamiegt er að
syngja fyrir barnið og láta það
skynja hrynjanda. Áhuga barnsins
má svo gleðja með því að iáta það
læra á hljóðfæri.
Hugsanlega verða í framtíðinni
greind æ fleiri næmiskeið barna til
að læra tiltekna hluti. Hægt verður
að segja til um hvar í heila örvunar-
svæðið er og hvenær taugafrumurn-
ar eru næmastar. ■
Gunnar Hersveinn
A face is like a wo'k of art.
It deseiYes a great fi'ame
U'wgrn'i'i Enlwd nliijon fnemf. for íKngbw*«KÍ jnrríitj/ior: ojTrwcar
l.a.tiyeworhs
AUGLYSINGAHERFERÐIN
Andlit er eins og listaverk, sem
á stórkostlega umgjörð skilið
hefur vakið mikla athygli, enda
hafa stórstjörnur á borð við Ninu
Hagen, Andy Warhol, Mickey
Rourke og fleiri léð fyrirtækinu
andlit sitt.
.
■ ■■
og listaverk, sem á stórkostlega
umgjörð skilið hefur vakið mikla
athygli, enda hafa stórstjörnur á
borð við Andy Warhol, Arnold
Schwarzenegger, Sharon Stone og
RuPaul setið fyrir á auglýsingun-
um, sem birst hafa í mörgum út-
breiddustu tímaritum heims.
Hluta af hagnaði L.A. Eyework
er varið til góðgerðarstarfsemi,
skólastyrkja og ýmissa lista- og
bókmenntastofnana. Gherardi og
McReynolds hafa um árabil styrkt
rekstur Aileen Getty hússins, sem
samnefndur listamaður setti á lagg-
irnar fyrir konur með alnæmi. Aile-
en Getty, fyrrverandi tengdadóttir
Elizabeth Taylor og barnabarn olíu-
milljarðamæringsins J. Paul Getty,
er sjálf með alnæmi og hefur undan-
farin ár helgað sig baráttunni fyrir
bættum aðbúnaði alnæmissjúkl-
inga.
Trúlega eiga Gherardi og
McReynolds stóran þátt í að marg-
ir líta nú á gleraugu sem ómissandi
fylgihlut með tískufötunum; fylgi-
hlut sem undirstrikar persónuleik-
ann og skapar manneskjunni það
yfirbragð sem hún sjálf kýs og gild-
ir þá einu hvort sjóngler eða venju-
legt rúðugler er í umgjörðunum.
B-SUPER
Öflugra B-Vítamín
B-Súper inniheldur 11 náttúruleg B-vítamín í
hámarksstyrkleika. Þau eru mikilvæg fyrir
efnaskipti líkamans, heilbrigða starfsemi margra
líffæra, tauganna og húðarinnar. Einnig nauðsynleg
fyrir heilbrigðan hárvöxt og til blóðmyndunar.
B-Súper er sterk blanda allra B-vítamína
Fæst í heilsubúðum, apótekum
og heilsuhillum matvörubúða
Éh.
lEÍIsuhúsið
Kringlunni & SkólavörÍustig
GULI MIÐINN TRYGGIR GÆÐIN!
PARKÉTSLÍPÚN
Sigurðar Ólafssonar
Við gerum gömlu
gólfin sem ný
Sími: 564 3500 - 852 5070