Morgunblaðið - 06.03.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.03.1996, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Þorskflökin hækka í verði í Bretlandi • UNDANFARIN þrjú ár hefur verð á þorskflökum verið stöðugt á Bandaríkja- markaði, að sögn Sæmundar Guðmundssonar, aðstoðar- forstjóra íslenskra sjávaraf- urða. Á Bretlandsmarkaði hafa hinsvegar orðið verð- breytingar á sjófrystum fiski þegar stuðst er við jan- úartölur síðustu þriggja ára og kemur í Ijós að um 3,4% lækkun var að ræða frá ár- inu 1994 til 1995, enfrá árinu 1995 til 1996 hækkaði verðið hinsvegar aftur um 12,7%. „Á sama tíma erum við að selja inn á smásölu- markaðinn og þar er verð mun stöðugra,“ segir Sæ- mundur. „Selt magn á milli ára hefur aftur minnkað vegna kvótaskerðingar, en það hefur vegið upp að við höfum verið að flytja út tví- fryst flök inn á Bandaríkja- markað og náð góðum ár- angri þar. Þannig að hjá sumum framleiðendum á ís- landi er það orðinn töiuverð- ur iðnaður að vinna úr tví- frystum fiski.“ Sýningí Björgvin • FRÁ 8. til 10. maí næst- komandi verður sjávaraf- urðasýningin „Northern Se- afood Conference and Exhi- bition“ haldin öðru sinni í Björgvin í Noregi. Að þessu sinni verður aðalumfjöllun- arefnið viðskipti með sjávar- afurðir við ríkin í Austur- Evrópu. Búist er við, að þátt- takendur í sýningunni verði um 400 alls staðar að úr Evrópu. Jan Henry T. Oisen, sjávarútvegsráðherra Nor- egs, mun opna sýninguna en auk þess mun Vjatsjeslav Zílanov, aðstoðarsjávarút- vegsráðherra Rússlands, flytja fyrirlestur. Athugasemd • VERINU hefur borizt eft- irfarandi athugasemd frá Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands til birting- ar: „Þann 28. febrúar birtist í Verinu - sjávarútvegsblaði Morgunblaðsins frétt af út- skrift nemenda úr námi Endurmenntunarstofnunar í sjávarútvegsfræðum. Um er að ræða árs nám með starfi fyrir sljórnendur og starfsmenn sjávarútvegs- fyrirtækja og samsvarar námið 12 einingum. í fyrir- sögn fréttarinnar voru nem- endur nefndir sjávarútvegs- fræðingar og er það tilefni þessarar athugasemdar. Háskólhm á Akureyri býður þriggja ára fullt nám í sömu greinum og kalla nemendur þaðan sig sjávar- útvegsfræðinga. Endur- menntunarstofnun Háskól- ans hefur ekki notað það heiti yfir þá sem Ijúka námi stofnunarinnar, heldurgef- ið náminu sem siíku heitið Nám Endurmenntunar- stofnimar Háskóla Islands í sjávarútvegsfræðum. Það gefur auga leið að 12 ein- inga nám er ekki sambæri- legt við þriggja ára fullt nám eins og það sem Háskól- inn á Akureyri býður. At- hugasemd þessi óskast birt til að leiðrétta þann mis- skilning sem fyrirsögn frétt- arinnar kann að hafa vald- ið.“ FRÉTTIR Fiskmarkaður Þorlákshafnar ínýtthúsnæði • FISKMARKAÐUR Þor- lákshafnar er fluttur í nýtt og betra húsnæðí, sem stenst allar gæðakröfur sem gerðar eru til fískvinnslu- húsa. Ástæðan fyrir flutn- ingunum er sú að eldra hús- næðið stóðst ekki þessar kröfur og krafðist Fiski- stofa lokunar á því. Markað- urinn hafði verið á undan- þágu í tvö ár vegna þess að flutningarnir voru á döfinni. Það er verið að ganga frá útboðsgögnum á nýju hús- næði og munu framkvæmdir hefjast eins fyótt og auðið er, að sögn Bjarna Askels- sonar, framkvæmdastjóra Fiskmarkaðar Þorlákshafn- ar. Nú er markaðurinn til staðar í húsnæði Hafbergs hf. í Þorlákshöfn. „Við stefnum svo að því að vera komnir í okkar eigið hús- næði í júlímánuði,“ segir Bjarni. Það er ekki búið að halda aðalfund fískmarkað- arins ennþá, en í fyrra voru seld 8.600 tonn á markaðn- um og er rekstrarhagnaður fyrir skatta og afskriftir áætlaður 9 miiyónir króna. Rússar spá meiri afla • BÚIST er við, að afli rúss- neskra skipa á fyrstu þrem- ur mánuðum ársins verði 1,6 milljón lestir eða 12% meiri en á sama tíma í fyrra. Ástandið í rússneskum sjáv- arútvegi er þvi farið að ein- kennast af meiri stöðugleika og horfum á hægri en ör- uggri aukningu. Vladímír Korelskjj, sjávarútvegsráð- herra Rússlands, segir, að á síðasta ári hafi loks tekist að snúa við þróuninni, stöð- ugum samdrætti allt frá ár- inu 1988, en þá var heildar- aflinn 19,6% meiri en 1994. Voru 70% aflans tekin innan rússneskrar lögsögu en Rússar notuðu sér ekki til fulls þá kvóta, sem þeir höfðu innan lögsögu ann- arra ríkja eða á alþjóðlegu hafsvæði. Horfur eru á, að heildaraflinn verði 9,9 millj- ónir lesta á þessu ári en rík- isstjórnin hefur heimilað sjávarútveginum að nota kvóta upp á 350.000 tonn eða sem svarar til 6,6 millj- arða kr. til að greiða fyrir ný skip. Opinberlega er tal- ið, að afskrifa verði fljótlega eða úrelda 45% af rússneska fiskiskipastólnum en hann telurnú 2.700 skip. Morgunblaðið/Örn Þorláksson TROLLIÐ og hlerarnir undirbúin til flutnings austur til Kamtsjatka. Troll frá Hampiðjunni með flugi tU Kanitsjatka HAMPIÐJAN hefur nú sent eitt fullbúið gloriu- troll austur til Kamtsjatka í Rússlandi. Trollið var sent með flugi til Pusan í Kóreu og fer þaðan með birgða- skipi út á miðin og um borð í rússneskt veiðiskip. Þetta er fyrsta trollið frá Hampiðjunni, sem fer þangað austur, en 4 til 5 togar’ar frá Múrmansk tóku troll frá Hamiðjunni í fyrra. Nú er gert ráð fyrir frekari sölu þangað, en á Kamtsjatka bíða menn átekta. Einnig gert ráð fyrir sölu á trollum til útgerða í Múrmansk Trollið, sem farið er til Kamt- sjatka, er Gloria 896 með öllu, meðal annars toghlerum frá Jósafat Hinrikssyni. Eyjólfur Friðgeirsson, fiskifræðingur og skipstjóri, sem lærði fiskifræði í Moskvu, er farinn utan og mun hann aðstoða Rússana við að setja trollið upp og vinna með það. Trollið fer um borð í veið- skip sem er 54 metra langt, 1.200 brúttótonn að stærð en aðeins með 1.320 hestafla vélar. Skipið stundar aðeins veiðar og landar aflanum um borð i stórt vinnsluskip. Nokkrir Islendingar eru þarna ytra á vegum íslenzkra sjávaraf- urða og munu þeir einnig koma að þessu máli, en veiðiskipið er frá UTRF-útgerðinni, sem íslenzkar sjávarafurðir aðstoða nú við veiðar, vinnslu og sölu afurðanna. Eru að veiðum á alaskaufsa Rússnesku skipin þarna austur frá eru yfirleitt með fremur slök veiðarfæri og því er talið að betri troll og hierar geti aukið veiðina mikið og þannig bætt hag útgerðarinnar. Skipin eru nú að veiðum á alaskaufsa í Beringshafi. Sú vertíð stendur stutt yfir og er aðaláherzlan lögð á að ná sem mestu af hrognum, en fiskurinn er einnig frystur eða bræddur um borð í vinnsluskipunum. Guðmundur Gunnarsson, sölu- stjóri hjá 'Hampiðjunni, var þarna á ferðinni fyrir skömmu ásamt Eyjólfi Friðgeirssyni og segir hann ýmsa möguleika vera á sölu veiðar- færa. Hann segir að Rússarnir hafi einnig sýnt áhuga á samstarfi við Hamiðjuna í rekstri kaðlaverk- smiðju, sem þeir eiga. Reksturinn hefur gengið brösulega, enda rekstarumhverfi í Rússlandi iðnað- inum óhagstætt nú. Möguleikar í Múrmansk Bankakerfið er afar veikburða, verðbólga 10 til 12% á mánuði og árvextir um 240%. Fjárskortur er því tilfinnanlegur. Guðmundur seg- ir, að verði eitthvað úr ferkari sölu þangað austur, vcrði_ það að öllum Iíkindum í gegn um íslenzkar sjáv- arafurðir. Guðmundur segir, að einnig séu möguleikar á sölu trolla til Múr- mansk. „Fjórir til fimm rússneskir togarar hafa þegar tekið troll frá okkur og við gerum ráð fyrir enn frekari viðskiptum af því tagi,“ seg- ir Guðmundur Gunnarsson. Minna rakatap með nýjum hraðfrystum KÆLITÆKNI hf. er með umboð fyrir nýjategund hraðfrysta sem eru framleiddir undir vörumerkinu „Super Contact“ af Food Systems Europa. Frystarnir eru útbúnir þannig að þunn plastf- ilma dregur fiskflakið yfir lágrétta frystiplötuna sem er -r 40qC + 52qC köld, þannig fæst mjög hröð frysting sem tryggir gæði vörunnar. „Super Contact" frystiplatan forfrystir vöruna í um það bil 2-4 mínútur eftir þann tíma fer hún í lausfrystingu. I fréttatilkynningu frá Kælitækni segir að með þessari nýju fryst- iaðferð aukist framleiðnin um 1% þar sem rakatap vörunnar við frystinguna er 50% minni en við hefðhundna lausfrystingu. Einn- ig er þessi frystiaðferð orkusparandi þar sem varan er í beinni snertingu við kæliflötinn. Ennfremur segir að plastfilman sem er 10 migron þykk sé notuð aðeins einu sinni til að tryggja að varan sem á að frysta renni örugglega með plastfilmunni yfir frystiflötinn og tryggi að varan sé hrein og fái slétta áferð. Kostn- aður við plastfilmuna sé um það bil 26 aurar á hvert kíló af af- urð. Hægt er að fá þijár mismunandi gerðir af „Super Contact" hraðfrystum. I fyrsta lagi frystiplötu sem frystir undirlag vörunn- ar (hraðfrystir). I öðru lagi frystiplötu ásamt frystiblásara með eimi og öflugum viftum sem hraðfrysti. Frystiblásarinn eykur hraðfrystingu á yfirborði vörunnar. Loks er hægt að fá frysti- plötu ásamt frystiblásara auk lausfrystis með plast eða stál færi- böndum. „Super Contact" frystibúnaðurinn er hugsaður sem for- frystir fyrir lausfrysta og hefur gefið mjög góða raun þar sem þeir hafa verið teknir í notkun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.