Morgunblaðið - 01.03.1996, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 01.03.1996, Qupperneq 6
6 B FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ _L DAGLEGT LIF AF TOLFTA HEIMSÞINGI KYNLÍFSFRÆÐINGA í JAPAN Mun meira líf í svefnherbergjum afa og ömmu en margt yngra fólk heldur Sænskrannsókn á kynlífí sænskra karla 50-80 ára og rannsókn japansks prófessors í þvagfæralækningum á kynlífí aldraðra í Japan eru samhljóða um að aldraðir lifí fjör- ugra kynlífí en margur hyggur, þótt mikill + _____ munur sé á milli einstaklinga. Asgeir R. Helgason sálfræðingur var á tólfta heims- þingi kynlífsfí,æðinga í Yokohama í Japan seinni hluta síðasta árs og kynnti þar niður- stöður sænsku rannsóknarinnar, sem krabbameinslækningadeildKarolinska sjúkrahússins lét gera. MARKMIÐIÐ með þessari rannsókn var að út- vega grundvallar upp- lýsingar um hversu al- gengt og mikilvægt kynlíf er fyrir karlmenn á þessum aldri svo hægt sé að átta sig betur á tíðni þeirra aukaverkana meðferðar blöðruháls- kirtilskrabbameins sem tengjast kynlífínu. Krabbamein í blöðruhál- skirtli er algengasta krabbameinið meðal sænskra karla líkt og ís- lenskra. Til þess að hægt sé að fullyrða eitthvað um hve algengt það sé að ákveðnir kvillar séu aukaverkanir tiltekinna meðferða er afar mikil- vægt að gera sér fyrst sem gleggsta grein fyrir því hversu útbreidd ein- kennin eru meðal þeirra sem ekki hafa gengið í gegnum viðkomandi meðferð. Þar eru vandamál tengd kynlífi engin undantekning. Ástæðuna fyrir auknum áhuga á að kortleggja aukaverkanir blöðru- hálskirtils-krabbameinsmeðferðar má rekja til þess að engum hefur enn tekist að sýna fram á að með- ferðin hafi afgerandi áhrif á lífslengd sjúklinganna ef meinið er staðbund- ið. Það kemur m.a. til af því að meðalaldur þeirra sem greinast með meinið er nokkuð hár, um 70 ár, og eins vex meinið oft mjög hægt. Þannig benda vissar rannsóknarnið- urstöður til þess að allt að 80% sjúkl- inga sem greinast með staðbundið blöðruhálskirtilskrabbamein séu á lífi 10 árum eftir greiningu, án með- ferðar. Margt bendir til þess að meðferð- in hafi ýmsar auka- verkanir í för með sér. Helstu aukaverkanirn- ar eru minnkandi kyn- geta en einnig ber nokkuð á vandamálum við þvaglát og hægðir. Það færist því sífellt í aukana að meðhöndla ekki staðbundið blöðru- hálskirtilskrabbamein sérstaklega ef sjúkl- ingnum er umhugað um að halda kyngetu sinni. Með þetta að leið- arljósi og glænýjar upplýsingar um kynlíf eldri Syía í farteskinu brá undirritaður lofti und- ir væng og tók stefnuna á Japan. Kynlífsfræði Kynlíf sem „fræðigrein" er stutt á veg komin og margir þátttakend- anna virtust vera í eins konar tilvist- arkreppu. Spurningar eins og þær hvort „kynlífsfræði" ætti rétt á sér sem sérstök fræðigrein, eða hvort viðfangsefnið gæti eins rúmast inn- an vébanda annarra fræða, voru ekki óalgengt umtalsefni í kaffipás- um. í flestum löndum er kynlífsfræði kennd í námskeiðaformi. Það eru helst læknar, sálfræðingar, félags- ráðgjafar og hjúkrunarfræðingar sem sækja slík námskeið. Að nám- skeiðinu loknu halda menn áfram að sinna fyrri störfum þar sem kyn- lífsvandamál eru aðeins einn hluti af víðara starfssviði. Annarsstaðar er kynlífsfræði kennd sem sérnám og í Tékkneska lýðveldinu hefur kynlífsfræði verið sérgrein innan læknisfræðinnar í áratugi. Kynlíf aldraðra Þar eð rannsóknir þær sem undir- ritaður var kominn til að kynna fjöll- uðu um kynlíf aldraðra beindist áhuginn fyrst að fyrirlestrum sem tóku þetta efni fyrir. Fáar rannsóknir hafa fram til þessa verið gerðar á tíðni og mikil- vægi kynlífs aldr- aðra. Flestar rann- sóknir sem þó hafa verið gerðar hafa beinst að takmörkuð- um hópum eða sjálf- boðaliðum, en slíkar athuganir segja lítið til um ástand mála í þjóðfélaginu í heild. Á þessu þingi voru kynntar tvær rann- sóknir á kynlífi aldr- aðra sem byggðu á tilviljunarkenndu úr- taki og geta því gefíð nokkuð glögga mynd af því hvemig þessum málum er almennt háttað. Auk sænsku rannsóknarinnar sem undirritaður kynnti var japanskur pófessor í þvagfæralækningum með erindi um rannsókn sem hann og samstarfsmenn hans höfðu gert á kynlífi aldraðra Japana. Niðurstöður beggja rannsóknanna voru nokkuð samhljóma. Mun meira líf er í svefn- herbergjum afa og ömmu en margt yngra fólk heldur en mikill munur er á milli einstaklinga. í sænsku rannsókninni höfðu einn af hvetjum þrem körlum á aldrinum 70-80 ára samfarir a.m.k. einu sinni í mánuði á meðan jafnstór hópur hafði ekki haft samfarir í eitt ár eða lengur. Um helmingur allra karla á aldrinum 50-80 ára sögðust vilja hafa samfar- ir oftar. Margir virtust bæta sér þetta upp með sjálfsfróun því mun fleirri sögð- ust fá fullnægingu einu sinni í mán- uði eða oftar en þeir sem höfðu sam- farir svo oft. Rannsóknimar beind- ust að blöðruhálskirtilskrabbameini og því hafði ekki farið fram sam- bærileg athugun á kynlífí kvenna. Hinsvegar stendur til að fara af stað með sambærilega rannsókn á kynlífi sænskra kvenna á þessum aldri og er undirbúningur þegar hafínn. Einnig er vert að geta þess að haf- inn er undirbúningur slíkra rann- sókna á íslandi. Fullnægíngarvandamál Á þingum eins og þessu eru marg- ir fyrilestrar í gangi samtímis og því ógerningur að hlusta á nema lít- ið brot af því sem uppá er boðið. Af þeim fyrirlestrum sem undirrit- aður gaf sér tíma til að sækja voru erindi um fullnægingarvandamál kvenna og karla og vandamál tengd limstífni karla. Algengasta fullnægingarvanda- mál karla er of brátt sáðlát. Ýmsar aðferðir hafa verið þróaðar til að glíma við þennan vanda. Ein aðferð- in byggir á því að bijóta upp samfar- imar áður en fullnægingu er náð og klemma fremsta hluta tippisins milli þumalfingurs og löngutangar. Þannig má stoppa sáðlát. Önnur aðferð sem oft gefur góðan árangur er að bera staðdeyfiefni á tippið fyr- ir samfarir. Flestir sem líða af of bráðu sáðláti hafa mjög næmt sner- tiskyn í tippinu. Staðdeyfiefnið bælir snertiskynið og tefur fyrir sáðláti. Gallinn við þessa aðferð er að kyn- lífsnautnin minkar. Á þinginu kynntu Asíumenn nýtt efni sem er í þróun og þeir kalla SS-krem. Kremið er að sögn blanda af nokkrum ólíkum jurtum og fyrstu rannsóknir á efninu virðast lofa góðu. Að sögn þeirra sem kynntu lyfíð hefur það svipaða virkni og fyrri staðdeyfiefni án þess að taka burtu nautnina. Innihaldið er ennþá leyndarmál og einhver bið mun vera á því að það komi á almennan mark- að. Franskur læknir kynnti að lokum rannsókir sínar á notkun lyfja sem sprautað er inn í tippið á einfaldan og yfírleitt sársaukalausann hátt. Þessi lyfjameðferð sem fyrst og fremst hefur verið notuð til að hjálpa mönnum sem þjást af „getuleysi", hefur að hans sögn reynst vel til að hjálpa þeim sem þjást af of bráðu sáðláti. Á meðan helstu fullnægingar- vandamál karla einkennast af því að þeir fá fulinægingu of fljótt, er eitt algengasta vandamál kvenna að eiga erfitt með að fá fullnægingu. Umræður um þetta efni skiptust í tvö horn á þinginu. Annarsvegar voru þeir sem töldu sig meðhöndla þessi vandamál með góðum árangri með ýmiss konar kynlífsæfíngum, aðallega með því að kenna konum sjálfsfróunartækni m.a. notkun hjálpartækja á borð við titrara. Hinsvegar voru þeir sem litu á vandann fyrst og fremst sem djúp- stæðan sálfræðilegan ótta við að gefa sig á vald annarri manneskju og missa sjálfstjórn og vildu með- höndla konurnar með samtalsmeð- ferð sem gat tekið nokkra mánuði uppí nokkur ár allt eftir eðli máls- ins. Flestir voru þó á því að blanda þessarra tveggja nálgana væri besta aðferðin til að meðhöndla konur sem eiga erfítt með að ná fullnægingu. „Getuleysi“ Engum að óvörum voru margir fyrirlestrar um vandamál tengd lim- stífni og þar sem rannsóknir undir- ritaðs beinast mjög að þessum þætti kynlífsvandamálanna varð ekki hjá því komist að hlusta vandlega á það nýjasta sem menn höfðu fram að færa á þessum vettvangi. Flestir sem fást við þessi vanda- mál eru sammála um að hugtakið „getuleysi" sé afar loðið og margir vilja sniðganga það með öllu eða a.m.k. skilgreina betur hvað átt er við. í sænsku kynlífsrannsókninni voru karlar skilgreindir „getulausir" (impotent) ef limur þeirra var sjaldn- ast nægjanlega stífur til að þeir gætu haft samfarir. Mikilvægt er að gera greinarmun á „getuleysi“ af sálrænum og vefrænum toga. Léleg limstífni af vefrænum toga á sér ýmsar orsakir. Nokkrar þær al- gengustu eru skortur á hormóninu testosteron, skert blóðflæði fram í liminn, lekar æðar í tippinu og taug- askaði. í dag er hægt að meðhöndla flest- ar tegundir vefræns getuleysis með hormónum eða sprautum sem auka blóðflæði fram í tippið eða með ein- földum aðferðum eins og loftdælu sem dregur blóðið fram í liminn og gúmíhring sem komið er fyrir við limrótina og kemur í veg fyrir að blóðið renni úr tippinu. í vissum til- vikum m.a. þegar æðarnar í tippinu leka er þó oft eina ráðið að koma fyrir sílikon hólkum af ýmsum gerð- um í limnum. Á íslandi eins og víð- ast annarstaðar eru það þvagfæra- sérfræðingar sem sjá um lækn- isfræðilega meðferð á „getuleysi“ af vefrænum toga. AF YMSUM SKRINGILEGHEITUM MARGIR fyrirlestrarnir komu óhörðnuðum Islendingnum spánskt fyrir sjónir. Þarna var m.a. norsk kona sem starfrækir „skóla“ i Ameríku þar sem hún kennir fólki ýmiss konar kyn- lífsæfingar ætlaðar þeim sem áhuga hafa á því að leika þræla og húsbændur í kynlífsleikjum sínum. Fyrirlesturinn bar það lærða nafn; „Multicultural perspective of sexual domin- ance and submission" (megi nú hver og einn reyna að þýða þessi ósköp eftir bestu getu). Fyrirlesturinn var sjálfsagt ágætis auglýsing fyrir skólann en hafði afar litla fræðilega þýðingu, Af öðrum skringilegheitum má nefna veggspjald (poster) þar sem höfundar viðruðu áhyggjur sínar vegna síaukinnar samfaratíðni jap- anskra Búdda-munka. Þar var m.a. upplýst að einhver æðsti prestur hefði haft samfarir við þúsundir vændiskvenna á 70 ára lífsferli sín- um. Það var einnig mjög framandlegt að hlusta á indverska lækna tala um hugleiðslu og leikfimi byggða á jóga-heimspeki sem átti að vera allra kynlífsmeina bót. Einn af hverjum þrem körlum á aldrinum 70-80 ára höfðu samfarir a.m.k. einu sinni í mánuði á meðan jafnstór hópur hafði ekki haft samfarir í eitt ár eða lengur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.