Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 2
2 D LAUGARDAGUR 2. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Gæti varia betra verið Geir Sveinsson, landsliðsfyrirliði íslendinga í handknattleik, leiknr í vetur með Frakklands- meisturunum í Montpellier, sem er 250.000 manna borg skammt frá Miðjarðarhafsströnd- inni. Karl Pétur Jónsson heimsótti Geir og fjölskyldu hans og átti við þau spjall undir heiðum febrúarhimni Suður-Frakklands. Geir Sveinsson og Guðrún Helga Arnarsdóttir búa ásamt syni sínum, Arnari Sveini, í rúmgóðu raðhúsi í Clapiers, litlum og sólbök- uðum svefnbæ rétt utan við Mont- pellier. Er blaðamann bar að garði rétt fyrir hádegi sóluðu mæðginin, Guðrún og Arnar Sveinn, sig saman úti á veröndinni, Guðrún með Moggann en krónprinsinn, fjögurra ára, málaði vatnslitamynd af ógn- vænlegu sjóræningjaskipi. Sólin þurrkaði vatnslitina um leið og þeir voru komnir á blaðið og hitastigið minnti Frónbúana á allt annað en febrúarbyrjun. „Það væri hreinlega dónaskapur að kvarta undan atlætinu hér. Fé- lagið sá um allt umstang fyrir okk- ur, flutti búslóðina okkar hingað, fann fyrir okkur hús, leggur okkur til bíl og málakennslu og sér að auki um allt sem varðar landvistar- leyfi, sjúkratryggingar og þess háttar," segir Geir, aðspurður um hvernig gangi að aðlagast frönsku líferni. „Hins vegar ætlar franskan að reynast okkur þyngri í skauti en spænskan á sínum tíma, enda er franska mun erfiðara tungumál en spænska. Ég var tiltölulega fljótur að ná samtalshæfni í spænsku, enda er hún öll meira og minna borin fram eins og hún er skrifuð, en í frönsku fer maður út og suður í framburðinum, yfirleitt í allt aðra átt en manni virðist af því hvernig orð eru skrifuð. Ég var hins vegar enga stund að ná handboltafrönsk- unni, hún kom öll á fyrstu æfingun- um.“ Hvernig gengur dæmigerður dagur fyrir sig hjá fjölskyldunni? „Við vöknum um níu og æfing byijar klukkan tíu. í hádeginu hitt- umst við hér heima og borðum stærstu máltíð dagsins. Klukkan tvö fer drengurinn í leikskóla og við fáum heim til okkar frönsku- kennara. Sum kvöld eru æfingar hjá mér, en flestum kvöldum eyðir fjölskyldan saman hér heima. Við förum ekki mikið út, það eru ekki jafn margar barnapíur hérna og heima, engin systkin, ömmur eða afar. Við vorum reyndar með heim- ilishjálp fyrir jól en ákváðum að setja strákinn í heilsdagsskóla eftir áramót. Hann var hins vegar ekk- ert sérlega ánægður þar svo við ákváðum að hafa hann hálfan dag- inn. Það er líka mjög mikils virði að eiga tíma með stráknum hér heima.“ Valur yröi í fremstu röð Er meira æft hér en t.d. hjá Valsliðinu? „Það er æft helmingi meira hérna en heima. Ég hef reyndar sjaldan æft jafn mikið og hér, átta til níu sinnum í viku. Þjálfarinn lætur okk- ur jafnvel æfa að morgpi leikdags fimm tímum fyrir leik! Ég reiknaði það saman um daginn hve mikið af tíma mínum fer í handbolta og það er nálægt fjörutíu tímum á viku hverri með ferðum. Ef íslendingar ætla að komast framar í alþjóðleg- um handbolta þarf að æfa mun meira. Þó ekki endilega liðin, heldur einstaklingar hver fyrir sig. Það er lágmarkskrafa til allra landsliðs- manna að þeir æfi meira en 4-5 sinnum í viku. Sá leikmaður sem ætlar sér eitthvað í íþróttinni, með landsliðinu eða í atvinnumennsku, verður. að æfa allt að 7-8 sinnum í viku. Þetta skilar sér meðal ann- ars í því að menn hér eru „teknísk- ari“. Handboltinn heima er að mörgu leyti .ekkert síðri og menn leggja sig alla í leikinn ólíkt því sem hér gerist. Ef Valsliðið fengi þá aðstöðu, tíma og þann pening sem hér er, léki enginn vafi á því að lið- ið yrði meðai þeirra fremstu í Evr- ópu. Valsmenn hafa það umfram þessa frönsku leiknienn að leggja sig alltaf alla fram og þar er efnivið- urinn einnig meiri.“ Vantar sigurhefðina Eftir sigurinn í deildarkeppninni síðasta vetur var mikill hugur í Montpelliermönnum og voru bundn- ar nokkrar vonir við að liðið myndi vetja titilinn sem nú er fremur ólík- legt að takist. Gengi liðsins í vetur hefur valdið nokkrum vonbrigðum, þrátt fyrir að liðið sitji í þriðja sæti deildarinnar. Ekki ætti að vanta mannskap; í liðinu eru þrír úr heimsmeistaraliði Frakka og þrír til viðbótar sem verið hafa viðloð- andi landsliðið. Hvað veldur því að ekki hefur gengið betur í vetur? „Við höfum ekki náð því besta út úr liðinu. Við gerðum okkur von- ir um að verja titilinn, en nú er útséð með það. Við höfðum vænt- ingar um að ná lengra í Evrópu- keppninni. Það voru því mikil von- brigði að falla út í 16 liða úrslitum, ekki síst fyrir klúbbinn, sem hafði bundið miklar fjárhagslegar vonir við keppnina. Ástæður slæms geng- is eru fyrst og fremst blóðtaka vegna meiðsla og annarra mála en allt upp í átta leikmenn af sautján manna hópi hafa verið fjarverandi í einu. Þetta er líka mjög ungur klúbbur og hér vantar alla sigur- hefð. Lið heima eins og Valur, Vík- ingur og FH kunna að taka vel- gengninni. Löng hefð er fyrir því að vinna alla titla og taka afleiðing- unum. Menn hér, sérstaklega marg- ir leikmenn, áttuðu sig ekki á því að hjá meisturum verður allt miklu erfiðara en veturinn áður. Það koma helmingi fleiri áhorfendur á alla leiki, bæði heima og úti, allir vilja sjá þá bestu. Andstæðingurinn leggur sig líka miklu meira fram, því ekkert er jafn sætt og að vinna meistarana.“ Þrír leikmenn Montpellier hafa þegar þetta er ritað ekki leikið með frá því í desember. Einn liðsmanna greindist í lyfjaprófi með kannabis- efni í blóðinu og á fundi með leik- mönnum gáfu tveir hassreykinga- menn sig fram og hafa verið utan vallar síðan. „Lengi hefur verið vit- að að neysla kannabisefna er nokk- uð mikil í íþróttum í Frakklandi og þrátt fyrir að hún sé samkvæmt reglum bönnuð hefur hún fram að þessu verið látin liggja á milli hluta. Ég veit að margir leikmenn, þar á meðal landsliðsmenn, hafa reykt hass svo árum skiptir. Hingað til hefur ekki verið sagt neítt við þessu. í lyíjaprófum hefur aðallega verið leitað efna sem talið er að geti hjálp- að mönnum i íþróttinni. Svo hefur verið ákveðið að taka harðar á þess- ari neyslu, sem er hið besta mál.“ Annað hugarfar Svo virðist sem hugarfar íþrótta- manna í Frakklandi til vímuefna- neyslu og skemmtana sé ólíkt við_- horfi íslenskra íþróttamanna. „Á meðan á HM 95 stóð var mikið talað um að franska liðið væri dug- legt að skemmta sér, færi jafnvel út á lífið kvöldin fyrir leiki. Ég varð ekkert var við það sjálfur og trúði þessu varla. Ég áttaði mig á því hingað^ kominn að þetta var al- veg satt. Á keppnisferðum eiga fé- lagar mínir það til að fara á skemmtistaði kvöldið fyrir leik og skreiðast inn á hótel síðla nætur, sem er að mínu viti ekki vænlegt til árangurs.“ Að lokum segir Geir um skemmtanir og handknattleiks- menn: „Frakkarnir voru mjög ánægðir með flest sem gerðist á Islandi. I hvert sinn sem minnst er á snjó og kulda tala þeir um Akur- eyri sem þeim fannst lítill og kaldur bær. Þeir minnast hins vegar Kaffi Reykjavíkur með hlýhug, fannst fjörið vera mikið þar. Mér heyrist á þeim að þeir eigi mjög ljúfar minn- ingar frá Islandi, umfram heims- meistaratitilinn!" Nú eru liðnir nfu mánuðir frá Morgunblaðið/Karl Pétur Jónsson Bundinn Montpellier ítvö ár Þýskaland heillar GEIR er samningsbundinn Montpellier í tvö ár en að loknum þeim tíma getur hann vel hugsað sér að flytjast örlítið norðar í Evrópu, til Þýskalands. ,,Ég neita því ekki að ég hefði vilja lenda í örlítið sterkari deild. Ég held að þýskur handbolti gæti átt vel við mig, þar er varnarleikurinn í hávegum hafður og hann er minn helsti styrk- ur. Kannski endar maður þar, ef maður endar þá einhvers staðar í frekari atvinnumennsku,“ sagði Geir Sveinsson, sem á myndinni er í miðborg Montpellier. Geir Sveinsson og fjölskylda á faraldsfæti frá 1989

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.