Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.03.1996, Blaðsíða 4
SKIÐI fom KORFUKNATTLEIKUR / NBA Street heimsbik- armeistari íbruni BLAK Dallas setti nýtt NBA-met — 18 þriggja stiga körfur í einum leik Olajuwon fór yfir 40 stigin MEISTARAR Houston, með Hakeem Olajuwon í broddi fylking- ar, sigruðu Philadelphiu 109:95 íNBA-deiidinni ífyrrinótt. Olajuw- on tók 11 f ráköst og gerði 42 stig, þar af 10 í fjórða leikhluta. Þetta var í 26. sinn sem hann fer yfir 40 stig í leik, sem er met hjá félaginu, en það fyrra átti Elvin Hayes. I viðureign gegn Denver setti Dallas NBA-met í þriggja stiga körfum í einum leik. Lið frá Austfjörðum í fyrsta sinn í úrslKum í DAG fara fram bikarúrslita- leikirnir í blaki karla og kvenna. Leikirnir verða báðir í íþrótta- húsinu Austurbergi í Breið- holti. HK og Þróttur Reykjavík leika í karlaflokki og hefst leik- urinn kl. 13.30. í kvennaflokki mætast Þróttur frá Neskaup- stað og ÍS kl. 16.30. Þess má geta að lið frá Austfjörðum hefur aldrei áður leikið í bikar- úrslitum. Lið HK er bæði íslands- og bikar- meistari en hefur átt nokkuð misjöfnu gengi að fagna í vetur. HK hefur tvívegis orðið bikarmeist- ari á síðustu sex árum og leikið til úrslita 1991, 1993, 1994 og 1995 er liðið vann ÍS 3:1. Lið Þróttar hefur verið nær óstöðvandi í vetur og er nánast búið að tryggja sér deildarmeistara- titilinn í ár. Sigurganga Þróttar í íslensku blaki er ekkert nýmæli en félagið hefur unnið 10 bikartitla frá upphafi og síðast 1994 þegar félag- ið vann HK í fimm hrinu leik. Þróttur frá Neskaupstað leikur í íyrsta sinn til úrslita í bikarkeppni kvenna í blaki í dag og er þetta jafn- framt í fyrsta sinn sem lið frá Aust- fjörðum nær svo langt. Stúlkumar frá Neskaupstað mæta ÍS í íþrótta- húsinu í Austurbergi í Reykjavík og hefst úrslitaleikurinn kl. 16.30. Þegar sagan er skoðuð þá hefur IS vinninginn en félagið hefur sjö sinnum orðið bikarmeistari frá upp- hafi og hefur einungis tapað tveim- ur bikarúrslitaleikjum, síðast í fyrra gegn Víkingi í hörkuleik sem end- aði 3:2. Stúdínur hafa jafnframt á síðustu árum látið mikið að sér kveða. ÍS hefur sex sinnum orðið íslandsmeistari í blaki og saga bik- arkeppninnar hefur á síðustu árum yerið barátta á milli Víkings og IS. í ár gerðu Stúdínur sér lítið fyrir og skelltu Islandsmeistumm HK 3:1 í undanúrslitum. Þróttarstúlkur hafa á síðustu ámm verið á mikilli uppleið og kröftugt uppbyggingarstarf í blak- inu er greinilega að skila sér. í liði Þróttar er Dagbjört Víglundsdóttir sem er gríðarlega öflug en hún lék bæði með U-18 ára landsliði Islands og A-landsliðinu á smáþjóðaleikun- um í Lúxemborg 1995. Ricky Pierce skoraði 11 af 17 stigum sínum í fjórða leikhluta fyr- ir Indiana Pacers sem vann Golden State 94:85 og var þetta fimmti sigurleikur liðsins í röð. Mark Jack- son var með 18 stig, Antonio Davis 17 og þeir Rik Smits og Derrick McKey 13 hvor fyrir Indiana. Reggie Miller var aðeins með 12 stig enda í strangri gæslu. Los Angeles Clippers vann góðan sigur á Sacramento, 122:110. Loy Vaught var með 23 stig og Terry Dehere 19 stig fyrir Clippers. John Crotty og Dan Majerle komu inn fyrir Terrell Brandon og Bobby Phills, sem eru meiddir, og gerðu samtals 35 stig er Cleveland vann Milwaukee 95:86. Shaquille O’Neal setti niður 33 stig fyrir Orlando sem sigraði New Jersey 114:98 á útivelli. Dennis Scott kom næstur með 30 stig og Penny Hardaway gerði 19 stig. Þetta var áttundi sigur liðsins í níu leikjum. Chris Childs var stigahæst- ur í liði heimamanna með 25 stig og Shawn Bradley kom næstur með 23 stig. Chuck Person var í miklu stuði í fyrsta leikhluta og gerði þá 19 stig er San Antonio sigraði Toronto 120:95. Vinny Del Negro var með 24 stig, David Robinson var með 21 og Sean Elliott 14 stig. Reuter PENNY Hardaway gerlr hér tllraun tll að verja skot Khalld Reeves f lelk Orlando og New Jersey. Orlando hafðl betur og sigraðí með 16 stlga mun. Jim Jackson gerði 21 af 30 stig- um sínum í fyrri hálfleik fyrir Dallas sem vann Denver 137:120. Dallas gerði 81 stig í fyrri hálfleik og setti NBA-met í þriggja stiga körfum, 18 talsins, þar af 12 í fyrri hálfleik. Fyrra metið átti Golden State, 17 þriggja stiga körfur gegn Minnesota 12. apríl í fyrra. UM HELGINA Handknattleikur Laugardagur: 2. deild karla: Fjölnishús: Fjölnir - Þór Ak......18.15 Sunnudagur: 1. deild karla: Seltj.nes: KR-ÍBV.................kl. 20 Selfoss: Selfoss - Haukar.........kl. 20 Seljaskóli: ÍR-Stjaman............kl. 20 KA-heimili: KA-Víkingur...........kl. 20 Kaplakriki: FH-Grótta.............kl. 20 Vaisheimili: Valur-UMFA...........kl. 20 Körfuknattleikur Laugardagur: 1. deild karla: Egilsstaðir: Höttur - Reynir......kl. 14 Hagaskóli: ÍS-KFÍ..............kl. 16.30 Selfoss: Selfoss - Snæfell.....kl. 16.00 Sunnudagiir: l. deild karla: Austurberg: Leiknir-ÞórÞ..........kl. 20 Skvass Norðurlandamótið í skvassi verður fram- haldið í Veggsporti í dag. Úrslitaleikir hefl- ast kl. 13.00. Þolfimi fslandsmótið í þolfimi fer fram í Laugardals- höll á morgun, sunnudag, kl. 20.00. Heims- meistari kvenna, Carmen Valderas frá Spáni, verður sérstakur gestur mótsins. Hún verður með þolfimitíma fyrir almenn- ing kl. 13.30 í dag í Laugardalshöll, þar sem hún kennir það nýjasta í þolfími. Blak Bikarúrslitaleikir karla og kvenna verða í íþróttahúsinu Austurbergi í dag. f karla- flokki leika Þróttur R. og HK og hefst leik- urinn kl. 13.30. Þróttur frá Neskaupstað og ÍS eigast við í kvennaflokki kl. 16.30. Skíði Bikarmót SKÍ i stórsvigi 15 ára og eldri fer fram á Seljalandsdal við ísafjörð í dag og á morgun. fslandsgangan, fyrsti hluti af sex, fer fram á Hólmavík um helgina. Stórsvigsmót ÍR í flokki 13-14 ára verður í Hamragili í dag, laugardag, og hefst kl. 10.45 Sund Unglingamót KR verður í Sundhöll Reykja- víkur um helgina. Keppnin hefst kl. 09.30 í dag og verður framhaldið á sama tima á morgun. 550 keppendur eru skráðir til þátt- töku. Frjálsíþróttir Öldungameistaramót íslands í frjálsíþrótt- um innanhúss verður í Baldurshaga og Laugardalshöll um helgina. Glfma Grunnskólamót fslands í giímu fer fram í íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi í dag og hefst kl. 14.00. Meistaramót íslands fer fram á sama stað á morgun, sunnudag, og hefst kl. 10. Gert er ráð fyrir að keppni í eldri flokkum hefjist kl. 13.00 Picabo Street, indíánastúlkan bandaríska, tryggði sér í gær heimsbikartitilinn í bruni kvenna annað ári í röð með því að hafna í öðru sæti í bruni í Narvik í Nor- egi. Varvara Zelenskaya frá Rúss- landi sigraði og var þetta fyrsti heimsbikarsigur hennar. Heidi Zurbriggen frá Sviss varð þriðja. Farnar voru tvær umferðir í brun- inu í gær eins og daginn áður. „Ég vann heimsbikartitilinn og hún sigraði í keppninni í dag. Þetta er dásamlegur dagur fyrir mig,“ sagði Street. „Árangur minn í vet- ur er líkastur draumi." Hún varð nýlega heimsmeistari í bruni og í fyrra varð hún fyrst bandarískra kvenna til að vinna heimsbikartitil- inn í bruni og nú hefur hún náð að verja þann titil. Street, sem er 25 ára, hefur haft mikla yfirburði í bruninu í vetur. Hún hefur sigrað þrisvar sinnum í átta mótum, þrisvar sinn- um hafnað í öðru sæti og einu sinni í þriðja. Hún hefur því komist á verðlaunapall í öllum brunmótun- um nema einu og segir það allt um yfirburði hennar. ÚRSLIT Knattspyrna Þýskaland Werder Bremen - Uerdingen......1:0 (Basler 45.). 23.900. Frakkland Mónakó - Nantes................4:1 (Anderson 15., 25., Thuram 60., Scifo 68. vsp.) - (Japhet N’Doram 62.). 5.000. Lyon - Bordeaux................1:0 (Florian Maurice 9.). 10.000. ■PSG er í efsta sæti með 54 stig en Món- akó kemur næst með 50 stig. Körfuknattleikur 1. deild kvenna ÍA-ÍR..........................45:93 KR-ÍS..........................83:39 Tindastóll - UMFN..............63:78 NBA-deildin Leikir aðfararnótt föstudags: Indiana - Golden State.........94:85 New Jersey - Orlando..........98:114 Houston - Philadelphia........109:95 Milwaukee - Cleveland..........86:95 San Antonio - Toronto.........120:95 Denver - Dallas..............120:137 LA Clippers - Sacramento.....122:110 Íshokkí NHL-deildin Detroit - Ny Islanders...........5:1 Florida - Washington.............2:2 ■Eftir framlengingu. Chicago - Colorado...............4:3 Calgary - Pittsburgh.............7:3 Vancouver - St Louis...........2:1 ■Eftir framlengingu. Skíði Narvík, Noregi: Brun kvenna: 1. Varvara Zelenskaya (Rússl.)..1:39.23 2. Picabo Street (U.S.) 1:39.44 3. Heidi Zurbriggen (Sviss)....1:39.84 4. Katja Seizinger (Þýskal.)...1:40.17 5. Renate Goetschl (Austurr.)..1:40.33 6. Isolde Kostner (ftalíu).....1:40.58 7. Pernilla Wiberg (Svíþjóð)....1:40.62 Staðan í keppninni um heimsbikartitilinn 1. Seizinger (Þýskal.)............1.182 2. Anita Wachter (Austurr.)........891 3. Martina Ertl (Þýskal.)..........889 4. Street..........................837 5. Meissnitzer (Austurr.)..........745 6. Kostner (Ítalíu)................705 7. Wiberg (Svíþjóð)................647 8. Zurbriggen (Sviss)..............629 9. Dorfmeister (Austurr.)..........624 10. Elfi Eder (Austurr.).............580 HM unglinga I Sviss Stórsvig 45. Jóhann H. Hafstein, Ármanni.2.11,72 48. Egill Birgisson, KR...,„...2.13,14 ■Brynja Þorsteinsdóttir frá Akureyri keppti í stórsvigi á fimmtudag og keyrði út úr í fyrri umferð og hætti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.