Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.03.1996, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 14. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Nýheiji jók veltuna um 13% Hagimðuv um 34 milljónir <T? NYHERJI hf. ^^ Úr reikningum 1995 Rekstrarreikningur MHijónir króna 1995 1994 Breyt. Rekstrartekjur 1.489 1.320 +12,8% Rekstrargjöld 1.438 1.268 +13.4% Rekstrarhagnaður 51 52 -1,9% Fjármagnsgjöld 12 19 -36,8% Hagnaður fyrir skatta 39 33 +18.2% Hagnaður ársins 34 30 +11,1% Efnahagsreikningur 31. des.: 1995 1994 Breyt. i Eignir: | Milljónir króna Veltufjármunir 698 606 +15,2% Fastafjármunir 266 225 +18,2% Eignir samtals 964 831 +16,0% I: Skuidir og eigio fé: I Milliónir króna Skammtímaskuldir 459 427 +7,5% Langtímaskuldir 129 128 +0,8% Eigið fé 376 276 +36.2% Skuldir og eigið fé samtals 964 831 +16,0% Kennitölur 1995 1994 Eiginfjárhlutfall Milljónir króna 39% 33% Veltufjárhlutfall 1,52 1,42 Arðsemi eigin fjár 11,6% 11,6% Veltufé frá rekstri 84.1 80,8 Jarðboranir þre- földuðu hagnaðinn Helmingur rekstrartekna vegna verkefna erlendis HAGNAÐUR Nýheija á síðast- liðnu ári nam 34 milljónum króna samanborið við 30 milljónir árið 1994. Hagnaður fyrirtækisins jókst því um 11% á milli ára. Rekstrartekjur fyrirtækisins juk- ust um 13% frá fyrra ári en þær námu 1489 milljónum króna á síð- asta ári. Veltufé frá rekstri nam rúmlega 84 milljónum króna, jókst um 5% frá árinu 1994. Stefnt að skráningu á Verðbréfaþingi á þessu ári Á síðasta ári keypti Nýheiji 20% hlut í Hug hf. auk þess sem fyrir- tækið var stofnaðili að íslenska sjónvarpinu hf. sem rekur Stöð 3. Fyrirtækið tók einnig við nokkr- Metflutn- ingar hjá Eimskip FLUTNINGAR með áætlunar- skipum Eimskips til Evrópu hafa aukist um 22% það sem af er árinu miðað við sama tímabil á síðasta ári. Heildar- flutningar fyrirtækisins á þess- um leiðum nema nú 65 þúsund tonnum. Þá var einnig sett nýtt met í flutningum félagsins á einni viku til Evrópu er það flutti rúm 8.700 tonn í tíundu viku ársins, að því er segir í frétt frá Eimskip. Stór hluti þessara flutninga hefur verið frystar loðnuafurðir á leið á markaði í Austurlöndum fjær og kemur fram 1 fréttatil- kynningunni að Strandleið, hin nýja siglingaleið félagsins, hafi gert því kleift að anna þeim flutningum sem góð loðnuvertíð hefði krafist síðustu vikur. um nýjum umboðum, m.a. umboði fyrir Canon skrifstofuvélar og Trust heimilistölvur. Síðastliðið haust var síðan boðið út nýtt hlutafé að nafnvirði 40 milljónir króna auk þess sem Draupnissjóðurinn seldi 20 millj- óna króna hlut sinn í fyrirtækinu. Að útboðinu loknu voru hlutabréf- in skráð á Opnatilboðsmarkaðnum og lýstu forsvarsmenn Nýheija því yfir að stefnt væri að skráningu á Verðbréfaþingi íslands um leið og tilskilinn fjöldi hluthafa hefði náðst. Reiknað er með að það verði á þessu ári. Gengi hlutabréfa í Nýheija var í síðustu viðskiptum 2,13 og hefur hækkað um rúm 9% frá því í nóvember. HAGNAÐUR Jarðborana hf. á síð- asta ári nam alls 30,8 milljónum króna en var 11,1 milljón árið 1994. Hefur hagnaðurinn því nær þrefald- ast milli ára sem einkum má rekja til aukinna eriendra verkefna. Námu þau um 50% af veltu ársins 1995. Rekstrartekjur hafa aldrei verið meiri en á síðasta ári. Námu þær alls 241,7 milljónum samanborið við 182,3 milljónir árið 1994 sem er um 28% aukning milli ára. Hagnað- ur var 12,7% af veltu. Erlend verkefni félagsins voru unnin á Azoreyjum við boranir eftir ferskvatni samkvæmt beinum samningum við sveitarfélög á eyj- unum. Að sögn Bents S. Einarsson- ar, framkvæmdastjóra Jarðborana, hófust einnig athuganir á möguleik- um á jarðhitavæðingu á Azoreyjum á haustmánuðum í samvinnu við heimamenn og íslensk fyrirtæki. Félagið hefur einnig leitað fyrir sér annarsstaðar og m.a skoðað verk- efni á Spáni og í Póllandi. Hér innanlands voru boraðar 117 holur á árinu 1995 sem voru alls rúmir 11 kílómetrar að lengd. Mik- ill meirihluti þeirra var lághitahol- ur, en aðeins var boruð ein háhita- hola í Krísuvík á árinu 1995. Gengi hlutabréfa hækkuðu um 60 af hundraði Eigið fé var alls 481,9 milljónir í lok ársins. Eiginfjárhlutfall var 88,5% og veltufjárhlutfall 4,4. Gengi hlutabréfa félagsins hækkaði um 60% á markaði á árinu 1995, að teknu tilliti til 8% arðgreiðslu til hluthafa. Aðalfundur Jarðborana verður haldinn nk. miðvikudag þann 20. mars nk. Sparisjóður Vestmannaeyja 25 millj- óna hagn- aður SPARISJÓÐUR Vestmannaeyja skilaði alls um 24,9 milljóna hagn- aði eftir að tekið hafði verið tillit til tekju- og eignaskatts að upphæð 15,4 milljónir. Árið 1994 var 18,4 milljóna hagnaður eftir skatta, að því er segir í frétt. Í ársskýrslu sparisjóðsins sem lögð var fram á aðalfundi nýverið kemur fram að heildarinnlán í sjóðnum að meðtöldum seldum sparisjóðsbréfum námu í árslok tæplega 1378 millj. króna. Höfðu innlán aukist úr liðlega 1336 millj- ónum eða um 3,1%. Útlán til við- skiptamanna í árslok voru rúmlega 1169 milljónir og höfðu aukist um tæp 17%. Framlög á afskriftareikning út- lána námu á árinu tæpum 12 milljónum. Inneign á þessum reikn- ingi var um síðustu áramót liðlega 48 milljónir. Eigið fé Sparisjóðs Vestmanna- eyja var í árslok rúmlega 183 millj- ónir og hafði aukist á árinu um 17,6%, sem er 15.7% umfram hækk- un lánskjaravísitölu. Þá segir ennfremur að almenn ánægja hafi komið fram á fundinum með aukið samstarf sparisjóðanna í landinu. Starfsemi Sparisjóða- banka íslands hf. hafí margfaldlega sannað sig og orðið til þess að ein- stakir sparisjóðir geti í auknum mæli tekið að sér stærri verkefni í samvinnu við bankann. Þá hafi komið fram ánægja með stofnun og starfsemi SP-fjármögnunar hf. sem er í eigu sparisjóðanna og tók til starfa á síðasta ári. Starfsmenn við sparisjóðinn voru að meðaltali 14 á árinu. Stjórn sparisjóðsins var öll endurkjörin, en hana skipa Arnar Sigurmundsson, formaður, Ragnar Óskarsson, Gísli G. Guðlaugsson, Skæringur Georgsson og Þór Vilhjálmsson. Sparisjóðsstjóri er Benedikt Ragn- arsson. MEÐ lífmassamælinum, helstu framleiðsluvöru Vaka, er hægt að telja og stærðar- mæla fiska í kvíum. fiskneysla í heiminum aukist um 2-3% á ári undanfarin ár og viðbót- in verður að koma frá eldi. Norð- menn búast t.d við því að um alda- mót verði eldisframleiðsla á laxi og silungi komin vel yfir 400 þús- und tonn og mikill uppgangur er einnig í Kanada og Chile. Með markaðstengdri þróun og öflugri markaðsSetningu, samfara stækk- andi markaði og betri afkomu í fiskeldi horfa starfsmenn Vaka því björtum augum til framtíðarinn- ar,“ segir Snorri. SIEMENS GSM-farsíminn sem allir miða við! Þessi GSM-farsími heitir S4 og er ffá Siemens. Hann er léttur, fyrirferðarKtill og einfaldur í notkun. Hann er traust þýsk gæðavara. Við bjóðum þennan farsíma á mjög hagstæðu verði ásamt faglegri ráðgjöf og þjónustu hjá tækni- og þjónustudeild okkar. Það er óþarfi að leita annað. SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • Sími 511 3000 Vaki-Fiskeldiskerfi hf. 9 milljóna króna hagnaður ífyrra Siemens S4 Einkaumb^ð fyrir Siemens á Islandi. REKSTUR hugbúnaðarfyrirtækis- ins Vaka-Fiskeldiskerfa hf. skilaði níu milljóna króna hagnaði í fyrra og jókst hagnaðurinn um 62% á milli ára. Velta fyrirtækisins jókst um 13,3%, úr 72 í 82 milljónir króna. Sem hlutfall af veltu var hagnaðurinn 11% í fyrra miðað við 7,7% árið 1994. Framlegð upp í fjármagnsgjöld var um 17,3 millj- ónir króna eða um 21,2% af rekst- artekjum. Fyrirtækið framleiðir tæki og hugbúnað til að telja og stærðarmæla lifandi fiska fyrir fiskeldisstöðvar. Rekstrartekjur fyrirtækisins námu tæpum 82 milljónum króna í fyrra en rekstrargjöld um 64 milljónum. Hagnaður nam níu milljónum eftir skatta og fjár- magnsliði og jókst hagnaðurinn um 62% á milli ára. Skuldir fyrirtækis- ins eru um 30 milljónir króna og hafa lækkað um 8,5% frá fyrra ári. Eiginfjárhlutfallið er 49,5%. Vaki-Fiskeldiskerfi hf. hefur framleitt fiskiteljarann Bioscanner frá árinu 1988. Nú hafa um 700 tæki verið seld fyrir liðlega 400 milljónir til um þrjátíu landa. Snorri Þorkelsson, fjármála- stjóri fyrirtækisins, segir að mark- aðurinn fyrir fiskiteljara sé í stöð- ugri þróun og kalli því á flóknar lausnir á þeim tækjabúnaði sem Vaki hefur sérhæft sig í. Helsta söluvara fyrirtækisins sé nú líf- massamælirinn Biomass Counter, sem þróaður var í nánu samstarfi við Marine Haverst, eitt stærsta laxeldisfyrirtæki í heimi, og hafa selst af honum rúmlega 100 tæki til fiskeldisstöðva víða um heim. Undanfarin þijú ár hefur Vaki einnig unnið að þróun og fram- leiðslu mælis í laxveiðiár, Árvaka, í samvinnu við Veiðimálastofnun. Mælinum hefur verið komið fyrir í tíu laxveiðiám hérlendis en nokkr- ir hafa verið seldir til Bretlands og Noregs. Uppgangur í fiskeldi Snorri segist vera bjartsýnn á framtíð fyrirtækisins enda bendi margt til þess að markaðurinn fyr- ir fisktalningartæki eigi eftir að stækka mikið á næstu árum. „Samkvæmt spám Matvælastofn- unar Sameinuðu þjóðanna hefur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.